Morgunblaðið - 02.12.1964, Page 15

Morgunblaðið - 02.12.1964, Page 15
Miðvikudagur 2. des. 1964 MORGU N BLADID 15 Öryggistilkynning- ar og slysavarnir Jökull Jakobsson og Baltasar „Síðasta skip suður" Nýstdrleg bók um Breiðafjarðareyjor eftir rithöfund og teiknara í NOKKRUM orðum um slysa- varnir, sem Helgi Hallvarðsson stýrimaður hjá Landhelgisgæzl- unni skrifar í Mbl. 26. þ.m., gætir nokkurs misskilnings sem ég vil hér með leyfa mér að leiðrétta svo hann nái ekki að festa rætur. Öryggistilkynningar Ég vil strax taka það fram, að ég er sammála Helga um það er snertir tilkynningar til sjófar- enda um siglingahættur; og hann á þakkir skildar fyrir að hreyfa þarna máli, sem skapar öryggis- leysi og sem er opinberri þjón- ustu til vanvirðu. En það er ekki rétt að sjómenn eða aðrir hafi látið þetta afskiptalaust. Far- manna- og fiskimannasamband íslands hefur gert um þetta sam- þykktir og reynt að fá úr þessu bætt, en meðan það hefur ekki tekizt er sjálfsagt að linna ekki látum fyrr en því hefur verið sinnt. En þarna eiga hlut að máli fleiri en Vitamálaskrifstofan. f>að er engu síður Veðurstofan og Landhelgisgæzlan. Hvenær heyrir maður birtar stormfregn- ir eða að dregin séu upp óveð- ursmerki í sjávarplássum, sem þó er alsiða hjá flestum siglinga- þjóðum. Það sjá allir að það er lítið öryggi fyrir sjófarendur, þótt birt sé eftir dúk og disk til- kynning í útvarpi um að ekki logi á einhverjum þýðingarmikl- um vita, að hafís hafi orðið vart á siglingarleið, eða hættulegt rekald verið á floti einhvers stað- ar þar sem mikið er um skipa- ferðir. Þá kemur það erlendum skipum að engu gagni, sem ein- göngu er lesið á íslenzku, fyrir utan að erlend skip hér við land hlusta ekki að öllu jöfnu á ís- lenzka útvarpið. Þetta á að senda út á öllum kalltíma strand-loftskeytastöðv- anna og gera það að minnsta kosti bæði á íslenzku og ensku, sem orðin er að alþjóðlegu firð- máli. Þetta gerir Slysavarnafé- lagið þegar það þarf að koma tilkynningum á framfæri til allra skipa. Reykjavíkur radíó hefur þannig fjórum sinnum á sólar- hring fastar útsendingar á veð- urfregnum bæði á íslenzku og ensku, kl. 0,530 — 11,30 — 17,30 cg kl. 23.30 G.M.T. Þetta er sá staður og stund sem senda á út tilkynningar um siglingahættur til skipa, og vegna íslenzku skip- anna ætti einnig að lesa upp í útvarpinu jafnoft, til frekari áréttingar. Erlendu skipin hlusta mjög ttööugt á þessar útsendingar. Hafi það komið fyrir að þeim hafi seinkað eða þær fallið nið- ur af einhverjum ástæðum hafa skipin óðar kallað strandstöðina upp og spurt hverju það sætti. Én radíó-strandstöðvarnar geta ekki sent út aðvaranir um þær siglingahættur, sem þær fá ekki ueina vitneskju um. Þess vegna er þörf á einhverjum ábyrgum •ðila til að safna þessum frétt- um og koma þeim á framfæri, sömuleiðis tilkynningum um ferð ir skipa ef tilkynningarskyldu verður komið á. Ég get verið sammála því að rétti aðilinn til þessa sé landhelgisgæzlan og þá ekki sízt hvað snertir vitatilkynn Jngarnar, þar sem vitamál og landhelgisgæzla eru undir sama þaki. Það er aldrei gott þegar hægri höndin veit ekki hvað hin vinstri gerir. f fyrrasumar kom það fyrir, að eitt af stóru skemmtiferðaskipunum sem hing að komu ætlaði norður fyrir land. Það kallaði loftskeytastöðina upp og spurði hvort nokkrar ís- fregnir væru fyrir Norðurlandi. Loftskeytastöðin kvaðst engar til kynningar hafa fengið um það. Skipið hélt áfram en hitti fyrir ís og varð að snúa við. Daginn eftir kom svo ísfregnin í út- varpinu. Útbúnaöur á kistum undir björgunarbáta Helgi segir réttilega að í sam- bandi við þær verði að hafa betri umbúnað og telur nauðsynlegt að þarna komi einhver uppfinn- ingamaður til skjalanna. Svo vandasamt er málið þó ekki. Það eru til ágætar kistur eftir er- lendri og innlendri fyrirmynd með ágætis umbúnaði til að losa bátinn í skyndi. Gallinn er bara sá að það hefur viðgengizt að hafa þetta ekki í lagi nema þar sem sérstök pössunarsemi ríkir. Það þarf betri umgengni og betra eftirlit. Slysavarnafélagið hefur skrifað skipaeftirlitinu um þetta og fengið góðar undirtektir um að með þessu verði fylgzt. Öryggisloftventill á gúmbátum Þá ræðir Helgi um öryggisloka á gúmbátum. Orðrétt segir hann: „En þó svo þessi björgunarvon sjómannsins (gúmbáturinn) kæmi fljótandi upp á yfirborðið, er önnur hindrun fyrir hendi, sem orðið hefur mörgum sjó- manninum að fjörtjóni, og verð ég að lýsa undrun minni yfir því að hvorki skipaskoðun né Slysavarnafélagið, sem teljast eiga forvígisaðstoð á sviði björg- unarmála, skuli ekki hafa látið gera sérstakar ráðstafanir í sam- bandi ‘við björgunarbáta, eftir að bátur frá Hornafirði fórst fyrir tveimur árum, en þá kom það fyrst í ljós sem hefur endurtekið sig, að það er erfiðleikum bund- ið að ná því átaki á snúruna sem opnar fyrir kútana, sem blása upp bátinn, þegar það þarf að gerast í sjó við erfiðar aðstæð- ur, eins og í stórsjó. Þeir sem annars mundu bjargast gætu ver- ið horfnir áður en það tækist. Það hlýtur að vera hægt að setja á kútana öryggisloku, sem hægt er að opna fyrir með höndunum, ef slíkt kemur fyrir sem að ofan greinir, og er ekki að efa að slíkur öryggisútbúnaður getur bjargað mörgu mannslífi.“ Svo mörg eru þau orð. En höf- undur virðist bara ekki vita að það er fullkominn öryggisloki á bátunum. Það er því á valdi þeirra, sem pakka bátana og sjá um umbúnað á þeim, hvort hægt er að blása bátana út án þess að þurfa að draga út alla línuna. Til þess þarf aðeins smáspotta með handfangi, sem nær út fyrir um- búðirnar. Það er nauðsynlegt að einhver af yfirmönnum skipanna sé viðstaddur þegar pakkaðir eru gúmbátar skipsins. Þeir kynntust þá bátunum betur og gætu frætt félaga sína um umbúnaðinn á þeim og gætu jafnvel búið um enn betur ef þeim sýnist. Skipa- eftirlitskröfur eru aðeins lág- markskröfur, í mörgum tilfellum er hægt að hafa umbúnaðinn betri. Venjulega er ekki nema einn loftkútur í báti. Bezt væri og hálfu meira öryggi að hafa loft- kútana svo og tengja fangalín- una við annan en handfangið við hinn. Það er margt sem þarf að gera gúmbátum til góðs svo vel sé. Fyrir utan tvenna kúta, þarf að vera á hverjum báti öryggis- gjörð og átakateygja, gott ljós- merkjasenditæki, radíósendir og umfram allt íslenzk ullarföt og ullarvoðir. En þýðingarmest af öllu vildi ég segja að væri að sjómenn væru klæddir björgun- arbeltum í vondum veðrum eða hefðu þau við hendina við vinnu sína. Eins og þetta hefur verið, er ófremdarástand. Hræddur er ég um að öryggis- eftirlit á skipum verði aldrei í lagi fyrr en tekin verði upp að- ferð Bandaríkjamanna að láta landhelgisgæzluna annast þetta eftirlit í rúmsjó og senda þau skip heim, sem hafa þetta ekki í lagi. Þarna er verðugt verkefni fyrir okkar eftirlits- og björgun- arskip til viðbótar landhelgis- gæzlunni. Um þetta hafa jafnvel verið samþykktar tillögur á fund um slysavarnadeilda. Landhelgisgæzlan og Slysavarnafélagið Helgi Hallvarðsson ræðir nókk uð samstarf þessara aðila í slysa- tilfellum. Það grundvallast í höf- uðatriðum á samningum og sam- eign á björgunarskipum, sem landhelgisgæzlan sér um rekstur á og stjórnar og þeirri sjálf- sögðu skuldbindingu beggja að- ila að veita alla mögulega aðstoð í neyðartilfellum. Aldrei hefi ég vitað um neinn árekstur í því sambandi, enda óhugsandi þar sem hvorugur liggur á liði sínu. Komið hefur fyrir að Landhelg- isgæzlan hefur ekki getað veitt hjálp á þeim stað og stund sem umbeðið var og hefur félagið þá þurft að leita til annarra, sem þá jafnan hafa verið fúsir til hjálp- ar ef þeir hafa getað og er öll sú hjálp ómetanleg. Landhelgisgæzlan og Slysa- varnafélagið hafa starfað saman með góðum árangri oft og tíðum, í öðrum tilfellum þurfa þessar stofnanir ekki á hvor annari að halda. Eins og er getur þjóðin án hvorugrar verið. Slysavarna- félagið hefur verið aflvakinn í slysavarna- og björgunarmálum. Fyrir tilstilli þess hafa björgun- arskipin verið byggð, fengnar sjúkraflutninga- og leitarflugvél- ar og björgunarstöðvum verið komið upp hringinn í kringum landið. Síðast en ekki sizt hefur félagið komið á fót marghliða slysavarnastarfsemi með sam- stilltum huga fólksins og ótal hjálpfúsum sjálfboðaliðum á hverju strái og ávallt viðbún- um. Helgi vill flokka þessa starf- semi í nr. 1 og 2. I slysavarna- og hjálparstarfsemi á enginn að vera nr. 2 og sízt af öllu getur Slysavarnafélagið leyft sér að vera það. Það er alltaf gott þegar ungir menn taka sig fram til að ræða nauðsynjamálin af þekkingu og fullri einlægni. Þeir eru alltof fáir sem það gera. Alltaf vinnst eitthvað í áttina þegar mál eru rædd af heilum hug. Hafi Helgi Hallvarðsson því þökk fyrir grein sína. Viðvíkjandi því, sem hann seg- ir um leitina að hinum týnda báti, þá leituðu flugvélar Slysavarna- félagsins og Landhelgisgæzlunn- ar bæði vel og lengi fyrir utan mjög yfirgripsmikla leit á landi með ströndum fram. Það er dóm- ur allra sem til þekkja að full- komlega hafi verið leitað af sér allan grun. Þeir sem að leitinni unnu lögðu sig í mikið erfiði og áhættu. Þeir eiga allir alþjóðar- þökk skilið. Henry Hálfdánsson. BÓKAÚTGÁFAN Skálholt hefur sent á markaðinn mjög nýstár- lega bók, sem mörgum mun for- vitni á að glugiga í. Hún heitir „Síðasta skip suður“ og er eftir þá félaga Jökul Jakobsson og listamanninn Baltasar, Gera þeir þar skemmtileg skil í máli og myndum einhverju sérkenni- legasta byiggðarlagi á íslandi, vestureyjum BreiðafjarSar. Bók- in er þannig unnin, að rithöf- undur og teiknari hafa unnið saman frá upphafi að gerð bók- arinnar með það fyrir augum að fá sem bezta og skýrasta heildar- mynd í máli og myndum af hinu hverfandi mannlífi Breiðafjarðar- eyja. Mun það vera í fyrsta sinn sem bók er unnin á þennan hátt hérlendis. „Síðasta skip suður“ fjallar um Hermann Pálsson: Sagnaskemmtun fslendinga. (Mál og Mennlng, 1962). 188 bls. Kr. 195,7«. HERMANN byrjar á því að full yrða með réttu að þjóðarskemmt un Islendinga hafi svo öldum skifti verið sagnaskemmtun eða rímna á sveitaheimilum, þannig að einn maður las sögur eða kvað rímur í heyranda hljóði. í inngangi víkur hann að stærð heimilanna eftir manntalinu 1703 og lýsingum á sagnaskemmt uninni eftir siðskift.i eftir bókum Odds biskups Einarssonar, Egg erts Ólafssonar og Jónasar Jón- assonar og hnekk þann er hún beið af Húsagafororðningu Dana um miðja 18. öld. Engin furða er þótt smá villur læðist inn í svo yfirgripsmikla bók. Þannig hyggur hann (34—35) prjónles hafi tíðkast frá „öndverðum tíma sagnarituninnar" en svo var ektki. Prjónar fluttust á 16. öld til ís- lands (sjá Þorkel Jóhannesson, Iðnsögu íslands II 1943). Þessi villa hefur sennilega engin á- hrif á rökleiðslu hans né heldur sú eina unlantekning sem ég þekki til þess að maður sagði heldur langa neðanmálssögu eft ir minni fremur en að lesa hana upp úr blaðinu. Á írlandi, segir Hermann, voru sögur ritaðar að eins fyrir höfðingja en höfðu lítil eða engin áhrif á munnleg- ar sögur alþýðumanna þveröf- ugt við það sem gerðist á ís- landi. En fyrsta dæmi um sagna líf eyjamanna eins og það er nú, rekur sérkennilaga sögu byggð- arlagsins, lýsir staðháttum nátt- úrusérkennum og segir margar kynlegar sögur með persónulegu ívafi nafngreindra manna. Jökull Jakobsson er löngu kunnur höfundur, ekki sízt fyrir leikrit sitt „Hart í bak“, sem enn er sýnt. Baltasar en einnig kunn- ur af teikningum sínum og mynd- skreytingum í blöðum og tíma- ritum, og mun óhætt að fullyrða, að sjaldan hafi sézt listrænni teikningar á íslenzkri bók, en hann réð einnig útliti bókarinnar. „Síðasta skip suður“ er óvenju- lega vönduð bók að öllum frá- gangi, prentun og bókbandi; hún er prentuð í prentsmiðjunni Odda og bundin í Sveinabók- bandinu, en Myndamót h.f. ann- aðist gerð prentmynda. skemmtun á íslandi, þ. e. að samdar skrifaðar sögur væru lesnar fyrir alþýðu telur Her- mann sögurnar sem sagðar (lesn ar) voru í Reykhólabrullaupinu 1119, þar sem Hrólfur frá Skálm arnesi sagði sögu frá Hrómundi Greipssyni, sem hann hafði sjálfur saman setta og margar vísur með. En Ingimundur prest ur Einarsson, sagði sögu Orms Barreyjarskálds og vísur marg- ar. Ennfremur hyggur Hermann að Ingimundur hafi líkia ritað Fóstbræðra-sögu, áður en hann dó 1169. Hinsvegar hefur mér dottið í hug að höfundur Fóst- bræðrasögu og Rafnssögu Svein bjarnarsonar kynnu að vera einn og sami maður (sem sam- kvæmt Sturlungu lifði fram um 1228) vegna áhuga beggja á lækn isfræði og guðfræði, því orðin sem Hermann tilfærir úr formála Hrafnssögu á blaðsíðu 135 er skrifaður nokkurn veginn upp úr Fóstbræðrasögu 3. kapítula, 133. blaðsíðu í Fornrita ú.tgáfunni. Báðir kaflarnir eru um sálfræði kristinna manna. Þess skal þó getið að bókin brýtur mjög í bág við þróunar- kenningu Nordals um sagnarit- un, hann og undirritaður trúðu því að sögurnar í Reykhólabrull aupinu væru munnlegar sögur, sem komust á bókfell á íslandi vegna vandláts smekks Ara, fyrr en þær lenda í Saxo og síðan íslenzlsrar fornaldarsögur eftir 1350. Ennfremur ræður Her- mann hvergi hinn mikilsverða vitnisburð fyrstu málfræðirit- geiðarinnar. Stefán Einarsson. Sagnaskemmtun Islendinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.