Morgunblaðið - 02.12.1964, Qupperneq 5
PAORGU NBLADl -)
Miðvikudagur 2. des. 1964
y_________________________
Þrír skálkar á Hornaffirði
Leikfélag Hafnarkauptúns i
Homafirði frumsýndi síðast-
liðið laugardagskvöld leikritið
„Þrjá skálka“, eftir Gandrup.
Húsið varfuilsetið og mikill
fögnuður ríkjandi.
Leikstjóri var hinn góð-
kunni leikari Hörskuldur
Skagfjörð. Þetta var eins-
konar afmælissýning hjá hon-
um, því að þetta var 25 leik-
ritið, sem hann hefur sett á
svið. Var Hörskuldi sér stak-
lega vel fagnað.
Leikritið var sýnt á laugar-
dag einu sinni, tvisvar á sunnu
dag, en um næstu' helgi eru
ráðgerðar 3 sýningar á því á
Eskifirði.
í leikskrá skrifar leikstjór-
inn formála.
Hann segir m.a.: „Leikstarf
semi er afbragðs tómstunda-
iðja, jafnt ungmenna, sem full
orðinna það þjálfar vissa dýr-
mæta hæfileika, innsýni í sál
arlíf annarra, sjálfstjórn, vald
á svipbrigðum sínum og hreyf
ingum, eykur valdið yfir rödd
inni möguleikum hennar og
blæbrigðum. Skapar öryggi og
fátgun í fasi, sverfur af ýmsa
hátternisagnúa, ef vilji er fyr
ir hendi að taka leiðbeining-
um. Veitir jafnan gleði, og ef
til vill þó stundum vonbrigði,
eins og allt jákvætt starf“.
Leikstjórinn
llildigerður Skaftadóttir og Júlíus Valdimarsson í hlutvcrk-
um sínum sem Metta og Kurt.
FRÉTTIR
Lœknavakt 7. des.
KONUR í Styrktarfélagi vangefinna,
lem ætla að gefa kökur á kaffisöluna
i LIDÓ sunnudaginn 6. desember, eru
vinsamlegast beðnar að koma þeim í
LIDO fyrir hádegi á sunnudaginn.
Styrktarfélag vangefinna,
Æskulýðsstarf Nessóknar. Fundur
fyrir stúlkur 10—12 ára í dag kl. 5
og fyrir stúlkur 13—17 ára í kvöld kl.
8:30 í fundarsal Neakirkju. Fjölbreytt
fundarefni. Séra Framk M. Halldórs-
•on.
G r e nsá spr e stakall
Æskulýðskvöldvaka verður fimmtu-
daginn 3. desember kl. 8 I Breiða-
geröisskóla. Séra Felix Ólafisson.
Kvenfélag Lágafellssóknar. Fundur
®ð Hlégarði fimmtudaginn 3. des. kl.
2:30. Mætið vel og stundvíslega.
Kvenfélagið Aldan. Jólafundurlnn
verður miðvikudaginn 2. des. að Báru
götu 11, kl. 8:30. Frk. Bryndís Stein-
þórsdóttir húsanæðrakennari hefur
sýnikennslu til jólaundirbúnings.
Frá Sjálfsbjörg, Reykjavík. Munið
hasarinn 6. des. Munum veitt móttaka
á skrifstofu Sjálfsbjargar, Bræðaborg-
arstíg 9 á venjulegum skrifstocfutíma.
PRENTARAKONUR. Munið
basarinn í Félagsheimili prent-
ara mánudaginn 7. desember kl.
2. Gjöfum á basarinn veitt mót-
taka í Félagsheimilinu sunnu-
daginn 6. desember frá kl. 4—7.
Basarnefndin
Tilkyningar tll áskrifenda ljóða-
flokksins: Hólar í Hjaltadal eftir
Ásmund Jónsson frá Skúfstöðum.
Ekkja skáldsins, frú Irma Weile'-
Jónsson tekur á móti áskrifendum á
Hótel Borg, (baksal) á piiðvikudag kl.
4—?, og mun þar persónulega undir-
rita hin tölusettu eintök.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur vill
minna á jólafundinn á Hótel Sögu
(súlnasal) þriðjudaginn 8. desember
kl. 8. Félagskonur sæki aðgöngumiða
að Njálsgötu 3 föstudag 4. des. kl.
2,30—5,30. Það, sem verður eftir af-
hent öðrum reykvískum húsmæðrum
laugardag 5. des, sama stað og tima.
Sjá nánar frétt í dagblöðum.
K.F.U.K. Basar félagsins verður laug
ardaginn 5. desember. Allskonar mun-
ir eru vel þegnir. Einnig kökur.
Basar Guðspekifélagsins verður
sunnudaginn 13. des. n.k. Félagar og
velunnarar vinsamlega að koma fram
lagi sínu sem fyrst í síðasta lagi föstu
daginn 11. des. í Guðspekifélagshúsið,
Ingólfsstræti 22, Hannyrðaverzlun Þur
ííðar Sigurjónsdóttur, Aðaistræti 12
eða til frú Ingibjargar Tryggvadóttur,
Nökkvavogi 26, sími 37918.
Skógræktarfélag Mosfellshrepps
heldur basar að Hlégarði laugardag-
inn 12. des. Vinsamlegast komið mun-
um til stjórnarinnar.
Kvenfélagið KEÐJAN. Desember-
fundurinn verður að Bárugötu 11 föstu
daginn 4. des. Blómasýningarmaðu-r
verður á fundinum. Athugið breyttan
fundardag. Stjórnin.
>é Gengið
Reykjavík 27. nóv.
Kaup Sala
1 Enskt pund ......... 119,85 120,15
L o lar ..„ 4^. ifJ io.m
1 Kanadadollar .......... 39,91 40,02
100 Austurr.... sch. 166.46 166,83
100 Danskar krónur .... 620,20 621,80
100 Norskar krónur —... 599,80 601,34
100 Sænskar kr. _____ 832,00 834,15
100 Finnsk mörk ___ 1.338,64 1.342,06
100 Fr franki _______ 8/4.08 876.32
100 Svissn frankar ..._ 992.95 995.50
1000 ítalsk. lí''ir __ 68.80 68.98
100 Gyllini .... 1.193,68 1.196,74
100 V-þýzk mörk 1.080,86 .083 62
100 Belg. frankar ....... 86,34 86,56
sá N/EST bezti
Pétur var vinnuimaður í sveit. Hann fékk eitt sinn símskeyti frá
kærustunni sem var í bænum, um að hún kæmi í heimSókn um
helgina.
Hann fékk Iánáðan hestvagn og spennti fyrir hann ungan fola
og ók af stað til að sækja kærustuna á biðstöðina, sem var 1—2
tíma akstur í burtu.
Gekk nú allt eins og í sögu þar til á bakaleiðinni, að þau óku
frainhjá heilmikilli merasýningu. — Við að sjá þennan glæsilega
merahóp reis folinn upp á afturfæturna og fékkst ekki meir úr
sporunum, hvernig sem að honum var farið. Loks missti Pétur
þolinmæðina, gekk að foianum og hrópa'ði: „Heyrðu góði, varst
það þú eða ég, sem fékK símskeytið?“
Vil kaupa vel með farinn pic-up bil, árg. ’54—’57. Upplýsingarí síma 2294, Keflavík, milli kl. 7—8 næstu kvöld. Svört skjalamappa með talsverðum verðmæt- um í, glataðist s.l. þriðju- dagskvöld. Finnanda heit- ið fundarlaunum. Uppl. í síma 19570 kl. 9—5.
Húsnæði til leigu á góðum stað í bænum, ca. 80 ferm. Hentugt fyrir hvers konar viðskipti. Til- boð sendist afgr. Mbl. merkt: „Góður staður— 1917“. Ungur maður með Verzlunarskólapróf, óskar eftir atvinnu eftir kl. 5 á daginn, og um helgar. Hvers konar atvinna kem- ur til greina. Tilboð send- ist á afgr. Mbl., merkt: „9713“.
Símavarzla
Morgunblaðið vill ráða stúlku til síma-
vörzlu. — Upplýsingar hjá fram-
kvæmdastjóra blaðsins.
Jólafötin 1964
Frakkar — Skyrtur
Bindi — Skór
GEFJUN-IÐUNM
Kirkjustræti.