Morgunblaðið - 11.10.1964, Blaðsíða 10
10
MORGU N BLAÐID
Sunnudagur 11. okt. 1964
"Hin ósögðu; ásæknu lausnarorð“
Kristján Karlsson skrifar um
Stein Steinarr og skáldskap hans
Af gleri strokið gamalt
ryk og hjóm
er gleði þín oig hryggð
í rúmi og tíma.
í>að andlit, sem þú berð,
er gagnsæ gríma,
og gegnum hana sér í
auðn og tóm.
Steinn Steinarr gerðist heim-
spekilegt skáld og frumieik hans
og skáldlegan þroska má rekja
til heimspeki ljóða hans. Að
segja það er ekki sama og að
fullyrða, að sú heimspeki sé góð
eða rétt; ef vér freistum að
leysa hann upp í rökhugsun,
reynist hún vera blákaldar stað-
hæfingar; ef vér ætlum að opna
skel kvæðanna til þess að kom-
ast að kjarna heimspekinnar,
reynist hún vera skelin sjálf.
Rök hennar eru rök ímyndunar-
afls og tilfinninga, og það er
ekki úr vegi að minnast þess
strax, að það var ein nýbreytni
Steins í íslenzkum skáldskap að
treysta í kvæði á þess konar
röksemdafærslu í stað réttrar
hugsunar.
í draumi sértovers manns
er fall hans falið.
I>ú ferðast gegnum
dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst
þitt hefur alið
á bak við veruleikans
köldu ró.
>inn draumur býr þeim
mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, !
sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess,
sem lifir,
og þó er engujn ljóst,
hvað milli ber.
Hann lykur um þig
löngum armi sínum.
og loksins ertu sjálfur
draum-ur hans.
Af þessari skáldskapartækni
hafa mörg hin yngri skáld lært
og væri ráðlegt til skilnings á
þeim að le9a Stein fyrstan. En
þessi gerð kvæðis kom ísienzk-
um lesendum á óvart; jafnvel
Magnús Ásgeirsson, sem allra
manna gerst mátti skilja, hvað
var hér að gerast, segir í rit
dómi, 1942 að Steinn beiti í þessu
kvæði og öðrum sams konar:
„rökrefjum og orðasefjun, eins
og miðill með ótvíræða hæfi-
leika, er beitir brögðum, þegar
hann þarf á að halda og stund-
um aðeins vegna íþróttarinnar
sjálfrar“. Hin eina skýring sem
ég kann á þessum dómi, er sú,
að Magnús er í svipinn óviðbú-
inn þessari tegund skáldskapar—
á íslenzku. Verður þá ekki öðr-
um láð, þótt þeim brygði við.
Svo að tekin sé önnur líking
en hér að ofan, þá er heimspeki
Steins opinn farvegur tilfinning-
um hans og jafnframt aðlhald
þein*a. Hún gegnir þannig ein-
att sama h utverki og myndir,
er metafórísk eða myndræn. Þeg
ar hún virðist öfgafull, sem oft
ber til, er það jafnan af því að
vér lítum á hana af gömlum
vana sem kenningu, en ekki
sem mynd; lesum þá í raun og
veru kvæðið eins og ritgerð og
heimtum sönnun.
Á breiðu torgi stendur
minnismerki
mannsins, sem dó, svo
hinir mættu lifa.
Þeir dá hans minning enn
í orði og verki
og afrek hans með
gullnu letri skrifa.
Fagnið ei meir hans
afrekaverkum yfir,
þótt ykkar vitund sjúkleg
hugmynd blekki.
Hann féll, en aðeins fyrir
þann, sem lifir.
Vér föl:.um fyrir þann,
sem lifir ékki.
Spenna kvæðisins skapast við
aoótsögn þess. Myndræn merk-
ing þess er reyndar mjög skýr,—
ef vér skynjum það sem mynd:
hinn óþekkti hermaður er ímynd
Krists og kvæðið í uppreist
gegn kenningunni um friðþæg-
ingu.
Til er hugsvölun, sem er í því
fólgin að ganga fram af tilfinn-
ingum sínum. Það skáld, sem
leitar hennar, eins og Steinn
virðist stundum gera, á vitaskuld
á hættu að missa marks, af því
að tilfinningin fylli ekki út í
kvæðið. Vera má, að þessi ljóður
finnist á stöku kvæði Steins.
En hins vegar er lágur tónn
orðanna, gagnstætt ofríki til-
finningar og staðhæfingar, ein-
att fyrirmynd hófstiliingar.
hann, nema færa okkur fjær.
Þetta gerir sum kivæði Steins
torráðin í fljótu bragði, þó að
þau verði deginum ljósari í
hæfilegri fjarlægð.
Ó, þú og ég, sem urðum
a drei til.
Eitt andartak sem skuggi
flökti um veg'g
birtist sú mynd, sem okkur
æt-.uð var.
Sem næturgola gári
lygnan hyl,
sem glampi kalt og snöggt
á hnífsins egg,
sem rauðar varir veiti
orðlaust svar.
iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiitiiiiiiiiMiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiit
Steinn Steinarr hefði orðið 56 ára n.k. þriðjudag, ef
E hann hefði lifað. Morgunblaðinu var kunnugt um hina
1 ágætu grein Kristjáns Karlssonar um skáldið og fór
1 þess á leit, að fá birtan hluta hennar í blaðinu í dag.
== Steinn á orðið marga vini og aðdáendur meðal
| íslenzkra Ijóðlistarunnenda og má óhikað telja að
E þeim þyki fengur í greininni.
Grein Kristjáns birtist í heild sem inngangur að
| heildarútgáfu á verkum Steins Steinars, sem út kem-
1 ur hjá forlagi Helgafells innan skamms.
Ég býst ekki við, að það fari
milli mála, að þetta kvæði sé
lakara en Utan hringsins. „Lít-
ill fengur“ gerir fremur að draga
úr áherzlu á sínium stað. og „í
rúmi og tíma“ er óljóst orðalag
hér. Samt má vel sætta sig við
þetta, af því að kvæðið er í á-
varpsstíl; það er mælt fram.
Uppistaða síðara erindisins er
hins vegar tvær ágætar myndir,
iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii
rjÍllllllllllllllHHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIICIIIIIllHHíHllllllllllllllllllllltliJHIIMHIIIIIIimilllltllllllllllllHIIIIIIIKIIIHHIIIIIIIIIIIIIHIIIHIIIIIIHIlllllHilillllllHlltllll
Þú situr enn við gluggann
og senn er komin nótt,
og úti er niðamyrkur,
svo annarlega hljótt.
Og senn er komin nótt.
9vo finnur þú um andlit þitt
fara kaldan súg.
Þig grípur óljós hræðsla.
Þú horfir út í myrkrið
og hvíslar:
Hver ert þú?
Og holur rómur svarar:
Ekkert, ekkert.
Sú fánýtishyggja, sem birtist
svo opinskátt í þessu snemm-
Steinn Steinarr
orta kvæði Steins, á eftir að
verða uppistaða fjölmargra síð-
ari kvæða. Sem lífsspeki er hún
einhæf og mótmælanleg, sem
staðreynd kvæðis er hún, þegar
bezt lætur, óvefengjanleg. Stund
um birtist hún sem altæk stað-
hæfing, ellegar dramatísk álykt
un af atviki, mynd eða sýn, sem
skáidið bregður upp svo nærri,
að það er líkt og að bera sterkan
sjónauka alveg að tiíteknum
hlut: vér sjáum hann of glöggt,
svo að vér berum ekki kennsl á
Ó, fagra mynd, sem okkur
báðum bnr.
Svipaðri taékni átti hann eftir að
beita síðar óslitið, kvæði eftir
kvæði í Tímanum og vatninu.
En eitthvert fullkomnasta dæmi
um þessa sterku nálægð er litan
hringsins, þar sem hlutlæg mynd
og heimspekileg hugmynd eru
sem oftar jafn-gildar, jafn-veiga
mikiar í uppistöðu kvæðis:
Ég geng í hring
í kringum allt sem er.
Og innan þessa hrings
er veröld þín.
Minn skuggi féll um stund
á gluggans gler.
Ég geng í hring
i kringum allt sem er.
Og utan þess hrings
er veröld mín.
Það væri fjarstæða að tala um
að nálgast þetta kvæði á ein-
hvern 9érstakan hátt: kvæðið er
alveg hjá oss. Ef oss hentar, er
þetta, í krafti miðlína (eða mið-
línu kvæðisins, frásögn af manni,
sem gengur kring um hús konu,
sem hann elskar („ai.lt, sem er“)
og nær ekki fundi hennar, þó að
hún verði skugga hans vör um
stund. En umfram allt er það
tvær myndir; önnur hlutlæg
„Minn skuggi féllhin af-
leidd, heimspekileg, þó að hún
sé dregin með hlutlægum orðum
(„Ég geng í hring ..“). Því
skynjum vér fremur en skiljum
mérkingu beggja: órjúfandi ein-
manaleik, skammlífi manns og
óraunveruleik. Slík skynjun ligg
ur beint við, þegar formið er
jafn-einsteypt og aðskorið eins
og hér. En til eru ýmis kvæði,
þar sem útlistuð, myndlaus yfir-
lýsing er látin vega á móti hlut
lægri mynd.
Það bjargast ekki neitt,
það ferst, það ferst.
Það fellur um sjálft sig
og er ei lengur.
Svo marklaust er þitt líf
og lítiil fengur,
og loks er eins og ekkert
hafi gerzt.
sem bera merkingu þess full-
komlega uppi. Með öðrum orðum
af því að við skynjum myndirn
ar nógu ljóst, er merking erind
isins sjálfsögð. En hvað um fyrra
erindið, sem er upptalning stað-
hæfinga í ræðustíl?
Spurningin er, held ég, alls
ekki sú, hvort vér aðhyllumst
hina skilyrðislausu og öfgafullu
heimspeki, sem hér er reidd
fram heldur þessi, hvort vér
föllumst á hana í bili órökstudda,
andmælalaust. Ég hygg, að vér
gerum það og einmitt fyrir þá
sök, að hún er ekki niðurstaða
hugsunar, heldur ímynd tilfinn
ingar, sem vér þekkjum sjálfir
frá tilteknum stundum. Vér tök
um þátt í hinni skáldlegu ósvífni
sem gerir persónulega óánægju
og vönleysi að allsherjar heims-
skoðun. Og um leið höfum vér t
skynjað þetta erindi kvæðisins I
á myndrænan hátt líkt og hið
síðara. Þannig er það í raun og
veru öfgamar, afdráttarleysið,
sem gerir þetta að skáldskap í
stað kenningar. Öfgar eru mál
tilfinninga og ímyndunarafls, og
skáldskapur af þessu tagi má
ekki bjóða upp á sanngirni, af
því að hann tefíir ekki fram
neinum andstæðum og leitar
ekki samræmis. Þetta gildir um
mörg hin heimspekilegu kvæði
Steins og reyndar ýmis önnur,
einkum þau, sem eru myndfá
eða snauð af samlíkingum og
samanburði. Og það er vert að
gefa þessu gaum, því að vér
getum orðið mangs vísari af
kvæðum Steins um hlullverk
heimspeki í skáidskap. Hún get
ur lagt skáldi upp í hendur
ákveðið hugmyndakerfi, sem
höfðar bæði til skoðana og til-
finninga samtiðarmanna.
En heimspeki Steins er heima-
tilbúin, hún er nakið mál tilfinn-
inga hans, og þess vegna skír-
skotar hún beint til tilfinninga
iesandans. Hún á ekki stoð í
menningarlegri hefð eða hug-
myndakerfi. Steinn var ekki
menntaður maður í formlegum
skilningi; hann sá og skildi beint
og milliliðalaust. Þess vegna get-
ur heimspeki hans verið mönn-
um svo háskaleg, ef þeir skilja
ekki eðli hennar og hlutverk í
kvæðunum. Það er lífshætta að
taka hana bókstaflega sem kenn
ingu eða formúlu og afsiðandi að
henda hana á lofti sem vígorð
bölsýnnar tilfinningasemi. En
pað dýpkar og hreinsar tilfinn-
ingalíf hvers manns að skynja
gegnum hana hinar viðkvæmu og
stundum eldsáru tilfinningar
skáldsins.
Hvað sem formlegri menntun
líður, var Steinn eins og allir
góðir listamenn menntaður í list
sinni og skildi, hvað honum hent
aði úr hugmyndum samtímans.
Það er vel til, að venjulegt skóla
r.ám sé listamanni fremur til traf
ala en framdráttar, af því að það
er einkum fólgið í því að tileinka
sér persónulegar hugmyndir,
sem skírskota hvorki til skynj-
unar manns, né þess, sem honum
liggur á hjarta. Og samtíðin lagði
Steini ekki í hendur neitt sam-
fellt hugmyndakerfi né hug-
myndaforða. Heimspeki nútím-
ans er á reiki og í molum; Is-
lendingar hafa auk heldur aldrei
átt neina heimspekilega hefð.
Vel má vera, að það hafi orðið
gróði vor en tap Steins, að hann
fann ekki athvarf í ákveðnu hug
myndakerfi, en það væri fásinna,
að ætla sér að ráða af kvæðum
hans, hvernig hann hefði ort þau
þá. Hann renndi einhvern tíma
huga til hinnar katólsku kirkju,
og hann aðhylltist að minnsta
kosti um langt skeið ævinnar
sósíalisma, eins og gerst má sjá
í hinum pólitísku kvæðum í
Rauður loginn brann og Ljóðum
og raunar enn síðar í ýmsum á-
deilukvæðum og þjóðfélagsgagn-
rýni. En eins og mörgum róman
tískum einstaklingshyggjumönn-
um er títt, gerði hann bæði að
þrá og tortryggja rökrétt skoð-
anakerfi og alhæfð sannindn
Bæði upplag hans og líklega enn-
þá fremur beisk lífereynsla gerði
hann bágrækan í hverjum hóp,
efagjarnan og gagnrýninn. En
enginn, sem les kvæði hans af
nokkrum skilningi, getur ætlað,
að efagirnin hafi verið honum
þjáningarlaus.
Ég leitaði án afláts, og brjóst
mitt titraði af trega,
og þó var mér ljóst,
að það hafði ekkert gerzt.
Né heldur gagnrýnin sársauka-
laus, né afgötur og andstaða við
samfélag sitt þægur kostur.
Ég viðurkenni mína
synd og sekt:
ég sveikst frá öllum skylduxn
heiðvirðs manns
og elti vafurloga heimsku
og hjóms
um hrjóstur naktra kletta
og auðnir sands.
Mitt fólk, mitt land, minn
himinn og mitt haf!
heim kemst að lokum allt,
sem burtu fer.
Eg drúpi höfði þreyttu í þögn
og bæn:
Þú ert ég sjálfur. Fyrirgefðu
mér!
Hefði ekkí slíkum manni ver
ið aflátsbón að katólskum hætti
eðlileg? Þetta kvæði er í Ferð án
fyrirheits, þar sem hann hefur
náð sterkustum tökum á ádeilu-
forminu og hreyfir sig frjálsleg-
ast í vígstöðu hinnar heimspeki-
legu afneitunar. (Sbr. Tii hinna
dauðu, Lát huggast barn, Mynd-
laus, Úr vitund þinni horfir and
lit eitt, Kvöldvísa, Gamall mað-
ur með staf, Börn í leik, Bæn,
Andi hins liðna, 1 drauml sér-
hvers manns, og enn fleiri). Og
er ekki erfiðara að biðja af slíkri
einlægni fyrirgefningar á þeim
„syndum“, sem drýgðar eru af
sjálfstæði heldur en vanmáttar-
syndum?
Frá þessari játningu Steins,
sem vitaskuld ógildir ekki afneit
unarskáldskap hans, heldur gæð
ir hann miklu fremur í heild auk
inni dýpt mannlegrar reynslu,
Framhald á bls. 23