Morgunblaðið - 21.11.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.11.1964, Blaðsíða 3
r Laugardagur 21. nóv. 1964 MORGU N BLAÐIO 3 ÞÆR SÁTU á sviðinu, sjö saman, með hljóðíæri fyrir framan sig og biðu eftir því, að tjaldið vrði dregið frá. Hljóðfærin* voru hin furðulegustu, sem við höfum augum litið. Ekki er heldur vitað uni samskonar hljóðfæri ann- ars staðar en í Kóreu. Okk ur er tjáð, að slíkir gripir heiti Kayagum og séH hlið stæða hins velþekkta jap- anska koto. • Kayaigum er tálf strengja Blaðamaður og Ijósmyndari Mbl. voru viðstaddir æfingu hjá Kóreuballettinum í Þjóð- leikhúsinu í gær. Þessi mynd sýni( eitt atriði á efnisskrá baljettsins, langtrumbudansinn. Undarlegir eru þeir töfrar harpa og er kroppað í streng- ina, þegar leikið er á hana. Þetta er bæði einleiks og und irleikshljóðfæri fyrir söng og Þær leika á eitt aðalhljóðfær ið, sem Arirang flokkurinn notar — hið sígilda kayagum eða tólf strengja hörpuna. dansi og er hljómfallið þá oftast slegið á hörpuna. Þótt hinn austurlenzki hljómur láti annarlega í eyr- um okkar vesturlandabúa, verðiur ekki á móti maelt, að hann býr yfir sérstökum sjarmia, undarlegum en þó heiiLandi. Þegar tjaldið hetfur verið dregið frá, er stiginn sá dans sem talinn er eitt af mei.st.ara verkum austurlenzkrar feg- urðar. Það er blómakrýning- ardansinn, fyrsta atriðið í þeim hluta etfnisskrármnar, sem nefnist „Garður nm vor.“ Þessi dans var sérgrein Kiseng-stúlknanna, en bann- ig voru þær stúlkur nefndar, sem valdar voru, sakir feg- urðar og dyggða, til að þjóna við hirðina. 1 næsta atriði, Miryang Arirang, fara hinir kóreönsku listamienn með eina útgáfuna af söngnum, sem flokkurinn dregur af nafn sitt. Hið æva gamla þjóðlag Arirang er þekkt og vinsælt í ölluxr. byggðum Kóreu, og á hvert hérað sína útgáfu af söngn- um. Umdirstaða kéreanskrar tón listar er sífei.ld og taktföst natkun trumbu. Aðaltrumb ■ an er janggo eða langtrumba, sem er í lagimu eins og tíma- glas. Atriðin á efnisskrá Arirang ballettsins eru mörg oig mis munandi. Baillettinum, sem er þjóðarbalijett Kóreu, er ætlað það hlutverk að túlka sígilda þjóðartónlist Kóreu i söng og dansi. Þá list gefet okkur kostur á að sjá í Þjóðleikhúsimu næsbu kvöld. M3 SÓL DAUÐANS eítii gríska rithöfundinn Prevelakis MM KOMINN er út í íslenzkri þýð- ingu skáldsagan „Sól dauðans“ eftir gríska rithöfundinn Pan- delis Prevelakis. Sigurður A. Magnússon, sem þýddi bókina úr grísku, ritar að henni formála og segir þar m.a.: Pandelis Prevelakis. „Með hliðsjón af þeim góðu kynnum, sem íslendingar hafa haft af elztu bókmenntum Grikkja, er ekki ófróðlegt að ikynnast því sem þeir hafa lagt af mörkum til bókmennta á seinni árum.........“ „Sól dauðans" er gott dæmi um þá vinsælu grein grískra nútímabókmennta, sem nefna mætti þjóðlífslýsingar. Þessi grein á m.a. rætur sínar í þeirri viðleitni, sem hófst fyrir síðustu eldamót, að gera talmál alþýð- unnar að bókmenntamáli, og voru yrkisefnin vitaskuld sótt í umhverfið þar sem þetta mál var ferskast Oig tærast: bændaþorpin á meginlandinu og hinum ótölu- legu grísku eyjum ....“ „Pandelis Prevelakis er einn fremsti núlifandi fulltrúi þess- arar bókmenntahefðar í Grikk- landi. Hann hefur samið ljóð, skáldsögur og leikrit, og er nú talinn einn bezti skáldsagnahöf- undur Grikkja ....“ „Sól dauðans" kom út í Grikk- landi árið 1959 og var þá sæmd æðstu bókmenntaverðlaunum ríkisins. Síðan hefur sagan verið þýdd á mörg Evrópumál og var m.a. valin „Bók friðarins 1962“ af Alþjóðlega friðarbókasafninu í Osló. „Drengur d fjalli nýtt smásagnasafn eftir Guðmund Daníelsson komið út MM KOMIÐ er út nýtt smásagna- safn eftir Guðmund Daníelsson. Ber það heitið „Drengur á fjalli“ en það er einnig nafn fyrstu smá sögunnar í bókinni. Þá sögu skrif aði skáldið 1956 og hffur hún þegar verið þýdd á dönsku og vakið þar athygli. Alls eru sögurnar 14 og eru heiti þeirra þessi: Drengur á fjalli, Sumar, Gunna, Vordraum- ur í garði, Liljan í sandinum, Frú Pálína, Hjóli'ð, Baldur Freyr, „Kommúnismi og vinstri hreyfing" Ný bók eftir Arnór Hannibalsson ÚT er komin á vegum Helga- fells bókin „KOMMÚNISMÍ OG VINSTRI HREYFING Á ÍSLANDI“ eftir Arnór Hanni balsson. Bókin er 184 bls. á stærð og skiptist í sjö kafla, auk inngangs og eftirmála Kaflarnir sjö bera eftirtalin heiti: Komintern; Komintern á íslandi; Einvígi íslenzks anda við Jónas Jónsson; Kaldastríðsmammon og hjálpræðið mikla; Uppgjörið við Stalín; Ungverjaland (Gefið mér glæpinn minn aftur); Afturhaldssöm útópía og Störf og starfshættir Sam- einingarflokks alþýðu. Höfundur segir m.a. í for- má'a: „Kommúnistar af hinini upp- runalegu tegund eru að verða sjaldgæfir meðal Islendinga Mjög er nú af forystusiauðum þeirra dregið, einkum vegna þeirrar byrði, sem stefna þeirra hefur reynzt þeim. Nú um tíðir stytta þeir sér helzt stundir með biðilsbónium til ihaldsins eða síld veiðuim í Volgu. Hinn æðsti austur þar á steppunum hafði frétt, að slík veiðiferð yrði mik- il lyftistöng atvinnulífi íslend- inga, einkum þó Norðurlands- kjördæmi vestra, — að ógleymd um f.okkskassanum. Nú er tí» i til að rannsaka hug myndir kommúnista og erindi þeirna til þjóðarinnar. Þeir eru nú steinrunnir í afturhaildi.“ Guðmundur Danielsson Skáld á fundi, Fiskurinn mik! Lokadagur, Yfir fljótið, Þú e maðurinn og Tapað stríð. Bókin er 140 bls. að stær Útgefandi er ísafold. FÉLAGSHEIMILI. Nú er unn af miklum krafti við hið nýja : lagsheimili Heimdallar. Mun þ; verða tilbúið um áramótin. V það stórbatnar öll aðstaða félaj ins til hverskonar félagsstar semi Félagar, lítið inn og kyrrnið ykkur framkvæmdirnar. Kl \KSI iiwi; Framtíð Hrafnseyrar Blaðið Vesturland á ísafirði ræðir nýlega í forystugrein sinni nm framtíð Hrafnseyrar í Arn- arfirði og kemst þá m.a. að orði á þessa leið: „Vestfirðingar mega ekki til þess hugsa, að þessu sögufræga höfuðbóli verði gleymt. Þeir gera þá eindregnu kröfu til ráða- manna þjóðfélagsins, að minn- ing hins mikla foringja sjálf- stæðisbaráttunnar sé sýndur fullur sómi á þessum stað. Framtíð Hrafnseyrar hefur verið allmjög til umræðu manna á meðal hér á Vestfjörðum, eftir að kunnugt var að jörðin mundi fara í eyði í haust. I þeinft um- ræðum hafa komið fram margár athyglisverðar tillögur um fram- tíð staðarins. Sjálfir ættu Vestfirðingar að hefja Hrafnseyri til fornrar vegsemdar, eftir að hið opin- bera hefur gert nauðsynlegar ráðstafanir til að varðveita stað- inn. Mætti hugsa sér að Vest- firðingar söfnuðust þar saman fimmta hvert- ár á afmæli lýð- veldisins og héldu þar mikla lýðveldishátíð, þar sem hæst bæri virðing og ræktarsemi við minn- ingu hins mikla stjórnmálaleið- toga Jóns Sigurðssonar. Stefna ber að því að slík lýðveldishátíð Vestfirðinga á Hrafnseyri yrði haldin í fyrsta skipti á 25 ára afmæli lýðveldisins og siðan fimmta hvert ár eftir það. Á Al- þingi er nú komið fram fyrir- spurn frá Sigurði Bjarnasyni um framtíð Hrafnseyrar. Það er von Vestfirðinga að við þeirri fyrir- spurn fáist svar, sem allir mega vel við una.“ Bylíingin étur börnin sín Hamar, blað Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, birti 7. nóvember sl. forystugrein undir þessari fyrirsögn. Ræðir þar um stjórn- arskiptin í Rússlandi og kemst blaðið m.a. að orði á þessa leið: „Hver er nú orsök þess að Krúsjeff er vikið frá? Margir álitu að það stæði í sambandi við Kína en fljótlega eftir að Krúsjeff var vikið úr embætti þóttust menn sjá breytingu í þeim málum. Jafnvel þótt Rúss- ar vildu aðra stefnu myndu þeir aldrei viðurkenna að þeir hefðu rangt fyrir sér gagnvart Kína- kommum, enda kom fljótlega grein þar sem ráðizt var harka- lega að kínverskum kommúnist- um. Sumum fannst Krúsjeff hafa mistekizt í landbúnaðarmálum og fyrir það var hann gagnrýnd- ur harðlega í æðsta ráðinu. Einn- ig kom það fram, að hann hefði stuðlað að persónudýrkun á sér sjálfum. Hvað sem hefur í rauninni skeð er það, að þetta stjórnar- kerfi, sem notað er í Rússlandi, hefur enn einu sinni sannað van- mátt sinn.“ Framsókn og kommúnistar Alþýðublaðið kemst m.a. að orði á þessa leið í forystugrein sinni í gær: „ Afstaða Framsóknarmanna á ASÍ-þingi hefur fáum komið á óvart. Þeir styðja óstjórn komm- únista eins og þeir raunar gerðu einnig á síðasta þingi. Lítil laun hafa þó Framsóknarmenn þegið fyrir liðveizluna og er þess skemmst að minnast, að þeim var algjörlega haldið utan við júní-samkomulagið og komu þar hevrgi nærri. Kommúnistaþjónkun Fram- sóknarmanna er ekki ný af nál- inni nema síður sé“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.