Morgunblaðið - 02.12.1964, Side 1

Morgunblaðið - 02.12.1964, Side 1
Bl. ár*»angur 28 síður forseti AHs- herjarþirrgs §Þ Aiex Quaison-Sackey, sem í gærkvöldi var kjörinn forseti 19. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sést hér leika á trommu í jazz-klúbb einum í New York. 19. Allsherjarþing SÞ sett í gær: Samningar á síðustu stundu um frestun deilumáia Fulltrúi Ghana forseti þingsins — ísland hlaut fulltrúa í kjörbréfanefnd SÞ, New York, 1. des. (AP) 'Á SÍÐUSTU stundu tókst með bráðabirgðasamningum að boma í veg fyrir alvarlega á- rekstra milli fulltrúa Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna við setningu 19. Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna í kvöld. — Samningar þessir ganga út frá því að fyrst um sinn verði ekki fjallað um á- greiningsmál á þinginu, en á- framhaldandi samningavið- ræður fari fram. Er búizt við, «ð þær geti tekið þrjár til fjórar vikur. Forseti 19. Allsherjarþings- ins var kjörinn með lófataki Alex Quaison-Sackey, aðal- fulltrúi Ghana hjá SÞ. Allslherjailþingið átti að koma eaman klukkan 19 í kvöld (ísl. tími). En þá sat U Thant, fram- ikvæmda.stjóri enn á samninga- Æundi með fulltrúum Bandaríkj anna, Sovétríkjanna, Bretlandis, Frakklands og fjögurra annarra rikja. Fulltrúar Bandaríkjanna hafa haldið því fram að svipta beri þau ríki atkvæði á Allsherj- arþinginu, sem skuldi samtökun- um hærri upphæð en sem svarar tveggja ára framlagi. En meðal þessara ríkja eru Sovétríkin, sem hafa neitað að taka þátt í kostn- aði við gæzluiið SÞ vi'ða um heim. Samningar tókust eins og fyrr segir um að fresta umræðum um ágreiningsmál, og hófst Allsherj- arlþingið kl. 19.35. Fundarstjóri var fráfarandi forseti þingsins, Carlos Sosa-Rodriguez frá Ven- ezuela. Eftir að fundarstjóri hafði sett þingið kvaddi U Thant sér hijóðs og skýrði nokkuð frá samningatil raunum sínum og áxangri þeirra. Vona'ðist hann til að þingheimur féllist á að fresta umræðum um deilumálin. Því næst lagði fram kvæmdastjórinn til að fráfarandi formaður skipaði kjörbréfanefnd þingsins og veitti fulltrúum 'þriggja nýrra aðildarríkja aðgang að þingfundum. En ríki þessi eru Malawi (áður Nyasaland), Malta og Zamibia (áður Norður Rhodes- ía). Sosa-Rodriguez iag'ði þá fram tillögu um skipan fulltrúa í kjör bréfanefnd, og var tillagan sam- þykkt einróma. Þessi lönd eiga fulltrúa í nefndinni: Arahíska sambandslýðveldið, Ástralía, Bandaríkin, Costa Rica, Guatem- ala, ísland, Kambodia, Malagasy- lýðveldið og Sovétrikin. Næst lá fyrir að kjósa förseta 19. Alls'herjarþingsins. Aðeins einn maður var í kjöri, frambjóð andi Afríkuríkjanna, Alex Quaison-Sackey. Lýsti fráfarandi forseti því þá yfir að Quaison- Sackey væri sjálfkjörinn, og var því fagnað með lófataki. Var Quaison-Saskey ákaft hylltur meðan hann gekk frá sæti sínu til forsetasætis. Hinn nýkjörni forseti ávarpaði Allsherjanþingið, og kvaðst gera það í auðmýkt. Framhald á bls. 3 SÞ, New York, 1. des. (AP) ALEX Quaison-Sackey, fulltrúi Ghana hjá Samein- uðu þjóðunum og verðandi forseti Allsherjarþingsins, er fyrsti fulltrúi hinnar „Svörtu Afríku“, sem kjör- inn er þingforseti og jafn- framt yngsti forsetinn í sögu samtakanna, aðeins fertugur að aldri. Yngsti forsetinn til þessa var Paul-Henri Spaak, núver- andi utanríkisráðherra Belgíu, sem var 47 ára er hann var kjörinn forseti fyrsta Allsherj arþingsins árið 1946. Elztur var Victor Andres Belaunde, frá Perú, en hann var 76 ára er hann g_egndi forsetaembætt inu 1959. Mongi Slim, forseti árin 1961—62, var frá Afríku, en hann er serkneskur, ættaður frá Túnis, auk þess sem hann á til grískra forfeðra að telja. Quaison Saekey hefur ver- ið formaður Ghana-sendi- nefndarinnar hjá SÞ frá því á miðju ári 1959. Hann er breið- leitur, þéttvaxinn og meira en meðalmaður á hæð. Venjulega ber hann leðurbúinn, skraut- málaðan göngustaf, en stafur þessi er virðingartákn frá heimalandi hans og ber þess vitni að Quaison-Sackey er af höfðingjum kominn. Quaison-Sackey er fæddur 9. ágúst 1924 í bænum Winn- eba, sem er skammt fyrir vest- an höfuðborgina Accra í Ghana, sem þá var brezka ný- lendan Gullströndin. Hann stundaði fyrst nám í heims- speki, stjórnmálasögu og hag- fræði við Oxford-háskóla í Bretlandi 1949—52, og dvaldi síðan næstu tvö árin í heima- landi sínu. Þar flutti hann fyrirlestra á vegum fræðslu málastofnunarinnar um hag- fræði og stjórnmál. Framh. á bls. 3 Kongóher bjargar 160 gislum Heldur dfram sókninni gegn uppreisnarmönnum Leopoldville og París, 1. des. (AP-NTB) ♦ Herflokki Kongóstjórnar, undir stjórn hvítra mála- liða, hefur tekizt að bjarga um 160 gislum úr höndum uppreisn- armanna í bæjunum Dingila og Bambili í Nörðaustur-Kongó, um 400 km fyrir norðan Stanley- ville. Flestir voru gislarnir Belgíumenn. ♦ Belgísku fallhlífahermenn- irnir, sem tóku þátt í björg- un hvítra fanga uppreisnar- manna í Stanleyviile, komu til Brússel í dag. Baudouin, Belgiu- konungur, tók á móti hermönn- unum á flugvellinum, og þús- undir manna hylltu þá er þeir stigu út úr flugvélunum. ♦ Tshombe, forsætisráðherra, er kominn til Parísar, og ræddi þar í dag við de Gaulle, forseta. Talsmaður belgíska sendiráðs- ins í Leopoldville skýrði frétta- mönnum frá frelsun gislanna í Dingila og Bambili. Sagði hann að uppreisnarmenn hafi lagt á flótta undan sókn stjórnarhers- ins, og skilið þessa fanga eftir en haft tvo Belgíumenn á brott með sér. Fangarnir, sem björj uðust, voru flestir starfsmer Cotonco-félagsins belgíska. Tali talsmaðurinn að enn væru ui 250 belgískir fangar á valdi upj reisnarmanna, flestir þeirra bænum Watsa við landamæ Súdan. Stjórnarherinn heldur áfrai baráttu sinni gegn uppreisna: mönnum, og hefur nú hafið tanj arsókn með það fyrir augum s ná bæjunum Poko, Watsa c Paulis og leysa gislana úr hald Um 400 Kongóhermenn og 1( Framhald á bls. Forseti Alisherjarþings Sameinuðu þjóðanna Quaison- Sackey

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.