Morgunblaðið - 02.12.1964, Side 13

Morgunblaðið - 02.12.1964, Side 13
Miðvikudagm* 2. des. 1964 MORGU NBLAÐIÐ 13 KOVRAL Nýr gólfteppadregill, Breidd 3 mtr. Verð aðeins kr. 330.00 pr. ferm, Lennart Landgren við véi, «em íestir dekknaglana í snjódekkin Jóncss Jónasson skósmiður — minning Sjálfsmynd eftir Mugg, ein myndanna á uppboðinu á morgun. Mólverkouppboð d raorgnn SIGURÐUR Benediktsson heldur uppboð á morgun á rúmlega 40 málverkum og teikningum eftir 23 listamenn. Á uppboðinu verða meðal annars verk eftir Jóhann- es Kjarval, Ásgrím Jónsson, Stefán Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Kristínu Jónsdóttur, Guðmund Þorsteinsson (Mugg) og Einar Jónsson myndhöggvara. Uppboðið verður haldið að Hótel Sögu t-g hefst kl. 5 á morgun. Myndirnar verða til sýnis að Hót el Sögu í dag frá kl. 2 til 6 og á morgun frá kl. 10 til 4. EG mun ætíð minnast Jónasar, þegar ég heyri góðs manns getið. Er við hittumst fyrst fyrir 10 árum, kom hann mér fyrir sjónir sem traustur drengskapar- maður, ómyrkur í máli og með sjálfstæðar skoðanir. Seinna, er við kynntumst betur, komu marg ir fleiri kostir hans í ljós, trygg- lyndi og hjálpfýsi við menn og málleysingja, og einnig var hann gestrisinn svo af bar. Foreldrar hans voru hjónin Jónas og Etín, ee bjuggu að Helluvaði í Ran:gárvallasýslu og fæddist hann þar 27. sept 1897. Og veit ég, að hann var bundinn æskuheimili sínu órjúfandi bönd um, allt til hins síðasta. Jónas var mikill hamingjumað ur um það leyti er kynni okkar hófust, og fyrst og fremst var hans gæfusmiður eiginkonan, sem hann bæði elskáði og virti. Gertrud heitir hún, fædd og upp- alin í Þýzkalandi. Hamingjudís- irnar spunnu lífsþráð þeirra sam- an strax eftir komu hennar hing að til lands, fyrir rúmum 15 ár- um. Þau giftu sig 6. októ- ber 1949 og var það ósk þeirra beSgja, að leiðir þeirra hefðu legið saman mörgum árum fyrr. Enda hefi ég varla þekkt sam- stilltara og ástríkara hjónaband. Það var yndislegt að koma á hlýlega heimilið þeirra, þar ríkti ósvikin gestrisni. Húsfreyjan bar fram sínar rausnarlegu veitingar, sama þótt marga óvænta gesti bæri að garði, alltaf var nóg til. En snöigglega syrti að. Fyrir tveim árum missti Jónas heilsuna og kom þá, er mest á reyndi, bezt fram hver mannkostakona eigin- konan var. Reyndist hún honum ómetanlegur styrkur á reynslu- timum. Lengi vonuðum við vinir hans, að lífsþrá hans og karlmennska myndu sigra í þessari baráttu, og hann fengi að lifa hér með okkur enn um sinn. En seint í ágúst fór heilsu hans enn að hraka ag andaðist hann-2. sept. sl. Forlög- in höguðu því þannig, að ég gat ekki verið við útför hans. Og sendi ég því eftirlifandi eigin- konu hans mínar innilegustu sam úðarkveðjur. Guð gefi henni styrk í hennar miklu sorg. Að síðustu kveð ég þig, góði vinur. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Vinur. Barnabók um víkinga- ferð til Surtseyjar 40% styttri bremsuför Secomet-dekknaglar í snjódekk STADDUR er nú hér á landi Lennart Landgren, einn af helztu hjólbarðainnflytjendum í Sviþjóð, sem fyrir nokkrum ár- um varð fyrstur manna til að reyna það, að festa í snjódekk einskonar stálnagla, secomet, sem þjóna sama tilgangi og snjó keðjur, en hafa þó þann kost fram yfir þær, að hægt mun að aka á auðum vegum með dekknagl- ana. Dekknaglar þessir hafa að sögn Landgrens náð mikilli út- breiðslu í Evrópu allri og Ame- ríku. Munu þeir' einnig hafa fengið meðmæli síysavarnafé- laga víða um heim, en sönnur hafa fengizt á því, að bremsuför bíla með dekknagla séu um 40% styttri en á venjulegum snjó- dekkjum. Sama dag og Landgren kom til íslands, segist hann hafa fengið frá sænsku flugmálastjórninni árangur tilrauna, sem gerðar hafa verið að undanförnu með dekknagla í flugvéladekk. Það er algengt vandamál, er flugvél- ar lenda á ís, einkum þotur, að hjólin snúast ekki á brautinni, heldur núast þeir fletir hjól- anna, sem fyrst köma á jörðina, einir við brautina svo hundruð- um metra skiptir. Sama mun eiga sér stað eftir rigningar, þeg ar vatnslag hefur lagzt á flug- brautir. í bréfi sænsku flugmála stjórnarinnar segir, að dekk- naglarnir dragi mjög mikið úr þeirri hættu, að flugvélar renni til í lendingu eða flugtaki, eink- um er hliðarvindur er, en af því hafi mörg slys hlotizt. Segir ennfremur að við tilraunir þess ar hafi komið i ljós að ending dekkjanna séu að meðaltali um 40% meiri með dekknöglum, vegna þess að þá snúist hjólin, en núi ekki aðeins hluta af hjól fletinum við jörðu. Síðla á síðasta vetri kom Landgren hingað til íslands með sölustjóra Fagersta verksmiðj- anna í Svíþjóð, sem framleiða Secomet dekknaglana, en þær eru fyrstu og helztu frámleið- endurnir. Höfðu þeir, ásamt Birni Pálssyni; flugmanni, sem er umboðsmaður Secomet á ís- landi, kynningu á þessari nýj- ung, en bæði var veturinn snjó- Tettur og nær yfirstaðinn, er kynning þessi var haldin, svo að ekki var hafizt handa um sölu dekknaglanna hingað fyrr en nú. Björn Pálsson og Lennart Landgren hyggjast gangast fyrir aksturssýningu nú í vikunni, þar sem reyndir verði bílar með dekík nagla, snjókeðjur og snjódekk, til samanburðar fyrir frétta- menn blaða, fulltrúa slysavarna félaga, lögreglu og annarra, sem áhuga hafa á þessum málum. „VIKINGAFERÐ til Surtseyjar" heitir ný barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson kennara, en það er 24. bók höfundar og þar af 20. barna- og unglingabókin. Út- gefandi er Bókaforlag Odds Bjömssonar á Akureyri. Þetta mun fyrsta skáldverkið, sem er um þetta nýja land. Sag- an er byggð á staðreyndum, hvað snertir eyna og eldgosið fram til 15. marz sl. Annars lýs- ir sagan skólalífi þriggja röskra stráka, undirbúningi og leið- angri þeirra út í Surtsey og loks könnun eyjarinnar. Tvær sögu- hetjurnar eru látnar heita nöfn um fyrstu landnámsmanna Is- lands, Ingólfs og Leifs og könn- un eyjarinnar verður emskonar hliðstæða við fund íslands forð- um daga. Verður bókin þannig ekki aðeins skemmtilestur held- ur og einnig til fróðleiks um land nám Islands og fyrstu sögu. Á saurblöðum bókarinnar er kort af eyjunni, teiknað í forn- um ferðabókarstíl og þar eru nöfn á bæði stöðum og hlutum, er snerta ferðalag drengjanna. Þar heitir Gamli gígur og Nýi gígur, Fánahæð og Háafell, armanii ivr. Einarsson Svartadíki og Villavellir og svo Ingólfsfjörður, Reykjavík og milli þeirra Leifshöfði. Bókin er 123 síður að stærð, prýdd teikningum eftir Halldór Pétursson listmálara, prentuð í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri og hin smekklegasta að öllum búnaði. Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dugfinss. hrL og Einar Viðar, hdl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406 Málflutningsskrifstota JON N. SlGURÐóSON Simi 14934 — Laugavegj 10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.