Morgunblaðið - 21.11.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.1964, Blaðsíða 15
MOR'GVNBLADÍt, . Jkgðj ,lt£ -a-s---r 1 Laugardagur 21. nðv. 1964 Guðmundur Jdnsson skótastjóri: Tilraunamál landbúnaðarins 1. Framkvæmd tilrauna Með nokkrum rétti má skipta rannsóknarstörfum í tvo megin ílokka. Sum þeirra má framkvæma næstum að segja hvar sem er, ef fyrir hendi er húsnæði og áhöld. t>etta gildir um hverskonar efna- ereininigar, rannsóknir á fræjum, greining sjúkdóma og meindýra, gerlarannsóknir, rannsóknir á matvælum og hráefnum í þau, (byggingarefnarannsóknir o.m.fl. í öðrum tilfeHum er rannsókn- in staðbundin, t.d. prófun veiðar- færa, rannsóknir á göngu fiska og öðrum lifnaðarháttum þeirra og tilraunir á sviði landbúnaðar. Skal nú vikið nokkuð að þeim. Landbúnaðartilraunir ber að framkvæma við sem líkust skil- yrði og bændur eiga við að búa, hvort heldur þær eru gerðar með jurtir, búfé, verkfæri eða bygg- ingar. Xilraunir með jurtir eru venju lega gerðar á sérstökum reitum, 25-50 fermetra að stærð hver, en í hverri tilraun eru oft 30-80 reit ir. Utan um hverja tilraun þarf að vera nokkurt svæði. Stærð Ihverrar meðaltilraunar er því um eða yfir 1500 fermetrar. Ekki er Ihægt að nota sama land fyrir til- raunir nema takmarkað árabil. A undanförnum 7 árum hefur á Hvanneyri verið tekið undir til- raunir um 20 ha. áður óræktað iand. í flokkatilraunum með bú- fé eru flokkarnir oft 2-3 (stund- um 4). í hverjum flokki þurfa jafnaðarlega að vera 12-20 naut- gripir eða 30-50 kindur. Það er því ekki hægt að framkvæma elíkar tilraunir (t.d. með fóðrun) á minni búum en með 40-60 kýr eða 200 ær. Við verkfæraprófanir er lögð magin áherzla á það tvennt að athuga hvernig vélin vinnur og Ihverniig ending hennar er. Til þess þarf mikið svigrúm og verð ur ekki framkvæmt svo að í lagi Bé nema á stórum bújörðum. Tilraunir með gerð og fyrir- komulag peningshúsa verða að ejálfsögðu ekki framkvæmdar nema á bújörðum, þar sem hægt er að reyna þau við hirðingu bú- fjár í þeim. Við lang flestar landbúnaðar- tilraunir þarf ekki mikið af sér- 6taklega dýrum eða fyrirferðar- jniklum áhöldúm, en þær þurfa jnikið landrými og í 'sumum til- fellum stór bú. Oft er hentugt að framkvæma þær á búum, sem rek jn eru af opinberum aðilum i(bændaskólar, önnur ríkisbú, búnaðarsambönd). Þar er nóg landrými, oftast talsverður húsa- kostur, tiltölulega margt búfé og góð skilyrði til prófunar verk- færa. Hlutverk þessara stórbúa á ekki að vera fyrst og fremst það eð framleiða sem mest af land- búnaðarafurðum, heldur hitt að geta verið í forystu um nýjar búskaparaðferðir cng þannig bent Ibændum í hvaða átt skuli stefna é hverjum tíma. Á slíkum stór- búum er aðstaðan fyrir hendi. Hversvegna ekki að nota hana í enn ríkari mæli en þegar er gert? Mörgum viðfangsefnum land- búnaðartilrauna er þannig háttað eð þörf er á að rannsaka þau víð ér en á einum stað. Það eiga t.d. ekki við sömu afbrigði af tún- gröstun, garðávöxtum ag korni á Suðurlandi og á Norðurlandi. Kalkþörf jarðvegs getur verið mismunandi eftir staðháttum og landshlutum. Áburðarþörfin er oft mjög svo misjöfn o.s.frv. í sumum tilfellum eru tilrauna verkefnin aðallega bundin við rissa landshluta. Kalhætta í tún- am er t.d. langmest á Norður- ►g Austurlandi. Tilraunir í því ifni þurfa því að framkvæmast á þeim stöðum, en væru t.d. mjög illa settar í námunda við Reykja vík. Samkvæmt framansögðu tel ég að slá megi föstu, að fyrir land- búnaðartilraunir er nauðsynlegt að hafa stórt óræktað land og stór bú og að þessum tilraunum þarf að dreifa um landið. Dæmi um þessa stefnu mætti nefna frá Dönum. Þar í landi eru reknar landbúnaðartilraunir á um 20 bújörðum, og er þeim dreift um Danmörku víðsvegar. II. Stjórn tilraunamála Stjórn tilraunamála er mjög svo mismunandi í hinum ýmsu löndum. í Danmörku er tilrauna- málunum stjórnað af sérstökum nefndum með 5-10 meðlimum í hverri: Tilraunaráð búfjárræktar 8 meðl. Tilraunaráð í mjólkurfr. 9 — Tilraunaráð jarðræktar 5 — Verkfæranefnd 10 — Samstarfsnefndir ofangreindra ráða eru einnig til. Meðlimir ráðanna eru allir til nefndir af búnaðarsamböndum, landbúnaðarfélaginu danska, bún aðarháskólanum, félögum mjólk- urbúa, garðyrkjufélögum o.fl., en skipaðir af landbúnaðarráð- herra. Ekki veit ég til þess, að Danir hafi ráðagerðir um breyt- ingar í þesum efnum. Fyrirkomu lagið er frjálslegt og óþvingað. í ráðunum eru vísindamenn, kennarar og bændur, langflestir búsettir úti í sveit, þar sem þeir hafa náin tengsl við vandamál landbúnaðarins á hverjum tíma. Við íslendingar höfum til þessa tekið okkur Dani mjög til fyrirmyndajr í þessum efnum. Hér starfa 3 nefndir að stjórn tilraunamála undir yfirstjórn landbúnaðarráðherra: Tilrauna- ráð búfjárræktar með 5 meðlimi, tilraunaráð jarðræktar með 5 meðlimi og verkfæranefnd með 3 meðlimi. Tilnefning í ráðin fer aðallega fram af Búnaðarfélagi íslands, bændaskólunum, At- vinnudeild Háskólans, tilrauna- stöðinni að Keldum, tilrauna- stöðvum í jarðrækt og Samb. ísl. samvinnufélaga. Samtök bænda eiga ekki fulltrúa í ráðunum hér á landi á sama hátt og í Dan- mörku. Samstarfsnefndir eru heldur ekki til hér á landi. f ýmsum löndum öðrum, eink- um þeim stærri, eru öll tilrauna- mál sett undir eina stjórn, eina allsherjar miðstöð. Frá henni liggja þræðirnir til hinna ýmsu undirdeilda og þaðan til ein- stakra starfsmanna. Þetta lítur mjög vel út á pappírnum og virð- ist í fljótu bragði vera sterkt skipulaig. En það verður í reynd inni þungt í vöfum og þvingað. Ofstjórn getur verkað sem hemill á eðlilegar framfarir, einkum í litlum þjóðfélögum, þar sem ekki er full trygging fyrir því, að hæfir menn séu valdir í æðstu stöður og þar sem á miklu velt- ur, að hver einstaklingur fái að njóta sín, einnig þótt hann sé undirmaður annarra. in. Frumvarp til laga um rann- sóknir í þágu atvinnuveg&nna. Atvinnumálanefndin, sem skip uð var samkvæmt þingsályktun frá 20. apríl 1955 samdi frum- varp með ofangreindri fyrirsögn. Var það lagt fyrir Alþinigi 1962, aftur 1963 og nú síðast 1964. Ekki er mér kunnugt um það, að atvinnuvegirnir, sem frum- varpið á að vera gert fyrir, hafi gert neitt til þess að herða á af- greiðslu málsins á Alþingi, enda mun frumvarpið ekki samið eða borið fram eftir neinum sér- stökum óskum frá þeim. Til- raunamálum okkar hefur að vísu verið minna sinnt að undanförnu en vera bæri. Okkur hefur vant- að og vantar enn nægilega marga hæfa fræðimenn, og lítil þjóð hef ur ekki ávallt efni á því að leggja til vísinda og tilrauna tiltölulega eins mikið fé og hinar stærri þjóðir gera. En það hygig ég mála sannast, að núgildandi lög hafa á engan hátt lagt hömlur á rannsóknar- starfsemi hér á landi. Það hefur Guðmundur Jónsson a.m.k. ekki átt sér stað varðandi tilraunir og rannsóknir landbúnað arins. Og fróðlegt væri að fá upp lýsingar um það, hvaða landbún aðarstofnanir hefðu farið fram á lagabreytinigar í þessum efnum. Það sem fyrst og fremst er ein- kennandi fyrir hið nýja laga- frumvarp, er hin mikla yfirbygg- ing þess: 17 manna rannsóknar- ráð, 5 manna framkvæmdanefnd, 1 framkvæmdastjóri, 3 manna stjórn yfir hverri deild, 6-9 manna ráðgjafanefnd við hverja deild. Síðan koma starfsmennirn- ir. Er það ekki orðin ofstjórn, þegar stjórnendur eru orðnir fleiri en starfsmenn þeirra? Og hvað kostar það? Annað einkenni frumvarpsins er það, að öll tilrauna- og rann- sóknarmál eru sett undir eina stjórn. Mér er að visu ekki ljóst, á hvern hátt samvinnu á að vera háttað milli‘3 manna yfirstjórn- ar hverrar deildar og 5 manna framkvæmdanefndirnar. Hitt er þó enn vafasamara að leggja all- ar landbúnaðarrannsóknir og til- raunir í hendur 3 manna sem auk þess mundu öðrum störfum hlaðnir. Það er líka nokkuð óvenjulegt, að forstjóri einnar stofnunar sé einnig í stjórn henn ar. Þriðja meginatriði frumvarps- ins er það, gagnvart landbúnað- inum, að „Miðstöð rannsókna og tilraunastarfsemi Rannsóknastofn unar land'búnaðarins skal vera í Reykjavík eða nágrenni, enda skal stofnunin fá þar hentugt jarðnæði fyrir þær rannsóknir, sem þar er nauðsynlegt að fram- kvæma.“ Það kann að vera, að hentugt sé að hafa rannsóknarstofnun fyrir iðnað og sjávarútveg í Reykjavík eða nágrenni, en um landbúnað gildir það ekki. Að vísu er hægt að framkvæma allar innanhússrannsóknir (efnagrein- ingar, frærannsóknir o.fl.) í Reykjavík ekki síður en á öðrum stöðum, en flestar landbúnaðar- tilraunir þurfa stórt land Oig stór an búrekstur, eins og sýnt er fram á fyrr í þesari grein. Ekki er mér kunnugt um, að rann- sóknarstarfseminni hafi verið tryggt landrými í nágrenni höfuð borgarinnar, enda sennilega ekki hægt um vik, sízt land, sem hent- ar fyrir tilraunir. Álit fræðimanna Nokkrir fræðimenn hafa tekið til máls um áðurgreint frumvarp oig haft eitt og annað út á að setja. Sigurður Pétursson gerlafræð- ingur, sem manna bezt þekkir rannsóknaaðstæður allar við iðn að og sjávarútveg gerir frumvarp ið að umtalsefni í grein í dag- blaðinu Vis.i 20. jan. 1961. Hann telur, að lögin frá 1935 um rann sóknir í þarfir atvinnuveiganna hafi reynzt til heilla þar til á- kvæðið um Rannsóknarráð ríkis ins var sett inn 1940, en það hafi ekki verið starfi sinu vaxið. Nú sé á ferðinni lagafrumvarp, „sem geri ráð fyrir margfalt voldugra, afskiptasamara og dýrara rann- sóknarráði en því sem fyrir er.“ „Megintilgangur með frumvarp- inu þessu virðist vera sá, að skapa nýtt stórt rannsóknarráð og tryggja framkvæmdastjóra þess aðstöðu til ótakmarkaðra afskipta af allri rannsóknarstarf semi í landinu. Er þessi yfir- bygging svo mikil og verkefni þessa ráðs svo mörg, að sjálfar rannsóknastofnanirnar hverfa í skuggann.“ „Ef frumvarpið yrði að lögum nú þegar, yrði ástandið við Rann sóknarstofnun byggingaiðnaðar ins þannig: Þar vinna þrír sér- fræðingar og yrði þá væntanlega einn þeirra framkvæmdastjóri. Starfsemi hinna tveggja sér- fræðiniganna mundu þá stjórna þessir aðilar: 1 framkvæmda- stjóri, 14 manna ráðgjafanefnd og eins og síðar verður skýrt frá, 17 manna rannsóknaráð og fram kvæmdastjóri þess, alls 36 manns." Sumarið 1960 kom hingað á vegum Iðnaðarmálastofnunar ís- lands sænskur verkfræðingur að nafni Ljunberg. Um tillögur hans segir Sigurður m.a.: „Ljunberg leggur til, að Iðn- aðardeild Atvinnudeildarinnar sé sameinuð Iðnaðarmálastofnun inni, en ræður frá því að setja upp sérstakt rannsóknahverfi í Keldnaholti“. Rannsóknaráð ríkisins hefur „hvílt eins og dalalæða yfir nokkrum hluta íslenzkrar rann- sóknastarfsemi og valdið þar vill um og fálmi. En nú eigum við að taka aðra stefnu. Við þurfum ekkert rannsóknarráð ríkisins. Það sem við þurfum að fá er: tæknideild á menntaskólastigi, náttúrufræðideild við Háskóla íslands og nqg af vel menntuðum sérfræðingum og aðstoðarfólki við þær rannsóknastofnanir, sem hér starfa á vegum atvinnuveg- ana.“ Magnús Óskarsson, tilrauna- stjóri, skrifar í Tímann 21. febrú ar 1963, m.a. á þessa leið: „Land búnaður er samskipti bónda og náttúru, og því er ekki hægt að reka hann eins og iðnað sem byiggist á samskiptum manna og véla. Sama máli gegnir um skipulag rannsóknamála land- búnaðarins. Þar hentar ekki sama kerfi og við skipulagningu iðnað- arrannsókna. í þessu frumvarpi hefur það hent, að rannsókna- starfsemi landbúnaðarins er steypt í sama mót og rannsókna- starfsemi annarra atvinnuvega. Því er lítið tekið tillit til, að nátt úran er breytileg frá stað til stað ar og allir bændur landsins verða að eiga kost leiðbeininga frá rann sóknastarfseminni. Þegar rætt er um skipulaig ákveðinna þátta þjóðlífsins, er löngum deilt um, hvort sé betra að hafa sterka miðstjórn eða að dreifa valdinu. f frumvarpinu er gert ráð fyrir þriggja manna stjórn Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. Hún á að ráða, hvaða rannsóknir eru gerðar og hvar þær eru gerðar. Þetta er stefna sterkrar miðstjórnar. Núverandi skipan þessara mála er þannig, að nokkrar rann sóknastofnanir stjóma starfsem- inni. Hún er aðallega í höndum Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans, Tilraunaráðs jarð- ræktar, Tilraunaráðs búfjárrækt- ar og Verkfæranefndar ríkisins, en öll þessi starfsemi fellur und- ir Landbúnaðarráðuneytið. Telja verður, að þeir, sem vinna að þessum málum, hafi töluvert frelsi til að velja sér verkefni. En flestir munu telja, að rann- sóknastörf verði árangursríkari, ef starfsmenn búa við nokkurt frelsi. Mest af fjármagni rann- sóknastarfseminnar keraur úr.rík issjóði, eftir ákvörðun Alþingis. Þetta er stefna hins dreifða valds í rannsóknamálum. Það má að sjálfsögðu færa sitthvað til betri vegar í skipan rannsóknamál- anna, en ríkjandi skipulaig hefur svo marga kosti, að rétt virðist að halda einkennum þess.“ „í margumtöluðu frumvarpi er gert ráð fyrir þriggja manna stjórn Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins. Þessir menn eru for stjóri stofnunarinnar, búnaðar- málastjóri og maður tilnefndur af tilraunaráði. Reyndar er sagt í 33. gr. frumvarpsins, að tilrauna ráð skuli því aðeins skipað, að óskir komi fram um það frá ákveðnum aðilum, en engin á- kvæði eru um, hver eigi að til- nefna þriðja manninn í stjórn, ef tilraunaráð verður ekki skipað. Þessir þrír menn eru hin sterka miðstjórn rannsóknamála land- búnaðarins. Þeir eiga að útdeila því fé, sem Alþingi veitir til rann só.knamála og ráða, hvaða verk- efnum unnið er að. Ef þeim sýn- ist, geta þeir t.d. flutt garðyrkju- tilraunir Garðyrkjuskólans til Reykjavíkur, svo og verkfæratil- raunirnar frá Hvanifeyri. Það er líkleigt, að tveir af starfsmönnum stofnunarinnar veldust í stjórn með búnaðarmálastjóra. Það er ekki nema eðlilegt, að starfsmenn aðalstöðva Rannsóknarstofnunar- innar teldu, að einmitt þar væri fjármagnsþörfin mest. Mestur hluti tekna rannsóknastarfsem- innar lenti því í Reykjavík, í minnsta landbúnaðarhéraði lands ins. Þessi skipan mála getur orð- ið alveg sérstakur óleikur fyrir rannsóknarstarfsemi dreifbýlis- ins.“ „Vegna fjárskorts er ekki hægt að segja, að sézt hafi til hvers íslenzku tilraunalögin duga. T.d. hefur mikið af því fé, sem veitt hefur verið til tilraunastöðvanna í jarðrækt, farið til fram- kvæmda. Ég held, að núverandi skipulag á tilraunamálum sé gott. Valdinu í tilraunamálum er dreift hæfilega og fjárveitingar- valdið í höndum fullrúa hérað- anna, þ.e. alþingismann^." Björn Stefánsson, sivil agronom, skrifaði grein í Tímann 30. apríl 1963 og nefnir hana: Rannsóknar stofnun landbúnaðarins í verk- smiðjuhverfi Reykjavíkur. Þar sagir m.a.: „Fyrst af öllu þurfum við að gera okkur ljóst, af hverju við getum ekki apað eftir öðrum þjóðum skipulag og staðsetning rannsóknarstofnunar landbúnað arins. Við erum svo fáir að sér- fræðingar okkar verða sjálfir að sjá um framkvæmd tilrauna og rannsókna, en hafa ekki nema að litlu leyti á að skipa öðrum háskólamenntuðum mönnum, sem framkvæma verkin. Ef vel á að vera, þurfa þeir því að vera búsettir þar sem helztu rannsókn ir eru framkvæmdar. í öðru lagi eru sérfræðingarnir svo fáir, að þeir þurfa helzt að vinna á sama stað til að aðstoða hver annan og til að þeir einangrist ekki fræði- lega. í þriðja lagi þurfa þeir geysimikið land til að fram- kvæma rannsóknir sínar á. Bú- fjárræktar, og einkum sauðfjár- ræktarrannsóknir, eru mjög land frekar. Af þessu leiðir, að við þurfum miðstöð fyrir rannsóknir, og miðstöðin þarf að ráða yfir miklu landrými. Miðstöðin má ekki vera svo nálægt þéttbýli, að yfirvofandi hætta sé á því, að hún missi land eða geti ekki bætt við siig landi, þegar verk- efnin aukast. Land í þéttbýli er dýrt.“ Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.