Morgunblaðið - 21.11.1964, Blaðsíða 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 21. nóv. 1964
f
Danir rannsaka
íslenzka hestinn
BtoASTLIÐIN 2 ár hefur farið
fram blóðfiokkun á islenzka
hrossastofninum í Kaupmanna-
höfn. Framkvæmdastjóri deildar-
innar er prófessor Noug&rd, en
starfsemina hér á landi hefur
Michael Hasselholt dýralæ-knir,
annazt. Danski vísindasjóðurinn
hefur kostað allar þessar rann-
eóknir. Starfsemin hér er liður í
rannsóknum allra hrossastofna
í Evrópu og Ameríku, sém fram
fara á samvinnugrundvelli milli
Kaupmannahafnar, Parísar,
Cambridge oig Kaliforníu.
Michael Hásselholt hélt í gær
fund með fréttamönnum í skrif-
stofum Búnaðarfélagsins, sem
ennaðist skipulagningu starfsins
hér á landi. Tilraunastöðin á
Keldum lagði til húsnæði og
ennaðist ýmsa fyrirgreiðslu um
fcilóðrannsóknirnar. Dýralæknir-
inn kvað tilgang rannsóknanna
staðfesta ættigengi og eiginleika
innan íslenzka stofnsins. >á væri
Og reynt að ákvarða uppruna
hans, ef hægt er. Einnig að stað
festa, hvernig ýmsir eiginleikar
erfast
Kannsakað var blóð úr 31
stóðhesti, 555 hryssum og af-
kvæmum þeirra, auk 1050 ann-
erra hrassa. Hásselholt var hér
um 6 vikna skeið nú og 6 vikur
Marina Oswald
veik
' Ðallas, Texas, 19. nóv. — AP
MA RINA Oswald, ekkja Lee
Harvey Oswalds, morðiaigja
Kennedy’s forseta var lögð í
ejúkrahús í Dallas í dag, eftir að
hún hafði kvartað um verki í
maga. Búizt er við að Marina
Oswald verði í sjúkrahúsinu í
2-3 daga.
v.w.v.v.w.w.vjr.:.:->T.
í fyrrasumar. Ferðaðist hann um
Suðurland, Borgarfjörð og Norð-
urland. Sá stóðhestur, sem flest
afkvæmi átti, er Nökkvi á Hesti
í Borgarfirði, 27 vetra, þá Fengur
á Eiríksstöðum í Svartárdal og
Svaðilfari á Lágafelli í Landeyj-
um.
Hásselholt kvað blóðtökurnar
hafa verið mjög hættulegt starf
og erfitt. Þorgeir Jónsson í
Gufunesi var jafnan í för með
honum og aðstoðaði hann, en auk
þess kvaðst hann mjög þa'kklát-
ur öllum þeim mörgu, sem hjálp-
að hefðu við starfsemina.
Eðlis- og blóðrannsóknadeild
Búnaðarháskólans í Kaupmanna-
höfn hefur komizt að mörgum
mikilvægum niðurstöðum í rann-
sóknum sínum á hrossastofnum.
Hafa sumar niðurstöðurnar
áhrif á öðrum sviðum. Til dæm-
is má nota þær til staðfestingar
mainnkynssögunar um þjóðflutn-
ingana, sagði Hásselholt.
Gefin mun verða út skýrsla í
vor, er lokið hefur verið við
að vinna úr rannsóknunum hér
á landi, en erfitt mun að láta
margt uppi að svo stöddu, Þó
kvað Hásselholt engin einkenni
hafa fundizt um skyldleika ís-
lenzka hestsins og hins arabiska,
sem margir hafa verið að geta
sér til um.
Uitnið að jarðhitarann-
sóknum í Hvammssveit
Páll V. G. Kolka.
BÚÐARDALUR, 16. nóv. 1964.
Á laugardaginn brá til norðan-
éttar eftir milda hausttið og
vetrarkomu. Snjókoma var nokk-
ur um helgina, og sumstaðar
svælingsbylur. í dag er bjart-
vfðri, en mikið frost. Bændur
hafa smalað saman fé sínu og
eru sumir farnir að hýsa. Vegur-
inn um Svínadal og Gilsfjörð hef
ur teppzt vegna snjóa og urðu
bílar, sem ætluðu að fara vestur
á Firði að snúa við.
V. G. Koika skrifar
úr myndabók læknis
KOM3N er út bðk eftir Pál V. G.
Kolka, sem hann nefnir: „Úr
myndabók læknis". Eru það
svipmyndir otg endurminningar
og auk þess erindi sem hann
hefur flutt við sérstök tækifæri.
Bókin er 280 bls. að stærð og
skipt í kafla.
Páll V. G. Kolka er einn af
þekktustu læknum landsins,
kunnur ræðuskörungur og út-
varpsfyrirlesari. Hann lifði
bernsku sína í sveit, en kom til
Reykjavíkur rétt áður en ásýnd
höfuðstaðarins tók að breytast
við tilkomu rafmagns, vatns-
veitu, hafnargerðar o. s. frv. Á
annan áratug stundaði hann
' Séra Jónas Gísla-
son settur í
embætti
/
Kaupmannahöfn, 19. nóv.
NK. SUNNTJDAG verður séra
Jónas Gíslason settur inn í em-
bætti sem prestur islenzka safn-
eðarins í Kaupmannahöfn. Fer
athöfnin fram í Vartov-kirkju,
J>ar sem guðsþjónustur safnaðar-
ins fara fram. Biskupinn yfir ís-
landi, Sigurbjöm Einarsson, set-
ur séra Jónas í embætti.
— Rytgaard.
Donskir vísindamenn hnfn ekhi
ósknð nð ræðo við þingnefndinn
Einkaskeyti til Mbl. frá
Kaupmannahöfn, 18. nóv.:
FORMAÐUR þingnefndarinnar,
sem skipuð heíur verið til þess
að fjalla um handritamálið, Poul
Niisson, segist i „B.T.“ í dag
Mynd Björns Guðmundssonnr
fyrrverundi skólustjóru ú Núpi
fyrrverandi skólastjóra á Núpi 3
í SKÓLASTJÓRATÍÐ séra Ei-
ríks J. Eiríkssonar við Héraðs-
ekólann á Núpi í Dýrafirði, að
tilhlutann hans og skólanefndar,
gerði Ríkarður Jónsson mynd-
höggvari, gipsmynd af Bimi Guð
mundssyni fyrrverandi skóla-
stjóra Héraðsskólans á Núpi.
Nú hefur Héraðssamband Vest
tir-ísfirðinga (H.V.Í.), gamlir
nemendur Bjöms og aðrir vel-
unnarar hans, fengið umyáð yfir
myndinni, og ákveðið að láta
gera bronsafsteypu af henni,
sem afhent verði Núpsskóla til
eignar, og verði hún síðan varð-
veitt eins og mynd sem þar er
fyrir af séra Sigtryggi Guðlaugs-
*yni.
Gipsmyndin var send sl. sumar
til Danmerkur, til afsteypu, og
mun bronsmyndin nú fullgerð.
í framkvæmdanefn.d máls
þessa hér í Reykjavík, eiga sæti
|>essir menn: Stefán Pálsson,
sími 51559. Ingimar Jóhannesson,
simi 33621, 18340 og 12546. Jón
Ingiberg Bjamason, sími 33406.
Söfnunarlistar hafa verið út-
búnir og geta þeir sem hlut vilja
eiga að gjöf þessari, snúið sér til
nefndarmanna, eða bókabúðar
Lárusar Blöndal á Skólavörðu-
stíg 2 og í Vesturveri, með fram-
lög sín, og ritað nöfn sin á list-
ana, en ákveðið hefur verið að
þeir verði afhentir Núpsskóla,
ásamt prentuðu afriti til varð-
veizlu.
Ákveðið hefur verið að þeir
sem mál þetta vilja styðja, komi
saman á fund fimmtudaginn 26.
þ. m. í Aðalstræti 12, uppi kl.
8.30 e. h. Mun þar verða gerð
grein fyrir söfnuninni, framtíð
gamla skólahússins á Núpi rædd
og önnur mál sem fram kunna
að koma. Verið velkomin.
Nefnclin.
vera undrandi yfir þvi að nefnd
inni hafi til þessa ekki borizt nein
tilmæli um, að hún veiti áheyrn
og ræði við menn utan þingsins
um málið.
Hann segir: „Venja er, að þing
nefnd berist strax og formaður
hennar hefur verið valinn, til-
mæli frá utan að komandi aðilum
um áheyrn. Þetta hefur ekki
gerzt nú, og það er mjög óvenju
legt. Ýmislegt bendir til þess, að
vísindamenn geri ráð fyrir að
nefndin bjóði þeim að skýra frá
sjónarmiðum sínum, en það er
alltof mikil bjartsýni og léttúð
að vaða í þeirri villu. Nefndin
mun að sjáifsögðu leita sér upp-
lýsinga um rök vísindamann-
anna„ en helztu forsvarsmenn
þess að handritin verði áfram í
Danmörku verða líka sjálfir að
leggja áherzlu á sjónarmið sín
við nefndina“.
Rytgaard.
læknisstarf í einni stærstu ver-
stöð landsins, Vestmannaeyjum,
og síðan í rúman aldarfjórðung
sem héraðslæknir í sveit. Á báð-
um stöðum tók hann verulegan
þátt í almennum málum oig hefur
haft góð skilyrði til að fylgjast
með þeirri framþróun, sem orðið
hefur hér á landi síðustu hálfa
öldina og kynnzt miklum fjölda
Unnið er nú að jarðhitarann-
sókn á Laugum í Hvammssveit.
Þar eru menn að verki frá Jar’ð-
boranadeild ríkisins. Búið er að
bora niður á ca. 60 metra dýpi
skammt frá lauginni, en ekki
hefur fundizt heitt vatn að ráði
enn sem komið er. Þetta er þó
aðeins byrjunin, því að það ætla
menn, að á þessu svæði sé heitt
vatn að finna í jörðu, meira en
fundist hefur áður. Heyrzt hefur,
að á Borðeyri við Hrútafjörð só
nú einnig verið að bora eftir
heitu vatnL
í haust var slátrað rúmlega 11
þúsund fjár hjá Kaupfélagi
Hvammsfjarðar. Meðalfailþungi
dilka var 15,25 kg. Hjá Kf. Saur
bæinga mun hafa verið slátrað
á 9. þúsund fjár. Méð þyngstu
dilkskrokkum, sem vigtaðir
hafa verið á þessu hausti, voru
tvílembingar frá Ormsstoðum i
Klofningshreppi. Þeir vógu 26 og
27 kg. og gengu í Fremri-Lan.g-
ey í sumar. Þeim var slátrað I
HnúksnesL
Rjúpnaveiði er sögð allgóð.
Hafa - menn komizt upp i að
skjóta um 100 rjúpur á dag,
þegar bezt lætur. — Fréttaritari
Nýjar Leiítursbækur
MORGUNBLAÐIÐ hefur áður
skýrt frá nokkrum bókum frá
Leiftri sem nýkomnar eru út. Nú
hafa blaðinu borizt nokkrar bæk
ur í viðbót og verður þeirra get-
ið hér á eftir:
Smáfólk heitir ný bók eftir
Guðrúnu Jacobsen, og eru það
tíu sögur. Teikningar eru eftir
Guðrúnu, en fremst er mynd af
henni. Þetta er fimmta bók höf-
undar, sem áður hefur sent frá
sér barnasögur, leikrit, ferðasögu
og skáldsögu. Þessi nýja bók Guð
rúnar er 123 bls. að stærð.
Af nýjum barna- og unglinga-
bókum frá forlaginu má nefna
Rósalín eftir Jóhönnu Spyri í þýð
ingu Freysteins Gunnarssonar.
Bókin er 63 bls. að stærð, mynd-
skreytt. Þá er Todda frá Blá-
garði eftir Margréti Jónsdóttur,
saga fyrir börn og unglinga. Er
þetta önnur útgáfa. Sagan er 108
bls. að stærð. Áður hafa komið
út eftir skáldkonuna fjölmargar
barna- og unglingabækur, auk
þess sem hún hefur gefið út Ijóða
bækur. Börnin í Löngugötu heitir
unglingasaga eftir Kristján Jó-
hannsson. Hún er 88 bls. að stærð,
prýdd myndum. Sagan gerist í
Reykjavík, en höfundurinn er
ungur kennari „og hann þekkir
börnin í umhverfinu“ segir á
bókarkápu. Krakkarnir sem eru
Umfangsmesta sókn
til þessa í S-Vietnam
%
Skæruliðar hörfuðu og árangur varð lítill
Saigon, 18. nóv. (NTB-AP)
DEILDIR úr stjórnarher S.-Víet-
nam studdar af 115 bandarískum
þyrlum héldu í dag inn á svæði,
nálægt Saigon, sem verið hcfur
í höndum Víet Kong kommún-
ista að undanfömu. Aðeins kom
til smávægilegra átaka við
kommúnista, Ofí þrír skæruliðar
voru handteknir. Vitað er að
fjölmennir hópar skæruliða hafa
verið á þessu svæði að undan-
fömu, en í dag benti allt til þess
að þeir hefðu dregið sig í hié.
Sóknin í dag er sú umfangs-
mesta, sem gerð hefur verið á
hendur skæmliðum kommúnista
frá því að átökin hófust, en ár-
angur hennar varð lítill.
Margir bandarískir hemaðar-
ráðunautar í Saigon voru mót-.
fallnir þessari stórsókn. Bentu
þeir á, að alltaf kvisaðist um
slikar stórsóknir mörgum dögum
áður en til þeirra kæmi, og því
hefðu skæruliðar nægan tíma til
að hörfa undan.
Filipseyingar bjóða aðstoð.
Sendinefnd frá Filippseyjum
dvelur um þessar mundir í
Saigon og ræðir við stjórn
S.-Víetnam. Var rætt um mögu-
leika á, að Filippseyingar sendu
3000 hermenn og jafn marga
óbreytta borigara til S.-Víetnam
til aðstoðar stjórninnL
aðalpersónurnar 1 sögunni heltaí
Steini, 10 ára og systurnar Hulda
og Kristín, 9 ára. — Bókin er
handa 9—12 ára bömum, segir
einnig á kápu.
Þá hefur Leiftur gefið út
Lending með lífið að veði, sem
byggð er á sönnum atburði. Hún
er eftir John Castle og Arthur
Hailey. Bókin er 144 bls. að
stærð.
Leiftur hefur einnig gefið út
St’jörnuspána eftir R.H. Nylor,
með undirtitlinum: Hvað boðar
fæðingarstjarnan þín? Bókin er
165 bls. að stærð. <
Loks má geta bókanna Full-
numinn Vestanhafs eftir Cyril
Scott og Heillar mig Spánn eftir
Fredrik Wislöff. Hin fyrri er
framhald bókarinnar Fullnuminn
eftir Scott, en hann er tónskáld
og rithöfundur. Heillar mig
Spánn er kynning á Spáni eða
eins og segir á bókarkápu: „Höf
undur kynnir okkur þetta lit-
ríka land, sögu þess, kirkjusiði* *
listina og hið ólgandi þjóðHf“.
„9 dagar úr einu
" *99
ari
LAUGARDAGINN 21. nóvember
kl. 2 síðdegis verður sýnd f
Stjörnubíói á vegum MÍR sovézka
kvikmyndin „9 dagar úr einu
ári“.
Myndin fjallar um unga kjam
orkufræðinga og óslökkvandi
þrá þeirra eftir þekkingu á leynd
armálum eðlisfræðinnar, jafnvel
þótt líf þeirra sé í hættu. Mik-
hail Romm, einn kunnasti kvik-
myndastjóri Sovétríkjanna, hef-
ur gert myndina. í helztu hlut-
verkum eru nokkrir kunnustu
leikarar Sovétríkjanna.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir meðan húsrúim leyfir.
Þó verður börnum ekki leyfður
aðgangur.
KEMNSLil
Talið envka reiprennandl á raet-
tima. Árangursrík kennsluaðferð f
fámennum bckkjum. Engin aldurs
takmörk. Oxford-menntaðir leið-
beinendnr. Nýtízku raftækni,
filmur, segolbönd o.fl. Sérstök
námskeið fyrir Cambridge (skir
teini) 5 tima kennsla á dag f
þægilegu strandhóteli nálægt Do-
ver. Viðurkenndir af menntamála
ráðuneytinu.
THE REGENCY, Ramsgate, Kent,
England Tcl: Thanet 51212.