Morgunblaðið - 02.12.1964, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. des. 1964
Miklar breytingar við Hólaskóla
GAMLIR Hólasveinar, unnendur
Hóla, já, líklega fjöldi lands-
manna, vilja heyra fréttir frá
þessu gamalkunna skólasetri og
þá helzt góðar fréttir.
Ég hitti nýlega skólastjórann,
Hauk Jörundsson, og bað hann
um viðtal og fræðslu um það
helzta, sem er að gerast á Hól-
um. Veitti hann þáð fúslega.
Á Hólum er nú fullsetinn skóli
eða 31 nemandi. Gat skólastjóri
valið nokkuð úr umsóknum og
eru nemendur því heldur eldri
og þroskaðri en undanfarin ár.
Tvær stúlkur eru nú í skól-
anum, myndarlegar og prúðar
stúlkur, sem setja sinn svip á
skólalífið, er skólastjóri var á-
nægður með.
Breytingar á kennaraliði eru
þær, að í stað Stefáns Jóns-
sonar, sem andaðist á þessu ári,
kemur Sigfús Ólafsson frá Gröf,
en hann er nú áð ljúka námi í
Danmörku. í stað leikfimikenn-
arans Kára Árnasonar, sem nú
er fastur kennari á Akureyri, er
ráðinn Már Sigurðsson, Greips-
sonar frá Haukadal. Söngkennari
er ráðinn Árni Jónsson frá Víði
mel og bókhaldskennslu hefur
Guðmundur Ó. Guðmundsson,
sem einnig annast bókhald skóla
Góð gjöf
FÖSTUDAGINN 27. nóv. sl.
færði Morgunblaðið Selfyssing-
um frétt sem er mikið gleðiefni
og stór athyglisverð. Fréttin er
sú, að fimm hjón hafa gefið lóð
undir væntanlegt sjúkrahús stað
arins. Að vísu hafði sjúkrahúsinu
áður verið ætluð ágæt lóð. Hér er
þó enn meira á ferðinni, því að
þessari lóðaigjöf fylgir heitt vatn,
sem nægja mun til upphitunar
væntanlegu sjúkrahúsi um ófyrir
sjáanlega framtíð. Það er meira
verðmæti en hægt sé að reikna
út, þó að lóðin sé mjög góð, er
hún hverfandi móti hitanum. En
gjöf þessi ber enn meira í sér.
Hún er líkleg til að hafa hin
heillavænlegustu áhrif á bygigð
og skipulag Selfossþorps í fram-
tíðinni. Þegar hafizt verður
handa um vegagerð að þessum
stað, mun ekki langt líða áður
en meðfram þeim vegi rísi óslit-
in bygigð vestur eftir norður-
bakka Ölfusár, en það er eitt hið
fegursta og hentugasta bæjar-
stæði ,sem hægt er að finna í
hinu víðlenda Árnesþingi. Þá er
og loku fyrir það skotið að þarna
verði iðnaðarhverfi eins og oft
hefur hennt um fegurstu staði í
nágrenni smábæja.
Enn má benda á þann mikil-
væiga hlut, að þessi fyrirætlan
venur þorpsbúa á að hugsa út
fyrir hin þröngu takmörk þorps-
ins og að gera ráð fyrir komandi
tímum.
Gjöf þessi mun í framtíðinni
bæta hag sjúkrahússins um ótald
ar milljónir og rétt eins og i
leiðinni, beina þróun þorpsins
inn á nýjar og stærri brautir.
Þannig er jafnan um raungóð
verk.
Hafi igefendur heiður og þakk-
ir.
Sigurður Pálsson.
hússins. Leikfimikennslan verð-
ur til 1. febrúar, en þá verður
byrjað á tamningu hesta.
Á skólabúinu eru nú um 70
nautgripir, á sjöunda hundrað
fjár og um 100 hross. Eiga nem-
endur að fá a'ðstöðu til að dæma
búfé og hirða eftir því sem ástæð
ur leyfa. Stefán Aðalsteinssyni
verður veitt aðstaða með tiiraun-
ir á sauðfé. Hrossakynbótabú er
á Hólum, og er nú lögð áherzla
á að kynbæta svokallað sváða-
staðakyn. Hefur skólastjóri á
þessu ári keypt 20 úrvalshryss-
ur af þessu kyni og tvo fola.
Eins og áður hefur verið getið
um í fréttum hafa farið fram
miklar breytingar á húsum stað-
arins. Nýbygging á milli skóla-
húss og leikfimihúss er nú langt
komin og miklar breytingar á
kjallara búnar. Skipt hefur verið
um gler í öllum neðri hluta skóla
hússins og rúður stækkaðar. Öll
hús voru einnig málúð í sumar.
Handan við Hjaltadalsá á
Hólum í Kálfstaðalandi er smá-
laug. Er nú ákveðið að tilrauna-
borun fari fram á þessum stað.
Ef nægilegt heitt vatn næst
þarna, gefur auga leið, hve geysi
lega þýðingu það hefur fyrir
Hóla. Fyrst og fremst verða Hól-
ar þá skólamiðstöð Skagfir’ðinga
auk margvíslegra þæginda og
framkvæmda, sem sá aflgjafi
veitir. Við, sem unnum Hólum
alls góðs, vonum af heilum huga
að heitt vatn frá Káifsstöðum
eigi eftir að hita upp og gefa
skólasetrinu margskonar gæði.
Að lokum má geta þess að nú
þegar er farið að sækja um skóla
vist fyrir næstu tvö skólaár.
Björn í Bæ.
(Jtvarpið heyrist mjög
■lla í Breiðdal og út
á miðin
BREIÐDALSVÍK, 25. nóv. — Oft
hefi ég vakið athygli á, hve
hlustunarskilyrði eru afleit hér
í Breiðdalnum. Þetta skal verða
í síðasta sinn því nú ætla þeir
að koma upp sjónvarpi fyrir
allt landið, og þá gerir minna þó
við séum afræktir með útvarp.
Endurvarpsstöðin, sem sett var
á Breiðdalsvík, er til mikilla bóta
fyrir þorpið og allra næstu bæi,
en nær t.d. ekki að gagni inn
að Staðarborg, að sögn skólastj.
þar. Ég vildi fá upplýst: Er ekki
tæknilega möguleigt að hafa
endurvarpsstöðina í Heydölum,
sem næst miðsveitis, og er ekki
hægt að fá ögn kraftmeiri stöð?
Frá leikmanns sjónarmiði er hún
nú, eins illa staðsett, og frekast
er hægt, í lægustu kvosinni nið-
ur við víkina. Skipstjórinn á
Sigurði Jónssyni, Svanur Sig-
urðsson hefur saigt mér að nær
ógerlegt sé að hlusta á íslenzka
útvarpið þegar kemur hér djúpt
á Austfjarðarmið vegna truflana
erlendra stöðva.
Er nú til ofmikils mælzt, að
óska þess að tæknideild útvarps-
ins athugi hvort hér má úr bæta?
— Fréttaritari.
Tómas Guðmundsson
Sverrir Kristjánsson
Konur og kraftaskáld
— ný bók með íslenzkum
öilagaþáttum
Höfundar Sverrir Kristjánsson
og Tómas Guðmundsson
ÚT er komin á forlagi Forna bók-
in Konur og kraftaskáld, islenzk-
ir örlagaþættir, eftir Sverri
Kristjánsson sagnfræðing, og
Tómas Guðmundsson, skáld. — í
bókinni eru um tuttugu myndir
og skreyta þær þættina, sem eru
þrír talsins. Tómas skrifar um
skáldkonurnar, Látra-Björgu og
Skáld-Rósu, ástir þeirra og örlög,
en Sverrir um Bólu-Hjálmar og
stormasaga ævi hans.
f formála fyrir bókinni, sem
er 240 bls. að stærð, segja höf-
undamir m.a.:
„í þessari bók er fjallað um
nokkrar þær persónur, sem í lif-
anda lífi skáru sig úr umhverfi
sínu að stórbrotnum svip og and-
legu atgervi og eignuðust
snemma mikið rúm í hugarheimi
• ÖKUMENN HAFA BETUR
Ekki alls fyrir löngu birtist
viðtal hér í blaðinu við íslenzk-
an vegaverkfræðing, sem ný-
kominn var heim frá Bandaríkj
unum. Sagði hann þar m.a., að
rannsóknir hefðu leitt í ljós, að
slit á þjóðvegurft færi ekki síð-
ur eftir veðráttunni en raunveru
legri notkun veganna.
Okkar veðrátta er sennilega
ekki þeirrar tegundar, sem
bezt fer með þjóðvegi. Og
hversu hratt sem hitabreyting-
ar og úrkoma vinna á vegum,
þá geta ökumenn vafalaust
eyðilagt þá á undan náttúruöfl-
unum, ef þeir hafa sig alla að.
• MIKIÐ TJÓN
Mér hefur oft komið þetta í
hug undanfarna daga, þegar ég
hef ekið Miklubrautina, þessa
nýsteyptu og breiðu akbraut,
sem allir eru jafnánægðir með.
Jafnt smábílar sem stórir og
þungir flutningabilar hafa þot-
ið fram qg aftur eftir auðri
brautinni á keðjum — og ég er
viss um, að tjónið, sem þessar
keðjur hafa unnið á götum borg
arinnar undanfarnar tvær vik-
ur, er miklu meira en margra
ára veðrun. í gær ók ég t.d. á
eftir einum þessara stóru flutn-
ingabíla og fékk steinhnullunig
upp úr Miklubrautinni framan
á minn bíl — og ég er viss um
að þessi eini flutningabíll hefur
höggvið óteljandi holur í braut-
ina í þessari einu ferð.
• KEÐJUR —•
SKAÐRÆÐIS GRIPIR
Nú hvetur löigreglan öku-
menn til þess að hafa keðjur,
þegar hálkan er sem mest, svo
að það er ekki óeðlilegt þótt
bifreiðastjórar setji keðjur á
bíla sína, ef það getur orðið
til þess að koma í veg fyrir
slys. En er þar með sagt, að
þeir eigi að halda áfram að aka
á keðjum eftir að hálkan er
farin? Nú, þegar farið er fyrir
alvöru að leggja dýrt varanlegt
slitlag á götur borgarinnar —
og farið er að undirbúa ný-
byggingu þjóðveiga, er kominn
tími til að taka þetta mál til
gaumgæfilegrar athugunar. Eg
hef heyrt, að í Sviþjóð sé bann
að að nota keðjur vegna þes?
að sannað sé, að þær eyðileggi
í bókstaflegri merkingu þjóð-
vegi landsins. Keðjur valda
sjálfsagt sama tjóninu á íslandi
— og ekki erum við ríkari en
Svíar.
• TRASSAHÁTTUR
Það hlýtur að vera krafa skatt
borgaranna, þeirra, sem kosta
gatnagerðina og allt viðhaldið,
að ökumönnum haldist ekki
uppi að valda vísvitandi tjóni
á götum borgarinnar. Ég skal
ekkert um það segja — að hve
miklu leyti snjóhjólbarðar geta
komið í stað keðjanna. En eitt
er vist, að sjái menn sig til-
neydda að setja keðjur á bíla
sina vegna hálku að morgni, er
ekki þar með sagt, að þeir þurfi
að aka á keðjunum í marga
daga. Trassaháttur. Það er líka
algengt, að bílar, sem koma ut-
an af svelluðum þjóðvegum,
aka um auðar götur Reykja-
víkur á keðjum meðan staðið
111 W NN
1
þjóðarinnar, þar sem þær héldu
áfram að lifa og mótast löngu
eftir sinn dag. Af þeim sökum
getur einatt reynzt erfitt að
greina á milli staðreynda og
skáldskapar í sögu þeirra, og þó
er stundum enn meira vafamál,
hvort mundi gefa af þeim raun-
sannari mynd, líf þeirra eins og
það yrði trúlegast rakið frá degi
til dags eða eins og þjóðin sá það
fyrir sér í eigin örlagaspegli. —
Sennilega fer bezt á því, þegar
saga þeirra er sögð, að hvort
tveggja sé haft í huga ,og örugg-
lega gætir slíks sjónarmiðs í
þessum frásöguþáttum. Þeim var
einungis ætlað að skipa söguper-
sónum sínum á trúlegt svið og
bregða þar upp minnisverðum
myndum úr lífi þeirra.“
er við í borginni, hvort sem það
er einn dagur eða fleiri. Enn
trassaháttur. Það er þörf á regl
um um það hvenær leyfilegt sé
að aka með keðjur — og hvar.
• SÍLDARFRÉTTIR
Og svo kemur hér bréf frá
Norðlendinigi:
Kæri Velvakandi!
Mig langar að koma á fram-
færi við þig smá máli, sem er
mikið rætt í sjávarþorpunum
fyrir norðan, er þetta varðandi
aflafréttir síldarbátanna, sem
gerðir eru út frá Reykjavík, en
aflafréttir eru mjög takmarkað-
ar af þeim í Morgunblaðinu.
(Á þessum bátum er mikið af
norðlenzkum sjómönnum, sem
eiga aðstandendur út um lands
byggðina). Aftur á móti eru
aflafréttir frá Akranesi hinar
beztu og þykir okkur fyrir
norðan, þar mikill munur á, þar
sem Reykjavík er orðin önnur
stærsta löndunarstöð á suð-
vestur-landi pg gott að afla
frétta þaðan. Vonumst við til
að eitthvað verði bætt úr þessu.
Með beztu kveðju.
Norðlendingur.
B O S C H
rafkerfi
er í þessum bifreiðum:
BENZ SAAB
DAF TAUNUS
NSU VOLVO
OPEL VW
Við höfum varahlutina.
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF.
\esturgötu 3. — Sími 11467.