Morgunblaðið - 29.11.1964, Page 3
Sunrvudagur 29. nóv. 1964
MORCUN BIAÐI'Ð
3
Sr. Eirikur J. Eiríksson •
Aðventa
og orðasamband hins mikla »9-
ventusálms sé að glatast — góður
gestur:
„Þú hrúður, Kristi kær <
ó, kom, þín heill er nær.
Þig náligast góður gestur,
þinn Guð og vinur beztur**. v
Mitt í allri umferðinni o.g við-
skiptunum er á ferð einangrun,
ókynni, tjáningarleysi, skortur
viðtöku.
Við fundum mörg til einmana-
kenndar, er við vorum ung. Ég
sá eitt sinn skólameistarann á
Akureyri, Sigurð Guðmundsson,
nærri faðma að sér nemanda
sinn einn á igötu í Reykjavik. Ég
á kennurum mest að launa, en
það fór ylstraumur um mig við
þessa sýn, og mér fannst ég
mega sakna snertingar sumra
ágætra kennenda minna við mig
og fagnaðar þeirra yfir því, að
einnig ég var til. Aðventa.
Skortir hajia ekki víða? Og svo
fer ég að kvarta um, að menn
hafi ek.ki komið til mín. Væri
ekki nær að víkja að, hversu á
mína uppfyllingu aðventuskyld-
unnar skortir? Augnlækirinn
segir: „Þér komið nokkrum ár-
um of seint með drenginn til
mín“. Og oft leitum við . læknis
um seinan. Ekki á það síður við
um andleigan hag okkar. Og viða
er skráð á hjartans dyr okkar:
„Aðgangur bannaður".
Þetta viðurkenna menn að
nokkru. Mjög umfangsmikil
kynningarsamtök fólks hafa
verið_ stofnuð t.d. á Norðurlönd-
um. í borgum einkum situr fólk
án andlegrar viðtöku eða að í
té sé látið.
Gildi aðventunnar felst í hinni
þýðinigarmiklu bæn:
„Ég fer til þín, kom þú til mín“.
Postuiinn segir: „Verið fyrri
til .....“. Hin óvirka bið er
gagnslaus. Jákvæð verður gest-
risni okkar að vera og persónu-
leg tjáningin, og afstaða. Gestkom
andi maður skynjar það fljótt,
hvort hann er velkominn eða
ekki. Veittur beini sker ekki úr
um það. Gestrisni þjóða oig ein-
staklinga fer einatt ekki eftir
ríkidæmi þeirra. Þvert á móti,
Hjartarýmið skiptir meira máli
en húsakynnin.
Það, sem skapar fyrst og fremst
góðar viðtökur, er koma, að-
venta, húsbændanna til fundar
við gestinn. Hann þarf að finna
til þess, að hann sé nokkur gest-
gjafi sjálfur, og það sé viður-
kennt, að með sjálfum sér ein-
um saman komi hann færandi
hendi.
Boðskort eða samkvæmis-
klæðnaður leysir ekki vandann.
Móttakan stendur alltaf yfir.
Það styttir örðuga vegferð, að
okkar er vænst, að við knýjum
dyr vina okkar.
Við virtum fyrir okkur 1
bernsku kortið af Jesú: „Sjá ég
stend við dyrnar oig kný á“. Við
vildum opna fyrir honum. Þar
fer sá gestur, sem mest blessun
verður af kynnum við. Vertu
ekki hlutlaus gagnvart þeim
gesti. Láttu jólaföstuundirbún-
ing fara fram í hjarta þínu, áð-
ur en koma Jesú Krists verður
— til þess að hún verði.
Gloría skyldi sleppt úr mess-
um næstu sunnudaga. Mönnum
fannst það tómlegt. Tillögur
komu fram um, að þessi ritn-
inarorð kæmu í staðinn: „Hon-
um, sem í hásætinu situr oig
lambinu sé lofgjörðin og dýrðin
og krafturinn um aldir alda“.
(Opb. Jóh. 5, 13) „Lofaður sé
Drottinn Guð ísrael, því að hann
hefir vitjað lýðs síns og búið
hor.um lausn“ (Lk. 1, 69).
Göngum inn til nýs kirkjuárs
og látum aðventu verða ævin-
lega í hjörtum okkar, að jólin
verði sannreynd í lífi okkar nú
og ávallt. „Blessaður sé sá, er
kemur í nafni Drottins".
Amen.
Borð meS söluvarnlngf á jólabazar Hringsins í Póstliússtræti.
Blaðamaffur mátar herra-
svuntu, en þær eru nú mjög
aff komast í tízku um allan
heim, og þá einnig á íslandi.
Ekki eru þetta þó endilega
svuntur, sem eiginkonur gefa
mönnum sínum, til þess að
þeir verffi duglegir viff „upp-
vaskiff“ heldur eru þær ekki
sízt ætlaðar karlmönnum,
sem gaman hafa aff fást viff
ýmiss konar matseld, t.d.
„grill“, en þeim fer nú óðum
fjölgandi.
I. sunnudagur í affventu.
Guðspjallið. Matt. 21, 1-9.
„DÝRÐ sé Guði í upphæðum".
Þessi orð, gloría, eru felld niður
í messunni næstu sunnudaga.
Jólin nálgast og þá skulu þessi
orð hljóma fersk oig ný. En menn
söknuðu þessara orða og óttuð-
ust, að tóm yrði þar sem þau
annars eru í messunni.
„Hann, þótt æðst í hátign ljómi,
hógvær kemur alls staðar.
Hjarta þitt að helgidómi
hann vill gjöra o.g búa þar.
Opna glaður hjartans hús,
hýs hinn tigna gestinn fús.
Getur nokkuð glatt þhg fremur:
Guð þinn sjálfur til þín kemur“.
Aðventan á að vera fegins-
tími, jólafasta að vísu, að hugar-
býlin séu hresst við fyrir komu
hins tigna gests, en um alla hluti
fram eftirvæntingartími. Það
mætti líkja kurteisi sumra manna
við frosthjúp, sem fyrrum lífver-
ur, en dauðar síðar, eru geymdar
L Slík umgengnismenninig er
skaðleg og andstæð lífinu. Og
víða er daufheyrzt við hvatn-
ingu aðventusálmsins:
„Slá þú hjartans hörpustrengi,
hvern þann streng, sem ómað
fær“.
Með mikilli þjóð fornaldar fer
gestur snemma að þýða óvinur.
— Má benda á tortryiggni norr-
ænna manna gagnvart ókunnug-
um. Nú er þetta á annan veg
orðið. Óvinur er gesturinn
sjaldnast, en það er um leið eins
kost að fá smekklega og vand
aða vöru keypta til jólanna
gegn vægu gjaldi. Nefna má
til dæmis barnanóttfötin, sem
eru allt í senn: ódýr, falleg og
vönduð.
Svo er ekki úr vegi að líta
inn á Borgina á eftir, hitta
kunningjafólk að máli, skoða
hina nýju „innréttingu“ Borg
arinnar — og drekka Hrings-
kaffL
Hringskonur búa til jólavaminginn, sem seldur verffur á bazamum í dag. Myndin er tekin
á Ásvallagötu 1, en þar eignaðist kvenfélagiff HRINGURINN húsnæffi í fyrra. (Jjósm. Sv. Þ.)
Nokkuð snemma gerðu menn
sér ljóst hlutverk aðventusunnu-
daganna, mátti ekki óvirkt tóm
einkenna þá, heldur undirbún-
ingur, viðtaka. Aðventa táknar
komu Krists til okkar mann-
anna, en einnig okkar komu til
hans. Kirkjuleg hugsun þessa
tíma einskorðast ekki við komu
Krists í holdi, anda, til dóms og
í dýrð. Okkar aðventa skiptir
einniig máli, fasta er tengd við
jólin um þessar næ&tu vikur.
Odý.ír, vandaðir og smekk-
Jdlabazar
í dag
Hringsins
legir munir
verffur byrjaff aff selja kaffiff
klukkan hálfþrjú.
Á bazarnum verður margt
að fá í sambandi við jólin,
bæði til skemmtilegra gjafa
og skreytinga á heimilum. —
Mikið úrval er af barnafatn-
aði, jólaskrauti o. s. frv. Ein
félagskvenna, frú Ilse Blöndal,
hefur gefið sjö innrömmuð
málverk á bazarinn, sem hún
hefur sjálf málað.
Eins og fyrri daginn rennur
allur ágóði af bazarnum til
Barnaspítalasjóðs Hringsins.
Hringskonur hafa unnið stór-
virki í þágu brýns mannúðar-
máls á undanförnum árum, er
þær hafa safnað átta milljón-
um króna í barnaspítalasjóð-
inn. Peningana hafa þær
Hringskonur látið renna til
hinnar nýju barnadeildar
Landsspítalans, sem nú hefur
verið byggð. Ágóðanum af
þessum jólabazar á að verja
til lokatakmarksins: þ.e. að
búa barnadeildina rúmum,
sængurfatnaði, ýmsum hús-
gögnum o. s. frv., en talið er,
að slíkur útbúnaður kosti ekki
minna en tvær milljónir
króna.
Ástæða er til þess að hvetja
fólk til að líta inn á jólabazár
Hringsins, því að auk þess a'ð
styrkja göfugt málefni, sem
félagskonur Hringsins hafa
barizt fyrir af mikilli ósér-
hlífni umliðin ár, á fólk þess
KVENFÉLAGIÐ Hringur-
inn heldur hinn árlega jóla
bazar sinn í dag, og kennir
þar margra góðra grasa að
venju. Mikið úrval góðra
muna er á bazarnum — sér
saklega ódýrra og smekk-
legra, og hafa konurnar
unnið þá alla sjálfar. Baz-
arinn verður opnaður
klukkan tvö eftir hádegi í
dag, en hann er haldinn i
húsi Almennra trygginga í
Pósthússtræti, milli Reykja
víkur Apóteks og Hótel
Borgar, þar sem Nora
Magazin var einu sinni.
Jafnhliffa jólabazarnum er
Hringskaffi á Hótel Borg, og