Morgunblaðið - 21.11.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.1964, Blaðsíða 19
Laugardagur 21. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 19 Athugasemd við bókadóm ll Herra Erlendur Jónsson! Ekki þekki ég haus eða sporð á yður, eins og fólkið segir. Þó ætla ég að tala við yður nokkur orð í tilefni af ritdómi, sem birt- ist eftir yður í Morgunblaðinu hinn 12. nóv. s.l. um bók dr. Stefáns Einarssonar prófessors, „Austfirzk skáld og rithöfundar“ sem nýlega er komin út. Tilefni þessa er tvennt: Fyrst, að ritdóm ur yðar er stórfurðulegur, jafn- vel svo, að draga má í efa að t>ér hafið lesið bókina. Og í öðru lagi hafði ég bæði samið ritdóm um bókina, og þó einkum gjört íræðilega grein á efni hennar, en það eru austfirzkar gamlar 6Ögulegar menntir, sem geymazt hafa. Ég gerði grein á tildrögum þess, að bókin var samin, en fyrir (því gekkst útgáfa Sögusjóðs Aust firðingafélagsins í Reykjavík, Bem, eins og nafnið bendir til, einnir einkum austfirzkum fræð- um, og í þessu efni var um mikið »ð ræða. Halldór Stefánsson, fyrrv. al- þingismaður var formaður þess- arar útgáfu, en ég hét að vera þar í stjórn. Ég gerði grein fyrir því, að nú létum við Haildór af þessum störfum, og teldum okk- ur nægilega gamla menn til þess eð draga okkur í hlé. Við vildum gera þetta um leið og við gætum sent fróðlega bók frá útgáfunni. Þessa bók hafði samið, að tilhlut- an okkar, dr. Stefán Einarsson, prófessor, og ég taldi verk hans mjög vel af hendi leyst og ýtar lega Iþar sem í ljós kom að hér höfðu um 100 menn á fyrirfar- andi öldum látið eftir sig and- lega vinnu. Gildi þeirrar vinnu dæmdi ég ekki á neinn hátt, enda var hér eingöngu um menningar legt fræðasjónarmið að ræða og ég t.aldi gildi þess hið heilaga orð sögunnar sem í sínum tóni eetíð hefði sitt gildi, því ég veit það, og eflaust margir fleiri menn, að öll framtíð í öllum greinum, fer út af laginu ef ekki er sungið á tóni sögunnar. Auk þess flutti ég lítilsháttar fræðilegar leiðréttingar. Þessa greinargerð vildum við Sögusjóðs stjórnendur flytja um leið og starfi okkar lauk við útgáfuna. Að mánu frumkvæði var leitað til Morgunblaðsins um birtingu á grein minni og var það snemma é sumri sem leið, því þá var hókin send áskrifendum. Ég vissi eð einn ritstjóri blaðsins stóð báð um fótum í austfirzku tryggða- ríki, svo sem við, er hér áttum hlut að máli, hr. Matthías Jó- hannessen, og töldum við þessu máli okkar þar með borgið. Mér brá því eigi lítið, er ég sá að grein miín var ekki birt svo sem treyst var á, en þér höfðuð tekið yður til að skrifa um bókina, og eins og áður segir á hinn furðu- legasta hátt. Þér takið aðra bók eftir Stefán og farið um hana háðslegum orðum. Þér virðist ekki vita, að þessi bók er frum- eamin á ensku og þér hafið ekki i höndurn annað en þýðingu á henni á íslenzku. Það sem þér Bmjattið á er þýðing, og bar yður allavega að taka slíkt til greina, því jafnvel þótt höfundur þýði BÍn eigin verk, verður þar stund um misbrestur á, og má um þetta vitni færa. Hér vinnið þér, að því eð sumir kalla eigi heiðarleika. Þegar þér hafið smjattað á fá- einum orðum er mistekizt hafa í þýðingu, komizt þér að þeirri nið urstöðu, að þetta sé kómisk bók, og þó ekki nógu kómisk, og nú munið þér allt i einu eftir því, um hvaða bók þér eigið að Bkrifa og fær hún nú strax það lof, að hún sé „skárri'* en þessi bók, sem ekki er nógu kómisk. Náttúrlega skilst þetta ekki öðru vísi en hún sé betur kómisk en hin, sem búið er að lýsa. Þegar góðgjarnir menn lesa slíka rök- færslu, hreyfist eitthvað innra með þeim og endirinn verður sá, að þeir segja eins og Skugga- Sveinn við hann Hróbjart, „O, •umingjarnir!** Síðan verður það, að þótt þér hafið mína greinargerð á þess- ari bók undir höndum, hafið þér ekkert um hana að segja. Þér aðeins löðrið út heila síðu í blað- inu, og enginn er nokkru nær um þessa bók. Hér hafa eflaust einhver mistök orðið, því ótrú- legt er það, að Morgunblaðið telji sér sæma að flytja níð eitt um óskylt verk dr. Stefáns, en koma ekki nærri að skilgreina það verk, sem um er að ræða, sem allt er fræðilegs eðlis um mikið, en lítið þekkt málefni. MEÐ lögum nr. 59 4. júlí 1942 um læknisvitjunarsjóði, er svo ákveðið í 1. gr. laganna, að ríkis sjóður legigi fram 2 kr. á mann, gegn 1 kr. á mann í þeim sveitar- félögum, er þessi starfsemi á að ná til, og fer um stofr.un þess- ara sjóða eftir ákvörðun heilbrigð isstjórnarinnar þar, sem erfitt er og kostnaðarsamt um læknisvitj- anir. Er markmið þessarar starf- semi eftir að slíkir sjóðir hafa fengið staðfestingu að létta undir með kostnaði þeirra héraðsbúa er við erfiða aðstöðu eiga að búa í þessu efni. Það má heita sérstætt oig all- einkennilegt að greiðsluhlutföll til sjóðanna bæði úr ríkissjóði og viðkomandi sveitarsjóðum hafa staðið óbreytt frá upphafi, þó allur slíkur kostnaður hafi marg faldast á þessu tímabili, enda nær starfsemi þeirra skammt til léttis þeim kostnaði, sem nú er um þessa hluti. Tryggingarstofn- un ríkisins hefir að vísu um all- mörg undanfarin ár styrkt þessa starfsemi með allríflegu fjárfram lagi, án þeirrar aðstoðar hefðu sjóðirnir Oig starfsemi þeirra því nær legið niðri. Fyrir 2 árum var samþykkt þingályktun um að rík isstjórninni skyldi falið að endur skoða lögin og gera tillögur til breytinga á þessum lögum svo að starfsemi þeirra geti haldið áfram og sjóðirnir þjónað hlut- verki sínu, sem þeirra er ætlað með lögunum. Eins og öllum er kunnugt hefir genigið á ýmsu á undanförnum árum með læknisþjónustuna í landinu. Illa gengur mjög víða að fá læknishéruðin setin lærð- um læknum. Hefir þetta læknis- leysi bitnað fyrst og fremst á út- kjálkahéruðunum og strjálbýlinu. Slíkt ástand, að læknishéruðin séu læknislaus, er ekkert nýmæli þeim er þá venjulega þjónað af næsta starfandi lækni, og reynt að gera það bezta í hverju til- felli. Þetta ástand hefir bitnað jafnframt mest á strjálbýlinu, þar sem erfiðast er að fá haldið starf andi læknum. Einnig er aðstaða héraðanna, mjög misjöfn, sumstaðai er vega kerfi ekki komið um öll héruðin og verður þá að nota báta til læknissóknar, en þeir eru venju- l'ega nokkru dýrari en flutningur með bílum. Hér í héraðinu er þessum málum þannig komið að héraðslæknirinn situr á ísafirði, og vegasamband ekki komið til bæjanna í Djúpinu frá ísafirði. Verður því venjulega að nota báta til þessarar læknisþjónustu, en þeir kosta orðið stórfé. Kunn- ugt er mér um að 5-8 þúsund kr. hefir bátur kostað í læknis- ferð frá ísafirði inn í Djúpbotn eða innstu bæina í héraðinu, en til slíkra kostnaðarsamra ferða, ber læknisvitjunarsjóðunum að taka til, en sá stuðningur er þeir ráða yfir fjárhagslega hrekkur skammt undir slíkum kringum- og myndarlega. — Það getið þér gert með því, að birta grein mína, en hin kemur í tímaritinu „Heima er bezt“ nú í yfirstand- andi mánuði. Ég þykist vita, að þér séuð enn ungur maður, og þá ætla ég að segja yður það, að það er of- vaxið forlögum ungra manna að ætla að beita gamla heiðursmenn rangindum eða stráksskap, ekki sízt þegar iþér hljótið að vita það, að þessir hér áminnstu þrír gömlu menn, hafa unnið verk sitt heiðarlega í mikilsverðum til gangi. Og þótt hér kunni ein- hverju að vera áfátt, sem vani er um manna verk, þá mun ekki á yðar færi um að bæta. Gagn- vart þessari bók dr. Stefáns Ein- arssonar og því sem hún flytur, hlutuð þér að vera hógvær og sjá að mikið eigið þér ólært. Reykjavík, 17.11. ’64 Benedikt Gíslason frá Hofteigi stæðum. Ég tel víst að svipað ástand, sé ríkjandi víða um land, og það sem fólkið á við að búa hér um slóðir. Það, sem ég vildi vekja at- hygli á og beina sérstaklega til Alþingi, þess er nú nýlega er komið saman, er að taka læknis- vitjunarsjóðinn og þau lög er þeir búa við til rækilegra úrbóta. Slíkt ástand, sem nú er um þessi mál er óþolandi, og ekki samboð- ið neinu þjóðfélagi að bjóða fólki upp á slíkt fyrirkomulag. Það þarf að endurbæta lögin, og færa þau í það horf að þau gegni, sínu upphaflega takmarki, að hjálpa fólkinu undir hinum erfiðu kringumstæðum með lækn isþjónustu. Ég geri ráð fyrir að um ýmsar leiðir geti verið að ræða. Það eru einkum 3 aðilar sem mér virðist að hér komi til greina Tryggingarstofnun ríkis- ins, ríkissjóður og viðkomandi héruð heima fyrir, en þar, er eink um fámennið og getuleysið, sem veldur því, að lítið munar um hinn fjárhagslega þátt þeirra. Verði þessum málum ekki bet- ur skipað en nú ríkir, verður þetta áreiðanlega þess valdandi að fólkið, sem býr við þessi skil- yrði skoðar hug sinn um brott- flutning frá slíku ástandi. Ég vil því treysta því, að Alþingi það er nú situr, bæti hér úr. Þing menn dreyfbýlisins geta ómögu- lega setið hjá aðgerðalausir um þessi mál. Páll Pálsson. Félag íslenzkra leikara FÉLAG íslenzkra leikara hélt aðalfund sinn laugardaginn 14. þ. m. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa voru rædd ýmis kjara- og hagsmunamál stéttarinnar. Formaður félagsins, Brynjólfur Jóhannesson, gaf skýrslu yfir starfsemi félagsins á árin. Hann gat þess að félagar væru nú 80 og hefðu þeir aldrei verið fleiri. Á sl. starfsári hafði félagið kvöld vökur til ágóða fyrir styrktar og menningarsjóði féiagsins og voru þær haldnar í Þjóðleikhús- inu. Þær þóttu takast mjög vel og var jafnan húsfylli á skemmt unum félagsins. Tveir leikarar sótu á árinu Norrænar leikaravikur, Lárus Pálsson fór til Kaupmannahafn- ar og Ragnhildur Steingrímsdótt ir til Stokkhólms. Leikararnir Baldvin Ralldórsson og Gísli A1 freðsson fóru sl. vor til Svíþjóð ar og dvöldust þar urn nokkurn tíma á norrænu leikstjóranám- skeiði. Stjórn félagsins var öll end- urkosin, en hana skipa nú Brynj ólfur Jóhannesson, sem er for- maður, Klemenz Jónsson er rit- ari og Bessi Bjarnason er gjald- keri. — Höfðakaup- staður Framhald af bls. 10 um að byggð væri hér tunnu- verksmiðja koma fram, flutt af mönnum úr þeim stjórnmála- flokkum, en sem hjaðnaði. Loks var skipuð nefnd sem skyldi koma á þá staði sem bágast ættu með atvinnu, ræða við fram ámenn þeirra staða og leitast við að leggja grundvöll til auk- innar atvinnu. — Kom sú nefnd hér á staðinn og hélt fund, hlýddi á framámenn hér, sem enn á ný útskýrðú hversu brýn þörf væri fyrir bætt viðhorf til at- vinnu. Var rætt um að byggð yrði hér sútunarverksmiðja. En reynslan varð sú að slíkur fund ur og umræður virðast engan árangur bera. Undanfarin ár hefur atvinnu- leysið spennt greipar sínar aðal- lega yfir vetrarmánuðina og það langt fram á sumar, en nú í ár er einkum athyglisvert að at- vinnuleysi hefði einnig orðið Ásgeir Thoroddsen Aðalfuiulur Vöku AÐALFUNDUR Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, var hald inn í 1. kennslustofu Háskóla ís- lands, sunnudaginn 15. nóvem- ber. Fráfarandi formaður, Ás- mundur Einarsson, stud. jur., flutti skýrslu stjórnar sl. kjör- tímabils og rakti helztu verk- efni, er fyrir lægi að leysa, eink um varðandi skipulag Vöku. — Nefnd hafði verið skipuð til að kanna, hvaða skipulags- og laga breytinga væri þörf og lágu til- lögur hennar fyrir á fundinum til umræðu, en endanleg sam- þykkt bíður framhaldsaðalfund- ar. Að lokum fór fram kjör stjórn ar og ritnefnaar Vöku. Stjórn skipa eftirtaldir: Ásgeir Thoroddsen, stud. jur. formaður. Friðrik Sophusson, stud. med. varaform. og ritstjóri. Ólafur Oddsson, stud. mag., ritari. Páll Bragi Kristjónsson, stud. med., gjaldkeri. Eggert Hauksson, stud. oecon. Jón Adólf Guðjónsson, stud. mag. Valur Valsson, stud. oecon. Ritnefnd skipa: Björn Bjarnason, stud. jur. Gestur Steinþórsson, stud. philol. Heiðar Magnússon, stud. jur. Karl F. Garðarsson, stud. oecon. yfir sumarmánuðina, ef heppn- in hefði sniðgengið Höfða- kaupstað, sem er sú, að nokk- uð hefur veiðzt undanfarið af kola, og því nokkur vinna í frystihúsunum. Það er því án efa eftirtektarvert fyrir þá sem starfa vilja að bættu viðhorfi hér, að engar líkur eru fyrir minnkandi atvinnuleysi hér, því að eigi er hægt að reikna með óvissri heppni. Aftur á móti er full ástaða til að hugleiða, að óbreytt atvinnu viðhorf á komandi vetri — ef fjöldi vinnandi manna þarf að yfirgefa heimili sín, veki gremju í hugum manna til þeirra vald- hafa sem virðast ekki vilja skilja hvað hér um ræðir, þvi auðvitað verða þeir öðrum frem- ur fyrir gagnrýni. Unga fólkið leitar héðan, sem á rætur sínar hér og vill helga þessum stað krafta sína, dugnaðarfólk til sjós og lands, flytur burtu og jafnvel skilur eftir hús sín auð og verð- laus. Sumir menn vilja kenna ráðamönum kauptúnsins hvernig komið er atvinnulífi þorpsins, en því fer fjarri að slíkt sé mér hugleikið, enda með slíku ekki fundnar úrbætur. Miklu fremur get ég glaðst yfir því að ráða- mönnum er fyllilega ljóst hvert stefnir, og kann að vera að bæði mín skrif og annarra hafi þar nokkuð um ráðið. Ég tek iþað fram hér, að kaup- túnsbúum kom það leiðinlega fyrir sjónir,.að þingmenn þeirra töldu flestir sig ekki geta mætt á almennum fundi um atvinnu- mál staðarins sem hreppsnefnd og verkalýðsfélög okkar hugðust boða til sameiginlega, þann 18. september sl., ef þingmenn kjör- dæmisins væru fúsir að mæta þar. — En þess í stað boðaði einn stjórnmálaflokkur til fundar hér þann sama dag, þar sem einn þingmanna okkar, Ragnar Arn- alds, ásamt Einari Olgeirssyni, tóku atvinnumál okkar til um- ræðu og þó aðallega ræddu þeir um að koma hér upp niðurlagn- ingarverksmiðju fyrir síld. Ég hef ekki farið dult með að álit mitt er að heppilegt sé að geta haldið „pólitík“ utan þessa máls. Æskilegt væri, ef við sjálf- stæðismenn hefðum þá augljósu yfirburði, að kunna hverju sinni að dæma með réttsýni skoðanir annarra stjórnmálaflokka, en svo virðist við fljótlega athugun að þingmenn kjördæmisins hafi haft meiri áhuga fyrir að taka þátt í fundi Siglfirðinga um atvinnu- mál. Skal ég sízt hér ámæla Sigl- firðingum eða öðrum, sem hafa áhuga fyrir að bæta sín atvinnu- mál. „Það skarar hver eld að sinni köku“, er gamalt orðtæki, sem er réttmætt innan allra mannúðlegra takmarka. — Nú er Alþingi sett að nýju. — Verð- ið þið, háttvirtir aliþingismenn kjördæmis okkar, og aðrir þjóð- arleiðtogar jafn framkvæmda- lausir gagnvart Höfðakaupstað og verið hefur? Herðubreið í Höfðakaupstað í október 1964. Lári.s H. Guðmuridsson. Smurt brauð, snittur, öl, gos og sælgæti. — Opið frá kL 9—23,30. Brauðstofan Sími 16012 Vesturgötu 25. Kns.ttspyritudeild VÍKIIMGS Aðalfundur deildarinnar verður haldinn sunnu- daginn 22. nóv. kl. 2 e.h. í félagsheimilinu. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, yngri sem eldri, fjölmennið. Stjórn deildarinnar. Úr þessu ber yður að bæta — Páll Pálsson, Þúfum: Læknisvitjunarsjóðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.