Morgunblaðið - 13.10.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. okt. 1964 MOKGUHBLAÐID Framhald af bls. 1 Ihálf þrjú síðdegis á laugar- dag, eða því sem næst, er slysið varð“, sagði Olav. „Við vorum þá staddir útaf Dýra- firði, líklega um 9 mílur frá Sléttunesi. Við vorum að draga línuna og höfðum dreg- ið um 12 bjóð. Eg var stadd- ur á þilfarsganginum stjórn- borðsmegin, Hannes skipstjóri í brúnni, tveir menn voru á þilfari frammi við spil, en Ihinir í lúkar. Skyndilega kom mikið brot 6 bátinn. Eg man að bátur- inn fylltist af sjó á andartaki, og fann að hann var lagstur á hliðina. Mér varð það fyrst fyrir að komast undan stýris- Ihúsinu og upp á þakið, þar sem gúmmíbátamir voru. Mér tókst að klóra mig þangað upp, Og hóf að reyna að losa annan bátinn. í>að tókst ekki. Skipið seig nú enn meira á hliðina, og færði mig og gúmmíbátana á kaf. Síðan rétti það sig svolítið aftur, en samt lá það að heita flatt. Olav Öyahals og — Gúmbátnum skaut upp 10 mínútum eftir að Mummi sökk Aðstaðan var slæm og mér tókst ekki að losa bátana. Á meðan þetta var að gerast voru allir komnir upp á hlið stýrishússins, nema matsveinn inn. Síðan fór skipið aftur að síga og í þetta sinn hélt það áfram, þar til það var komið á hvolf eða því sem næst. Þá klifruðum við fimm, sem eftir vorum, á kjölinn, en skipið seig enn, okkur skolaði af kjölnum, og svo sökk það. Það hafa ekki liðið meira en þrjár mínútur frá því sjórinn skall á þvi og þar til það sökk“. Mennirnlr tínast í djúpið „Við höfðum engin björgun arbelti, það var ekki tími til að ná í neitt slíkt. Við svöml uðum þarna í sjónum fjórir. Einn sáum við aldrei eftir að okkur skolaði af kjölnum. Annar sökk rétt á eftir fyrir framan augun á okkur, og þá vorum við þrír eftir. „Við héldum okkur uppi góða stund, Hklega 10-15 mín útur. Við vorum orðnir æði kaldir, og þarna var ekkert til að bjanga sér á.“ „Höfðuð þið ekki gefið upp alla von?“ „Nei, maður gefur ekki upp vonina fyrr en í fulla hnef- ana. Og skyndilega skaut upp bjarghring. Við syntum að hringnum og tókst að ná hon- um. í>á vorum við orðnir tveir, Hannes og ég. Þriðji maðurinn var hvergi sjáanleg- ur.“ B j örgunarbátur kista eða matar- o.g stirðir. Við hjálpuðum hvor öðrum og tókst þetta að lok- um. „Þegar víð vorum komnir upp í bátinn, skárum við kist- una frá. Út úr henni stóðu naglar og við vorum hræddir um að hana mundi reka á bát- inn og sprengja hann. Við settum úr rekakkeri, og síðan reyndum við að skyggnast um eftir hinum mönnunum en sáum ekkert. Þú jusum við bátinn, en í honum var all- mikill sjór. Hannes Oddsson, skipstjóri, og kona hans, Erna Einars- dóttir, á heimili þeirra í gær. Hannes hafði ekki að fullu náð sér eftir volkið og var rúmfastur. „Við héngum nú þarna á hringnum til að byrja með. En þá gerðist það, 10-15 mín. eftir að skipið sökk, að nær samtímis komum við auga á kistu, sem skotið hafði upp úr sjónum. Við vissum ekki hvort þetta var matarkistan okkar eða annar gúmmíbátanna. Kist an kom upp góðan spöl frá okkur, og rak í áttina frá okk ur. Við syntum á eftir henni, án þess þó að sleppa taki á bjarghringnum, og náðum henni fljótlega. Við vorum orðnir æði þrekaðir þegar við náðum henni, en kistan hafði fyilt okkur nýrri von er við sáum hana. Vasahnífurinn hjargaði „Við sáum okkur til mikils léttis, að þetta var bjötrgunar- bátskista, en ekki matarkist- an. En lokið á henni var bund ið fast. Ég var'með vasahnif í vasanum, tókst að ná í hann og skara á bandið, sem hélt lokinu. Náðum við síðan bátn- um í umibúðunum úr kistunni. Þá tók það við að draga Mn- una út úr honum, líklega 25 metra. Það gekk greiðlega- að öðru leyti en þvi, að Hannes flækti annan fótinn í henni, en við gátum losað það. „Þegar við höfðum dregið alila línuna út og áttum ekki eftir annað en að blása upp bátinn, þá bundum við línuna í kistuna, því við óttuðumst að þegar bátinn blési út, mundi hann reka skarpt und- an vindi, og við e.t.v. missa hann frá okkur. Illa gekk að blása upp bátinn „Mesta brasið var að blása upp bátinn með því að kippa í línuna. Til þess að hann blési út þurfti mikið átak. Við reyndum báðir að spyrna í hann og draga út linuna, en það tókst ekki lengi vel. Loks hélt Hannes bátnum lárétt- um í sjónum, en ég setti línuna yfir öxlina og spyrnti í, og þá loks gekk það. Við höfð- um fáu orðið fegnari um dag- ana. „Okkur gekk erfiðlega að komast upp í bétinn, enda búnir að velkjast í sjónum í hálftiíma og orðnir þreyttir ,Bátnum marghvolfdi „Síðan tók við 30 klukku- stunda dvöl í gúmmibátnum. Þetta var verst um nóttina, því þá versnaði veður enn, og bánum hvolfdi margoft, 5 til 6 sinnum. Okfcur tókst alltaf að rétta hann við með því að tfara út í hliðina, og láta öld- una síðan velta honum yfir aftur. Okkur var mjög kait um nóttina og raunar allan tímann. Gúmmíbáturinn var af gamalli gerð og botninn aðeins eintfaldur. Svo vorum við heldur illa klæddir og blautix. Togarinn sá þá ekki , „Um morguninn sáum við togara tilsýndar. Við skutum blysi, en hann sá okfcur ekki. Þá var farið að birta þannig að blysið hefur líklega ekki sézt vel. Með birtunni lagað- ist veðrið dálítið og við sá- um land, látrabjarg. Við vor- um þá komnir dálítið suður fyrir það, og vorum líklega 10—12 mílur úti. * „Engin skip sáum við allan daginn. Klukkan rétt fyrir 6 um kvöldið heyrðum við síð- an í flugvél Landhelgisgæzl- unnar. Hún flaug fyrst út fyrir okkur, en fcom svo aft- ur. Við skuturn þá blysi, en þeir tóku ekki eftir því. Svo fcom vólin í þriðja sfcipti, að þessu sinni úr vesturátt og stefndi beint á okkur. Þá kveiktum við á handlblysi, og þeir sáu það. „Síðan hnitaði vélin hringa yfir bátnum þar til brezki tog- arinn kom eftir um tvær klufcfcustundir. Þar var tekið vel á móti okkur, við vorum diifnir úr vosklæðunum, feng in þurr föt, heitt að drekka síðan settir í koju. Síðan var siglt inn undir Látrabjarg en þar tók Óðinn við okkur og fluttir til Flateyrar", sagði Olav. Að lokum spurðum við Olav hvað hann teldi að þeir tví- menningarnir hefðu haldið þetta lengi út í gúmmálbátnum til viðbótar. „Við hefðum haft það af næstu nótt“, sagði hann. „Kannske daginn á eftir. En um þriðju nóttina þori ég ekfci að segja.“ STAKSTEINAR Atlaga Franjsóknai að verkalýðs- félögunum UNDANFARIÐ hefur staðið yflr kjör fulltrúa á næsta þing Al- þýðusambands íslands og er full-. trúakjöri nú að mestu lokið. Kosningamar hafa verið óvenju- lega friðsamar og er það væntan- lega vegna samkomulags ríkis- stjórnarinnar við verkalýðssam- tökin og atvinnurekendur sJ. vor, en samkvæmt því er vinnu- friður tryggður fram á næsta vor. Almenn velmegun í landinu hefur einnig haft sín áhrif. Framsóknarmenn hafa þó nokkuð skorið sig úr við þessar kosningar. Hafa þeir í flestum félögum vaðið fram á völlinn með pólítískar æsingar og áróður og skipað sér í fylkingar komm- únista. Hefur atbeini þeirra ekki sprottið af sönnum áhuga og bar- áttugleði fyrir málstað verka- lýðsfélaganna, heldur verið örvæntingarfull tilraun til þess að reyna að klekkja á ríkis- stjórninni. Sú för var ekki til fjár Timinn var í slikum baráttu- hug s.l. laugardag, að þar var þvi lýst yfir á útsíðu, að kosn- ingin í Iðju væri raunverulegt prófkjör um vinsældir ríkis- stjórnarinnar og stuðning við hana meðal launþega. Úrslit Iðýukosninganna urðu þau, að listi lýðræðissinna, sem borinn var fram af stjórn félagsins og studdur var af stjórnarflokkun- um, sigraði með miklum yfir- burðum, hlaut 65 af hundraði atkvæða og bætti við sig 84 at- kvæðum. Listi kommúnista og Framsóknarmanna varð hins- vegar fyrir miklu fylgishrauni og tapaði hvorki meira né minna en 171 atkvæði eða um þriðjungi fyrra fylgis. Menn eiga ekki von á því, að Tíminn telji kosningar þessar vera prófkjör um vinsældir ríkis- stjórnarinnar fyrst um sinn. Þessi dapurlega reynsla ætti að kenna Tímamönnum vísdóm orðskviðarins, að kapp sé bezt með forsjá. Leikið tveimur skjöldum „Yerkalýðsleiðtogar" Fram- sóknarflokksins eru fjölhæfir menn og. liprir að tala tungum tveim. Þeir eru í einu orðinu lýðræðissinnar og verður þá tíð- rætt um kosti þess skipulags. Á sama tíma gista þeir flatsængina með kommúnistum og sýna ekki á sér fararsnið. Eitt dæmi þessa er Óðinn nokkur Rdgnvaldsson, sem mun starfa í prentsmiðju Timans og vera meiriháttar „verkalýðsleið- togi“ í Framsóknarflokknum. Óðinn þessi er nýkominn heim úr ferðalagi um Bandaríkin, þar sem hann ferðaðist um í boði Bandarikjamanna og kynnti sér verkalýðsmál. Hefur hann sjálf- sagt rætt þar vestra um skemmdarverk kommúnista í verkalýðshreyfingunni og kosti lýðræðisins. Viðtal er við Óði* í Timanum um helgina um ferða- lagið og kemur þar m.a. fram, að hann heyrði ónafngreindan prófessor leika á gítar. Á sama tíma og Óðinn er vestra var svo skýrt frá því hér heima fyrir, að hann sé á fram- boðslista „vinstri manna“ í prentarafélaginu, en aðrir fram- bjóðendur á listanum voru vinir hans kommúnistarnir, en í þeirra skjóli situr hann í stjórn A.S.t. Slík stefnulaus tækifærispólitik er aðeins á færi æfðra Fram- sóknarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.