Morgunblaðið - 21.11.1964, Blaðsíða 26
26
MORCU N BLAÐIÐ
Laugardagur 21. nóv. 196
Furðu-
frásögn
í B.T.
DANSKA blaðið B.T. (ekki
Berlingske Tidende) segir á
miðvikudag frá leik Vals og
Ajax sem endaði 27—27. Fyrir
sögnin er „Brjálaðist og sló
danskan leikmann niður“ og
í undirfyrirsögn segir að
„sögulegur atburður hafi átt
sér stað í íslandsferð Ajax er
Ove Andersen (peysa nr. 6)
var tvívegis sleginn með
krepptum hnefa í hnakkann af
áhorfanda“.
í greininni er svo dramatísk
lýsing á atburðinum en leik-
maðurinn sem sagður er hafa
orðið fyrir högginu símaði
sjálfur til blaðsins og við höf-
um komizt að því að hann er
varaformaður Ajax og frétta-
ritari B. T. (ekki Beriingske
Tidende).
Ove Anderson segir í BT að
hann hefði legið rotaður á
gólfinu eftir höggin ef hann
hefði ekki verið í svo góðri
þjálfun sem raun er á. Hann
segir að leikurinn hafi verið
hraður og jafn. Síðar segir
hann: „Hinn lélegi dómari
hafði eftir mörgu að líta —
svo mörgu, að hann sá ekki
áhorfanda, sem skyndilega
brjálaðist og tvívegis sló
Ajax-sóknarmanninn og vara-
formanninn Ove Andersson
með krepptum hnefa í hnakk
ann.
— Ég hefði tekið talningu
upp að 10, ef ég hefði ekki
verið í svo góðri þjálfun, hef-
ur blaðið eftir honum og enn-
fremur þetta: „En ég rankaði
skjótt við, en hinum „fanta-
stiska“ horfanda tókst að kom
ast undan og hverfa í þrönga
manniþyrpinguna, karnski
mest vegna iþess hve troðið
var þar inn (800 áhorfendur)
svo varla var hægt að hreyfa
sig“.
Síðar segir hann frá leikn-
um, lélegum dómara og hvern
ig tókst að tryggja jafnteflið.
Hann fer „þrátt fyrir allt“
fögrum orðum um góðar mót-
tökur, skemmtilegt ferðalag
og boð borgarstjómar. Loks
segir hann að síðari hálfleik
leiks Vals og Ajax hafi verið
útvarpið. (Það er líka rangt).
Það virðist augljóst að B.T.
treysti á að það sé ekki lesið
á fslandL
Tveir landsleikir
í næstu viku
Spánverjar sækja okkur heim
SPANSKA landsliðið í hand-
knattleik kemur hingað á mánu-
dag og leikur hér tvo landsleiki
i handknattleik við Islendinga á
þriðjudags- og miðvikudags-
kvöld. Báðir leikimir verða í
íþróttahúsinu á Keflavíkurflug-
velli og hefjast bæði kvöldin kl.
9 að kvöldi.
Spánska landsliðið er í kapp-
leikaför um N-Evrópu, leikur
landsleik við Noreg á sunnudag
Fram'hald á bls. 27
Síðasti leikur Dananna:
Tilraunalandslið og
dönsku meistararnir
f DAG kl. 5 fer fram í íþrótta-
húsinu á Keflavíkurvelli síðasti
leikur dönsku meistaranna Ajax
og mætir þeim ný tilraunalands-
lið. Er ekki að efa að fjölmennt
verði á þeim leik. Danir hafa
engan sigur unnið og hafa full-
an hug á að vinna einn leik,
og sárast væri reyndar ísl. hand-
knattleiksmönnum að tapa í leik
tilraunalandsliðs, eins og slikur
sigur væri sætastur fyrir Ajax.
íslenzka liðið hefur verið valið
af landsliðsnefnd og er þannig:
Þorsteinn Björnsson A
Sigurður Jonny KR
Hörður Kristinsson Á
Einar Sigurðsson Á
Ragnar Jónsson FH
Birgir Björnsson FH
Örn Hallsteinsson FH
Gunnlaugur Hjálmarsson
Fram
Guðjón Jónsson Fram
Karl Jóhannsson KR
Heinz Steinmann KR
Miðar eru seldir í bókaverzl-
unum Lárusar Blöndal og í hlið-
inu. Ferðir verða frá BSÍ kl. 3.30
í dag.
LEIKUR FH og Ajax að Há-
lcgalandi í fyrrakvöld var
geysiharður og spennandi
þrátt fyrir stórsigur FH í
lokin. Danirnir draga ekki dul
á að þeir telja FH til þessa
hafa verið sína sterkustu mót-
herja.
Hér eru myndir frá leikn-
um sem Sveinn Þormóösson
tók.
Tveggja dálka mynd sýn-
ir þá skiptast á gjöfum Birg-
ir Björnsson fyrirliða FH og
Kurt Christiansen fyrirliða
Ajax. Þeir voru ekki svona
brosandi hvor til annars allan
leikinn.
Eindálka mynd sýnir Ragn-
ar Jónsson undirbúa eitt af
sínum 13 mörkum í leiknum.
Er Ajax mætti FH
„Hér geta allir handboltamenn
skotii og hitnin er évenjuleg"
Dönsku handboltamennimir telja að FH hefði
meiri möguleika í Evrópukeppnina en Fram
VIÐ gengum í gær á fund
dönsku handknattleiksmann-
anna frá Ajax og hittum þrjá
þeirra að máli. Þeir höfðu ver-
ið í búðarápi, því allir vildu
þeir koma með eitthvað heim,
sem yrði þeim til endurminn-
ingar um íslandsförina.
Jan Wichman, ljóshærður,
ungur maður, sem ber nr. 8 í
kappleik og vakið hefur ó-
skipta athygli fyrir línuspil
sitt og snerpu í leik samfara
góðri framkomu, dottaði í
rúmi sínu.
— Ég er mjög ánægður með
ferðina, þó meira gaman
hefði verið að koma að sumar-
lagi, sagði hann. Leikirnir
hafa verið harðir — óvenju-
lega harðir og gætt hefur nokk
urs mismunar á túlkun ísl.
dómara á leikreglunum og við
erum vanir hjá dönskum. Það
er sannarlega erfitt að vera
línuspilari hér. Ég er marinn
og blár eftir leikinn gegn FH.
Það voru engar smábyltur sem
ég fékk fjórum sinnum er
dæmt var víti á FH.
— Vanmátuð þið styrk ísl.
handknattleiksmanna áður en
þið komuð hingað?
— Nei, það held ég ekki.
Við vissum að orð fór af þeim
að vera harðir og þeir höfðu
unnið ýmsa góða sigra er-
lendis. Kannski í undirmeð-
vitundinni höfðum við reikn-
að þá veikari en þeir voru.
— Þið höfðuð heyrt að ís-
lendingar einir ásamt heims-
meisturunum unnu Svía í síð-
ustu heimsmeistarakeppni?
. — Já, en dönsk blöð (BT
eða Extrablaðið, innskot Mbl.)
höfðu sagt að Svíarnir hefðu
verið við drykkju kvöldið áð-
ur og ekki vel fyrir kallaðir.
Morten Petersen, aðalmark-
vörður liðsins, sem mest hefur
fengið að kenna á skothörku
íslendinga, sagði að óvenju-
legt væri að lið ættu svo marg
ar góðar skyttur og skotharð-
ar, sem þessi þrjú lið er Ajax
hefði mætt. Einstakir leik-
menn ykkar, standa beztu
mönnum heima í Danmörku
fyllilega á sporði.
— En athyglisverðast er að
hér geta allir liðsmenn skotið
og það bæði fast og snöggt.
Hittnin hjá þeim er meiri en
heima í Danmörku. Þeir eygja
fljótt smuguna í varnarveggn-
um og eru ekki seinir að nota
sér hana og maður getur búizt
við allskonar skotum, uppi,
niðri, til hliðar. Og margir eru
svo snöggir að fátt verður til
varnar.
— En hvað um dómarana?
— Þá greinir á við danska
dómara varðandi túlkun. En
allir þeir þrír sem dæmt hafa
okkar leiki dæma eftir sömu
„línu“ og þeir eru ekki hlut-
drægir. fsl. leikmennirnir
segja sjálfir að ísl. dómarar
dæmi ekki allir eins. Þeir
þekkja þá, við ekki, og þeir
þekkja líka hvernig þeir taka
á hinum ýmsum brotum. Þetta
er kosturinn við að vera á
heimavelli, án þess dómararn-
ir séu nokkru sinni hlutdræg-
ir. Mér finnst persónulega að
Valur Benediktsson hafi dæmt
bezt, villulaust í fyrri hálfleik
og mjög sæmilega í síðari
hálfleik.
Þar sem dómarana greinir
mest á við okkar dómara er
við línuspilið. En það er erfitt
hlutverk að dæma í sal eins
og á Hálogalandi.
— Aðstæðurnar hér?
— Þær eru erfiðar, ekki sízt
þröngi salurinn. En þar eru
ljósin góð, en suðurfrá fannst
mér lýsingin slæm við það
Framhald á bls. 27
Peter Nielsen, Morten Petersen og Per Wichman.