Morgunblaðið - 11.10.1964, Page 20

Morgunblaðið - 11.10.1964, Page 20
20 í\ i (ftr '| í§ M 5.i Öi I> Ittt "UO' ** f .. MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. okt. 1964 — Bæklingurmn Framhald af bls. 13. atriði í sérkennum pappírsins eða bókfellsins, beitingu pennans og bókbandinu sjást ekki á Ijós- mynd. Kvarzlampaljós og smá- sjárljósmyndun bæta þó oft starfsmöguleika fræðimanna. Hér kemur venjuleg ljósmyndun ekki til greina. Ljósmyndun einnar síðu getur varað nokkr- ar klukkustundir, og þetta starf var fyrst hægt að hefja fyrir fá- um árum. Svo heppilega vill til, að við stofnunina starfa viðgerðarmað- ur og ljósmyndari, sem eru fær- ir um að rækja þessi vandasömu verk á einstæðan hátt, vegna víð- tækrar, tæknilegrar reynslu og djúpstæðrar „innlifunar" í hið sérstaka ástand handritanna. Hvað er unnið við íslenzk handrit í öðrum löndum? Hvergi nokkurs staðar fer fram vinna við íslenzk handrit, sem á nokkurn hátt fær jafnast á við það, sem gert er í Kaup- mannahöfn. Víðast liggja hand- ritin ónotuð, og vísindamenn um heim allan viðurkenna, að Kaup- mannahöfn er alþjóðleg miðstöð þessara rannsókna, einmitt vegna handritanna, sem þar eru. Hvernig er unnið við hin 12.000 handrit á íslandi? Hin u.þ.b. 12.000 handrit, sem eru í Reykjavík, og hafa að geyma bæði fornsögur, aðrar miðaldabókmenntir og nýrri bók- menntir, liggja í megnustu van- hirðu og eru rannsökuð að mjög lrtlu leyti („henligger í yderst forsþmt stand og er undersþgt i meget ringe ornfang"). Þ-að hefur aðeins heppnazt að gera dreifðar, strjálar og takmarkað- ar atrennur á stangli að útgáfu þessa auðuga efniviðar. Þetta þýð ir, að verulegur hluti íslenzkra fcókmennta frá 1500-1850 liggur stöðugt í Reykjavík, órannsakað- ur og óútgefinn. Eru vísindalegar for- sendur fyrir handrita- rannsóknir fyrir hendi á íslandi? Rannsókn og útgáfa handrit- anna getur ekki átt sér stað, nema hvort tveggja hvili á breið- um, vísindalegum grundvelli. Starfið krefst aðstoðar annarra vísindagreina, svo sem evrópskr- ar bókmenntasögu og miðalda- sögu, og aðgangs að bókum um bókmenntir, guðfræði og heim- speki á miðöldum og margt ann- að. Rannsóknirnar verða' því að styðjast við aðgang að mjög Stóru bókasafni. Hið eina safn nauðsynlegra bókmennta í veröldinni, sem er nokkum veginn fullkomið, er í Konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn, og slíkt safn er yfir- leitt ekki hægt að gera annars, staðar, heldur ekki á íslandi. Hvað hefur áður verið afhent til íslands? Árna-Magnússonar-nefndin af- henti árið 1927 nokkur handrit og bréf, sem Ámi MagnúsSon hafði fengið að láni og ekki náð að skila fyrir dauða sinn. Þá álitu menn útilokað, að seinna yrði sett fram krafa um meiri afhendingu. Bréf þau og handrit, sem af- hent voru, hafa ekki orðið orsök neinna vísindastarfa á íslandi. Til hvað handrita tekur afhendingar- frumvarpið? f afhendingarframvarpinu er engin skrá um þau handrit, sem afhenda á. Þó er vitað, að ís- lenzku samningamennimir komu með nákvæmlega sundurliðaðar kröfur, sem taka til meginhluta íslenzkra handrita í Árnasafni og Konungsbókhlöðu, og að þeir hót uðu sérstaklega að slíta viðræð- unum um afhendinguna, fengju þeir ekki Konungsbók (Codex Regius) og Flateyjarbók. Jþrgen Jþrgensen, danski menntamála- ráðherrann, lagði til, að þessi handrit yrðu einnig afhent, þeg- ar hann stóð frammi fyrir þess- ari „hótun“. Hvað er Konungsbók (Codex Regius)? Handritið „Codex Regius af Sæmundareddu" hefur að geyma 30 kvæði og kvæðabrot, þeirra á meðal Völuspá, Þrymskviðu og önnur kvæði um norræna guði. Að auki eru í ritinu hetjukvæði Fúið pappírshandrit frá 17. öld í Árnasafni. með efni úr hinum germanska sagnaheimi, t.d. um Völund smið og Atla konung. Það er þannig undirstaða undir þekkingu okk- ar á fomgermanskri og norrænni goðafræði og sagnfræði. Því var slegið föstu, þegar af- hendingarfrumvarpið var lagt fram, að þetta rit væri ekki í flokki þeirra handrita, sem kall- azt gætu „íslenzk menningar- eign“, en hinir íslenzku úrslita- kcotir tóku til Konungsbókar, sem telja má mestan handrita- dýrgrip í Danmörku. Hvað er Flateyjarbók? Flateyjarbók er mikið safn af norskum konungasögum og hefst á Ólafs sögu Tryggvasonar. Hin alþjóðlega frægð bókarinnar er þó aðallega að þakka hinni ein- stæðu frásögn um ferðir Norður- landabúa til Grænlands og Vín- lands (Norður-Ameríku). Þetta handrit er lika því aðeins tekið með í afhendingarfrumvarpinu, að minnzt ér á það í úrslitakost- um íslendinga. Hvað stendur á bak við afhendingarkröfuna frá 1961? Þótt íslenzkir stjórnmálamenn hafi viðurkennt, að íslendingar hafi engan rétt að lögum til ís- lenzkra handrita í danskri eign, hafa þeir æ ofan í æ frá lokum síðari heimsstyrjaldar krafizt allsherjar-afhendingar handrit- anna af dönskum stjórnmála- mönnum. Af íslendinga hálfu hef ur verið talið, að við slit kon- ungssambandsins og sambands hinna tveggja landa hafi Dan- mörk orðið skyldug til þess að láta handritin af hendi. Hvað sjónarmið réðu úrslitum hjá hinum dönsku frumvarps- flytjendum? Stjórnmálaleg og tilfinninga- leg sjónarmið hafa ráðið úrslit- um hjá flytjendum frumvarpsins. Menn óskuðu að ganga að kröf- um íslendinga í þeirri von, að þetta danska boð mundi draga úr íslenzkri „irritation" gagnvart Danmörku. Hvaða sjónarmið réðu úrslitum hjá andstæð- ingum frumvarpsins? Hjá andstæðingum frumvarps- ins hafa sérfræðileg („faglig”) sjónarmið ráðið úrslitum. Þeir vitna til þess annars vegar, að á íslandi vantar hinar nauð synlegu, tæknilegu forsendur þess, að haldið verði áfram að gera við og varðveita handritin, að á Islandi skortir hin nauð- synlegu skilyrði þess, að hand- ritin verði nýtt, og þá einkum, að visindaleg fræðsla við heim- spekideild háskólans í Reykja- vík takmarkast við íslenzkt mál, bókmenntir og sögu, og að íslendingar hafa ekki yfir að ráða nægilega yfirgripsmiklu, visindalegu bókasafni. Hins vegar vísa þeir til þess, að Kaupmannahöfn hefur öld- um saman verið miðstöð heims- ins í norrænum íornfræðarann- sóknum, að í Kaupmannahöfn hafa ver- ið útveguð hin nýtizkulegustu og vönduðustu hjálpartæki, að í Kaupmannahöfn er full- kominn háskóli, þar sem vísinda- menn og fræðsla er í öllum greinum, sem nauðsynlegar eru við handritarannsóknirnar, að nauðsynleg, bókleg hjálp- argögn — gömul og ný — eru til í Kaypmannahöfn. Hvað annað er varhuga- vert við afhendingu handritanna? Það, sem nefnt hefur verið hér að framan, er ekki hið eina, sem er isjárvert og vitnað er til gegn frumvarpinu um afhendingu. Einnig er bent á, að þeirri meginreglu hefur verið slegið fastri við allar rann- sóknir um heim allan, að við- fangsefni þeirra skuli vera kyrr, þar sem þau eru, og þar sem vinna við þau er erfðavenja, að varað hefur verið við af- hendingu af norskri og sænskri hálfu, að afhending mundi geta haft afleiðingar; sama hve margir var- naglar væru slegnir til þess að koma í veg fyrir það eða marg- ir fyrirvarar gerðir, og að afhending gerir ráð fyrir afskiptum af stofnun, sjálfseign- arstofnun, sem lögmætur eigandi handritanna stofnaði með erfða- skrá. Hví var málinu frestað? Samkvæmt 73. grein, 2 mgr., stjórnarskrárinnar getur þriðj- ungur þingmanna þjóðþingsins krafizt frestunar á lokaafgreiðslu eignarnámslaga, unz kosningar hafa farið fram. Þegar frum- varpið var samþykkt sem lög við þriðju umræðu árið 1961, fór 61 þjóðþingsmaður (af 179 þing- mönnum; aths. þýð.) fram á, að afgreiðslu málsins yrði frestað. Hefur málið víðtæk, stjórnmálaleg viðhorf? Sagt hefur verið, að eingöngu þröng, sérfræðileg sjónarmið mæli gegn afhendingu. Þetta er, hins vegar ósatt. Árið 1961 var unnt að leggja fram mótmæli | fleiri en 500 vísindamanna, 1 danskra og annarra þjóða, með mjög stuttum fyrirvara. Á tímum, þegar hvarvetna er' viðurkennt, að styðja beri og efla danskra menntun og þar með danskar rannsóknir á öllum sjvið- | um, þarfnast stjórnmálalegir leið , togar landsins og vísindamenn j þess gagnkvæms trúnaðartrausts ; í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. Þjóðþinginu getur því ekki staðið á sama um, að fulltrúar vísindarannsókna í Danmörku skuli leggjast sterklega gegn hugmyndinni um afhendingu. Hver sendir ritling þennan frá sér? „Handritanefndin frá 1964“ kemur opinberlega fram með þessu riti. í henni eiga sæti full- trúar ýmiss konar starfsgreina og vísindagreina, og nefndar- menn eru félagar í mörgum stjómmálaflokkum. Flestir nefnd armanna hafa ekki í atvinnu sinni nokkurra einkahagsmuna að gæta I sambandi við það, að handritin verið áfram í Dan- mörku. Nefndarmenn standa ekki að- eins sameinaðir um þá sannfær- ingu sína, að afhending yrði hörmulegur ófarnaður („kata- strofal"). Annað hefur einnig sameinað þá: kvíði fyrir þvi, að ákvörðun í þessu máli eigi að taka í flýti og án þess að sam- vinna og trúnaður ríki milli full- trúa löggjafarvalds, rannsókna- starfsmei og lögfræðilegrar sér- þekkingar. Krafan, sem gera verður til hins nýkjörna þjóðþings, er, að fjallað verði um málið með hlið- sjón af þörfum rannsóknanna sjálfra og með skilningi á þeim áhyggjum, sem látnar hafa verið í ljós af sérfróðri hálfu. Johs. Brþndlim-Nielsen, professor, dr. phil. H. G. Carlsen, landsrets- sagfþrer. Erik Dal, fþrstebibliotekar, dr. phil. Arild Hvidtfeldt, redaktþr, dr. þhil. Erik Jþrgensen, stud. mag. Erik Kjersgaard, museums- inspektþr, mag. art. Kr. Lindbo-Larsen, stadsbibliotekar. Agnete Loth, universitets- lektor, mag. art. Herluf Nielsen, redaktþr, cand. mag. Erling Ladewig Petersen, amanuensis, dr. phiL Niels Skyum-Nielsen, universitetslektor, dr. phifc. ÞINGHOLTSSTRÆTI 23. THRIGE Höfum fyrirliggjandi: 200 — 500 og 1000 kg. Rafmagnstalíur. Útvegum meö stuttum fyrirvara allt aS 10 tonna talíur. THRIGE er Ireimsþekkt dönsk framleiðsla. 4 LUDVIC STORF 1 Tæknideild Sími 1-16-20. Samkvæmiskjólar Samkvæmispils Samkvæmisblússur Alundco jerseykjólar Vetrarkápur Allt nýjar sendingar. Tnkuverilunin G U D R V N Rauðarárstíg 1. Sími 15077. Bðastæði við búðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.