Morgunblaðið - 21.11.1964, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
taugardagur 21. nðv. 1964
Jltagtittfrlðfrifr
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstraeti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
AÐSTOÐ VIÐ
DREIFBÝLIÐ
Mál Rubys tekiö fyrir á ný í vor
Hann hefur setíð ár í fang-
elsi og látið mikið á sjá
EITT ár bak við lás og slá hef
ur farið mjög illa með Jack
Ruby. Hann var áður vel
klæddur og sællegur nætur-
klúbbseigandi, en nú er hann
fölur, taugaóstyrkur maður,
sem þjáist ljóslega af hug-
myndum um að hann sé of-
sóttur.
Hann er í fangaklefa í Dall-
as, skammt frá þeim stað, sem
Kennedy forseti var myrtur
22. nóv. síðasta ár. Ruby hefur
setið í fangelsinu frá 24. nóv.
það ár, en þá skaut hann Lee
Harvey Oswald til bana. 14.
marz sl. var dauðadómur
kveðinn upp yfir Ruby. Hafði
kviðdómur í Dallas þá fundið
hann sekan um morð framið
af hatri.
Lögfræðingar Rubys gera
sér vonir um að fá dómsúr-
skurðinum breytt, er málið
kemur fyrir áfrýjunardómstól
Texas í Austin næsta vor.
Þeir hyggjast m.a. halda því
fram, að allar aðstæður í Dall-
as hafi gert ómöigulegt, að
réttarhöldin yfir Ruby yrðu
réttlát, og að ekki hefði átt að
taka til greina vitnisburð
nokkurra lögreglumanna, sem
augljóslega hefðu reynt að
sýna fjandskap í garð Rubys.
Margir lögfræðinigar hafa
fjallað um vörn Rubys eftir að
Malvin Belli var sagt upp eftir
dauðadóminn. Nú eru Phil
Burleson frá Dallas og Joe
Tonahill frá Jesper í Texas
skráðir verjendur Rubys, en
auk þess hefur fjölskylda
hans einn lögfræðing á sínum
snærum, Sol Dann frá De-
troit.
Phil Burleson segist ætla
að Ijúka við að gera skrá yfir
staðreyndir málsins í nóvem-
bgylok, en það er síðasta lög-
fræðile'ga skrefið, sem stiigið
verður, áður en yfirheyrslur
hefjast fyrir áfrýjunardóm-
stólnum. En vegna þess hve
mörg mál bíða úrskurðar dóm-
stólsins, er elcki gert ráð fyrir
að yfirheyrslur í máli Rubys
hefjist fyrr én í marz eða
apríl nk.
Tonahill segir hugsanlegt,
að Ruby verði frjáls maður
innan árs, ef dómstóllinn í
Austin kemst að annarri nið-
urstöðu en sá í Dallas. Tona-
hill segir:
„Ef áfrýjunardómstóllinn
er sammála okkur um, að
ekki hafi átt að taka til
greina framburð lögreglu-
mannanna, er staðhæfingin,
um, að hatursmorð hafi verið
farmið, fallin um sjálfa sig.
Þá verður refsing fyrir morð-
ið ekki nema 2-5 ár, og sé
gert ráð fyrir að góð hegðun
stytti fangelsisvistina, hefur
Ryby þegar afplánað lág-
marksrefsingu."
Bæði Burleson og Tonahill
leggj^ áherzlu á, að við yfir-
heyrslurnar verði að fjalla um
hvort Ruby sé heill á geðs-
munum. Dæmi kviðdómur
hann geðveikan, verður hann
fluttur í geðveikarahæli, en
þar segja lögfræðingar hans
að hann eigi að vera.
En Ruby bíður í fangelsinu,
þar sem hann er undir
ströngu eftirliti, klæddur
hvítum samfesting og banda-
skóm. Matur Rubys, er valinn
af handahófi af matarvögn-
um til þess að koma í veg
fyrir að eitri sé laumað í mat-
inn. Þeir einu, sem fá að
heimsækja hann eru fjöl-
skylda hans, Gyðingaprestur
og lögfræðingarnir.
Þeir, sem heimsækja hann,
segja að oft virðist sem hann
sé í heimi, sem á ekkert skylt
við raunveruleikann. T.d. tali
hann oft um hve miklar þján-
ingar séu lagðar á Gyðinga
vegna þess að hann drap Os-
wald. Hann hefur reynt að
fremja sjálfsmorð með því
að berja höfðinu við stálvegg
klefa síns og með því að reyna
að fá í sig rafstraum úr ljósa-
stæði. Hann hefur horazt og
hreyfir sig lítið.
Ruby fannst áður skemmti-
lögt að handleika þykfc pen-
ingabunt, en nú er hann blá-
fátækur. Fjölskylda hans hef-
ur mjög litla peninga og
gjafir frá aðilum, sem hafa
samúð með honum, hafa verið
notaðar til að greiða kostnað-
inn við vörnina.
Næturklúbbur Rubys,
„Caruselle", 1 Dallas, er
óþrifalegur og yfirgefinn.
margir nýir eigendur hafa
reynt að blása lífi í starfsem-
ina, en það hefur ekki tek-
izt.
Lögfræðingur Rubys var
spurður hvort" Ruby gerði sér
grein fyrir því að nú væri
eitt ár liðið frá morðinu.
„Ég er viss um að hann gerir
sér grein fyrir því“, sagði
Burleson, „en hann vill
ekki tala um þessa hluti leng-
ur“.
Ruby oi? Joe Tonahill, lögfræðingur hans (tv.). Myndin var
tekin áður en Ruby var dæmdur til dauða
Kosygin ræðir við
kaupsýslumenn frá LSA
Cegja má, að lengur séu ekki
^ um það neinar deilur, að
verja verði nokkru af sameig-
inlegum fjármunum þjóðar-
heildarinnar til þess að bæta
aðstöðu fólksins, sem í dreif-
býlinu býr, til þess að stemma
stigu við fólksflutningum úr
hinum fámennari byggðarlög-
um og til fjölbýlisins. Raun-
ar er ísland ekki eina landið,
sem þetta gerir, heldur er við
svipuð vandamál að glíma
annars staðar, og þar gripið
til svipaðra úrræða og hér.
Ungir Sjálfstæðismenn
hafa um langt skeið barizt
fyrir því, að sú stefna yrði
tekin upp í þessum málum
að reyna að efla þéttbýlis-
kjarna á nokkrum stöðum á
landinu, sem síðan yrðu lyfti-
stöng nærliggjandi byggðar-
laga. Þessi skoðun hefur nú
hlotið almennan stuðning, og
þessu nauðsynjamáli þarf að
hrinda í framkvæmd á næstu
árum og áratugum.
Við íslendingar búum að
vísu við fjármagnsskort, og
þess vegna er okkur meiri
vandi á höndum en auðugri
þjóðum, þeg'ar við þurfum að
leysa fjárfrekt þjóðfélags-
vandamál, eins og það sem
hér um ræðir. Sést Ijóslega
hve mikill þessi vandi er,
þegar hann er borinn saman
við þetta vandamál í Noregi.
Nýlega flutti norskur
bankastjóri Brofoss erindi
um átak það, sem Norðmenn
gerðu til að byggja upp Norð-
ur-Noreg. Þar búa að vísu
helmingi fleiri menn en á ís-
landi, en hins er að gæta að
Norðmenn allir eru nærri 20
sinnum fleiri en íslendingar.
í rauninni má segja að ís-
Iand allt svipi nokkuð til
Norður-Noregs, en munurinn
er sá, að þar var hægt að nota
auðlegð þeirra, sem syðra
bjuggu, til þess að hjálpa
hinum, en hér verðum við
einir að leysa okkar vanda og
höfum ekki slíkt fjölmenni
sem Norðmenn til að standa
undir kostnaðinum.
En hvað sem því líður er-
um við staðákveðnir í því að
láta það ekki henda, að heilir
landshlutar fari í auðn. Við
ætlum að byggja allt landið
og það munum við líka gera.
NÝ AUÐLEGÐ
¥ sambandi við væntanlegar
stór’ðjuframkvæmdir er
miiið um það rætt, að at-
vinnulíf okkar sé of einhæft,
og þarf ekki að fara um það
mörgum orðum. Við hljótum
að reyna að renna nýjum
stoðum undir efnahagsöryggi
okkar.
Með stóriðjunni skapast ný
auðlegð, sem við áður höfum
ekki haft yfir að ráða. Hana
er að sjálfsögðu hægt að nota
til þess bæði að styrkja aðrar
atvinnugreinar, og jafnframt
leiðir batnandi þjóðarhagur
til þess að meira er hægt að
gera en áður til að styðja þá
landshluta fjárhagslega, sem
fólk nú flyzt frá.
í því efni þarf að gera mik-
ið átak fyrr en seinna og er
líklegt að í atvinnumálum sé
sú leið einna heppilegust að
veita þeim fyrirtækjum veru-
legar ívilnanir, sem vilja setja
sig niður utan þéttbýlisins á
Suð-Vesturlandi og örfa þann
ig framkvæmdir og trú
manna á atvinnulífinu út um
land.
Þetta má auðvitað bæði
gera með skattfríðindum og
eins með beinúm styrkjum,
sem helzt ætti þá að veita í
eitt skipti fyrir öll, en fyrir-
tækin síðan að standa á eig-
in fótum.
Þessi leið er örugglega
miklu heppilegri en sú, að
ríkið fari sjálft að vasast í
meiri atvinnurekstri en nú er,
enda má segja að þegar hafi
verið of ^langt gengið í því
efni.
AUKIN TÆKNI
|>ætt lífskjör þjóðanna byggj
** ast auðvitað á hinni
auknu tækni, sem hvarvetna
er tekin upp í sífellt ríkari
mæli. Þar eru vélarnar og
fjármagnið látið vinna verk-
in. —
Ljóst dæmi um þetta hafa
Reykvíkingar fyrir augum
þessar vikurnar, þar sem um
er að ræða hinar gífurlegu
framkvæmdir Reykjavíkur-
borgar við hitaveitu, gatna-
gerð o. fl.
Menn voru farnir að ör-
vænta um, að nokkurn tíma
yrði unnt að ganga frá öllum
götum í borginni, steinsteypa
þær og malbika, þar sem
byggingarframkvæmdir voru
gífurlega miklar og eru enn,
þannig að bærinn stækkaði
stöðugt, án þess að verulega
áynnist við fullnaðarfrágang
gatna.
En með nýju gatnagerðar-
áætluninni var ákveðið að
gera stórátak í þessu efni.
Keyptar voru til landsins full-
komnustu vélar og bezta
tækni hagnýtt.
Árangurinn er nú að koma
í ljós; heilu hverfin hafa í
sumar og haust verið malbik-
uð, þannig að bærinn er sem
óðast að breyta um svip.
Vafalaust er hægt á fleiri
sviðum að gera átak svipað
þessu. Við höfum ekki efni
á því að vera með í notkun
gömul og úrelt tæki. Við
þurfum að nota fullkomnustu
tækni á sérhverju sviði.
Moskvu, 19. nóv. — NTB.
ALEXEI Kosygin, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, átti í dag
114 klst. fund nseð 92 Banda-
ríkjamönnum, allt leiðandi
mönnum í efnahagslífi Banda-
ríkjanna. Var hér um að ræða
stærsta hóp kaupsýslu- og banka-
manna, sem nokkru sinni hefur
heimsótt Sovétríkin. Gromyko,
utanríkisráðherra, var einnig
viðstaddur fund þennan.
Kosyigin, sem í mörg ár hefur
gegnt lykilstöðu í efnahagsmál-
um og iðnaði Sovétríkjanna,
svaraði fjölmörgum spurningum
Bandaríkjamannanna, og stóð
fundur þeirra þremur stundar-
fjórðungum lengur, en upphaf-
lega hafði verið ráðgert.
Bandarísku kaupsýslumenn-
irnir eru í viku heimsókn i
Sovétríkjunum, og hyggjast at-
huga hvort möguleikar séu á og
hvort æskilegt væri að auka við-
skiptin við Sovétríkin.