Morgunblaðið - 02.12.1964, Qupperneq 19
^ Miðvikudagur 2. des. 1964
MORGU NBLAÐIÐ
19
Ég óttast ekki
orkusprengjuna,
— sagði Mao Tse-tung
í viðtali við franska
sendinefnd
FRANSKIR stjórnmála-
menn, sem heimsótlu A-
Asíu fyrir nokkrum mán-
uðum, ræddu um stund við
Mao Tse-tung, leiðtoga kín-
verskra kommúnista. —
Einn stjórnmálamannanna,
Claude Delorme, hefur
skrifað viðtalið niður og
var það fyrir skömmu birt
í Frakklandi. Viðtalið fer
hér á eftir, þýtt úr dönsku.
Ég var staddur hjá forseta
hæstaréttar Kínverska alþýðu
lýðveldisins þegar síminn
hringdi. Ritari gekk til okkar,
hvíslaði einhverju að þessum
háttsetta manni og túlkur
sagði við mig: „Það er mjög
mikilvægt, að þér haldið til
gistihúss yðar þegar í stað“.
Þegar til gistihússins kom,
var mér og félögum mínum
tilkynnt, að Mao Tse-tung
ætlaði að veita okkur viðtal.
Við höfðum ekki tíma til að
skipta um föt áður en okkur
var ekið til þinghússins, og
eftir stutta bið í anddyri þess,
var okkur vísað inn í einn
hinna stóru móttokusala. í
horninu, sem fjarst okkur var,
stóð Mao, maðurinn, sem við
sáum myndir og myndastytt-
ur af við flestar götur og ljóð
hans voru rituð á húsveggina.
Hann gekk til móts við okk-
ur, við vorum kynntir og ljós-
myndarar sjónvarps og blaða
tóku myndir. Mao bauð okk-
ur sæti. Hann var í gráum
fötum og túlkurinn hans, íem
átt hefur heima í Frakklandi
í fimm ár, stóð fyrir aftan
hann ásamt nokkrum hraðrit-
urum.
„Þið eruð ekki kommúnist-
ar og ég er fjandmaður kapí-
talismans", hóf Mao mál sitt.
„Ég ætla að segja ykkur vafn-
ingalaust, að við munum ekki
þola, að stórveldin tvö skjóti
á okkur, einmitt vegna þess að
þau eru stórveldi. Afsakið að
ég segi þetta svona afdráttar-
laust, en það gerir ykkur ljóst
hvað ég á við. Sú var tíðin, að
ég ferðaðist til Moskvu, en
það geri ég ekki lengur. Rúss-
ar hafa rifið alla samninga í
tætlur og gengið á bak orða
sinna. Þeir ráðast á land okk-
ar, reka áróður gegn okkur og
skipa sér við hlið Bandaríkja-
manna á móti okkur.
Hvað eruð þið gamlir? Nei,
þið eruð allt of ungir til að
muna atburðina, s.m gerðust
1914. En það geri ég og ég
skal segja ykkur nokkuð.
Krúsjeff og klíka hans eru
ræflar. Þeir hafa enga sóma-
tilfinningu og halda ekki lof-
orð sín. Þegar maður kallar
yfir sig reiði einhvers, er það
ekki að ástæðulau'u. Banda-
ríkjamönnum geðjast ekki að
leiðtoga Kambódíu, Sihanouk
prins, og þó eru aðeins 5
milljónir íbúa í landi hans.
En hann er ekki hræddur við
að bjóða stefnu Bandaríkja-
manna byrginh. Að því er
virðist, aðstoða Bandaríkja-
menn hann engu að síður, en
tvisvar sinnum hafa þeir reynt
að myrða hann og drottning-
armóðurina. Við erum ekki
andvígir því að Frakkar að-
stoði Kambódíu. Ef þið viljið
vinna með okkur í Asíu, erum
við fúsir til samstarfs.
Mér hefur gefizt tækifæri til
að ræða við Edgar Faure,
fyrrv. forsætisráðherra, og ég
vona, að Frakkar beri gæfu
til að taka í taumana og koma
því til leiðar, að Bretland,
Ítalía og V-Þýzkaland losni
undan oki stefnu Bandaríkj-
anna. Það verður að gera
meira til þess að sameina Ev-
rópulöndin. En ég geri mér
ljóst, að aðild Breta að Efna-
hagsbandalaginu gæti haft ó-
þægindi og erfiðleika í för
með sér fyrir Frakka“.
Mao hló hátt þegar hann
sagði: „Ég tel, að mikilla breyt
inga sé að vænta í Bandaríkj-
unum í náinni framtíð. Við
höfum veitt því athygli, að
Bandaríkjamenn hafa ekki
verið mjög kurteisir við
Breta að undanförnu. Ef Bret-
ar geta losnað úr þeirri að-
stöðu að vera útsendarar
Bandaríkjamanna, myndast
þriðji heimurinn og hann
mun ná frá London til Tókíó
um París og Peking. Þessi
þriðji heimur verður mjög
öflugur.
Við vonum, að Frakkar taki
ekki sömu afstöðu til Formósu
og Kína og Bretar, en afstaða
þeirra er þrennskonar. Þeir
hafa viðurkennt hið kommún-
íska Kína en ekki Formósu, og
greitt atkvæði okkur í vil hjá
Sameinuðu þjóðunum, en á-
samt Bandaríkjunum reyna
þeir að halda fast við að tvö
kjarn-
Mao Tse-tung.
Kínaríki séu við lýði, og það
er varla eins gott.
f fimmtán ár höfum við
haft stjórnmálasamband við
Breta og þeir hafa verið fúsir
að senda okkur ambassador,
en við þau skilyrði, sem nú
ríkja, getum við ekki tekið á
móti honum. Þetta getur orðið
svona enn í fimmtán ár, ef
Bretar breyta ekki afstöðu
sinni til Formósu-Kína.
í fimmtán ár höfum við stað
ið utan við starfsemi Samein-
uðu þjóðanna og við höfum
vel getað það, það hefur ekki
valdið okkur ama. Látum
hinn nafntogaða hershöfðingja
Chiang Kai-shek halda áfram
að skipa sæti Kína hjá SÞ í
fimmtán, þrjátíu eða hundrað
ár. Við tökum það ekki alvar-
lega, en tvö Kínaríki eða For-
mósu, sem sérstakt ríki, get-
um við ekki fallizt á“.
Hann hló hjartanlega og
sagði: „1940 var Petain í Frakk
landi, en de Gaulle í London.
Hvar er Petain núna?“
„Hann er látinn“.
„Frakkland de Gaulles er
ekki sama Frakklandið og
Hitler hertók. Hitler er farinn.
Kína er heldur ekki lengur
hersetið af Japönum, en
Bandaríkjamenn leystu þá af
hólmi. Þá áttum við aðeins
gamlar byssur, handsprengjur
og léttar fallbyssur, en hvorki
skriðdreka né flugvélar. Svo
fengum við þungar fallbyssur
frá Bandaríkjunum, flutninga
bifreiðir Chian Kai-sheks
fluttu þær heim að dyrum og
þess vegna höfum við ekki
haft þörf fyrir utanaðkom-
andi aðstoð“. — Meðan hann
sagði þetta hló hann hátt.
„Bandaríkjamenn urðu að
fara frá Kína. Það er leiðin-
legt að þið skulið ekki hafa
tíma til að heimsækja Yunn-
an-héraðið. Það er skammt á
veg komið og það var þar sem
við sögðum, að Bandaríkin,
Hitler og Chiang Kai-shek
væru pappírstígrisdýr".
„Það eru nú tvö stór kjarn-
orkuveldi í heiminum", hélt
Mao áfram. „Bandaríkin
(kapítalistar) og Sovétríkin
(endurskoðunarsinnaðir kom-
múnistar) og þau eru líka
pappírstígrisdýr. En hvað Sov
étríkjunum viðvíkur, verð ég
að segja, að þetta-á aðeins við
um mikinn minnihluta þjóðar
innar, flestir Rússar eru vinir
okkar. f Bandaríkjunum hafa
flestir íbúarnir hinsvegar ver-
ið leiddir í villu, en þó erum
við þeirrar trúar, að sá dagur
komi, að þeir verði vinir okk-
ar. Við höfum séð Hitler her-
taka alla Evrópu. Sá maður
var brjálaður. Hvað er orðið
um hann? Hann er að minnsta
kosti dauður. Það sama verður
um þá, hina tvo stóru“.
Þessu næst spurði Mao:
„Trúið þið því, að aiger af-
vopnun geti kðmið að gagni?
Það geri ég ekki. Ég tel að
takmarka eigi smám saman
framleiðslu annarra vopna en
kjarnorkuvopna og ég.er nær
sannfærður um að Frakkar
eru á líkri skoðun. Nota má
féð, sem með þessu sparast til
þess að auka kjarnorkuvig-
búnaðinn. Eruð þið hræddir
við kjarnorkusprengjuna? Það
er ég ekki. Við stöndum ekki
jafn framarlega og Frakkar,
en við munum sprengja kjarn
orkusprengju innan skamms.
Við höfum sömu skoðun og
Frakkar á Moskvusamkomu-
laginu um tilraunabann. Við
viljum ekki undirrita það, því
að það er sviksamlegt. Stór-
veldin vilja ein eiga kjarn-
orkuvopn og vilja ekki að
aðrir eigi þau.
Við höfum ráðfært okkur
við Frakka og þeir ekki við
okkur, en engu að síður
ákváðum við að taka ekki þátt
í þessu samkomulagi. Það eru
þjóðir í Asíu, sem eru and-
vígar því, að Frakkar komi
þangað aftur t. d. til að að-
stoða Kambódu. En Banda-
ríkjunum leyfist að aðstoða
S-Víetnam og hvers vegna
skyldu Frakkar þá ekki mega
snúa aftur?
Dean Rusk, utanríkisráð-
herra, sagði í Tókíó, að de
Gaulle myndi snúa aftur til
Asíu með oliuviðargrein í
hendinni, en Bandarkin vildu
ekki, að hann ryddist inn i
Asíu. En Bandaríkjamenn eru
þar þegar með olíuviðargrein
í annarri hendinni og sverð í
hinni. Því meiri þátt, sem
Bandarkjamenn taka í hinu
óvinsæla stríði í S-Víetnam
þeim mun andvígari verður
þjóðin þeim. Þetta hefur þeg-
ar valdið dauða margra
vesalla manna t. d. Diem og
Nhu, sem höfðu sett traust
sitt á Bandaríkin. Og hin nýja
stjórn verður ekki lengi við
völd, til þess nær armur
Bandaríkjanna allt of langt.“
„En heyrið mig nú“, segir
Mao. „Nú er röðin komin að
ykkur að segja eitthvað, ég
hef talað allan tímann. Spyrj-
ið bara.“
Við verðum að segja hinum
kínversku vinum okkar, að
við berum allt aðrar tilfinn-
ingar í brjósti til Bandaríkja-
manna en iþeir. Það voru
Bandaríkjamenn, sem frelsuðu
land okkar og iþeirri stað-
reynd má ekki gleyma. Kín-
verjar verða að gera sér Ijóst,
að okkur hefði ekki tekizt að
reka nazista af höndum okkar
án aðstoðar Breta og Banda-
ríkjamanna.
„Við höfum ekkert á móti
því að Frakkar hafi vinsam-
legt samband við Bandaríkin,“
sagði Mao. „En við erum því
mótfallnir, að Bandaríkja-
menn stefni að heimsyfirráð-
um. Við getum unnið með
Frökkum og Japönum, en einn
góðan veðurdag reka þeir
Bandaríkjamenn. Ég á ekki
við japanska kommúnista, að
sjálfsögðu vilja þeir að Banda
ríkjamenn fari, ég á fyrst og
fremst við japanska kapítal-
ista. Margir þeirra eru óánægð
ir með Bandaríkjamenn og að-
ferðirnar, sem þeir nota. Við
hlökkum líka til þess dags, er
Bretar hætta að vera útsend-
arar Bandaríkjamanna.“
„Þegar Bandaríkjamenn eru
farnir frá Asíu, Afríku, S-
Ameríku og Evrópu, erum við
reiðubúnir að hefja góða sam-
búð við þá. Brezki marskálk-
urinn Montgomery, hefur
heimsótt okkur tvisvar. Hann
sagði mér, að hann væri and-
vígur hinum miklu áhrifum,
sem Bandaríkjamenn hefðu
innan Atlantshafsbandalags-
ins og að samstarf Bandaríkja
manna og Kanadabúa væri
allt of náið. Ég ráðlagði honum
að heimsækja de Gaulle, en ég
veit ekki hvort hann hefur
gert það.“
Síðan spurði Mao: „Eru
margir kaþólskir menn í
Frakklandi?“
„Já. Mikill meirihluti
frönsku þjóðarinnar er ka-
þólskur eins og Kennedy?"
„Já. Kennedy var kaþólsk-
ur. Hann var af írsku bergi
brotinn.“
Þá sagði Mao: „Sjáið þið til.
í heiminum eru bæði trúaðir
menn og trúlausir. Ég er trú-
laus. En mér finnst það furðu-
legt, að 1940 var guð ka-
þólskra Frakka allt í einu
kominn í stríð við guð ka-
þólskra fylgismanna Mussolin
is. Þeir ættu þó að hafa skilið
hvorn annan. Það eru ýmsir,
sem halda því fram, að deila
okkar við Bandaríkjamenn sé
kynþáttadeila og við hötum
aðra kyniþætti en okkar. En
við höfum háð átta ára styrj-
öld við Japani, sem eru gulir
eins og við og í 12 ár höfum
við barizt við Chiang Kaishek
og þó er hann landi okkar.**
Að lokum spurði Mao hvort
einhverjir okkar væru komm-
únistar. Við sögðum honum,
að nokkrum kommúnistum
hefði verið gefinn kostur á að
fara þessa ferð, en þeir hefðu
ekki viljað það. Þá sagði Mao:
„Það var sennilega bezt.'*
Þegar Mao hafði lýst
ánægju sinni með heimsókn
okkar og óskað þess að hjart-
anleg vinátta tækist með
Frökkum og Kínverjum,
fylgdi hann okkur um ganga
og sali að dyrum þar sem
hann kvaddi okkur.
Tillögur um kjarnorku-
her NATO óraunhæfar
segir Couve de lifiurville
1 París, 30. nóv. — (NTB): —
VESTUR-Evrópubandalagið held
ur um þessar mundir upp á 10
ára afmæli sitt. Á fundi, sem ut-
anrikisráóherrar bandalagsríkj-
anna sátu í dag, hélt Couve de
Murville, uitanrikisráðherra
Frakka, ræðu og sagðist þeirrar
skoðunar, að tillögumar um
sameiginlegan kjamorkuher At-
lantshafsbandalagsins (NATO)
væru óraunhæfar, og byggðar á
þörfum erfiðleikum.
Hvað viðkæmi hinum al-
mennu vandamálum á sviði
varnarmála, sagði ráðherrann
gagnslaust, að reyna að leysa
þau með tillögum, er samrýmd
ust ekki mannlegu eðli.
Sem kunnugt er, eiga Bretar
og Efnahagsbandalagsþjóðirnar
sex aðild að V-Evrópubandalag
inu. Fundum bandalagsins verð
ur haldið áfram á morgun og þá
lögð fram tillaga um, að öll ríki
Atlantshafsbandalagsins, taki
þátt í sameiginlegum kjarnorku
flota.
— Utan úr heimi
Framhald af bls. 12
Sviss........ 7—21 —
Belgía ...... 10—21 —
Holland ........ 19 —
Danmörk.......
Grikkland ....
Bretland .....
Frakkland ....
Ráðstjómarríkin
Portúgal .....
18 —
7—14 —
14 —
14 —
14 —
4 —
Á íslandi er sumarleyfi alls
þorra launþega 21 til 27 dag
ar. Erum við því þar í fremstu
röð í Evrópu ásamt fjórum
öðrum þjóðum. Aðeins ein
þjóð, ífcilir, hefur bæði fleiri
helgidaga og lengra orlof
heldur en við. Þess má að lok
um geta, að utan Evrópu eru
helgidagar miklu færri og
sumarleyfi almennt mun
styttri.