Morgunblaðið - 02.12.1964, Side 21
I Miðvikudagur 2. <Jes. 1964
21
MORGUNBLAÐID
Sigurður Jónasson, úrsmíðameist.
Minnmg
r f. 16.9. 1914 d. 23.11. 1964.
MIÐVIKUDAGINN hinn 2. des.
1964, kl. 10.30 verður til moldar
iborinn í Fossvogskirkjugarði, Sig
urður Jónasson, úrsm. Skipasundi
6 hér í bæ. Hann lézt á Lands-
spítalanum hinn 23. nóv. sl., eftir
mjöig langvarandi og erfiða sjúk-
dómslegu.
Sigurður var fæddur að Borg
í Reykhólasveit hinn 16.9. 1914.
Foreldrar hans voru Jónas Helgi
Sveinsson, bóndi þar, ætaður úr
Húinavatnssýslu og kona hans
Kristín, dóttir Guðmundar Guð-
mundssonar, fyrri manns Arn-
disar Bjarnadóttur, í>órðarsonar
á Reykhólum." Guðmundur faðir
Kristínar drukknaði á leið út
undir Jökul, hinn 20.2 1685.
Hann var ættaður áf Snæfells-
inesi. Sigurður ólst upp hjá for-
eldrum sínum að Borg, unz
Kristín móðir hans dó í febr.
1926. Var hann heima nokkur
ér efjir það, en fór svo til Reykja
víkur. Var hann um árabil að
Nesi við Seltjörn og hjá Hákoni
bróður sínum að Skarphéðins-
götu 12, þar til hann fór í Sam-
vinnuskólann veturna 1936 ag
1937. Að loknu námi þar, vann
hann hjá Sigurþóri Jónssyni úr-
smið iim 14 ára bil. Mun Sigur-
þór hafa reynzt honum vel, enda
líkað vel við hann.
Árið 1949 réðst Sigurður f það
sjaldgæfa, en tápmikla afrek, að
læra úrsmíði, þá heimilisfaðir
með 4 ung börn á framfæri. Læri
meistari hans var Magnús Ás-
mundsson úrsm., frændi hans í
föðurætt. Námi og prófi lauk
Sigurður 1953 og rak síðan sjálf-
etætt eigin verkstæði með skart-
gripasölu til æviloka, en nú hefur
sonur þeirra hjóna, Stefán, lok-
ið námi í sömu grein og heldur
áfram rekstri föður síns í félagi
við móður sína. Er mikil gæfa
þeirra heimilis, að svo skyldi
vilja til að Stefán var orðinn
verklærður í atvinnugrein föður
síns, einmitt þegar hans missti
við.
Sigurður kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Matthildi Stefánsdótt
ur, skálds frá Hvítadal og konu
hans Sigríðar Jónsdóttur hinn
14.5. 1944. Börn þeirra á lífi eru:
Stefán, Róbert, Kristinn, Auður,
Jón og Rakel Guðbjöng, >rjú
þeirra eru fyrir innan fermingu
og það yngsta af þeim tæplega
4 ára. Það er því mikið starf eftir
hjá eftirlifandi konu Sigurðar og
sonum hennar í uppeldi og fyrir-
sjá hinna ungu barna. — En guð
hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálf
ir, — og ég sem þetta rita trúi
því öruggt, að samstarf og ein-
lægur vilji, muni koma þessu til
hins bezta viðhorfs. Og það er
huggun harmi gegn að börnin
eru öll efnileig.
Sigurður var meðalmaður á
vöxt, vel á sig kominn myndar-
maður að öllu leyti. Hann var
ötull við hverskonar störf og
sýslan, reglusamur, heimilsætt
og félagsrækinn, átthagaelskur,
timhyggjusamur heimilsfaðir oig
góður eiginmaður. Hann var
glaðvær maður og hinn bezti sam
þegn bæði í félagsmálum og þjóð
félagsmálum. Hann vildi hvers
manns vandræði leysa, svo sem
geta hans framast náði. Hann var
maður sem allt fólk honum kunn
ugt saknar og virðir í senn: Mað-
urinn sem gerði skyldu sína.
Guð blessi minningu hans.
Bjarni Hákonarson.
í HVERT SI'NN, er við sjáum að
baki einhverjum samferðamanna
okkar hér á lífsleiðinni, rifjar
það upp fyrir okkur á áþreifan-
legan hátt, hvað dauðinn er alltaf
Uálægur og lífið fallvalt.
Hversu ótal margar góðar
minningar eigum við ekki öll
um vini okkar. Um ánægjuleg-
er samverustundir oig góða kynn
ingu. sem við gleymum aldrei.
Þessar minningar getur dauðinn
aldrei tekið frá okkur og mað-
urinn, sem skilur eftir sig slíkar
minningar mun lifa á meðal okk-
ar, þó að leiðir skiljist um stund.
Þetta finn ég nú bezt, þegar
ég kveð vin minn og nágranna
Sigurð Jónasson, úrsmíðameist-
ara. Sigurður var fæddur að
Borg í Reykhólasveit, 16. sept.
1914, og var hann því nýorðinn
fimmtugur er hann andaðist.
Foreldrar hans voru hjónin
Kristín Guðmundsdóttir og Jónas
Sveinsson, sem lengi bjuggu á
Borg. Þau eignuðust níu börn og
eru nú fimm á lífi. Öllum þeim
er kynnzt hafa þessum systkin-
um ber saman um, að þau hafi
verið sérstaklega heiðarleg til
orða Qg verka og bera þannig
æskuheimili sínu og uppeldi góð-
an vitnisburð.
Sigurður fluttist ungur til
Reykjavíkur. Efnin voru lítil, en
þeim mun meiri var vilji unga
mannsins til að koma sér áfram
Og standa sig í lífsins skóla.
Hann stundaði nám í Samvinnu-
skólanum 1936 og 1937, en upp
úr því hóf hann nám í úrsmíði
hjá Magnúsi Árnasyni, úrsmíða-
meistara. Að námi loknu vann
hann við iðn sína í samfleytt 12
ár hjá Sigurþóri Jónssyni, úr-
smíðameistara, unz hann stofn-
setti sitt eigið fyrirtæki árið
1952 og rak það síðan með mik-
illi prýði meðan heilsa og lif
entist.
Árið 1944 kvæntist Sigurður
eftirlifandi eiginkonu sinni Matt-
hildi Stefánsdóttur, skálds frá
Hvítadal, og eignuðust þau 5
börn, sem nú eru á aldrinum 3
til 20 ára. Hjónin voru sérstak-
leiga samhent og bjuggu börnum
sínum einstaklega gott heimili
ekki eingöngu hið ytra heldur
ekki síður hið innra, því að allt
heimilislífið einkenndist af ást-
úð hjónanna til barna sinna,
enda bera börnin þess fagurt
vitni.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Sigurði á síðari árum
og reynsla mín af þeim kynnum
voru þau, að ég mat hann þeim
mun meira, sem ég kynntist hon
um betur. Ég man ekki eftir að
hafa þekkt orðvarari mann en
hann. Allt vildi hann færa til
betri vegar og milda hvert mál.
Hann var léttur í lund og öll-
um þótti gott með honum að
vera, hvort heldur var í blíðu
eða stríðu. Að hugðarefnum sín-
um vann hann af kostgæfni og
áhuga, sem sennilega kom einna
bezt fram í starfi hans fyrir átt-
haigafélag sitt, Barðstrendingafé-
lagið. Það starf þekkja aðrir bet-
ur en ég, en starf hans í því
sýndi þá tryggð, sem Sigurður
bar til heimabyggðar sinnar og
fólksins, sem þar býr. í samtök-
um stéttar sinnar lét hann mikið
til sín taka og átti m.a. sæti í
stjórn Úrsmiðafélagsins um lanigt
skeið.
Eitt af því, sem einkenndi Sig-
urð vel, var ást hans til landsins
og alls þess sem lifir, hversu
smátt sem það var. Aldrei sá ég
hann glaðari en þegar hann vann
að því að hlynna að blómum og
öðrum gróðri kringum húsið sitt
á fögrum sumarkvöldum. Þá
kom ræktunarmaðurinn í Ijós,
maðurinn sem vinnur að því að
igræða sár vetrar og kulda og
hjálpa nýgræðingum upp til ljóss
og lífs. Þannig var allt hans
starf í umgengni við mennina,
hvort heldur hittist á hann á
steinlögðu stræti eða þar sem
mýkra var undir fæti. Hann bar
alltaf innræti sínu og upplagi
ljóst vitni.
Sigurður var trúmaður mikill
oig tók virkan þátt í safnaðarlífi
kirkju sinnar.
Fyrir rúmu ári veiktist
Sigurður af sjúkdómi þeim, sem
nú hefur dregið hann til dauða
í blóma lífsins frá konu og ung-
um börnum. Þjáningar háns í
hinni ójöfnu baráttu við sjúk-
dóm og dauða veit enginn til
hlítar. En meðan hann mátti, sá
honum enginn bregða. Hann
bognaði ekki heldur brotnaði.
Umhyiggja ástvinanna og trúin á
eilífan guð hefur veitt honum
hjálp í sárustu nauð.
Minningarnar um ástríkan eig-
inmann og föður, sem aldrei
brást meðan hann mátti mun
verða ástvinum hans leiðarljós á
ókomnum ævibrautum ásamt trú
á endurfundi ástvinanna handan
lífs og dauða í heimi eilífs ljóss.
Margs er að minnast, margs
er að sakna,
Guð þerri trega-tárin stríð.
Ég og fjölskylda mín þökkum
náigranna okkar samverustund-
irnar og vottum konu hans og
börnum innilega samúð um leið
og við biðjum þeim velfarnaðar
á ókomnum árum. G.H.
f DAG 2. desember verður bor-
inn til hinztu hvílu Sigurður
Jónasson. Hann var fæddur að
Borg í Reykhólasveit 16. sept.
1914, sonur hjónanna Kristínar
Guðmundsdóttur og Jónasar
Sveinssonar.
Sigurður fór ungur að heiman
til að vinna fyrir sér sjálfur,
ákveða hvað gera skyldi.
Hann fór fyrst í héraðsskól-
ann að Laugarvatni og lauk það-
an prófi árið 1937, einnig lærði
hann úrsmíði hjá frænda sínum,
Magnúsi Ásmundssyni, sem varð
svo hans ævistarf.
Hann brauzt áfram á náms-
braut sinni af óbælandi áhuga og
kappi, enda gekk hann í skóla
af löngun eftir þekkingu og
menntun.
Þann 17. maí 1944 kvæntist
hann Matthildi Stefánsdóttur
(skálds frá Hvítadal) ágætis
konu, og eiga þau fimm börn á
lífi: Stefán, Robert, Auði, Jón
og Guðbjörgu.
í þessum fátæklegu orðum
ætla ég ekki að fara að rekja
æfisögu Sigurðar Jónassonar, til
þess velst áreiðanlega einhver
mér hæfari. örlögin hafa kvatt
sér hljóðs, þeir eru báðir bræð-
urnir Guðmundur og Sigurður
horfnir úr vinahópnum með að-
eins nokkurra mánaða millibili.
Ég varðveiti í minningunni
hnittin tilsvör þeirra, broshýrt
yfirbragð og glaða hlátra, mér
finnst sem sterkir strengir hafi
slitnað, ’mér finnst ég ekki geta
trúað því að þessar raddir séu
hljóðnaðar meðal okkar, nema i
minningunni, en þar hljóðna
þær aldrei. Þegar hugur minn
reikar um liðin ár staðnæmist
hann svo víða, og í svo mörgum
myndum, góði frændi minn og
vinur. Ég minnist þess er við
sátum í stofunni minni fyrir
meira en tólf árum, ég man hvað
vinarhönd þín var þá styrk og
hlý. Ég man er þú fékkst þér
morgungöngu á sunnudagsmorgn
ana, með litlu börnin þín, komst
við hjá mér, brosandi og glaður,
rabbaðir við okkur smá stund.
Börnin mín gleyma því heldur
aldrei, hve oft þú gladdir þau. —
Ég man syngjandi glaðar stundir
heima á heimilunum okkar, og
í góðum vinahópum. Ég man
líka margar stundir alvöru, hvað
þú varst einlægur og traustur
vinur þar. Ég veit, góði frændi
minn, að þú ætlast ekki til neins
þakklætis fyrir allt" sem þú og
þið hjónin hafið gert fyrir mitt
heimili, það var svo sannarlega
þitt hjartans mál og iþín hugsjón
að gera öllum gott, gera gott úr
erfiðleikunum og græða sárin.
Það lýsti hugprýði þinni glöggt,
með hvað undraverðu þreki og
karlmennsku, þú tókst þínu langa
og hörmulega veikindastríði,
þetta langa þjáningaár. Hvað
hugsanir þínar voru skýrar og
einbeittar til síðustu stundar.
Við söknum þíri svo sárt, en
getum ekkert gert, nema hneigja
höfuð okkar í bæn til guðs, að
gefa konunni þinni, börnunum,
ættingjum og vinum styrk til að
bera þessa þungu sorg. Blessaðu
í hugum okkar allra minningu
þessa góða vinar.
Sigríður Magnúsdóttir.
ÞAÐ var þungbúið loft og
skammdegismyrkrið umvafði
allt og alla, er mér barst frétt-
in um lát Sigurðar Jónassonar og
þó að þessi frétt kæmi fáum á
óvart, að þá læddust hinir myrku
skuggar inn í hugskot manns.
Já, dauðinn kemur ávallt að ó-
vörum, jafnvel þó við honum sé
búizt
Kynni okkar Sigurðar hófust í
samstarfi okkar fyrir Barðstrend
ingafélagið í Reykjavík, og ég
minnist með sérstakri ánægju
þess samstarfs, á það sló aldrei
neinum skugga. Hann hafði til
að bera þá hæfileika er einmitt
þurfa að vera, til þess að skapa
heilbrigt sámstarf. Hann var ein
lætgur, glaðvær, athugull og orð-
var. f stjórn Barðstrendingafé-
lagsins var hann kjörinn árið
1950 og gegndi því starfi til
dauðadags. Fáum mönnum hef
ég kynnzt, sem voru mildari í
dómum um menn og málefni, og
málfar sitt vandaði hann til sam-
ræmis fegurð íslenzkrar tunigu.
Sigurður var ágætur söngmaður
og í því sambandi minnist ég
þess, að á síðastliðnum vetri var
hann einn af dugmestu félags-
mönnum í því að stofna til söng-
kórs innan Barðstrendingafélaigs
ins á 26 ára afmæli þess, duldist
þó engum að hann var sjúkur
maður. Þetta ásamt svo ótal
mörgu öðru, sýndi ávallt glögg-
lega, hve mjög honum var annt
um allt er mætti verða Barð-
strendingafélaginu til vagsauka.
Sigurður Jónasson var fæddur
að Borg í Reykhólasveit 16. sept-
ember 1914, og var því fimmtug-
ur að aldri er hann lézt í Lands-
spítalanum 23. þ.m. Hann ólst
upp í foreldrahúsum í fjölmenn-
um systkinahópi. Hann fluttist
frá Borg til Reykjavíkur árið
1929 og átti hér heima ávallt
síðan. Um árabil vann hann við
úra- og skartgripaverzlun Siigur-
þórs Jónssonar & Co. Lauk námi
frá Samvinnuskólanum 1937.
Nam úrsmíði hjá Magnúsi Ás-
mundssyni úrsmíðam,. og hafði
nú um mörg ár rekið Sjálfstæða
úrsmíðavinnustofu og verzlun,
og um undanfarin ár að Lauga-
vegi 10.
Árið 1944 giftist Sigurður eftir
lifandi konu sinni, Matthildi Ste-
fánsdóttur frá Hvítadal, og varð
þeim sex barna auðið og eru
fimm þeirra á lífi. Stefán úrsmið
ur, er nú fetar í fótspor föður
síns og hefur í veikindum hans
haldið starfinu áfram með mikl-
um dugnaði. Hin eru Róbert
verzlunarmaður, og á barnsaldri
Auður Sólborg, Jón og Guðbjörg
Rakel.
Þetta eru í fáum orðum ævi-
ágrip Siigurðar, aðrir sen. eftir
hann skrifa munu gera því ná-
kvæmari skil. Þessar línur á
kveðjustund áttu fyrst og fremst
að vera í anda þakklætis og
virðingar.
Sumarið 1963 kenndi Sigurður
sjúkdóms þess er nú hefur unn-
ið sigur á lífi hans, lífi er átti
svo margt eftir ógert fyrir sam-
tíðina, ástvini og vandamenn.
Baráttan var erfið oig ósigurinn
var fall hetjunnar er aldrei æðr-
aðist og vissulega mun sá leið-
togi er við öll lútum á þroska-
braut þessa heims og annars,
veita þau hetjulaun er hans al-
vizka veit blessunarríkasta fyrir
hverja sál.
Og hugurinn leitar til heimilis-
ins, þar sem nú ríkir sorg og
söknuður. Með þakklæti minn-
umst við hjónin ánægjuleigra
stunda á heimili Sigurðar, þai
sem ávallt ríkti skilningur og
einlægni. Gæfa Sigurðar og sú
gæfa er hann ávallt taldi að for-
sjónin hefði gefið sér mesta, vai
ástrík eiiginkona og mannvænleg
börn, og í hinni ströngu sjúk-
dómslegu mun hann hafa reynt
að fullu þann manndóm.
Og í dag kveðjum við Sigurð
Jónasson hinztu kveðju frá Foss
vogskirkju. Yfir helgasta stað
kirkjunnar er málvérk gjört ai
mikilli snilld. Sá boðskapur ei
þessi altaristafla flytur oig sá
texti er undir henni er skráður,
er sterkasta huggun þeirra, ei
harmi eru lostnir við ástvina-
missir, því boðskapurinn sem hún
færir öllum mannanna börnum
er hinn eilífi sannleikur meistar-
ans:
„Ég lifi og þér munið lifa.**
G. Egilsson.
Guðmundur Jónasson
bifreiðastj. — Minning
Fæddur 10. ágúst 1908.
Dáinn 3. ágúst 1964.
ÞÓ’TT liðnir séu nærfellt 4
mánuðir síðan Guðmundur Jón-
asson bílstjóri, Efstasundi 81 í
Reykjavik lézt, verður hið skyndi
lega fráfa.11 hans nærgöngul á-
minning, nú, þegar Sigurður
bróðir hans er líka horfinn. Ég
vil því, um leið og ég minnist
Sigurðar með örfáum línum,
einnig gera það um Guðmund.
Enda eru þessir bræður báðir
mér jafnskyldir og jafnkærir.
Gúðmundur Jónasson var fædd-
ur að Borg í Reykhólasveit 10.
8. 1908. Hann var albróðir Sig-
urðar, svo ég þarf ekki að geta
um ætt hans frekar. Hann var
heima fram yfir fermingu, en
vann á ýmsum stöðum og að
ýmsum störfum fram yfir tví-
tugt. Skömmu eftir ferminguna
fór hann að Stað á Reykjanesi
til séra Jóns Þorvaldssonar og
konu hans Ólínu Snæbjarnardótt
ur, sem voru mjög góðir vinir
föður hans, Jónasar. Þar mun
hann hafa dvalið 3—4 ár. Svo
vann hann á Patreksfirði eitt-
hvað fá vor, en var fylgdarmað-
ur hins velþekkta og ötula vest-
urlandapósts, Sumarliða Guð-
mundssonar í Borg, en hann
hafði, svo sem kunnugt er, póst-
ferðir á hendi, fyrst frá Bæ í
Króksfirði, en síðar frá Króks-
fjarðarnesi til Bíldudals. Á þeim
árum varð oft að bera póstflutn-
inginn mest, ef ekki alla leiðina.
Var það erfitt, ekki sízt fyrir
unglinga. En það kom seiglunni
í þá, eins og kallað var. Um, eða
Framhald á bls. 16