Morgunblaðið - 13.10.1964, Blaðsíða 10
10
MORGU N BLAÐIÐ .
Þriðjudagur 13. okt. 1964
'ra ÆÍLÍtUm
FJárlög 1965
Framlag til kennslumála hækkar um 53 millj-
til félagsmála um 76 milljónir
ómr
Unnið að endurskoðun skattalaga
FRtJMVARP til fjárlaga fyrir árið 1965 var lagt fram í Sameinuðu
þingi í gær. Borið saman við fjárlög yfirstandandi árs hækka rekstr-
arútgjöld um 489 millj. kr. Aðalástæðan fyrir þessari hækkun
er sú, að ríkissjóði hefur verið gert að stórauka framlag sitt í
þágu sjávarútvegsins m.a. til framleiðniaukningar, til Aflatrygg-
ingasjóðs og Fiskveiðisjóðs.
Á sjóðsyfirliti frumvarpsins eru niðurstöðutölur að þessu sinni
3.218.885 þús. kr. en á y firstandandi fjárlögum eru þær 2.539.675
þús. kr. Niöurstöðutölur á rekstraryfirliti eru hins vegar 3.212.785
þús. kr. — Rekstrarafgangur er áætlaður 207.121.165 þús. kr. en
greiðsluafgangur 10.305.331 þús. kr.
Helztu tekju- og gjaida-
liðir f járlaga.
Eins og áður, eru helztu tekju-
liðir ríkissjóðs skattar og tollar,
sem áætlað er að muni nema
2.754.550 þús. kr. á fjárlögum yfir
standandi árs. Ef lög um tekju-
skatt og eignarskatt yrðu öbreytt
frá því í fyrra, hefði mátt áætla,
að tekjuskattur og eignask. gætu
orðið 480—500 millj. kr. á árinu
1965. Þegar haft er í huga, ann-
ars vegar, eins og segir í frum-
varpinu, að unnið er að endur-
skoðun laganna með það fyrir
augum að hækka persónufrá-
drátt Og gera ýmsar aðrar lag-
færingar til hagsbóta fyrir gjald
endur, sem óhjákvæmilega verka
til lækkunar, en hins vegar að
gerðar hafa verið ráðstafanir til
að herða eftirlit með framtölum,
Nokkur stjórnarfrum-
vörp lögö fram í gær
MEÐAL frumvarpa, sem lögð
voru fram í gær af hálfu ríkis-
stjórnarinnar, er frumvarp um
breytingu á lögum um þingsköp
Alþingís þess efnis, að heimilt
skuli að hafa 7 þingmenn í þeim
nefndum, þar sem hámarkstala
nefndarmanna er nú 5. í athuga
semdum við frumvarp þetta seg-
ir svo:
Þrátt fyrir fjölgun þingmanna
hefur hámarkstala í fastanefnd-
um deilda verið látin haldast
óbreytt frá því að hún var ákveð
in með þingsköpum 1915, en þá
voru þingmenn 40. Þess vegna
er eðlilegt, að hér verði rýmk-
að um, enda varð samkomulag
um það á síðasta þingi, að full-
trúar þingflokks, sem ekki hafði
hlotið menn í nefndir, voru
kvaddir til samstarfs við nefndir
um nokkur meiri háttar mál, í
því skyni, að greiða fyrir þing-
störfum. Er því ekki áhorfsmál
um, að æskilegt sé að koma þessu
í lögformlegt horf.
Þá var lagt fram frumvarp til
laga um launaskatt. Er það sama
cfnis og bráðabirgðalög þau um
launaskatt, sem sett voru í sum-
ar, og er aðalmarkmið þeirra
annars vegar að létta efnalitlum
fjölskyldum að eignast íbúðir, en
hins vegar að trygigja nægar og
stöðugar íbúðabyggingar í land-
inu. Nemur launaskattur þessi
1% af greiddum vinnulaunum og
hvers konar atvinnutekjum öðr-
um en tekjum af landbúnaði.
Eru lög þessi í samræmi við júní
samkomulagið svonefnda.
Einnig voru lögð fram frum-
\örp til staðfestingar á tveimur
oðrum bráðabirgðalögum. Er
annað þeirra um heimild til
slátrunar handa öllum félögum
og einstaklingum, sem slátrunar-
leyfi höfðu haustið 1963, svo og
þeim, sem eignazt hafa slátur-
hús þessara aðila og tekið við
rekstri þeirra, enda fullnægi hús
in þeim kröfum um búnað, sem
gerðar eru í lögum. Hitt frum-
varpið fer fram á, að numin
verði úr lögum forgangsréttur
samningabundinna viðskipta-
manna fyrir öðrum um móttöku
síldar hjá síldarverksmiðjum rík-
isins.
Ennfremur var lagt fram frum
varp, sem veitir ríkisstjórninni
heimild til að innhemta nokkur
gjöld á árinu 1965 með viðauka
svo sem stimpilgjald o.fl. í frum
varpi um veitingu rikisborgara-
réttar er lagt til, að 18 útlending
um sé veittur íslenzkur ríkis-
borgararéttur.
Þá var lagt fram frumvarp um
vernd barna og ungmenna. Segir
í gréinargerð, sem fylgir frum-
varpi þessu af hendi nefndar
þeirrar, sem skipuð var árið 1961
af menntamálaráðherra til þess
að endurskoða lög um vernd
barna og ungmennta og samið
hefur frumvarpið, að nefndin
hafi fyrst og fremst reynt að
kynna sér framkvæmd íslenzkr-
ar branaverndarstarfsemi og
kanna, hverjir agnúar séu á lög-
gjöf um þá starfsemi eða hverj-
ar breytingar að öðru leyti séu
tímabærar. Nefndarmenn hafa í
því efni byggt á eigin reynslu
af meðferð þessara mála, skýrsl-
um barnaverndaryfirvalda síð-
ustu áratugi, og auk þess hafa
þeir haft samband við ýmsa þá,
sem mesta reynslu hafa á þessu
sviði hér á landi.
Frumvarp þetta gerir ráð fyrir
talsverðum breytingum á núgild-
andi lögum.
hefur eftir atvikum þótt rétt að
áætla þennan tekjulið 375 millj.
kr. Aðflutningsgjöld eru áætluð
1533 millj. kr. og söluskattur.
677,4 millj. kr. og þar af fær
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 73,9
millj. kr. Miðað er við óbreyttan
söluskatt 5,5%. Tekjur af rekstri
ríkisstofnana eru áætlaðár 431.
160 þús. ' kr. og aðrar tekjur
27.075 þús. kr.
Stærsti útgjaldaliður fjárlaga
er til félagsmála 754,9 millj. kr.
Til óvissra útgjalda er áætlað
565,3 millj.; til kennslumála, opin
berra safna, bókaútgáfu og lista-
starfsemi 489,8 millj.; til land-
búnaðarmála, sjávarútvegsmála,
iðnaðarmála, raforkumála, rann-
sókna í þágu atvinnuveganna o.
fl. 439,6 millj.; til dómgæzlu og
lögreglustjórnar, — kostnaðar
vegna innheimtu tolla og skatta
og sameiginlegs kostnaðar við em
bættisrekstur 236,5 millj.; til
vegamála o.fl. 175,1 millj.; til
læknaskipunar- og heilbrigðis-
mála 138,9 millj.; til ríkisstjórn
arinnar 74,4 millj.; til eftirlauna
og styrktarfjár 68,6 millj.; til
kirkjumála 31,9 millj.; til alþing
iskostnaðar og yfirskoðunar rík-
isreikninga 19,3 millj.; vextir 7,6
millj. og til kostnaðar við æðstu
stjórn landsins 2,3 millj. kr.
Greinargerð
í almennum athugasemdum
við fjárlagafrumv. segir m.a.:
Ef borið er saman við fjárlög
1964 hækka rekstrarútgjöld s£im-
kvæmt frv. þessu um 489 millj.
kr. (þ.e. brúttóhækkun gjalda að
frádregnum lækkunum á f járlaga
liðum svo og aukningu tekna,
sem dregnar eru frá gjöldum hjá
ýmsum stofnunum). Gert er ráð
fyrir, að útborganir á 20. gr.
hækki um tæplega 43 millj. kr.
Við samanburð á frv. og fjár-
lögum yfirstandandi árs verður
að hafa í huga, að með lögum
nr. 1 frá 31. jan. 1964, um ráð-
stafanir vegna sjávarútvegsins
o.fl., var ríkissjóði gert að greiða
til framleiðniaukningar og ann-
arra endurbóta í framleiðslu freð
fisks 43 millj, kr., til Aflatrygg-
ingasjóðs vegna togara 51 millj.,
til íiskileitar í þágu togara 4
millj. kr.; til uppbóta á fersk-
fiskverð 52,5 millj. kr. (áætlað)
og til Fiskveiðasjóðs á móti út-
flutningsgjaldi af sjávarafurð-
um 30 millj. kr. (áætlað).
Til þess að standa straum af
þessum útgjöldum var söluskatt
ur hækkaður úr 3% í 5V2%. Þær
tekjur, sem ríkissjóður fékk við
söluskattshækkunina áttu enn
fremur að mæta hækkuðum
greiðslum ríkissjóðs til almanna
trygginga, samkvæmt lögum nr.
2/1964, að upphæð ca. 27 millj.
kr., svo og niðurgreiðslum að
upphæð kr. 55 millj. kr., sem ekki
voru teknar í fjárlög, en þótti
hins vegar ekki fært að fella
niður.
í frv. er gert ráð fyrir, að
þessar greiðslur haldist. með
nokkrum breytingum, að undan
skildu framlagi til framleiðni-
aukningar í freðfiskiðnaði og
uppbótum á ferskfiskverð.
Þær hækkanir á rekstrarút-
gjöldum, sem mestu máli skipta
eru þessar:
Dómgæzla og lögreglustjórn
hækkar um 30 millj. kr. Munar
þar mestu um aukið framlag til
landhelgisgæzlu, svo og annarrar
löggæzlu. Toll- og skatteftirlit
hækkar um 14 millj. kr., m.a.
vegna verulega aukins starfsliðs
við tolleftirlit og nýrrar rann-
sóknardeildar við embætti ríkis
skattstjóra. Framlög til heil-
brigðismála aukast um 37 millj.
kr. Veldur þar mestu hækkun
rekstrarhalla Landsspítala, m.
a. vegna nýrra sjúkradeilda,
svo og hækkun á rekstrarstyrk og
byggingarstyrk til annarra
sjúkrahúsa en þeirra, sem eru
ríkiseign.
Kennslumál hækka verulega
að vanda eða um 53 millj. kr.
Kemur þar einkum til árleg
kennarafjölgun, hækkaður rekstr
arkostnaður vegna nemenda-
fjölgunar, aukin framlög til
skólabygginga, stofnana tækni-
skóla o.fl.
Landbúnaðarmál hækka einn-
ig verulega eða um 55 millj. kr.
Valda þar langmestu um stór-
hækkuð jarðræktarframlög, auk
sérstakra framlaga til landbún-
aðar, en um þau var samið er
verðlagsgrundvöllur landbúnað-
arvara var ákveðinn á þessu
hausti. Þá hækka og framlög tii
sauðfjárveikivarna verulega. —
Fjárframlög til sjáva'rútvegs-
mála hækka stórlega, ef miðað
er við fjárlög yfirstandandi árs
eða um 93 millj. kr. En þá verð
ur að hafa í huga, að þeirri hækk
un valda að langmestu leyti þrír
liðir, sem ákveðnir voru í lög-
um nr. 1/1964 og áður hafa ver
ið nefndir, sem sé framlag til
Fiskveiðasjóðs á móti útflutn-
ingsgjaldi af útfluttum siávaraf-
urðum, í frv. áætlað 36 millj.
kr. framlag til- Aflatrygginga-
sjóðs vegna togara 40 millj. kr.
og til fiskileitar fyrir togara 4
millj. kr. Auk þessa hækkar svo
framlag til Aflatryggingasjóðs
um 7,5 millj. kr.
Raforkumál hækka um 39,6
millj. kr., svo til eingöngu vegna
þess að lagt er til, að halli Raf-
magnsveitna ríkisins verði nú
greiddur úr ríkissjóði.
Útgjöld til félagsmála hækka
um 76 millj. kr. Ber þá að at-
huga, að 27 millj. kr. hækkun á
greiðslum ríkissjóðs til almanna-
trygginga var ákveðin á þessu
ári svo sem fyrr segir. Annars
stafar hækkunin einkum af
hækkun sjúkratrygginga og á
ríkisframfærslu sjúkra manna,
svo og hækkun framlaga til út-
rýmingar heilsuspillandi húsnæð
is. Enn fremur er framlag til
Atvinnubótasjóðs, 10 millj. kr.,
í frv. flutt af 20. gr. á 17. gr. (fé
lagsmál), en þar þykir það eiga
betur heima.
Gjöld samkvæmt 19. gr. (til
óvissra útgjalda) hækka um 145
millj. kr. Munar þar mest um
niðurgreiðslu vöruverðs og út-
flutningsuppbætur. Eins og áður
segir, var ætlunin, er gengið var
frá fjárlögum yfirstandandi árs,
að draga úr niðurgreiðslum sem
svaraði 55 millj. kr., en úr því
varð ekki. Þetta verður að hafa
í huga, þegar samanburður er
gerður við f járlög. Að öðru leyti
vísast um niðurgreiðslurnar til
greinargerðar um þann lið. Til
útgjalda á 19. gr. kemur einnig
nýr liður, launaskattur, samkv.
bráðabirgðalögum frá s.l. sumri
um það efni.
Útborganir á 20. gr. (Eigna-
hreyfingar) hækka eins og fyrr
segir um 43 millj. kr. Veldur þar
mestu, að framlög til viðbótar
húsnæðis ríkisspítalanna eru auk
in um hér um bil 25 millj. króna
og auk þess ætlaðar 7 millj. kr.
til stækkunar Hjúkrunarskólans.
í frv. er gert ráð fyrir, að
rekstrartekjur og tekjur á 20.
gr. verði um 10 millj. kr. hærri
en útgjöldin, án þess að hækka
þurfi skatta eða tolla frá gild-
andi lögum.
Vegamál.
Sú höfuðbreyting verður nú,
sem gerð var með vegalögum nr.
71/1963, að útgjöld til vegamála
eru að mestu tekin út úr fjár-
lögum, og jafnframt eru vega-
sjóði afhentir tilteknir tekju-
stofnar, sem ríkissjóður hafði
áður (innflutningsgjald af ben-
zíni og bifreiðaskattur). Þó er
gert ráð fyrir því, að veitt sé
sérstakt framlag á fjárlögum til
vegamála samkv. 89. gr. vega-
laga og er það áætlað kr. 47 millj.
króna árið 1965, en það er jafn
hátt og framlagið verður á þessu
ári.
Sendisveinar óskast
Vinnutími kl. 9—12 f.h.
íbúð óskast
3ja herbeigja íbúð óskast. —
Upplýsingar í síma 35365.