Morgunblaðið - 04.12.1964, Page 3

Morgunblaðið - 04.12.1964, Page 3
f Föstudagur 4. des. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 \ ! I | i Þannig leit búsið út eftir brunann í fyrrakvödd. Örlög gamals húss EINS OG skýrt hefur verið frá í blaðinu, kom upp eldur í gömlu verzlunarhúsi við Strandgötu 50 í Hafnarfirði i fyrrakvöld. Þetta gerðist skömmu eftir klukkan tíu. — Slökkvilið Hafnarfjarðar k»m fljótt á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins eftir klukkustundarstarf. Ekki er þó öll sagan sögð, því að um 5 leytið um nóttina, gaus eld ur upp enn á ný. Maður var á vakt við húsið og kvaddi hann slökkviliðið aftur á vettvang, sem réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Þetta gamla verzlunarhús, sem um langan tíma héfur sett svip á bæinn, er mjög grátt leikið af eldinum. Þarna var til húsa húsgagnaverzlun in Sófinn, eign Jens Jónssonar og hefur hann orðið fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni. Að því er Gísli Jónsson, slökkviliðs- stjóri, tjáði blaðinu, tókst engum innanstokksmunum að bjarga, en hins vegar tókst að bjarga mikilvægum skjölum varðandi viðskiptin, nótum, að vísu illa leiknum, en þó svo útlítandi að verzlunareigandi taldi sig geta lesið það. Elds upptök eru enn ókunn, en tal ið er líklegt, að eldurinn hafi átt upptök í bakherbergi. Þótt húsið við Strandgötuna hafi ekki verið ýkja rismikið, átti'þrað að baki langa sögu, myndríka og merkilega. Víst er um það, að mörgum Hafn firðingum, sem komnir eru til ára sinna, mun þykja að því nokkur sjónarsviptir. Húsið var eitt hinna elztu í Hafnar firði og saga þess í nánum tengslum við viðskiptalíf staðarins frá fyrstu tíð. Blaðið leitaði til þess Hafn firðings, sem það vissi fróð- astan um æviskeið hússins, Jóns Gests Vigfússonar, gjald kera í Sparsjóði Hafnarfjarð- ar, og bað hann rekja sögu þess í stórum dráttum, en Jón starfaði innanbúðar hjá Böðv arsbræðrum í þessu merkilega verzlunarhúsi á árunum 1914 til 1923. Jón sagði: „Húsið var reist allnokkru fyrir aldamót og reisti það Einar Einarsson, org anisti. Var húsið nefnt organ istahúsið meðan hann átti það. í upphafi stóð húsið nokkru norðar en þar sem nú er Suð- urgata 13, en rétt fyrir alda- mótin var það flutt „niður á mölina", sem kallað var eða Hamarkotsmöl og staðsett við hliðina á brauðgerðarhúsi, sem Proppé átti. Húsið átti skömmu fyrir aldamót Þor- steinn Egilsson, en hann seldi það Pétri Thorsteinsson þeim kunna athafnamahni frá Bíldu dal, sem notaði húsið sem pakWhús. Pétur seldi húsið síðan dönsku hlutafélagi, Milljónafé laginu, sem notaði húsið sem fiskhús. í tíð Milljónafélags- ins var reist áfast því fyrsta þurrkhús í Hafnarfirði og var innangengt milli húsanna. Á lofti var þá seglaverkstæði. Þegar Milljónafélagið dró saman seglin, árið 1914, keyptu Böðvarsbræður húsið og ráku í því útgerð, fiskverk un og verzlun. Bræðurnir færðu gamla þurrkhúsið í burtu og innréttuðu húsið í búðarstil. Fékk þá húsið þann svip, sem það hefur borið síð an. Þegar Böðvarsbræður hættu búðarrekstri, eignaðist Lands- bankinn húsið, en skömmu fyr ir 1950 keypti Jóhann Peter sen húsið af bankanum og rak þar verzlunina Álfafell í all mörg ár. Tshombe heim úr Frakklandsför Leopoldville, 3. des. (NTB) MOISE Tshombe, forsætisráð- herra Kongó, kom heim í dag úr Frakklandsför sinni. Á flugvell- inum lýsti hann því yfir að sér hefði verið vel tekið í Frakklandi og árangur af för hans þangað hafi verið jákvæður. Á flugvellinum í Leopoldville biðu menn þess einnig, að flug- vél flytti þangað evrópska flótta- menn frá Poko-svæðinu í norður- hluta Kongó. Brottför vélarinnar var hinsvegar frestað og var vél- in ókomin til Leopoldville í kvöld. Sendiráði Bandaríkjanna í Leopoldville hefur verið tilkynnt að stjórnarhermenn, sem héldu inn í bæinn Bunia fyrir þremur dögum, hafi fundið 39 trúboða og 21 nunnu á lífi. Þrír prestar og tvær nunnur höfðu verið drepin af uppreisnarmönnum. Engar upplýsingar liggja fyrir um 250 Grikki, sem taldir eru einhvers- staðar á þessum slóðum. Frá Stanleyville bárust þær fregnir seint á miðvikudagskvöld að stjórnarherinn hafi fínkembt svertingjahverfi borgarinnar og handtekið 10,000 svertingja. Þeim er haldið á knattspyrnuvelli í borginni, og á að yfirheyra þá alla til að ganga úr skugga um hvort einhverjir þeirra tilheyri liði uppreisnarmanna. Samhlaup Kíitverfa og Indónesa gegn IMalaysíu Styrj aldcirástand ríkir nú ndnast milli landanna Jakarta og Kuala Lumpur, 3. des. (NTB-AP) INDÓNESAR hafa staðfest, að þeir muni styðja þá kröfu kín- versku kommúnistastjórnarinnar að hún verði viðurkennd sem hinn rétti aðili til að fara með sæti Kína hjá Sameinuðu þjóð- unum. 1 sameiginlegri tilkynn- ingu, sem út var gefin að lokinni viku heimsókn utanrikisráðherra Pekingstjórnarinnar, Chen Yi, til Indónesiu, segir einnig, að Kín- verjar muni styðja þá stefnu Indónesa, að ráða nigurlögum Malaysíu, „þessu tækl brezkrar nýlendustefnu“, eins og það er •rðað í tilkynningunni. Forsætisráðherra Malaysíu, Tunku Abdul Rahman, lýsti því yfir í dag, að aðför Indónesíu að Malaysíu hafi nú tekið á sig þá mynd, að styrjaldarástand ríkti milli landanna. Hann upplýsti ennfremur, að Malaysía hafi spurzt fyrir um það, fyrir milli- göngu Thailands, hvort Indónes- ar telji styrjaldarástand ríkja. — Telji Indónesar svo vera, gæti það haft hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir þá 300 Indónesíu- hermenn, sem föngnum er haldið í Malaysíu. Rahman kvað stjórn Malaysiu mundu taka upp þetta fangamál á Allsherjarþingi SÞ „til að sýna að við séum sið- menntuð þjóð, sem hlíta vill regl- um Sameinuðu þjóðanna“. Treg síldveiði Ólafsvíkurbátca ÓLAFSVÍK, 3. des. Treg síldveiði hefir verið hjá Ólafsvikurbátum í haust á mið- unum út af Jökli. Hefir dregið talsvert úr aflabrögðum vegna stirðrar tíðar og bátarnir legið vikum saman hér í höfn. Síldin, sem borizt hefir hingað, er söltuð, fryst eða sett í bræ’ðslu Tvær söltumarstöðvar starfa hér, Kirkjusandur h.f., þar sem salt- aðar hafa verið 1400 tunnur og 6300 frystar, og Hraðfrystihús Ólafsvíkur, en þar hafa verið saitaðar 2il00 tn. og 5000 frystar. Afli bátanna, sem hafa verið á síldveiðum út af Jökli, er sem .ér segir: Valafell 4800 tunnur, Jón Jónsson 3500, Steinunn 2100 Stapafell 2000. Síldarbátarnir voru allir á sjó í dag eftir nokkurra daga land- legu. Engir bátar héðan eru nú á Austfjarðamiðum. — Fréttaritari Rangt föðurnafn FÖÐURNAFN Viktors Heiðdals Aðalbergssonar misritaðist í grein í blaðinu í gær. Var hann á einum stað sagður Aðalsteins- son. Leiðréttist þetta hér með. í GÆR var hægviðri með 4 átt, víða allhvasst á morgun til 10 st. frosti um allt land. og dálítil snjókoma e'ða slydda Vestan Grænlands var mikil Norðurland og miðin: Hæg- lægð á hreyfingu NA-eftir og viðri og léttskýjað með köfl- jafnframt ný lægð að myndast um. yfir Grænlandi. Er því búizt Austfirðir og miðin: Norðan við byrjandi sunnanátt og kaldi í nótt en hægviðri og mildara veðri hér á landi í bjart í nótt, SA kaldi og snjó- dag. koma siðd.. Austfj.djúp: Norðan stinn- Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi ingskaldi fyrst en gola síðd. SV-land, Faxaflói og miðin: og hægviðri méð kvöldinu, él. Vaxandi SA átt, stinnings- Horfur á laugardag kaldi en allhvasst á miðunum Austan átt og él á annesjum með snjókomu í fyrramálið en fyrir norðan, SV átt á sunnan síðar rigningu, sennilega SV verðu landinu, dálítil slydduél kaldi og súld með kvöldinu. vestanlands og sunnan en Breiðaíj., Vestfirðir og mið bjart á Austurlandi og í inn- in: Vaxandi SA- og austan sveitum austan lands. STAKSTEIiVAR Vísindin í sókn Um allan heim leggja þjóðim ar nú kapp á hagnýtingu visinda og fjölþættrar rannsóknarstarf- semi i þágu bjargræðisvega sinna. Ehmig hér á landi rikir á þessu vaxandi skilningur. Hér í blaðinu hefur undanfarið ver- ið lögð áherzla á það, að Islend ingar efli rannsóknarstarfsemi og vísindi í þágu atvinnuveg- anna. í gær birti svo Alþýðublað ið forystugrein, þar sem m.a. er komizt að orði á þessa leið: „Sókn vísindanna hefur aldrei verið hraðari en nú á dögum. Viku eftir viku senda rannsókna og tilraunastöðvar um allan heim frá sér nýjar uppgötvanir, sumar um grundvallaratriði, sem víkka landhelgi mannlegrar þekkingar, en aðrar hagnýtar og beinlínis til þess ætlaðar að létta lífsbaráttu «og auka lífs- þægindi mannkynsins“. Heimiliserjur þjóð- fylkingarmanna Smávægilegra heianiliserja hefur undanfarið orðið vart á milli - Framsóknarmanna og kommúnista. Þjóðviljanum falla ekki i geð bollaleggingar Fram sóknarmanna um tveggja flokka kerfið, sem byggist á þvi að hin gamla Framsóknarmaddama gleypti bæði Alþýðuflokkinn og Sameiningarflokk alþýðu, Sósial istaflokkjinn. Þykir kommúnist- um sem skörin sé þá farin að fær ast upp i bekkinn, þegar Fram- sóknarmenn hafa uppi slikar ráðagerðir. Tíminn svarar i gær gagnrýni kommúnista ma. með þessum orðum: „1 stjórnmálaályktun þeirri, sem 14. flokksþing Sósialista- flokksins samþykkti, fjallar heill kafli svo að segja eingöngu um Framsóknarflokkftnn og hættuna scm kommúnistar telja' af hon- um stafa í íslenzkum stjórnmál- um, og þá einkum í verkalýðs- málum. Aðrir flokkar fá hins- vegar fljóta og mjúklega af- greiðslu í ályktuninni. Gegn Framsóknarflokknum er hins- vegar rekið upp neyðaróp og hættulegast af öllu talið, að Fram sóknarflokkurinn heldur því fram, að eina haldbæra ráð frjáls lyndra íhaldsandstæðinga sé að fylkja sér saman í einum sterk- um flokki gegn íhaldsöflunum". Kjarni málsins er sá, að komm únistar eru nú að byrja að gera sér það ljóst, að þjóðfylking þeirra með Framsóknarmönnum er ekki vænleg til þess að auka traust þeira og fylgi meðal verka lýðs og launamanna. Austri og mannæturnar Kommúnistar á íslandi hafa að undanförnu mótmælt því harð lega, ásamt skoðanabræðrum sín um víða um heim, að nokkur hundruð hvítum mönnum, þar á meðal konum og börnum, hefur verið bjargað úr klóm morðingja og mannæta í Kongó. Gefa um- mæli Austra í „Þjóðviljanum" í gær nokkra hugmynd um hug- arástand og menningarstig eins aðalleiðtoga kommúnista hér á landi, en hann kjamst m.a. að orði á þessa leið: „Ekki veit ég sönnur á því, hvort rétt er að styrjöld hinna vestrænu menningarríkja í Kongó hafi leitt til þess að ein- hverjir innbornir menn hafi tekið upp mannát að nýju. Hitt sýnist mér augljóst að þeir sem kunna að drepa mann til matar standi á mun hærra menningar- stigi en hinir, sem ekki hafa einu sinni þá afsökun að þeir séu að deyja úr hungri í eyddu og hrjáðu landi, heldur myrða fólk eingöngu af mannúð og kristi- legum siðgæðisþroska!!M y C

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.