Morgunblaðið - 11.10.1964, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 11.10.1964, Qupperneq 5
Sunnudagur 11. okt. 1984 MORGUNBLAÐIB HLJÓMAR í LIVERPOOL HÉR eru bítlarnir islenzku, Hljómar frá Keflavík, í ærið nýstárlegu umhverfi, Cavern- klúbbnum í Liverpool. Þeir félagar eru nýkomnir heim úr ferðalagi til Bretlands. Þeir komu víða við á ferðalaginu og dvöldu að sjálfsögðu nokkra daga í bítlaborginni, LiverpooL Þar komu þeir fram í hinum margfræga Ca- vern klúbbi, sem er vafalaust frumlegasti samkomustaður, sem um getur — niðurgrafin, víðáttumikil kjallarahola. Á þessum stað stigu Bítlarnir og ótölulegur grúi annarra nafn- togaðra hljóðframleiðenda fyrstu skrefin í áttina til frægðar. Hér er fæðingarstað- ur bítilæðisins — hér upphófst Rythm and Blues faraldurinn og hér varð til dansinn Cavern Stomp. Blaðamaður Mbl. var stadd ur i Cavern-klúbbnum, er HLJÓMAR komu þar fram. Þar sem klúbburinn er til húsa í fremur skuggalegri hliðar- götu var áður vöruskemma. Enn er engu likara en að svo sé. Naktar steinhvelfingar og óslétt gólfið vekja strax furðu ókunnugra, þegar inn er kom ið. Borð eru engin og aðeins örfáir stólarmar upp við svið- ið. Á hverju kvöldi koma margar hljómsveitir fram í Cavern. Þær koma hvaðan- æfa að, jafnvel erlendis frá, því að hér er öruggust leið til frama — og fjár — ef vel tekst til. Þegar Hljómamenn heim- sóttu klúbbinn, barst það til eyrna stjórnandans, Bob Wool er, að íslenzk unglingahljóm- sveit væri stödd þar. Hann stefndi piltunum óðar til fund ar við sig — og bauð þeim að taka lagið. Piltarnir fengu siðan lánuð hljóðfæri hjá einni þeirra hljómsveita, sem kom fram þetta kvöld, Xhe Clay- ton Squares. Þegar stjórnandinn til- kynnti, að komnir væru gestir alla leið frá hinu kalda ís- landi, fór undrunarkliður um salinn. Ekki minnkaði undrunin, þegar hinir hárprúðu Keflvík- ingar birtust á sviðinu og upp hófu leik sinn. Virtist tón- listin falla hinum brezku ung- lingum mjög vel í geð, enda af sama taginu og nú er hvað vinsælust þar í landi. Er skemmst frá því að segja, að íslenzku piltunum var mjög vel tekið og fagnaðarlætin er þeir höfðu lokið leik sínum hættu ekki fyrr en þau drukkn uðu í lagi, sem stjórnandi klúbbsins setti á plötuspilar- ann. Það sem eftir var kvöldsins voru piltarnir umsetnir af ung um aðdáendum, sem vildu fá eiginhandaráskriftir þeirra í bækur sínar. Auk Hljóma komu fram í Cavern klúbbnum þetta kvöld hljómsveitirnar „The Es- corts“, „The Hideaways", „The Notions“ og „The Clayton Squares“. Það fór ekki milli mála, að það voru íslendingarnir sem mesta athygli — og hrifningu — vöktu. Á ferð og ílugi Akranesferðir með sérleyfisbílum 1» Þ. Þ. Afgreiðsia hjá B.S.R. Frá Ileykjavík alla daga kl. 6. Frá Akra- nesi kl. 8, nema á sunnudögum kl. 3 Á laugardögum frá Rvík kl. 2 og á sunnudögum kl. 9 e.h. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla hefur væntanlega farið í gær frá Almería áleiðis til Reykjavíkur. Asikja er væntanleg til Stettin í kvöld. H.f. Jöklar: Drangjökull kom í gær- kvöldi til Sommerside frá St. John og fer þaðan til Grimsby og Great Yar- mouth. Hcxfsjökull er í Vestmanna- eyjum fer þaðan til Stykkishólms. Langjö-kull fór í gær frá Aarhus til Hamborgar og Reykjavíkur. Vatna- jökull fór frá Súðavik í gær til Húna- flóa og Austfjarðar fer þaðan til írlands. Skipadeild S.Í.S.í Amarfell er á Akranesi, fer þaðan til Rvíkur. Jökul- fell er væntanlegt til Hornafjarðar 13. frá Calais. Dísarfell er væntanlegt til Hornafjarðar 12. frá Riga. Litlafell fór í gær frá Esbjerg til íslands. Helga- fell lestar á Austfjörðum. Hamrafell er va^ntanlegt til Aruba 12. StapafeU losar á Austfjörðum. Mælifell fer væntanlega 1 dag frá Archangelsk til Marseilles. Hafskip h.f.j Laxá kemur til Rott- erdam í dag. Rangá er í Kb.höfn. Selá er í Rvik. Isborg kemur til Hamborg ar á morgun. Erik Sif er í Fredriks- havn. Atena er á leið til Austfjarðar- hafna. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Sólfaxi fer til Glasgow og Kaupmanna hafnar kl. 08:00 í dag. Vélin er aftur væntanleg til Rvíkur kl. 23:00 í kvöld. Sólfaxi fer til Glasgow og Kaup VÍ8UKORN Líður seint úr minni mér mynd «1 Ijúfu kveldi, þó ég félli fyrir þér, freistingunna veldi. Hjörleifur Jónsson á Gils- mannahafnar kl. 08:00 í fyrramálið. Skýfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:00 á þriðjudaginn. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmanna- eyja. Á morgun: er áætlað að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, ísa- fjarðar, Hornafjarðar og Egilsstaða. H.f. Eimskipafélag íslands: Bakka- foss fer frá Hull 12. þm. til Rvíkur. Brúarfoss fór frá Vestmannaeyjum 8. þm. til Gioucester, Camden og New York. Dettifoss fór frá NY 5. þm. til Rvíkur. Fjallfoss kom til Rvíkur 10. þm. frá Kaupmannahöfn. Goðafoss fer frá Akureyri 10. þm. til Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Gullfoss fór frá Rvík 10. þm. til Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Fredrikshavn 8. þm. til Jakobsted, Turku, Ventspiís, Kotka og Gautaborgar. Mánafoss fer frá Kaupmannahöfn 10. þm. til Gdynia, Gdansk og Ventspils. Selfoss fór frá Leith 9. þm. til Rvíkur. Tröllafoss er í Leith. Tunguifoss fór frá Reyðar- firði 7. þm. til Antwerpen og Rotter- dam. Utan skrifstofutíma eru skipafréttir xlesnar í sjálfvirkum símsvara 2-1466. * * * Vor um haust Sólbjartur morgun, móðir jörð er skartklædd, merluð gull og silfurlitum haustsins. Tignarleg ró er yfir öllu landi og út til hafsins virðast bylgjur sofa. Þær munu þó vaka, köid er undiralda. Úrsvalir vindar blása senn af fjöllum. Þess vildi ég óska vissulega öllum að vorið héldist þá í sáium ungum. Þá víkur burtu vetrarkvíðinn senn, því vorið gerir okkur nýja menn. (Hveragerði, 8. okóber, 1964). STEFÁN RAFN. i Húsnæði til leigu í miðbænum fyrir skrif- stofu eða léttan iðnað. Upp lýsingar í síma 13129, mánu dag. Bandaríkjamaður óskar eftir 1 herb. og eld- húsi og baði, með húsgögn um, sem fyrst. Tilboð send ist Mbl. fyrir miðvikudag, merkt: „Algjör reglusemi —9025“. Harmonika Mjög vönduð harmonika 4ra ‘kóra, til sölu. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 14492. Bíll til sölu Mjög glaesilegur bíll til sölu, Moskwitch árg. 1958. Uppl. í slma 15209, milli kl. 18,30 og 19,30 á kvöld- in. Hvernig myndast þoka? Þoka er vatnsgufa, sem hefur þétzt og myndað dropa í loftinu niðri við jörð. Hún myndast eink um á tvennan hátt. Þegar hlýr og rakur vindur fer um kaldan jarðveg, myndast þoka, og eins fer þegar sjór eða vatn er heit- ara en loftið naest því, gufan, sem kemur upp úr vatninu er þá jafnheit því og þéttist því í köldu loftinu. Spakmœli dagsins Hver telur ósigrana á degi sigúrsins? — B. Björnsson. Óska eftir íbúð Húshjálp gæti komið tii greina. Uppl. í síma 40668, ekki í Kópavogi. Keflavík Ný sending: Fallegar perlon dömuhlúss ur. ódýr amerísk buxna- helti. Brjóstahöld, svört og hvít. Elsa, Keflavík. Sími 2044. Flygill óskast til kaups. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. fimmtu dag, merkt: „Flygill—9020“ Vil kaupa tveggja til fjögurra herb. íbúð, milliliðalaust. Útb. ca. 300 þús. Leiga á svip- aðri íbúð gæti einnig kom ið til greina. Tilboð send- ist afgr. Mbl. merkt: „Ibúð —9036“. HAGKAUP Þykkar kvengolftreyjur og peysur úr 100% ull. Margir litir, allar stærðir. Verð kr. 348.- Einnig amerískir nælonsloppar. Verð kr. 175.- Lækjargötu 4. ROR Va”—2” svört og galv. nýkomin. Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15. — Sími 24137. Silfurtunglíð Nú leikur SOLO í kvöld. Silfurtunglið Sendisveinar óskast Vinnutími kl. 9—12 f.h. JMtfiQgtiitfrlaMfr TIL SÖLU FISKIBÁTUR Nýr 110 rúmlesta fiskibátur með öllum tækjum til fiskveiða. Tilbúin til afhendingar nú þegar. SKIPA- SALA Sími 13339. Talið við okkur um kaup *"vE5TIJRG0lU 5 Vélritunarskóli Sigríðar Þórðardóttur. Ný námskeið byrja um miðjan mánuðinn. Upplýsingar í síma 33292. i ...W "

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.