Morgunblaðið - 29.11.1964, Page 2

Morgunblaðið - 29.11.1964, Page 2
MORCUNBLAÐJÐ Sunnudagúr 29. nðv. 1964 Jláttöahöld stúd- extta 1. des. STÚDENTAR efna til hátíða- Xialda 1. desember nk. eins og venja hefur verið. Hátiðahöldin "verða með hefðbundnu sniði. Um anorguninn er messa í kapellu Háskóla íslands. Eftir hádegi er samkoma í hátíðasal Háskólans •og um kvöldið fagnaður að Hótel Sögu. Dagurinn er að þessu sinni helgaður Háskóla íslands og iramtíð æðri menntunar á Is- landi. Aðalræðumaður dagsins verður háskólarektor, próf. Ar- mann Snævarr. Dagskráin verður að öðru leyti sem hér segir: Próf. Ármann Snævarr Kl. 10.30 messa í kapellu Há- skóla Islands: Bragi Benediktsson stud. theol. prédikar, sr. Frank Halldórsson þjónar fyrir altari. Guðfræðinemar syngja undir. — Guðjón Guðjónsson stud. theol. leikur á orgel. Kl. 14 samkoma í hátíðasal Há- skóla Islands: 1. Hátíðin sett: Ásmuiidur Ein- arsson, stud. jur., formaður há- tíðarnefndar. 2. Ræða: Efling Háskóla fs- lands og framtíð æðri menntun- ar: Háskólarektor, prófessor Ár- mann Snævarr. 3. Einleikur á píanó: Rögnvald- ur Sigurjónsson leikur nýtt verk eftir dr. Pál ísólfsson: Tilbrigði við stef eftir ísólf Pálsson. Verkið er tileinkað einleikaranum. Kl.„ 19 Fullveldisfagnaður að Hótel Sögu. Sameiginlegt borð- hald. 1. Ávarp: Auðólfur Gunnars- son, stud. med., formaður Stúd- entaráðs. 2. Ræða: Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. 3. Einsöngur og tvísöngur: Erlingur Vigfússon og Svala Niel sen. Undirleikari Ragnar Björns- son. 4. Minni fósturjarðarinnar: Jón E. Ragnarsson stud. jur. 5. Skemmtiþáttur (sérstaklega saminn vegna kvöldsins). Karl Guðmundsson leikarL 6. Ballettdans (indverskur dans og jazzballett) Margrét Hall- grímsson. 7. Gluntasöngur: Kristinn Jó- hannesson stud. mag. og Friðrik G. Þorleifsson stud. phil. 8. Almennur söngur. 9. Happdrætti. 10. Dansað fram eftir nóttu. Veizlusþjóri: Már Pétursson. Messu og hátíðarsamkomu kl. 14 verður útvarpað að venju. Mynd þessi var tekin í Stanleyville í Kongó s.l. þriðjudag, og sjást ái henni lík nokkurra hvitra manna, sem uppreisnarmenn drápu. Fremst á myndinni er lik bandaríska trúboðans dr. Paul Carlsons. Flugvél d /e/ð til EgilsstaBa lendir óveBri i f FYRRADAG lenti ein af flugvé.um Flugfélags íslands í óveðri á leið sinni til Egilsstaða og varð að snúa við og lenda aft ur hér i Reykjavík. Með vélinni voru r.okkrir farþegar og ta.-ls ■ verður farangur. Farangur aU- ur var tryggilega bundinn og hreyfðist ekki, en farþegar höfðu meðferðis ýmislegt smá- vegis, sem þeir höfðu tagt frá sér í frrangursnet ofan við «æt- in. Þessi farangur fór á ferð og flug og fékk m.a. einn farþeg- anna pappakassa í höfuðið, en mieidd;st þó ekki. Flugfreyjan í vélinni meiddist lítillega, er hún nrasaði, þar sem hún víu,- að hjálpa farþegum. Vólina sakaði ekki og lent1 hún heilu . og höldnu hér í Reykjavík. Bjöigvin Schrnm helSrnður BJÖRGVIN Schram, formað- ur Knattspyrnusambands Is- lands, sat 50 ára afmælishóf sænska knattspyrnusambaads- ins um síðustu helgi, en það var haldið í Stokkhólmi. Var Björgvin sæmdur æðsta merki sænska sambandsins við þetta tækifæri fyrir löng og góð samskipti við Svía í knatt- spyrnumálum. Tvö ný leikrit í ingu hjá Leikfél. Fáar sýningar fyrir jól á hinum Philip Tasker, Ove Merlung og Robert Milla Þrír ambassadorar Flug- félagsins eriendis * Kynna Island um alla Evrópu FLUGFÉLAG ÍSLANDS hefur meðal starfsmanna sinna þrjá erlenda menn. Þeirra hlutverk er að kynna ísland og selja far- miða til og frá íslandi. Birgir Þorgilsson yfirmaður utanlands- flugs F. f. kynnti þá fyrir blaða mönnum í fyrradag og ræddu blaðamenn síðan stuttlega við þá um mjög aukin ferðalög til íslands og ísland, sem vaxandi ferðamannaland. ★ Glasgow Blaðamenn áttu síðan kost á Þv íað tala við sölustjórana hvern fyrir sig. Philip C. Tasker frá Glasgow sagði að frá því er hann hóf starf 1958 hefði aukning farmiða sölu orðið úr nokkrum hundruð- um á ári í nokkur þúsund. Hann sagði að allir sem kynnzt hefðu íslendingum hefðu fengið auk- inn áhuga á landinu við kynn- inguna og gera mætti ráð fyrir að férðamannastraumurinn tii íslands tvöfaldaðist á næstu misserum, eins og hann hefði gert undanfarin misseri. Kaupmannahöfn Ove Merlung frá Kaupmanna- höfn hefir verið starfsmaður F. í. síðan 1958. Móðir hans réð- ist sem ráðskona á heimili Sveins Bjömssonar fyrsta forseta íslands og giftist síðan. Ove talar ís- lenzku sem innfæddur og segir af sínu sölusvæði, sem er Norð- urlönd, að erfitt sé að selja sumarfrísfarseðla til fslands, en hins vegar megi telja að fleiri Svíar muni heimsækja ísland á næstu árum en nokkru sinni áður. Svíar eru ríkir og ríku mennirnir hafa áhuga á sér- stökum hugðarefnum t. d. fugla- veiðum, laxveiðum o. s.frv. og er ísland hið ákjósanlegasta til allra þessara hluta. Glasgow Robert Miiler írá London hef- ur sölusvæðið England, Frakk- land, Ítalíu og Sviss. Hann sagði að mjög aukinn áhugi væri á íslandsferðum. Kæmi þar margt til, sérstaklega það að Suður- álfumenn hefðu áhuga á, að heimsækja land, sem væri mjög frábrugðið þeirra eigin löndum. ! Hann taldi að möguleikar ís- lands sem ferðamannalands færu mjög vaxandi. Það hefði verið erfitt í fyrstu að tala um land ísa og segja að það væri grænt og þar byggi menningar- I þjóð, en nú væri hlutunum | snúið við. Fleiri fyrirspurnir 1 bærust heldur en gert hafði ver- ið ráð fyrir. Allir töldu þeir sölumenn að Iceland Revue hefði gert þjóð- inni ómetanlegt gagn. Það væri rit, sem ánægja væri að dreifa meðal ferðaskrifstofa, skóla og annara almennra stofnana, einnig sögðust sölumennirnir hafa haft ómetanlegt gagn af tímariti flugféilagsins: „Welcome to Iceland“. Birgir Þorgilsson sagði að þessir þrír menn hefðu ekki að- eins gert flugfélaginu mikið gagn heldur og allri landkynn- kigarstarfsemi. SÝNINGAR hjá Leikfélagi Reykjavíkur hafa verið fleiri í haust en venja hefur verið til, enda sýnd 3 leikrit, öllu heldur 4 sanitímis. Vanja frændi hefur verið sýndur 12 sinnum og hefur aðsókn að honum verið mjög góð. Eru nú aðeins eftir 3 sýn- ingar fyrir jól á Vanja. Sunnudagur í New York verð- ur sýndur í 85. sinn á þriðju- dagskvöld og er það 19. sýning leiksins nú í haust. Lok»> eru svo einþáttungarnir Brunnir kolskógar og Saga úr dýragarð- inum ,en aðsókn að þeim hefur ekki reynzt eins mikil og búast hefði mátt við af undirtektum áhorfenda og umsögnum leik- dómara. Einþáttungarnir verða ekki sýndir nema fram að jólum, svo nú fara að verða síðustu forvöð fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá þá. Tvö leikrit eru nú í æfingu hjá Leikfélagi Reykjavíkur Æfintýri á gönguför og barna- leikritið Almansor konungsson, sem frumsýnd verða um jólin og áramótin. Æfintýrið var leik- ið síðast fyrir 12 árum. Þá var leikstjóri Gunnar Hansen, en meðal leikenda Ragnhildur Steingrímsdóttir sem er leik- stjóri núna. Hún lék talsvert i leikhúsunum hér fyrir nokkrum árum, en héfur á síðustu árum snúið sér mikið að leikstjórn og m. a. verið aðalleikstjóri og leik kona á Akureyri. Brynjólfur Jó- hannesson leikur kammerráð Krans og Erlingur Gíslason Skrifta-Hans. Barnaleikritið sem Ólöf Árnadóttir samdi upp úr austurlenzku æfintýri, verður sýnt í Tjarnarbæ. Leikstjóri verður Helgi Skúlason, en tónlist er einnig eftir Ólöfu. Aðal- hlutverkin leika Borgar Garðars son, Guðrún Stephensen, Margrét Ólafsdóttir og Sigmundur Örn Arngrímsson, en sá síðastnefndi er nemandi í leiklistarskóla Leikfélagsins og lýkur lokaprófi í vor eftir 3ja ára nám. Þá eru fyrirhugaðar sýningar á Hart í bak, sem ekki hefur komizt að vegna þrengsla og hefjast þær upp úr áramótum. Kúpavogur tvö- faSdar fast- eignagjöld í FYRRAKVÖLD var seinni um- ræða í bæjarstjórn Kópavogs um hækkun fasteignagjalda. Bæjar- stjórnarmeirihlutinn samþykkti lað tvöfalda skattinn. en fulltrúar Sjálfstæðismanna I bæjarstjðrn báru fram till. um að bæjarstjórn lýsti því yfir að álögð útsör yrðu þeim mun lægri, sem hækkun fasteignaskattsins næmi. Þessi tilla(ga var felld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.