Morgunblaðið - 11.10.1964, Side 13
MORCUNBLADIÐ
13
( Sunnudagur 11. okt. 1964
Bæklingur Dana um handritamálið
HELZTA vopnabúr andstæð-
inga íslendinga í handrita-
málinu er pjesi nokkur, sem
„Handritanefndin frá 1964“
(Hándskriftkomiteen af 1964)
hefur gefið út og látið dreifa
víða í Danmörku, t.d. meðal
þingmanna og annarra áhrifa-
manna, til dagblaða, tímarita
o. fl. Einnig hefur bæklingur-
inn verið sendur út um allan
heim; til allra danskra sendi-
ráða og ræðismanna, til er-
lendra bókasafna og háskóla
o.s.frv. í pjesa þennan sækja
andstæðingar okkar fræðslu,
þegar þeir tala eða rita gegn
því, að Islendingum verði af-
hent handritin.
Bæklingurinn er snyrtilega gef
Inn út, prentaður á vandaðan
myndapappír og skreyttur mynd-
um af íslenzkum bókfells- (perga
ments-) og pappirshandritum. Að
formi til er þetta spurningakver
(katekismus). Kverinu er skipt í
27 þætti, og hefst hver þeirra á
spurningu, sem merkt er bókstaf
á spássíu. Allt stafrófið er notað,
nema hvað J og W er sleppt.
Morgunblaðinu þykir rétt að
gefa lesendum sínum kost á því
að kynna sér röksemdafærslu
þeirra, er beita sér gegn afhend-
ingunni, og fer því hér á eftir
þýðing á kverinu. Mbl. hefur gert
eér far um að fylgjast rækilega
með handritamálinu og m.a. haft
samtal við einn höfuðandstæðing
okkar, Johannes Br0ndum-Niel-
sen, prófessor, fyrrum stjórnar-
formann í Árnasafni, og á
fimmtudag birt viðtal við fræðslu
málaráðherra Dana, K. B. And-
ersen, þar sem hann segir, að
afgreiðsla handritamálsins taki
nokkra mánuði.
Þýðing á kverinu, sem ber
nafnið STAÐREYNDIR IJM ÍS-
LENZKU HANDRITIN („Fakta
om de islandske hándskrifter“),
fer hér á eftir:
Hvað eru íslenzku
handritin?
. l>egar rætt er um „Islenzku
handritin“, eiga flestir við þau
handrit eingöngu, sem eru í
Kaupmannahöfn. Samt er til
rnjög mikill fjöldi handrita
dreifður um alla heimsbyggðina,
6em sjaldan heyrist minnzt á hér
é landi. Þessi ritlingur mun segja
yður frá nokkrum mikilvægum
etriðum, sem íslenzku handritin
varða, — atriðum, sem menn
verða að vita, þegar rökrætt er
um það, hvort afhenda eigi ís-
lendingum handritin.
Hvernig urðu íslenzku
i| handritin til?
Á miðöldum varðveittust bók-
menntir með afritun. Á íslandi
héldu menn jafnvel áfram að af-
rita bækur, eftir að prentlistin
var komin til sögunnar þar. Á
miðöldum skrifuðu menn á bók-
fell (pergament, þ.e.a.s. sérstak-
lega verkað skinn), en upp úr
eldamótunum 1600 var farið að
nota pappír.
Vegna þess, hve iðnir menn
voru við að afrita, hafa einstök
ritverk oft varðveitzt í mörgum
handritum frá ýmsum timum og
með ýmsu móti. Flestar fornsög-
urnar hafa geymzt í allt að fimm-
tíu ólikum handritum.
Hvernig líta hin eldri,
íslenzku handrit út?
Flest bókfellshandritin eru í
mjög slæmu ástandi. Þau eru
illa leikin af sliti og elli, svört
af sóti og grómi frá íslenzkum
bóndabæjum, og venjulega er
ekki hægt að ráða þau, án þess
að háþróuð tækni komi til sög-
unnar.
Bókfell var dýrt, og ritararnir
urðu að fara sparlega með það,
m.a. með því að nota skammstaf-
anir og styttingar (binda letrið).
Einnig vegna þess geta eingöngu
sérstaklega menntaðir vísinda-
menn lesið handritin á vorum
dögum. Það er því á misskiln-
ingi reist, þegar menn halda, að
sá, sem kunni íslenzku, geti án
annarrar kunnáttu lesið íslenzk
handrit.
Hvers vegna minnkaði
áhugi manna á hinum
eldri íslenzku
handritum?
Þegar gamalt bókfellshandrit,
sem erfitt var að lesa, haíöi verið
afritað á pappírshandrit, sem
auðveldara var að lesa, höfðu
menn ekki lengur þörf fyrir
gamla handritið. Það var brennt
eða rifið í sundur, eða þá að
bókíellið var notað til „hagnýt-
ari“ hluta, svo sem í bókakápu,
fatasnið og annað. Seinna fóru
menn að gefa fólki sem áhuga
hafði á sliku fágæti, („den slags
rariteter"), þau handrit, sem
varðveitzt höfðu.
Hvað er í hinum eldri,
íslenzku handritum?
í hinum eldri, íslenzku hand-
ritum er að finna elzta og víð-
tækasta vitnisburðinn um lifn-
aðarhætti norrænna manna í
fornöld og á fyrri hluta miðalda.
Þar er bæði um vísindalegar
bókmenntir (sagnfræði, lög-
fræði, guðfræði) að ræða og
fagrar bókmenntir (kvæði, þætti
og sögur).
í hinum eldri handritum er
ekki einvörðungu íslenzkt efni,
heldur er þar einnig:
1. Samgermanskt efni, meðal
annars sagnir um hina gömlu
guði, Óðin, Þór o.s.frv.
2. Samnorrænt efni, einkum
sögur aí norrænum konungum
og víkingum.
3. Danskt efni, aðallega gaml-
ar konungasögur okkar, t.d. um
Hrólf kraka, Hróar og Helga, en
einnig um sannsögulega kon-
unga okkar, t.d. Knút mikla,
Knút helga og Valdimar mikla.
4. Norskt efni, sem aðallega
finnst í hinum tveimur miklu rit-
verkum, Flateyjarbók og Heims-
kringlu, þar sem hinar norsku
konungasögur eru skráðar, t.d.
um Ólaf Tryggvason og Ólaf
helga.
5. Færeyskt efni um fund Fær-
eyja og fyrstu byggð.
6. Grænlenzkt efni um fund
Grænlands og Ameríku (Vín-
lands).
í nokkrum handritunum er að-
eins ein fornsaga, en í öðrum
heill bálkur þeirra. Annars eru
oftlega handrit með sundurleitu
eíni bundin saman.
Hvað er í hinum yngri,
íslenzku handritum?
í hinum yngri, íslenzku hand-
ritum er ekki aðeins að finna af-
rit hinna gömiu bókmennta, held-
ur hinar yfirgripsmiklu, íslenzku
bókmenntir frá árunum 1500 til
1850. Þótt prentlistin berist
snemma til íslands, var eigi unnt
að fá þessar bókmenntir prent-
aðar, svo að umtalsvert sé.
Hvernig bárust íslenzk
handrit til Danmerkur?
Fróðleiksmenn í Danmörku
fréttu af hinum gömlu handritum
í upphafi 17. aldar. Menn, eins
og þjóðkvæðasafnarinn Anders
Sþrensen Vedel, sagnfræðingur-
inn Arild Huitfeldt og rúnafræð-
ingurinn Ole Worm, fengu hand-
rit frá íslenzkum stúdentum, sem
stunduðu nám í Kaupmanna-
höfn. Þar með hófst vísindaleg
vinna við handritin, sem nú hef-
ur verið unnin hér í landinu í
meira en 300 ár.
Um 1600 gaf íslenzkur biskup
Friðriki konungi III. nokkur
handrit. Seinna var skipaður kon-
unglegur fornfræðingur, sem
fékk aðsetur í konungsgarði
Kápa ritlingsins. Myndin er af
síðuhluta í Flateyjarbók, sem
skrifuð var á bókfell á 14. öld.
Neðst er mynd af bardaga
Ólafs helga við forynju.
(„Kþbenhavns Slot“ = Kristjáns-
borg). Hann var sendur til ís-
lands, þar sem hann aflaði tæp-
lega tuttugu handrita.
Hver var
Árni Magnússon?
íslendingurinn Árni. Magnús-
son (1663—1730), sem skipaður
var prófessor við Hafnarháskóla
árið 1701, bjargaði langstærstum
hluta miðalda-handritanna á ell-
eftu stund. Hann var vísindamað-
ur langt á undan sínum tíma
og safnaði ekki aðeins bókfells-
og pappírshandritum, heldur og
litlum, ólæsilegum rifrildum, en
á mikilvægi þeirra bar enginn
skynbragð þá.
Hann kom sér upp handrita-
safni, kostuðu af prófessorslaun-
um hans og með aðstoð efnaðr-
ar eiginkonu, sem fædd var í
Noregi. Við dauða hans voru í
safninu u.þ.b. 1.800 islenzk hand
rit og um 700 hándrit frá öðrum
löndum. Eldsvoðinn í Kaup-
mannahöfn árið 1728 skerti safn
þetta sem betur fór aðeins í litl-
um mæli.
Árni segir í bréfi, skrifuðu 4.
júní 1728, til prests á íslandi, sem
hjálpaði honum við söfnunina:
„Bedre er at dette ligger her i
Biblioteket — til derhen agter
jeg at kaste mine chartis — end
at det bliver efter Deres d0d
revet i stykker af ufornuftige
mennesker“, þ.e.: Betra er, að
þetta (ritverk prestsins) sé hér í
bókasafninu (þangað ætla ég að
varpa skjölum mínum), en að
skynbragðslaust fólk rífi það í
sundur eftir dauða yðar. (At-
hugasemd þýðanda: Presturinn
var séra Eyjólfur Jónsson á Völl-
um. í pjesa „Handritanefndarinn-
ar frá 1964“ eru orðin „mine
chartis“ þýdd þannig: „hele
bunken af mine papirer". Hér
virðist merkingarmunur, og af
samhenginu mætti ætla, að Árni
ætti eingöngu við eigin ritverk
sín, en dr. Finnur Jónsson segir
um þessi ummæli í ævisögu Árna
(„Ámi Magnússons Levned og
Skrifter", Khöfn MCMXXX, I.
bindi bls. 176): „Ganske vist
kunde det synes, sem om Árni
her mente sine egne skrifter,
men der kan ingen tvivl være
om, at han tager sigte pá det
hele. Og i fuld overensstemmelse
hermed er da ogsá hans testa-
mente". í erfðaskrá sinni mælti
hann og svo fyrir, að „bækur og
skjöl“ hans ásamt fjármunum
skyldi ganga til Hafnarháskóla.
Hvað er Árna-Magnús-
sonar - sj óður inn ?
Árna Magnússonar-sjóðinum
(„Det arnamagnæanske Legat“,
þ.e. legat eða dánargjöf Árna
Magnússonar) var sett konung-
leg skipulagsskrá hinn 18. janú-
ar 1760. Þar er ákveðið, að eign-
ir Árna Magnússonar, handrit og
bækur „skal til ævig Tiid være
bestemt og henlagt til at oplyse,
forbedre og til Trykken at be-
fordre lade alt hvað der angaaer
de Nordiske, nemlig Dannemarks,
Norges og underliggende Landes
Historie, Sprog og Antikvitæter“
(þ. e., að eignir hans, handrit og
bækur skuli ætluð og geymd til
þess að upplýsa, bæta og láta á
þrykk út ganga allt, sem snertir
sögu, mál og fornfræði hinna
norrænu landa, nefnilega Dan-
merkur, Noregs og landa, sem
þeim lúta.
Á árinu 1772 var stjórn sjóðs-
ins skipulögð, þegar Árna-Magn-
ússonar-nefndin („Arnamagnæ-
ansk Kommission") var sett á
laggirnar. Hún hóf útgáfustarfið,
sem hefur haldið áfram fram á
þennan dag. Árið 1956 var Árna-
Magnússonar-stofnunin (Det
arnamagnæanske Institut) stofn-
að í gamla vistabúrinu (Proviant-
gárden — Týhúsinu) við hliðina
á Konungsbókhlöðu (Det kgl.
Bibliotek). Það var búið allra
nýjustu, tæknilegum hjálpar-
gögnum við vísindastarfsemina.
Hvar eru íslenzk
handrit nú?
Þótt elztu handritin séu í Dan-
mörku, er það samt misskilning-
ur að ætla, að öll islenzk hand-
rit séu þar niður komin. Flest
þeirra eru stöðugt í íslenzkri
eigu. Handrit þau, sem nú eru
til í heiminum, skiptast þannig:
Landsbókasafnið í Reykja-
vík um 12.000
Det arnamagnæanske
Institut, Kaupm.höfn um 2.000
Det kgl. Bibliotek, Kaup-
mannahöfn um 1.400
Kungl. BibUoteket,
Stokkhólmi um 300
Universitetsbiblioteket,
Uppsölum um 50
British Museum, ~
Lundúnum um 250
Advocates’ Library,
Edinborg um 100
Bodleian Library,
Öxnafurðu um 150
Harvard University Library,
Bandaríkjunum um 45
Að aukl eru einstök handrit í
París, Vínarborg, Vestúr-Berlín,
Wolfenbuttel í Vestur-Þýzkalandi
og víðar.
Hvernig komust íslenzk
handrit til annarra
landa?
Þegar Svíakonungur írétti um
áhuga Friðriks III. Danakonungs
á íslenzkum handritum, sendi
hann íslenzkan erindreka með
leynd til eyjarinnar, til þess að
kaupá handrit. Önnur handrit,
sem voru í einkaeign danskra
manna, voru seld Svíum. Að lok-
um gerði Corfitz Ulfeldt safn
handrita upptækt í sænsku stríð-
unum, og er það safn nú einnig
í Svíþjóð.
Á áttunda tugi sautjándu ald-
ar heppnaðist enskum auðmanni
að eignast handritasafn á ís-
landi, og er það nú í British
Museum.
Árið 1818 var bókasafn stofn-
sett í Reykjavík, og var það einn-
ig handritasafn. Eigi að síður
seldi hinn íslenzki prófessor við
Hafnarháskóla, Finnur Magnús-
son („Finn Magnusen") (cL
1847), hið mikla safn handrita
sinna, sem voru um 400 talsins,
ýmsum brezkum háskólum.
Á sjötta tugi nitjándu aldar
heimsótti þýzkur prófessor ís-
land. Voru honum þá gefin um
45 handrit, sem voru seld til
Bandaríkjanna eftir lát hans. Það
er enn fremur athyglisvert, að
hinn íslenzki prófessor í Kaup-
mannahöfn, Konráð Gislason,
arfleiddi Árnasafn að handrita-
safni sínu. í því voru 37 hand-
rit.
Hvernig er unnið
í Danmörku við hin
3.400 handrit?
Síðan 1772 hafa vísindamern £
Árnasafni gefið út fjöldann all-
an af framúrskarandi handrita-
útgáfum.
Nú er unnið að þremur víð-
tækum verkefnum með ríkis-
styrk. Þau eru:
1) Bókaflokkur um íslenzk og
„gammelnorske" efni undir heit-
inu Bibliotheca Arnamagnæana.
Frá 1941 hafa 25 bindi komið út,
og fleiri eru á leiðinni. Aðstoðar-
menn við útgáfuna eru frá mörg-
um löndum, þ.e. 9 frá Danmörku
og 17 frá íslandi, Noregi, Sví-
þjóð, Bretlandi, Þýzkalandi,
Svisslandi og Bandaríkjunum.
2) Orðabók íslenzkrar tungu
frá elztu tíð og fram að upphafi
prentlistar á íslandi. Þetta yfir-
gripsmikla verk hófst árið 1939,
og síðastliðin tuttugu ár hafa
eingöngu danskir vísindamenn
| séð um það.
3) Bókaflokkur visindalegra
útgáfna sjálfra handritanna und-
ir samheitinu Editiones Arna-
magneanæ. Frá 1958 hafa tutt-
ugu bindi komið út i flokki þess-
um, og áætlanir eru uppi um
fjölmargar aðrar útgáfur. Sam-
verkamenn við þessa útgáfu eru
fjórir íslendingar (tveir þeirra
ráðnir við Hafnarháskóla), fjórir
Bretar (einn þeirra ráðinn við
Hafnarháskóla), þrír Danir og
einn Svíi.
Hvers konar tæknivinna
fer fram í stofnuninni?
Tæknileg vinna á háu stigi er
skilyrði fyrir tilveru safnsins og
hagnýtingu.
Framar öllu verður að gera
við handritin og endurbæta þau.
Hér er um að ræða ákaflega tíma-
freka vinnu, einkum þegar ein-
stakar síður eru gerðar að nýju
úr mörgum meyrnuðum brotum.
Án slíkrar vinnu, sem er nú á
frumstigi, líður safnið allt undir
lok.
Ljósmyndatækni er notuð við
lestur handrita. Við visinda-
leg vinnubrögð geta ljósmyndir
aldrei komið í stað upprunalegra
handrita, þar eð mikilvæg smá-
Framh. á bls. 20.