Morgunblaðið - 29.11.1964, Page 31
Sunnudagur 29. nóv. 1964
MORGUNBLADIÐ
31
— Hús Dav/ðs
Framihald af bls. 32.
greitt þar. Heyrzt hefir að
óformlegur fundur bæjarfull-
trúa hafi verið haldinn nú í
vikunni ~og full samstaða
náðst þar um fyrrgreinda
niðurstöðu málsins.
Ríkisstjórnin óg fjárveit-
ingarnefnd Alþingis munu
hafa heitið að styrkja Akur-
eyrarbæ við þessi kaup með
Iþví að leggja fram 1 milljón
króna. Málið hefir ,þó ekki
verið afgreitt í fjárveitinga-
nefnd ennþá.
Óvilhallir menn hafa metið
húsið, bækur og innanstokks-
nauni og er matsverð hússins
1 millj. 350 þús., bóka 2,8
milljónir og innanstokksmuna
S00 þús. kr. Þetta matsverð er
lagt til grundvallar í samn-
ingunum.
Fréttamaður Mbl. hafði í
dag tal af bæjarstjóra Magn-
úsi F. Guðjónssyni og forseta
bæjarstjórnar Jóni G. Sólnes
og leitaði staðfestingar á þess
um fregnum. í>eir vörðust
báðir allra frétta, en létu að
því liggja að málið yrði tekið
.fyrir á fundi bæjarstjórnar á
,þriðjudaginn og þá tekin end-
anleg ákvörðun. Eftir þann
fund yrði gefin út fréttatil-
kynning um málið.
Þrátt fyrir þá leynd, sem
yfir málinu hefir hvílt hjá
bæjaryfirvöldum virðast ein-
stakir þættir þess vera á all-
margra manna vitorði nú, þeg
ar.
Margir Akureyringar eru
afar óánægðir með þau úrslit
málanna, sem nú virðast
blasa við. beir meta góðan
vilja bæjarstjórnar mikils og
það, að hún hefir haft for-
gongu um að bækur og gripir
skáldsins megi varðveitast, en
þeim finnst þó of skammt
gengið. Þeir telja bókasafn og
húsmuni Davíðs lítils virði
eftir að búið er að rýma hús-
ið hjá því sem verið hefði, ef
allt hefði fengið að standa ó-
breytt og óhreyft eins og
skáldið hvarf frá því. Margir
telja að með þeirri ráða-
breytni sé verið að glata ein-
stæðu tækifæri, sem þar með
sé að fullu úr greipum gengið.
Þeir eru þess fullvissir að
mikill fjárhagslegur stuðn-
ingur hljóti að berast frá ein-
staklingum og félagssamtök-
um bæði á Akureyri og víðar
um land, enda e.t.v. ekki sann
gjarnt að Akureyringar einir
beri kostnað af kaupum á
eigninni, þó að þeir að vísu
njóti þar góðs stuðnings ríkis-
sjóðs.
Nokkrir áhugamenn um
málið komu saman hér í bæ
siðdegis í dag, ræddu það sín
á milli og ákváðu að semja
áskorunarskjal til bæjar-
stjórn Akureyrar að festa
kaup á húsi Davíðs með öllu
því, sem í því er, svo það fái
að standa með sömu um-
merkjum um ókomin ár til
minningar um hið ástsæla
þjóðskáld.
— Aðalfundur LÍÚ
Framhald af bls. 32
Aðrir í stjórnina voru endur-
kjörnir:
Aðalmenn frá bátadeildt Jón
Árnason, Akranesi; Valtýr Þor-
steinsson, Akureyri; Jóhann
Pálsson,Vestmannaeyjum; Ágúst
Flygenring, Hafnarfirði; Baldur
Guðmundsson, Reykjavík; Finn-
bogi Guðmundsson, Reykjavík;
Matthías Bjarnason, ísafirði;
Márgeir Jónsson, Keflavík.
Aðalmenn frá togaradeild:
Loftur Bjarnason, Hafnarfirði;
Sveinn Benediktsson,Reykjavík;
Hafsteinn Bergþórsson, Reykja-
vík; Ingvar Vilhjálmsson, Rvík;
Ólafur Tr. Einarsson, Plafnarf.;
Andrés Pétursson, Akureyri.
Varamenn frá bátadeild: Jón
Björnsson, Reykjavík; Tómas
Þorvaldsson, Grindavík; Sigur-
þór Guðfinnsson, Keflavík; Þór-
arinn Pétursson, Grindavík; Víg-
lundur Jónsson, ólafsvík; Júlíus
Ingibergsson, Vestmannaeyjum;
Albert Guðmundsson, Tálknaf.;
Ölver Guðmundsson, Neskaupst.
Varamenn frá togaradeild:
Jónas Jónsson, Reykjavík; Jón
Axel Pétursson, Reykjavík;
Sæmundur Auðunsson, Rvík;
Gísli Konráðsson, Akureyri;
Valdimar Indriðason, Akranesi;
Helgi Þórðarson, Hafnarfirði.
í fundarlok var einróma sam-
þykkt að gefa 25 þúsund krónur
í sjóslysasöfnunina á Flateyri.
Fram kom tillaga þess efnis að
þar sem ekki sé vitað um fisk-
verð og önnur þau mál, sem
skapa grundvöll fyrir rekstri
fiskiflotans á komandi vertíð
skyldi fundinum frestað þar til
málin liggja ljósar fyrir.
Nýkjörinn formaður þakkaði
fundarmönnum traustið, sem sér
og meðstjórnendum hafi verið
sýnt með endurkjöri og hann og
fundarstjóri þökkuðu fundar-
mönnum góða fundarsókn og vel-
unnin störf á fundinum.
Þeir árnuðu þeim heimfafar-
heilla, sem fjarri búa.
Nánar verður sagt frá hinum
ýmsu ályktunum síðar.
Sýning Braga
r
As geirssonar í
ÞESSA dagana hefur Braigi Ás-
geirsson sýningu í Gallerey 16.
Sýningin var opnuð laugardag-
inn 21. þ.m. að viðstöddu fjöl-
menni og seldust þegar nokkur
málverk.
Bragi fór að fást við myndlist
fyrir 15 árum og hefur óslitið
laigt stund. á hana síðan. Hann
stundaði nám víða í Evrópu og
hefur dvalið langdvölum erlend-
is. Bragi fékk styrk árið 1955
frá stórblaðinu Berlingske Tid-
ende í Kaupmannahöfn og hélt
sýningu þar 1956. Einkasafnarar
víða í Evrópu og Bandaríkjunum
hafa keypt myndir af Braga og
hann á myndir á stóru opinberu
safni í Maine í Bandaríkjunum.
1958 fékk Braigi styrk frá Sam-
bandslýðveldinu þýzka og dvaldi
í Múnchen í 2 ár. Þar lagði hann
einkum stund á grafík og hefur
unnið mikið af grafískum mynd-
um síðan. Hann hefur kennt
garflist við Handíða- og mynd-
listarskólann undanfarin ár.
Bragi hefur haldið 6 sjálfstæð-
ar sýningar hér í Reykjavík,
stórar otg smáar. Á sýningu hans
núna eru 19 olíumálverk og 11
grafískar myndir.
Sýning Braga Ásgeirssonar í
Gallery 16 verður opin frá kl.
1—10 til miðvikudags 2. des-
ember. (Fréttatilkynning).
Odýrt — Ódýrt
LEVER
SKYRTAN
Hvítar og mislitar ka^mannaskyrtur
frá LEVER.
Verð aðeins kr. 233
Dökkar, einlitar karlmanna
prjónateryleneskyrtur VERÐ
AÐEINS 288 kr.
Einlit karlmannanáttföt mjög góð
VERÐ 270 kr.
Nlá
NAHEllll
TRELLEBORG
SNJÚ-
hjólbaroar
ÝMSAR STÆRÐIR.
Söluumboð:
HRAUNHOLT
v/Miklatorg.
Gunnar Asgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16.
í frétt blaðsins í gær um Bifreiðar og landbúnaðarvélar var
mynd þessi óskýr en hún sýnir Guðmund Gíslason sýna dr.
Kristni Guðmundssyni sendiherra og Jóhannesi Elíassyni banka-
stjóra líkanið af „Trojka“.
— Minningarorð
bjuggu þau um árabil í Bolung-
arvík, þar sem Jens starfaði að
kennslu, auk þess sem hann átti
sinn heilladrjúga þátt í ýmiss
konar félagsstarfsemi, m. a.
verkalýðsmálum, samvinnumál-
um og síðast en ekki sízt bind-
indismálum. Jens E. Nielssyni og
Elínu Guðmundsdóttur var það
og ljóst, svo sem öllum hugsandi
mönnum, að hóf er bezt á hverj-
um hlut og bindindissemin
hverjum mnni þroskavænleg. Og
það voru samhennt hjón, sem
þarna unnu að, svo sem í öðru
er þau tóku sér fyrir henur.
Meðan þeirra naut við, vestur
þar, er ekki of sagt, að teija þau
meðal helztu forystukrafta bind-
indisstarfsins um þær slóðir.
Árið 1938 fluttust þau hjón og
fjölskylda þeirra, hingað suður
til Reykjavíkur, kom þar til
veikindi eins sona þeirra, sem
nauðsyn bar til, að hlyti þá
læknisaðstoð, sem ekki var fyrir
hendi vestra. Og hér andaðist
Jens fyrir nokkrum árum. Eftir
að þau fluttu hingað, hófu þau
þegar starf fyrir bindindismálið,
og gerðust bæði félagar st. Vík-
ings. Og fyrir málefnið var starf
að af sama kraftinum og ein-
lægninni og áður. Um árabil átti
Jens sæti í framkvæmdanefnd
Stórstúku íslands, sem ritari
hennar, sem er eitt mesta og
vandasamasta starf framkvæmda
nefndarinnar. Og þar eins og
annarsstaðar naut starfshæfni
hans og mannkostir sín.
í st. Víking hefir Elín alla tið
verið einn tryggasti' starfsmað-
urinn, aldrei látið. sig vanta og
alltaf verið boðinn og búinn til
að leggja fram krafta sína. Elínu
Guðmundsdóttur er árnað allra
heilla á merkisdegi langrar og
göfugrar ævi.
Einar Björnsson.
MELKA SKYRTAN ER
SÆNSK ÚRVALSFRAM-
LEIÐSLA
HVÍTAR í ÞREM
ERMALENGDUM
melka mörg flibbasnið
h erradeilp
L ..
B emsuskálar
AUSTURSTRÆTI 14
LAUGAVEGI 95
SÍMI 12345
SÍMI 23862
ftvumai x auici löKdl UlirtflOir
Chevrolet taxa ’59
Chevrolet ’51 — ’58 fólksbif.
Ford ’55 — ’56 —
Ford ’57 — ’59 —
G-M-C ’51 — ’56 Va tonn
STILLING H.F.
Skipholti 35 — Sími 14340.