Morgunblaðið - 02.12.1964, Blaðsíða 28
rtgtmfrfstfrifr
273 tbl. — Miðvikudagur 2. desember 1964
Slys í
hálkunni
í GÆRKVÖLDI var gífurlega
hált á Hafnarfjarðarveginum og
var það orsök slyss, sem varð
ora kl. 9 rétt fyrir sunnan Engi-
dal. Tveir fólksbilar, G-1764 og
R-6975, rákust saman. Höfðu bíl
stjórarnir reynt að bremsa, en
þeir runnu hvor á móti öðrum og
síðan til hliðar og skullu sam-
an.
Tvennt var í Reykjavíkur-
bílnum og tvennt í G-bíinum, og
meiddust allir eitthvað, en mest
Nanna Ásmundsdóttir, Langeyr
arvegi 11 í Hafnarfirði. Fékk hún
höfuðhögg og var flutt á Slysa-
varðstofuna og síðan á Lands-
spitaiann.
Frá samkomunni í hátíðasal Háskóla íslands í gær. í fremstu röð sitja dr. Alexander Jóhannesson, fyrrverandi háskólarekt-
or, dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Frá fullveldishátíð 1. desember
Efling háskólans
menntun á íslandi
Frd hdtíðahöldum stúdenta — úr ræðu
rektors: fjölgun stúdenta, nýjar
kennslugreinir
Akureyrarbær kaupir
bókasafn Davíðs
1325 Akureyriugar skora á
bæjarstjdrn að kaupa einnlg
húsið
STÚDENTAR gengust að venju
fyrir hátíðahöldum á fullveldis-
daginn, X. desember. Stúdenta-
félag Reykjavíkur stóð fyrir full
veldisfagnaði að Hótel Borg að
kvöldi 30. nóvember og sá um
útvarpsdagskrá í gærkvöldi, en
háskólastúdentar stóðu að sam-
komu í hátíðasal skóla síns í gær,
messugerð í kapellu skólans í
gærmorgun og fullveldisfagnaði
í Hótel Sögu. Háskólarektor, Ár-
mann Snævarr, prófessor, var að
alræðumaður dagsins á sam-
komunni í háskólanum, og fjall
aði um cflingu háskólans og ís-
lenzkrar vísindastarfsemi. Mikil
þátttaka var á hátíðahöidunum.
Stúdentahlað og Kristilegt stúd
entablað komu út.
Fullveldisfagnaður Stúdenta-
félags Reykjavíkur hófst með
þorðhaldi í Hótel Borg kl. 19.
Ræðumaður var Jónas Haralz,
hagfræðingur, Guðmundur Jóns
son og Kristinn Hallsson sungu
glúnta, og Ómar Ragnarsson
og æðri
DAGAR I
TIL JÖLA |
skemmti. Fagnaðurinn stóð til
kl. 3.
Háskólastudentar helguðu há-
tíðahöldin 1. desember að þessu
sinni Háskóla íslands og fram-
tíð æðri menntunar á íslandi.
Hátíðahöld þeirra hófust kl.
10:30 með messu í háskólakapell
unni. Bragi Benediktsson, stud.
theol., predikaði en séra Frank
Halldórsson þjónaði fyrir altari.
Guðfræðinemar sungu undir
stjórn Guðjóns Guðjónssonar,
stud. theol.
Kl. 14 hófst samkoma í hátíða
sal háskjólans.
Formaður hátíðanefndar, Ás-
mundur Einarsson, stud. jur. setti
samkomuna. Sagði hann m.a., að
vöxtur og viðgangur þjóðfélags-
ins ylti æ meira á því, hvernig
til tækist við að afla yfirgripsmik
illar, vísindalegrar þekkingar og
hagnýta hana. Það væri mál þjóð
arinnar allrar. Því hefðu stúd-
entar að þessu sinni ákveðið að
AKUREYRI 1. des. — Bæjar-
stjórn Akureyrar samþykkti á
fundi sínum í dag að kaupa
bókasafn Davíðs Stefánssonar
fyrir matsverð, 2 millj. 824 þús.
kr., og koma því fyrir í sérstök-
um minningarsal í húsi því, sem
nú er verið að reisa yfir Amts-
bókasafnið. Erfingjar Davíðs
gefa hins vegar húsgögn, mál-
verk og listmuni, sem Davíð átti.
Samningurinn við erfingjana v'ir
samþykktur með 10 atkvæðum,
en einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Vilja að húsið sé líka keypt
Fyrr í dag barst bæjarstjóra
heft bók með nöfnum 1325 Akur
eyringa, sem skora á bæjarstjórn
að sjá til þess að húsi, bókum
og munum verði ekki sundrað,
heldur komizt allt í eigu Akur-
eyrarbæjar, eins og skáldið
skildi við það. Áskorendalistarn-
ir voru gerðir að tilhlutan nokk-
urra áhugamanna um helgina,
eftir að kunnugt varð á laugar-
daginn að samningar milli erf-
ingja og bæjarstjórnar væru
komnir á lokastig og skv. peim
ætti ekki að kaupa bústaðinn.
Aðeins rúmur sólarhringur var
til stefnu fyrir þá, sem rita vildu
nöfn sín á listana, en samt varð
þátttakan eins og fyrr greinir.
Má af því marka að mörgum er
mikið í mun að heimili Davíðs
megi varðveitast óraskað, enda
er málið mikið hitamál í bæn-
um og mikið rætt hvar sem
menn koma saman.
Bænum ofviða að kaupa
Málið var tekið á dagskrá
bæjarstjórnarfundarins eftir að
hin fjölritaða dagskrá var tæmd.
Bæjarstjóri fylgdi því úr hlaði
með stuttri ræðu. Hann kvað
samninga við fulltrúa erfingj-
anna hafa staðið yfir frá því 1
vor. Erfingjar gáfu bænum kost
á að kaupa hús skáldsins og
bókasafn fyrir matsverð, en buð
ust til að gefa húsgögn, persónu-
lega muni og listaverk. í ljós
hefði komið, að Akureyrarbæ
hefði verið talið ofviða að kaupa
Framhald á bls. 27
Sjálfstæðisfólk
munið spilakvöld Sjálfstæðis-
félaganna í kvöld
Framhald á bls. 8
Kári Helgason í bókasafni sínu. Hann heldur á Summariu.
Stærsta bókasaf n í einka-
eigu á íslandi til sölu
Kári B. Helgason auglýsír safn sitt
AUGLÝST er til sölu í blað-
inu í dag stærsta bókasafn,
sem verið hefur í einkaeigu
á í.slandi, að því er talið er.
Þetta er bókasafn Kára Borg-
fjörðs Helgasonar, kaup-
manns, sem fyrir rúmum
tveimur árum keypti hið
mikla bókasafn Þorsteins
heitins Þorsteinssonar sýslu-
manns, en síðan hefur það
verið mikið bætt og aukið,
bæði með stóru bóka- og tíma
ritasafni, sem Kári átti fyrir,
og einnig hefur verið í það
bætt síðan og er nú búið að
skrásetja safnið allt. Biður
Kári í auglýsingunni um til-
boð í safnið, en þess má geta
að hann upplýsti í febrúar að
hann hefði það tryggt fyrir
3 millj. kr.
Vísað er á Böðvar Kvaran
til upplýsinga um bókasafnið,
en hann hefur í undanfarin 2
ár unnið að því að skrásetja
tþað. Mbl. hafði samband við
hann og kvaðst hann gizka á J
að í safninu væru 15 þús. I
bindi, þar með taldir pésar og *
mikið af bókum, sem ógerlegt |l
er að fá nú. Safninu hefur 7
Fram'hald á bls. 27 1