Morgunblaðið - 02.12.1964, Síða 3

Morgunblaðið - 02.12.1964, Síða 3
ip Miðvikuclagur 2. des. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 Hugsað til vina og ættingja erlendis ÞAÐ HEFIJR verið margt um manninn í minjagripaverzlun- um borgarinnar að undan- förnu. IJm miðjan nóvember tóku jólasveinar að skjóta upp kollinum í gluggum þessara verzlana, svona til að minna fólk á, að tími væri kominn tii að hugsa til vina og ættingja erlendis. Jólasveinnm minnir okkur á jólagjafir til vina og ættingja erlendis. Yerzlanir eru margar og úrvalið er mikið — og mjög fjölbreytilegt. Ljóst er a'ð varn ingur, sem hér um ræðir, hef- ur tekið miklum stakkaskipt- um á síðustu árum, en mestur hluti varningsins er heima- vinna, að því er Kolbrún Jó- hannesdóttir, verzlunárstjóri í Minjagripaverzluninni í Hafn arstræti 5, tjáði okkur á dög- unum, er við litum þangað inn. Hún sagði okkur, að margt væri unnið í sroáum stíl, en einstaklingarnir, sem ynnu að þessu, væru margir. Hún benti okkur í því samibandi á peysurnar, sem ölium þætti girnilegar, ekki sízt útlending- um, enda ryiyiu þær út eins og heitar lummur, þegar ferða fólk hei’ði hér viðdvöl á sumr- in. — íslenzkur minjagripa- varningur stendur síður en svo að baki samskonar varn- ingi erlendis, sagði Kolbrún. Því til sönnunar benti hún okkur á ýmsa haglega gerða muni, ullarvöru, keramik, veggteppi og sitthvað fleira. Hún benti okkur einnig á skreyttar rekaviðarfjalir, hina eigule'gustu gripi, sem Sólveig Eggerz Pétursdóttir hefur gert. — Landkynningarbækurn- ar seljast líka vel, sagði Kol- brún, enda eru þær mjög fallegar margar hverjar. Og ekki má gleyma hljómplöt- unum með Savanna-tríóinu og 14 fóstbræðrum, sem mjög margir kaupa til að senda vin um og ættingjum e-rlendis. Margir hafa líka dálæti á þess um fallegiu dúkkum í íslenzka þjóðbúningnum. — Sjáið þið líka um áð senda bögglana utan? Kolbrún Jóhannesdóttir sýnir peysu. — Já, við sjáum alveg um þá hlið málsins. Fólk greiðir póstgjaldið hér, og við útfyll- um öll nauðsynleg skjöl varð- andi sendinguna, en áuka- kostnaður við þetta er eng- inn. — Eru hlutirnir tryggðir, ef eitthvað brotnar e'ða kemst á flæking? — Allt, sem sent er, er tryggt. Brotni eitthvað eða týnist, greiðum við það aftur að öilu ieytL viðskiptavini fallega íslenzka — Hvenær eru síðustu for- vöð að senda utan pakka, sem eiga að berast viðtakanda fyrir jól? — Eigi að senda pakkana me'ð skipi, þarft það að gerast sem aiira fyrst. Sumir kjósa fremur að senda pakkana í flugpósti, og í rauninni mun- ar ekki svo ýkja miklu á burð argjaidinu, hvort sent er með skipi eða flugvél, til norður- landanna og Englands, sagði Kolbrún að lokum. o — Kongóher Framhald af bls. 1 málaliðar taka þátt í sókninni. Er talið að aðgerðum ætti að ljúka innan tveggja vikna. MANNÆTUR Belgískur málaliði, sem nú er í sjúkrahúsi í Leopoldville, sagði að félagar hans í sókninni gegn uppreisnarmönnum hafi oft fyrir- skipað aftökur fanga, og væri það gert af mannúðarástæðum. „Ef við létum ekki skjóta fangana“, sagði hann, „heldur afhentum löndum þeirra þá, yrðu þeir drepnir og etnir“. Belgíski málaliðinn særðist í bardögum í Norður-Kongó og er nú til lækninga í Leopoldville. Hann kvartaði sáran yfir mat þeim, sem málaliðar verða að leggja sér til munns, og einnig yfir læknaskorti og dráttar á því að fá laun sín greidd. Taldi hann að aldrei yrði unnt að koma á friði í Kongó fyrr en öllum þeim settbálkum væri útrýmt, sem tek- ið hafa upp mannát að nýju. TSHOMBE í PARÍS í New York hafa fulltrúar 33 Afríkuþjóða óskað eftir því við U Thant, framkvæmdastjóra, að hann beiti sér fyrir því að allir útlendir hermenn verði sendir heim frá Kongó, hvort sem þeir eru í erlendum gæzlusveitum eða málaliðar í her Tshombes. Banda- ríkjastjórn hefur hinsvegar kom- ið að máli við afrísku fulltrúana og hvatt þá til að fá stjórnir sín- ar til að styðja stjórn Tshombes í baráttunni gegn uppreisnar- mönnum, að því er segir í óstað- festum fréttiun. Eftir viðræður þeirra Moise Tshombe, forsætisráðherra, og de Gaulle, forseta, í París í dag, ræddi Tshombe við fréttamenn. Kvaðst hann mjög ánægður með viðræðurnar, sem hafi snúizt um ýmis sameiginleg vandamál og sambúð ríkjanna. Forsætisráð- herrann fer flugleiðis heim til Kongó á morgun, en hefur áður fund með fréttamönnum. Hann mun á morgun einnig ræða við ýmsa franska kaupsýslum______ og iðnrekendur. — Allsherjarþingið Framhald af bls. 1 „f dag hafið þið heiðrað mig með samhljóða ákvörðun, og með því sýnt Afríku, landi mínu og milljónúm afrískra manna mikla vir'ðingu,“ sagði Quaison- Sackey. Þá rakti hann nokkuð þróun Ghana frá því að vera brezk nýlenda, og sagði að nú væxi landið aðili að Sameinuðu þjóðunum og berðist fyrir því að koma hugsjónum samtakanna í framkvæmd í Afríku. Hann benti á áð fra því Ghana öðlaðist sjálf stæði hefði fullvalda ríkjum í Afríku fjölgað úr 8 í 26. „Hver hefði getað hugsað sér fyrir 19 árum að afrískur maður ætti eftir að verða forseti AUsherjar- þingsins?", spurði hann. Þá minntist Quaison-Sackey á hin ýmsu vandamál, sem bfða úr lausnar, mál er varða fjárhag samtakanna og friðarsveitir, styrjaldir, fátækt og sjúkdóma í heiminum. Sagði hann að þessi vandamál yrði að leysa. Þá yrði að komast að ein'hverri niður- stöðu var'ðandi greiðslu kostnað ar við gæzlulið SÞ í Kongó og víðar til að koma í veg fyrir sundrungu í samtökunum og til varðveizlu friðarins. Hann lauk ræðu sinni með því að láta í ljós þá von að þessu 19. Allslherjarþingi, sem hófst me’ð deilu.m, lyki í samlyndi, og var tekið undir orð hans með langvarandi lófataki. Að lokinni ræðu forsetans O'g inntöku nýrra fulltrúa var fund- vun þingsins frastað til morguns. — Quaison-Sackey Framhald af bls. 1 Árið 1954 sneri hann aftur til Englands til laganáms. Þar var hann fulltrúi þjóðar sinn- ar á Cambridge-ráðstefnunni um Afríkumálefni og seinna skipaður fulltrúi í utanríkis- þjónustunni. Las hann jafn- framt alþjóðalög við hagfræði háskólann í London. Eftir að Ghana varð sjálf- stætt ríki hinn 6. marz 1957 varð Quaison-Sackey starfs- maður við sendiráðið í Lon- don, og síðar gegndi hann ýms um trúnaðarstörfum á vegum stjórnar Nkrumah þar til hann fluttist til New York 1959. Þar býr hann nú ásamt konu sinni og fimm börnum í stóru einbýlishúsi í úthverf- inu New Rochelle. AKRANESI, 1. des. — Ms. Helga fell kom í morgun hingað með 30 standarða af timbri til Kaup- félagsins. Línubátarnir réru í gærkvöldi. Landlega er í dag hjá síldar- bátunum og var í gær — Oddur Leiðrétting við Reykjavíkurbréf f „REYKJAVÍKURBRÉFI", sem birtist í Mbl. sl. sunnudag, urðu nokkrar prentvillur og línu- brengl. í seinustu línu kaflans „Fjárhagsgrundvöllurinn vissu- lega gerður traustari" féllu niður tilvitnunarmerki á undan orðinu „sama“. í næsta kafla, „Laumu- menn innan virkisveggjanna", hafa tvær aukalínur bætzt inn í tilvitnunina í forystugrein „Tím- ans“ 24. nóv. sl. Línurnar, sem falla eiga burtu, eru: „sjálfum finnst hún hljóti að hafa verið eins og hann segir frá“. í fyrir- sögn næsta kafla á eftir er prent- villa; rétt á hún að vera þannig: „Hannibal svaraði fullum hálsi". — Aðrar prentvillur eru auðleið- réttar með því að lesa í málið. Snjólétt í Þingeyjarsýslu HÚSAVÍK, 1. des. — Undanfarið hefur verið heldur óstillt veður, en ekki mjöig slæmt. Hefur það hamiað sjósókn. Afli hefur þó verið sæmilegur í haust. Hér er mjög snjólítið og allir vegir greiðfærir, allt til Raufar- hafnar. Og vöruflutningar ganga eins oig að sumarlagi skv. áætlun. Hefur engin trufiun orðið þar á í haust. Ekki hefur mikið þurft að gefa fé í vetur en menn eru nú mikið til farnir að taka fé heim og beita minna en áður. — Fréttaritari. STAK8TEII\IAR Skattamálin og „Tíminn“ Ýmsu eiga menn að venjast um (Vsvífni þeirra leiðtoga Fram só'*1 íarflokksins, sem teljast verða ábyrgir fyrir forystugrein- um „Tímans". Fróðlegt væri að vita, hver ritað hefur aðra for- ystugrein blaðsins í gær. Þar segir fullum fetum, að ríkis- stjórnin hafi neitað að reyna að draga úr skattaálögum þessa árs og blekkt launþegasamtökin. t leiðaranum stendur m.a., að rík isstjórnin hafi boðizt til að ræða við samtök launþega um lækkun skattaálaganna, samtökin hafi þegið þetta boð og viðræður hafi hafizt. Allt er þetta rétt. Síðan segir greinarhöfundur, að við- ræðurnar hafi verið „látnar drag ast mánuð eftir mánuð. Loks þeg ar skattarnir hafa verið innheimt ir að mestu, segir stjómin: Eng- in skattalækkun. Þannig hefur hún blekMt samtökin og haldið þeim aðgerðaminni meðan skatt- amir voru innheimtir. Þetta sýn ir bezt, að ríkisstjórnin óvirðir stéttasamtökin". Þótt Þórarinn Þórarinsson, sem að öllum líkindum er höf- undur þessara ummæla, hafi margt brallað um dagana á langri ritstjóraævi við „Tím- ann“, þá ætti hann nú að vera kominn á þann aldur, þegar jafn vel hinir óheiðarlegustu stjóm- málamenn gerast ábyrgir og gera sér ljóst, að málflutningur sem þessi hér að ofan hreinlega borgar sig ekki í landi, þar sem almenningur hefur aðgang að fleiru en einu dagblaði. Nú fær ist aldur yfir Þórarin, og er ekki seinna vænna fyrir hann að söðla um, ef hann vill fá sæmileg eftir mæli hjá hinum ungu mönnum innan Framsóknarflokksins, sem bíða þess í ofvæni, að stóli hans losni. Treystir Þórarinn Þórarinsson sér til þess að benda á nokkur þau ummæli af ríkisstjórnarinn- ar hálfu, þar sem ©fangreind yf- irlýsing er gefin? Veit hann ekká að þessi mál eru í athugun? Vill hann e.t.v. spilla árangri af þeirri athugun með skrifum á borð við hin tilvitnuðu? Hvernig standa málin ? f ágúst fóru fram viðræður milli ríkisstjórnarinnar og Al- þýðusambands íslands um það, hvernig létta mætti skattabyrð- inni í ár. Upp úr þeim viðræðu- fundum var skipuð nefnd í mál- ið, og áttu fjórir aðiljar sæti í þeirri nefnd. Þeir voru Alþýðu- samband fslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Sam- band íslenzkra sveitarfélaga og ríkisstjórnin. Nefnd þessi lauk störfum hinn 13. október. Ríkisstjórnin kann- aði niðurstöður hennar og athug aði tillögur þær, sem A-S.f. og B.S.R.B. höfðu sett fram. Um mánaðamót októbers og nóvembers skrifaði rikis- stjórnin A.S.Í. og B.S.R.B. og skýrði frá þeirri leið, sem hún taldi færa. Var hún á þá leið, að ríkfisstjórnin væri fús til þess að gera ráðstafanir til að draga úr erfiðleikum skattgreiðenda á þessu ári með lánveitingum, sem yrðu í samræmi við tillögu starfs nefndar aðilja. Fulltrúar A. S. f. og B. S. R. B. áttu síðan fund með fúlltrúum ríkisstjórnarinnar hinn 5. nóv- ember. Þar töldu fulltrúar hinna tveggja fyrrgreindra samtaka þá leið ófullnægjandi, sem ríkis- stjórnin vildi fara, en vildu þó ekki hafna aðild að henni, ef vissum skilyrðum væri fullnægt. Staðfestu samtökin þennan vilja sinn í bréfi, sem þau sendu rík- isstjórninni 6. nóvember. Síðan hefur verið stöðugt unn ið að lausn þessa knýjandi máls, enda er það vitaskuld öllum fyr ir beztu, að það leysist sem fyrst. Gaspur „Tírnans" og gífuryrði verða ekki látin tefja málið eða spilla fyrir þvL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.