Morgunblaðið - 21.11.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 21. nóv. 1964 4 Frá borgarstjórn Stefna borgarinnar í raforkumálum mörkuð á næstunni Fyrsti tannlæknirinn, sem naut ndms- styrks frd borginni, starfar við skólana Á FDNDI borgarstjórnar sl. fimmtudag voru lagðar fram þrjár fyrirspurnir. Geir Hall- grimsson borgarstjóri svaraði þeim. Frá Alfreð Gíslasyni um tannlækningar í barnaskólum og blöndun flúrs í drykkjarvatn, frá Kristjáni Benediktssyni um ráðstafanir vegna skorts á íþrótta húsnæði fyrir skólabörn og frá borgarfulltrúum Framsóknar- flokksins um ráðstafanir til þess að tryggja næga raforku í Keykjavík. Þá var fjallað um fimm tillög- ur, frá Öddu Báru Sigfúsdóttur um framkvæmdir í leikvallamál- um. Þeirri tillögu var vísað til borgarráðs og barnaheimila- og leikvallanefndar, sem fjallað hafa um mál þetta. Xillögur frá Alfreð Gíslasyni um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis og frá Guðmundi Vigfússyni um bygg- ingu leiguhúsa til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Þessar tillögur þeirra flokksbræðranna, sem þeir fluttu hvor í sínu lagi, fjalla að mestu um sama málefni og var þeim vísað frá, þar eð borgarstjórn hefur áður gert sam þykktir í þessum málum, enn eru í fullu gildi. Guðmundur Vigfússon flutti tillögu um, að borgarstjórn beiti sér fyrir því, að sett verði á ný lög um húsaleigu. 1 því sambandi sagði Guðmundur, að húsaleiga þurfi að standa undir kostnaði við viðhald, skatta, afborganir og vexti. Gísli Halldórsson flutti aðra tillögu, sem miðar að hrað- ari atbeina í þessu máli og var hún samþykkt samhljóða. Guð- mundur flutti viðaukatillögu um að tryggt verði, að lögin verði framkvæmd. Sú viðbót var sam- þykkt samhljóða. Kristján Benediktsson flutti tillögu um að borgarstjórn beiti sér fyrir því, að umferðarmiðstöð in í Vatnsmýrinni verði tilbúin til notkunar í vor. Birgir ísl. Gunnarsson upplýsti, að bygging arnefnd segði, að miðstöðin yrði tilbúin í vor og var síðan sam- hljóða samþykkt tillaga Birgis um að ástæðulaust væri að af- greiða tillögu Kristjáns, en borg- arstjórn legði áherzlu á, að á- ætlanir byggingarnefndarinnar stæðust. Borgarstjórnarfundinum lauk kl. 22.30, en hann hófst kl. 17.00. TANNLÆKNAÞJÓNUSTA OG FLÚR í DRYKKJARVATN Alfreð Gíslason spurði, hve margir tannlæknar yrðu í þjón- ustu skólanna í vetur, hve marg- ir tannlæknanemar hafi til þessa hlotið náms- styrk úr borgar- sjóði (Borgar- stjórn veitir tannlæknanem- um námsstyrk, gegn því að þeir skuldbindi sig til þess að vinna við skólana í borginni), hve margir slíkir styrkþegar fáist til starfa í skólunum árið 1965. Þá spurði Algreð um stöðu yfir- læknls tannlæknaþjónustunnar, sem heimilt er að auglýsa til um- sóknar, og hvort tekizt hafi að fá hingað sérfræðing til þess að skoða tæknilegar aðstæður við blöndun flúrs í drykkjarvatn. Geir H a 11 - grímsson borg- arstjóri svaraði aði fyrirspurn- um. Nú væru þrír tannlæknar starfandi við skólana og væri einn þeirra fyrst ur þeirra tann •j. ” lækna, sem not- ið hafa námsstyrks frá borginni. Til þessa hefðu tíu tannlækna nemar notið styrks. Tveir tann- læknar, sem notið hefðu styrks, mundu hefja störf við skólaná 1965. Staða yfirlæknis hefði ekki enn verið auglýst, því að reynt sé að tryggja sérmenntun í slíkri tannlæknaþjónustu í skólunum. Borgarstjóri kvað samband hafa verið haft við ýmsa aðila í Bandaríkj unum um útvegun sér- fræðings, en árangur væri ekki enn jákvæður. Ýmsir tæknilegir örðugleikar séu nú á blöndun flúrs í drykkjarvatnið, en úr því muni rakna, þegar allar vatns- æðarnar hafa verið sameinaðar, eins og áætlað er. Alfreð þakkaði svörin, en kvaðst óánægður með töf á ráðn- ingu yfirlæknis. Taldi hann hugs anlegt að fá sérmenntaðan út- sem lending til starfans. — Kristján Benediktsson spurði eftir þeim tæknilegu örðugleikum, sem væru á blöndun flúrs í drykkjar- vatnið. Geir Hallgrímsson borgarstjóri útskýrði það, að nú sé aðalvatns- æðum þannig fyrir komið, að blanda yrði á mörgum stöðum. Nú væri áætlað, að sameina allar aðalæðar á einum stað og mundi þá miklu auðveldara að koma við flúrblöndun. Þá væri einnig hægt að koma við sérstökum hrginsunarráðstöfunum, ef það reyndist nauðsynlegt af sérstök- um ástæðum. Borgarstjóri sagði, að nú væri hinsvegar verið að skipuleggja flúrskolun og flúr- burstun á tönnum skólabarna. Þess má geta hér, að rannsókn- ir í Bandaríkjunum benda til þess, að tannskemmdir minnki um rúmlega helming við flúr- blöndun í drykkjarvatn eða flúr- skolun reglulega. í hitaveituvatni hér í Reykjavík er flúr og mun flúrinnihald hitaveituvatnsins vera nálægt því magni, sem blandað er í drykkjarvatn sums- staðar erlendis. RAFORKA f REYKJAVfK Borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins spurðu um ráðstafanir til þess að tryggja raforku í Reykjavík. Geir Hallgrimsson borgarstjóri svaraði og kvaðst mundu verða stuttorður, því að mál þetta mundi í heild sinni koma fyrir borgarstjórn á næstunni og mundi þá koma til hennar kasta að marka stefnu Reykjavíkur í þeim málum. Borgarstjóri kvað þrjár leiðir koma til greina' Stórvirkjun (á- samt raforkusölu til alúminíum- vinnslu), stórvirkjun (án raf- orkusölu til alúminíumvinnslu) og síðan smærri virkjanir. Varastöðvarviðbót mundi gefa 11500 kílóvött næsta sumar og í ráði væri að fullnýta virkjanirn- ar við Sog með 7000 kílóvatta nýrri vélasamstæðu i Ljósafossi og væri útboð tilbúið. Talið væri, að raforkan ætti því að vera nægjanleg til 1967 og jafn- vel skv. endurskoðun áætlunar til hausts 1968, en það væri þó ekki með öllu víst og væri sjálf- sagt að hafa það í huga og gera öryggisráðstafanir. f sambandi við smærri virkj- anir gat borgarstjóri þess, að til- búin væri útboðslýsing á gufu- virkjun í Hveragerði, 30 þús. kíló vött í tveimur áföngum og við- bótarvirkjun Kljáfoss við Anda- kíl gæti gefið 13 þús. kílóvött. Geir borgarstjóri sagði, að taka þyrfti afstöðu til þessara mála á næstu vikum og verði málið þá væntanlega til meðferðar í ríkis- stjórn og á Alþingi. Hagkvæm- asta leiðin væri stórvirkjun Þjórs ár með raforkusölu til stóriðju, næst stórvirkjun án slíkrar raf- orkusölu, en sízt leið smávirkjan- anna, þótt þá verði auðveldara að leysa fjárþörf framkvæmdanna fyrst um sinn stig af stigr, en þessi leið yrði mun dýrari í heild, þegar lengra liði Einar Ágústsson þakkaði svör- in og fagnaði því, að borgar- stjóri gerði ráð fyrir því, að nauð synlegt væri að brúa bilið fram að því, að stórvirkjun tæki til starfa. Hann vildi fá upplýst, hvað til stæði í raforkumálunum, þar til stórvirkjun tæki til starfa frá því að toppstöðin yrði tilbúiru Borgarstjóri sagði að ákvörðun væri ekki enn tekin um Hvera- gerðisvirkjun og Kljáfoss, þótt útboðsskilmálar væru tilbúnir. Ef ákveðið væri að virkja Þjórsá með eða án alúminíumvinnslu, þá mundi byggð varastöð með gastúrbínu, sem gæfi 20 þúsund kílóvött og mundi hún geta brú- að bilið. Ef hinsvegar yrði ákveð- ið að reisa ekki stórvirkjun, þá yrði væntanlega byrjað á Hvera- gerðisvirkjun eða Kljáfossvirkj- un, en hvorutveggja þessar fram- kvæmdir mundu taka styttri tíma en stórvirkjun. Borgarstjóri itrekaði að stór- virkjun með orkusölusamningi til aluminíumframleiðslu, ef full- nægjandi söluskilmálum yrði náð, væri hagkvæmasta leiðin, til þess að skapa grundvöll fyri* lágu raforkuverði í framtíðinni Auk þess sem fjáröflun til fram- kvæmda yrði með því móti greið ari í heild. Kennaraskólinn Jónssyni að fær my nd af ísak • o Siof VIÐ skólasetningu Kennaraskóla íslands síðastliðið haust bárust skólanum tvær veiglegar gjafir. Kennarar, er luku prófi árið 1944, - færðu skólanum málverk af ísak heitnum Jónssyni, skóla- stjóra. Örlygur Sigurðson gerði myndina. Einn úr hópi hinna tvítugu kennara, frú Pálína Jónsdóttir, afhjúpaði myndina. Þá afhenti Sigurþór Þorgils- son skólanum 10 þúsund krónur. Sjóð þennan gáfu 15 ára kenn- arar til minningar um látinn skólabróður, Steinþór Bjarna Kristjánsson frá Kirkjubóli í Hjarðardal í Önundarfirði. Síðastliðinn þriðjudag komu nokkrir þeir, sem gáfu myndina af ísak heitnum, saman í Kenn- araskólanum, og var þá með- fylgjandi mynd tekin. Sitjandi frá vinstri: Valborg Helgadóttir, Sigurbjörg Þórðardóttir, Pálína Jónsdóttir Oig Auður Jörunds- dóttir. Standandi frá vinstri: M«gnús Árnason, Ragnar Georgs- son, Helga Einarsdóttir, Ingi- björg Björnsdóttir, Halldóra Ingibergsdóttir, Sigrún Aðal- bjarnardóttir og Óskar Halldórs- Sega Selmu Lagerlöv um Karlotfu Lövenskjöld HIN stórbrotna ættar- og ástar- saga Nóbelská dsins Selm/u Lag- erlöf, „Karlotta Lövenskjöld“ er nú komin út í íslenzkri þýð ■ ingu Arnheiðar Sigurðardóttur. Selma Lagerlöf. En sögur skáldkonunnar eru margar löngu kunmar íslenzkum lesend/um, svo sem Gösta Ber lingssaga og Jerúsaliem, sem báð ar haifia verið þýddiar á íslenzku Selma Laigerlöf lézt háöldruð á bernzkulheimili sínu, Már- backa, árið 1940 og var þá orðin beimsfrægur rithöfiundur. Hún samdi fjöida skáldsagna á 'angri æfi, allt frá því hún hlaut fyrsitu verðlaun í bókmenntasamkcppni laiusfi fyrir aldamótin. Henni höfðu líka hlotnast margvisleg- air sæmdir fyrir ritstörf sín, nún hlaut doktorsnafnbót í heims- speki við Uppsalaháskóiia 1907. og Nóbelsverðlaun tveimur ár- um síðar og 1914 var hún kjórin í sænsku akadamíiuna. Á fyrstu áratugum aldarinnar átti hún þegar alimennum vinsældum að fagna hér á íslandi, enda henni list frásagnarinnar í blóð borin. Saigan um Karlottu Löven- skjöld er hluti aif sagnabáiki, sem fjallar um vermlenzka aðais ætt, Lövenskjöldiana frá Heiða- Málverk Örlygs af ísak Jónssynt bæ, og meinleg örlötg sem hrjá ættina. Umhtverfið er hið sama og í GÖsta Berlings sögu verm- lenzkir herragarðar og prestset- ur og gerist á svipuðum tuna, 'iaust eftir 1800. Bókin er 260 bls. að stærð, gefin út hjá Setberg. Menningarlíf Helsingfors, 18. nóv. (NTB): FUNDI norrænu menningarmála ncfndarinnar lauk í Helsingfora í dag. Var skýrt frá því að hon- um loknum, að nefndin myndi beita sér fyrir námskeiði un menningarlíf í Finnlandi fyrir stúdenta frá hinum Norðurlönd- unum. Nefndin lýsti stuðningi sín- um við áætlun um að koma á fót Norrænni Asíustofnun við há skólann í Kaupmannahöfn og kvaðst mæla með því, að háskól ar á Norðurlöndjnm leggðti aukna áherzlu á kennslu í tungu málum Afríku- og Asíuþjóða. Næsti fundur menningarmála nefndarinnar verður haldinn i Reykjavík á komandi sumri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.