Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 10
10
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. okt. 1964
Hvað segja þeir í fréttum?
Síldveiöar eystra
Fara allir á
þorskandt?
Línuveiðum hætt?
MIKIÐ er nú rætt manna á
meðal um nýhafnar haust-
síldveiðar fyrir Austurlandi.
Við hittum að máli Kristján
Ragnarsson, fulltrúa hjá Lands
sambandi íslenzkra útvegs-
manna, og spurðum hann um
álit hans á þessum veiðum.
— Jakob Jakobsson, fiski-
fræðingur, gerir ráð fyrir því,
að síld verði fyrir austan fram
eftir hausti, jafnvel fram í
desember. Ekki er ástæða til
þess að halda annað en hann
hafi rétt fyrir sér nú eins og
áður.
— Útvegsmenn hafa áhuga
á því, að skipin haldi áfram
veiðum á þessum slóðum. —
Fiskiskipaflotinn hefur eflzt
mjög á síðari árum, og skipin
eru stærri og betur búin en
áður, svo að hægt er að halda
þeim úti lengri árstíma en
fyrr. Stærð og búnaður skip-
anna gefur tilefni til þess að
stunda veiðar við verri að-
stæður en undanfarið hefur
verið hægt.
— Á hitt verður þó einnig
að líta, að leiði sjómanna á að
vera fjarri heimilum sínum
svo langan tíma er kominn til
sögunnar. Úthaldið er þegar
orðið fjórir mánuðir, og eigin-
lega má segja, að sjómenn-
irnir hafi verið í nær stöðugu
úthaldi frá áramótum. Þreyta
og lúi fara því að gera vart
við sig.
— Jafnhliða þessu hafa þeir
haft miklar tekjur, svo að á-
huginn á að afla meiri tekna
hefur minnkað. Þar við bæt-
ist, að tekjur margra eru orðn-
ar svo háar í ár, að þeir eru
þegar farnir að kvíða skött-
unum.
— Fólksfæð á Austfjörðum
veldur því og, að erfitt er að
ráða við mikið síldarmagn,
sem bærist á land.
— Þrátt fyrir þetta, þá er
hér um svo mikil verðmæti að
ræða, að við megum ekki láta
þau fara forgörðum. Því er
að sjálfsögðu mikill áhugi
meðal útvegsmanna á að nýta
þau. Eðlilegt er því, að ein-
hver hluti síldveiðiflotans
verði eystra fram eftir hausti.
Skipum hefur nú fjölgað þar
undanfarna daga, því að skip,
sem komin voru heim, eru nú
farin austur aftur.
— Er nokkuð fleira, sem þú
vilt taka fram um síldveiðarn
ar fyrir austan?
— Mikil óánægja er ríkj-
andi hjá útvegsmönnum með
það fyrirkomulag, að síld sú,
sem veiðist fyrir Norður- og
Austurlandi sé seld eftir máli
en ekki eftir vog, eins og gert
er alls staðar annars staðar á
landinu. í sumar hafa síld-
arsaltendur verið kaupendur
að stórum hluta af bræðslu-
síld, sem stafar af því, að
mikið af þeirri síld, sem þeir
hafa tekið á móti inn á sölt-
unarstöðvarnar, hefur ekki
verið hæft til söltunar og greið
ist því með bræðslusíldar-
verði. Þessa síld kaupa söltun-
arstöðvarnar eftir máli, en
selja hana síðan til síldar-
bræðslanna eftir vog. Talið er,
að þar sé um að ræða mismun,
er nemi allt að 12%, sem óhag
stæðara er að selja síldina eft-
ir máli. Síldarverksmiðjur
norðanlands og austan, og þar
með taldar Síldarverksmiðjur
ríkisins, geta ekki verið þekkt
ar fyrir það öllu lengur að
koma ekki á fót aðstöðu til
þess að kaupa alla síld eftir
vog og mismuna ekki við-
skiptavinum sínum, eins og
nú er gert.
— Hvað viltu segja um síld-
veiðar hér í Flóanum?
— Menn vonast til að hér
verði einnig síld, svo að flot-
inn geti verið dreifður. Með
því móti nýtist verkunarað-
staðan mun betur en ella.
— Þegar hefur verið selt
mikið magn af sáltsíld hér
suðvestanlands og mun meira
en undanfarin ár. Vonir
standa til þess, að sala á freð-
síld verði með svipuðum hætti
og áður.
— Þið hafið séð ástæðu til
þess í L.f.Ú. að gefa vikulega
út síldarskýrslu, eftir að Fiski-
félag fslands hætti útgáfu
sinni að beiðni sjóslysanefnd-
ar?
— Já, það var samhljóða
dómur útvegsmanna, að á-
stæður þær, sem sjóslysanefnd
bar fyrir ósk sinni, hafi ekki
haft við rök að styðjast.
— Allir aðstandendur sjó-
manna, og raunar fólk um
land allt, hafa svo mikinn á-
huga á að fylgjast með síld-
veiðunum, að L.f.Ú. taldi rétt
að verða við óskum almenn-
ings. Einstök dagblöð reyndu
á eigin spýtur að semja afla-
skýrslur, en reyndist það að
vonum heldur örðugt. Voru
þær því ófullnægjandi, en við
töldum, að betra væri að birta
réttar skýrslur en rangar. Því
fórum við að gefa skýrslurnar
út og urðum greinilega varir
við, að fólk mat þessa þjón-
ustu mikíls.
— Viltu segja nokkuð um
vertíðina nú í vetur?
— Ég ber kvíðboga fyrir
því, að svo mörg skip muni
stunda þorskveiðar með nót,
að góðfiskveiðar með línu og
veiðar með netum muni
minnka til muna og línuveiði
jafnvel leggjast niður. Þorsk-
nótaveiðar eru mjög áhættu-
samar, og svo gæti farið þeg-
ar á þessum vetri, að þær
brygðust vegna minni fiski-
gengdar en var á síðastliðnum
vetri, og þá sérstaklega ef veð-
urfar yrði óhagstætt. Þorsk-
veiðar í nót er ekki hægt að
stunda í jafn óhagstæðu veðri
og veiðar með línu og net.
— Þetta gæti haft þær af-
leiðingar, að vertíðin brygð-
ist að verulegu leyti, því að
ljóst er, að beztu skipin og
aflasælustu skipshafnirnar
munu stunda þessar veiðar,
þ.e. þorskveiðar í nót.
— Ástæðan til þess, að línu-
veiðar virðast eiga svo í vök
að verjast, sem raun ber vitni,
þótt þær gefi bezta hráefnið,
er, að fiskverð er allt of lágt
til þess að útgerð geti borið
sig á þeim veiðum.
— Hve lengi verða núver-
andi kjarasamningar sjó-
manna í gildi?
— Allir kjarasamningar við
sjómenn, bæði undir- og yfir-
menn, eru í gildi til áramóta
og framlengjast þá um eitt
ár, verði þeim ekki sagt upp
fyrir 1. nóvember n.k. af öðr-
um hvorum aðilanum. Þess
ber þó 'að geta, að samningar
um skiptakjör á þorskveiðum
með nót eru ekki til, vegna
Kristján Ragnarsson
þess að þessar veiðar eru ný-
tilkomnar, en ljóst er, að um
þau verður að semja, því að
ástandið frá síðustu veftíð má
ekki endurtakast, þegar óá-
ákveðin kjör giltu á bátun-
um.
— Útvegsmenn telja ósann-
gjarnt, að sjómenn beri meira
úr býtum á þorskveiðum með
nót en á öðrum þorskveiðum
þar sem vinna er bæði lengri
og erfiðari miðað við svipuð
aflabrögð.
Aldrei fleiri nemendur
í Háskólanum en n••
KENNSLA er nú ýmist hafin
eða í þann mund að hefjast
í æðstu menntastofnun ís-
lendinga, Háskóla íslands. —
Fréttamaður blaðsins fór því
á fund háskólaritara, Jóhann-
esar L. L. Helgasonar, lögfræð
ings, og spurði hann, hve
margir hefðu innritazt nú í
septembermánuði, en innritun
fer fram tvisvar á vetri, í sept-
ember og janúar. Innritunar-
gjald er 1.000 krónur.
— Að þessu sinni innrituð-
ust 325 stúdentar, og hafa
aldrei innritazt fleiri áður. í
fyrra létu 300 skrá sig til náms
um haustið. Nemendur nú í
vetur verða 930 talsins, og er
það hæsta nemendatala í sögu
skólans.
— Hvernig skiptast hinir
nýinnrituðu eftir deildum?
— Skiptingin er svipuð og
í fyrra, nema hvað mun fleiri
innrituðust í læknisfræði nú
en í fyrra, þ.e. 53 nú, en 24
þá. Hafa nemendur í læknis-
fræði ekki verið fleiri síðan
reglugerðinni var breytt á ár-
inu 1958. Hinir nýskráðu nem-
endur skiptast annars þann-
ig eftir námsefni:
Guðfræði
Læknisfræði
Tannlækningar
Lyfjafræði
Lögfræði
Viðskiptafræði
íslenzk fræði
B.A.
Heimspeki (forspjalls-
vísindi)
íslenzkukennsla fyrir
útlendinga
Verkfræði
3
53
8
8
33
35
14
90
45
13
20
Jóhannes L. L. Helgason
— Þess má geta, að aðsókn
að tannlækningadeild er meiri
en svo, að unnt sé að taka við
öllum, sem í deildina vilja
komast.
— Er ekki orðið þröngt um
háskólann í þessum húsa-
kynnum?
— Jú, skólinn á við mikil
húsnæðisvandræði að etja,
víst er um það, og ekki fyrir-
sjáanlegt, að við það húsnæði
skólans bætist í vetur. Þegar
Handritahúsið verður komið
upp, fær skólinn þar aukið
kennsluhúsnæði.
— Enska í B.A.-deild er nú
kennd í leiguhúsnæði á Tjarn
argötu 44. Þar er kennslu-
stofa, bókasafn, upptökuher-
bergi o.s.frv. Kennsla í lækn-
isfræði og tannlækningum
hefur alltaf farið fram að
nokkru leyti utan veggja skól-
ans. Laga- og viðskiptadeildin
hefur lestrarstofur á Aragötu
9. Síðan byggt var ofan á
íþróttahús skólans, hafa þar
verið kennslustofur í efna- og
eðlisfræði.
— Koma einhverjir nýlr
prófessorar að háskólanum nú
í haust?
— Nei, en hins vegar nokkr-
ir nýir aukakennarar.
— Er Happdrætti Háskóla
íslands ekki skólanum mikil
lyftistöng fjárhagslega?
— Jú, en það fullnægir hins
vegar hvergi nærri fjárþörf
stofnunarinnar. í fyrra var
miðafjöldi tvöfaldaður, og hef
ur sala nýju miðanna gengið
mjög vel.
— Hvað er annars fleira i
fréttum?
— Undirbúningur undir Fé-
lagsheimili stúdenta er nú í
fullum gangi. Þarf ekki að
eyða að því mörgum orðum,
hver nauðsyn stúdentum er á
því. Það er forsenda þess, að
félagslíf stúdenta geti staðið í
nokkrum blóma, en hingað til
hefur það þótt vera nokkuð
dauft.
— Alveg á næstunni er von
á hinum margumtalaða raf-
eindareikni. Honum hefur ver
ið valinn staður í hinni nýju
Raunvísindastofnun Háskóla
íslands, en hús stofnunarinn-
ar er nú í smíðum við Dun-
haga.
MH