Morgunblaðið - 04.12.1964, Page 8
8
MORCU N BLAÐIÐ
Föstudagur 4. des. 1964
Eöærai
Stjórnarfrumvarp um
ingu launa afgreitt
f GÆR vtar til 2. umræðu í Efri
deild frumvarp ríkisstjórnarinn-
ar um verðtryggingu launa. Að
fundí deildarinnar loknum var
fundur settur að nýju og frum-
varpið tekið til 3. umræðu og
síðan afgreitt sem lög frá Al-
þingi. Þá var frumvarp til girð-
ingarlaga einnig til umræðu í
Efri deild.
I Neðri deild var rætt um
frumv. um veitingu prestakalla,
frumv. um skipun sóknarnefnda
og héraðsnefnda, frumv. um
stýrimann.askóla í Vestmanna-
eyjum og frumv. um barna-
heimili.
EFRI DEILD
Verðtrygging launa
' Ólafur Björnsson (S)_ fram-
sögum. fjárhagsnefndar gerði
grein fyrir áliti nefndarinnar
um frumvarp asgHrL. -£ *j,-. -s
um verðtrygg- .......
ingu launa. Var
n e f n d i n sam-
mála um að
leggja til, að
frumvarpið yrði
samþykkt ó-
breytt. Hins veg
ar taldi hann og
sagði, að það álit
hefði komið almennt fram meðal
nefndarmanna, að betur færi á
þvi, að fyrirsögn frumvarþsins
yrði breytt og hún látin vera
frumvarp til laga um greiðslu
verðlagsuppbóta á laun.
Ólafur Björnsson ræddi einn-
ig um hið mikilvæga atriði,
hvort tilgangi laganna yrði náð
þ. e. a. s. að verðtryggja laun.
Sagði hann að í því sambandi
hefði einn þingmaður komizt svo
að orði áður, að vísitölukerfið
væri eins konar sjálfvirkur verð-
bólguhreyfill í hagkerfinu. Þetta
væri engum vafa undirorpið, en
þennan hreyfil þyrfti hins vegar
ekki að setja í gang. Það yrði
ekki, nema utanaðkomandi or-
sakir kæmi til.
Ástæðan fyrir því, að margir
launþegar væru eftir sem áður
þeirrar skoðunar, að vísitölu-
fyrirkomulag á launagreiðslum
væri þeim trygging, væri sú, að
með því teldu þeir, að stjórnar-
völdum væri veitt aðhald um að
halda verðbólgunni í skefjum.
Fleira geti hins vegar komið
til, sem ýtti undir verðbólgu en
óvarlegar aðgerðir yfirvalda, t.d.
verðhækkanir á vörum erlendis.
Því skilyrði yrði einnig að
vera fullnægt, að verðbólgunni
yrði ekki ýtt af stað með öðrum
aðgerðum, og þar skipti þáttur
launþegasamtakanna sjálfra í
verðlagsmálum, þ. e. a. s. hin al-
menna kaupgjaldsþróun einnig
afar miklu máli.
Bjarni Benediktsson forsætis-
ráðherra talaði næstur og sagði
m. a., að frumvarpið væri byggt
Póls Zóphóníossonar minnzt
Á FUNDI í Sameinuðu þingi í
fyrradag kvaddi þingforseti,
Birgir Finnsson sér hljóðs utan
dagskrár og minntist Páls Zóph-
aníassonar fyrrv. alþingismanns
með svofelldum orðum:
„Páll Zóphaníasson fyrrver-
andi alþingismaður og búnaðar-
málastjóri lézt í Borgarsjúkra-
húsinu hér í bæ I gærkveldi eft
ir rúmlega árs vanheilsu, 78 ára
að aldri.
Páll Zóphaníasson fæddist í
Viðvík í Skagafirði 18. nóvem-
ber 1886. Foreldrar hans voru
Zóphónías prófastur Halldórsson
bónda á Brekku í Svarfaðardal
Rögnvaldssonar og kiona hans Jó
hanna Soffía Jónsdóttir háyfir-
dómara Péturssonar. Páll lauk
námi í bændaskólanum á Hólum
árið 1905, stundaði nám í búnað-
arskóLa og lýðháskóla í Dan-
mörku 1906—1907 og lauk prófi
í landbúnaðarháskólanum danska
1909. Sumarið 1909 ferðaðist
hann um Noreg og Sviþjóð, en
kom heim þá um haustið og hóf
kennslu. Hann var kennari við
bændaskólann á Hvanneyri 1909
til 1920 og jafnframt bóndi á
Kletti í Reykholtsdal 1914 til
1920. Skólastjkíri bændaskólans á
Hólum var hann 1920—1928. Ár
ið 1928 fluttist hann til Reykja-
víkur og hóf störf hjá Búnaðar-
félagi íslands. Hann var ráðu-
nautur í sauðfjárrækt 1928 til
1956. Eftir að hann lét af föstu
starfi vegna aldurs, hafði hann
eftirlit með forðagæzlu á vegum
Búnaðarfélagsins, meðan honum
entist heilsa.
Páll Zóphóníasson gegndi
margskonar trúnaðarstörfum
jafnframt aðalstarfi sínu og átti
mikinn þátt í félagsmálum. Hann
var stofnandi og formaður ung-
mennafélagsins íslendings í
Andakíl og Ungmennasambands
Borgarfjarðar, hreppsnefndar-
maður í Reykholtsdal, oddviti í
Hólahreppi og formaður búnað-
arfélagsins þar, átti sæti í stjórn
Kaupfélags Skagfirðinga og
IVamiarafÁlaila Skazfáðinea.
Hann var í yfirfasteignamats-
nefnd við fasteignamatið 1930,
1940 og 1956, í ríkisskattanefnd
frá stofnun hennar 1931, var for
maður kjötverðlagsnefndar 1934
til 1942 og mjólkurverðlagsnefnd
ar 1934—1948, átti um skeið sæti
í skipulagsnefnd fólksflutninga
og úthlutunarnefnd jeppabif-
reiða. Á Alþingi átti hann sæti á
árunum 1934—1959, sat á 32 þing
um allt. Búnaðarþingfulltrúi var
hann 1925—1927. •
Páll Zóphóníasson átti til mik-
illa gáfumanna að telja og hefur
efalaust getað valið um ýmsar
leiðir, þegar hann ákvað sér ævi
starf. Hann kaus það hlutskipti
að vinna að landbúnaðarmálum
og aflaði sér víðtækrar þekking
ar á því sviði. Þegar heim kom
frá námi erlendis, hóf hann
kennslu og þótt hann léti af skóla
kennslu á miðjum aldri, vair
hann alla ævi ötull kennari
bænda og leiðbeinandi í búnað-
armálum. Nemendur hans frá
Hvanneyri og Hólum róma mjög
kennslu hans. Leiðbeiningar hans
og holl ráð í fyrirlestrum á mann
fundum um land allt, og í út-
varpi, eru kunnari en svo, að
frá þurfi að segja. Þekking hans
á landbúnaðarmálum var mikil,
enda var hann með eindæmum
glöggur og minnugur og eljumað
ur með afbrigðum. Á Alþingi
lét hann sig mörg mál varða, en
að sjálfsögðu voru landbúnaðar-
málin honum hugleiknust.
Páll Zóphóníasson var heil-
steypt persóna, fastur í skoðun
um og einlægur. Hann var óhvik
ulli deilum um málefni, gat sótt
fast á þeim vettvangi, og ekki
var hann myrkur í máli um það,
sem honum þótti miður fara. En
hann var vinsæll um land allt,
og kunnur að góðvild og greiða-
semi. Áhrifa af milclu ævistarfi
hans mun lengi gæta í íslenzkum
landbúnaði. >
Ég vil biðja háttvirta alþing-
ismenn að minnast Páls Zóphón
íassonar með því að rísa úr sæt-
um“.
verðtrygg-
sem lög
á þeim ákvæð-
um, sem kveðið
var á um í samn
ingunum í vor
og engin athuga
semd hefði kom-
ið fram um, að
efni frumvarps-
ins næði ekki
því efni, sem í
vor var um sam
ið. Því myndi það ekki hafa
efnisbreytingu í för með sér, þó
að fyrirsögn frumvarpsins væri
breytt og því myndi slíkt ekki
skipta nema sáralitlu máli.
★
Að fundi Efri deildar loknum
var fundur settur þar að nýju
sem áður segir og frumvarpið
tekið til 3. umræðu. Engar um-
ræður urðu Iþá um frumvarpið
og var það síðan samþykkt og
þannig afgreitt sem lög frá Al-
þingi.
Bjartmar Guðmundsson (S)
formaður landbúnaðarnefndar
Efri deildar gerði grein fyrir
nefndaráliti um girðingarlög og
var frumvarpinu síðan vísað til
3. umræðu.
NEÐRI DEILD
Veiting prestakalla
Gunnar GLslason (S) svaraði
ýmsu, sem fram hafði komið hjá
Einari Olgeirssyni og Sigurvin
Einarssyni í um-
ræðum áður um
frumvarp um
veitingu presta-
kalla. Sagðist
Gunnar e k ki
vera fyllilega á-
nægður m e ð
frumvarpið eins
og það er, en
um frumvarpið
myndu vera skiptar skoðanir. —
Taldi hann, að prestsembætti
ætti að veita með svipuðum
hætti og önnur embætti.
Ekki væri verið að troða á
lýðræðinu með því að afnema
prestskosningar í því formi, sem
þær eru nú, því að prestskosn-
ingar væru annars eðlis en aðr-
ar almennar kosningar. Hvers
vegna mætti þá ekki alveg eins
kjósa sýslumenn, héraðslækna
o. s. frv. og talar samt enginn um
misbeitingu á lýðræði, hvernig
þessir embættismenn væru skip-
aðir.
Hann sagði ennfremur, að allt
benti til þess, að sú skoðun ætti
vaxandi fylgi að fagna, að af-
nema beri prestskosningar og
sæist það bezt af ályktunum hér
aðsfunda um veitingu presta-
kalla, sem skírskotað er til í
frumvarpinu.
Sér væri skylt að taka það
fram, að það væru sízt prestarn-
ir, sem kyntu undir þá úlfúð og
illindi, sem stundum hefðu kom-
ið upp í sambandi við prestkosn-
ingar, heldur væru það önnur
kosningaglöð öfl, sem stundum
hefðu þá annað en velferð
kirkjunnar í huga.
Gunnar kvaðst vilja ítreka, að
hann vildi helzt, að sporið yrði
stigið til fulls þre., að prests-
embætti yrðu veitt eins og önnur
embætti. Ennfremur skírskotaði
hann til ummæla Jóhanns Haf-
steins, kirkjumálaráðherra fyrr í
umræðum um frumvarpið og
sagðist vera honum sammála um,
að það þyrfti að endurskoða
prestakatlaskipunina og mjög
margt annað á þessu sviði, t. d.
hina fjölmörgu helgidaga.
Einar Olgeirsson (Albl) sagði,
að prestar væru fyrst og fremst
starfsmenn ákveðins félagsskap-
ar en síðan embættismenn. Lagð
ist hann gegn því, að helgidög-
um yrði fækkað.
Gunnar GLslason sagðist hafa
mælt með því, að helgidögum
yrði fækkað en þá með því skil-
yrði, að þeir helgidagar sem
haldnir væru, yrðu þá raunveru
legir helgidagar, þannig að það
tíðkaðist ekki, að menn væru að
vinna á þeim dögum eða halda
skemmtanir á þeim tíma, sem
messur væru haldnar, en slíkt
tíðkaðist því miður hér, þrátt
fyrir það að slíkt væri lögbrot.
Urðu nokkrar umræður enn
um frumvarpið, þar sem til máls
tóku þeir Einar Olgeirsson, Sig-
urvin Einarsson og Þórarinn
Þórarinsson, og kváðust allir
vera andvígir frumvarpinu. Yar
frumvarpinu síðan vísað til 2.
umræðu og nefndar.
Skipun sóknarnefnda
Benedikt Gröndal (Alfl) gerði
grein fyrir frumvarpi, sem
menntamálanefnd flytur, um
skipun sóknarnefnda og héraðs-
nefnda og er fylgifrumvarp með
frumvarpinu um veitingu presta
kalla. Tók hann fram, að nefnd-
armenn áskildu sér allan rétt í
afstöðu sinni til málsins. Var
frumvarpinu síðan vísað til 2.
umr. og nefndar.
Stýrimannaskóli
í Vestmannaeyjum
Pétur Sigurðsson (S) gerði
grein fyrir nefndaráliti sjávar-
útvegsmálanefndar um frumv.
um stýrimannaskóla í Vest-
maimaeyjum, en þar er sam-
þykkt, að mæla
með frumvarp-
inu. N e f n d i n
hefði sent málið
ýmsum aðilum
t i 1 fyrirsagnar
og hefðu undir-
tektir verið mis-
jafnar.
Urðu nokkrar
u m r æ ð u r una
frumv»”“ :ð.
Barnaheimill
Einar Olgeirsson gerði grein
fyrir frumvarpi um barnaheim-
ili, sem hann er flutningsmaður
að.
Gömul munstur
í rsýjum búningi
Islenzk sjónabók eftir Elsu E. Guðjónsson
KOMIN er út „íslenzk sjóna-
bók“, en sjónabók er gamalt ís-
lenzkt orð, sem merkir sama og
munsturbók. Þessa bók hefur
Elsa E. Guðjónsson samið, en í
henni eru fjöldi mynda af göml-
um íslenzkum mynstrum, sem
eru í söfnum og eru þau færð í
nútimabúning. Bókin er gefin út
af Menningarsjóði.
í formála fyrir bókinni gefur
höfundur eftirfarandi skýringu á
útkomu hennar: „Nokkur undan
farin ár hafa birzt í tíma-
riti Kvenfélagasambands íslands,
Húsfreyjunni, hannyrðaiþættir,
einu nafni nefndir Sjónabók
Húsfreyjunnar. Þættir þessir
voru birtir í þeim tilgangi að
kynna gamlar íslenzkar útsaums
gerðir og koma á framfæri ein-
földum íslenzkum útsaums-
munstrum í nútímabúningi. Við
samningu þáttanna var að lang-
mestu leyti stuðzt við muni og
munstur, sem til eru í Þjóð-
minjasafni fslands. Nú hefur
orðið að ráði að gefa út iþessa
þætti endurskoðaða og aukna
nýju efni í þeirri von, að íslenzk
ar konur almennt hafi áhuga á
að notfæra sér munstrin og
kynnast jafrrframt hannyrðum
formæðra sinna.“
Mjög hefur verið vandað til
þess'arar sjónabókar, prentað á
vandaðan pappír svo myndir af
munstrum komi, sem bezt út.
Þættirnir eru 9 og skrifar Elsa
þar um hvert verkefni um leið
birtar eru myndir. Heiti kafl-
anna segja til um það sem bókin
fjallar um, en þeir eru: Kross-
saumssessa, Augnsaumur, Áklæði
þetta Þorbjörg á...., Jólamynd,
Glit og skakkglit, Útsaumsletur
Ragnheiðar' biskupsfrúar, Furðu
fuglar og kynjadýr, Gamlar
stafagerðir, og Vgjzludreglar.
— Handritin
Framhald af bls. 1
bráðabirgðalistar og á engan
hátt bindandi", segir K. B.
Andersen orðrétt í greinargerð
sinni. „Þeir listar einir munu
gilda, sem nefnd sú, sem sam-
kvæmt 3. grein afhendingar-
frumvarpsins, mun taka sam-
an er lögin hafa verið sam-
þykkt“.
Ráðherrann segir að hinn
„margumtalaði óskalisti“ sé af
hálfu íslendinga aðeins bráða-
birgða vinnuskjal (arbejds-
dokument), sem þeir hafi
sjálfir tekið saman til eigin
þarfa, og gagnvart dönskum
stjórnarvöldum hafi hann ekk
ert sjálfstætt gildi.
í greinargerðinni er skýrt
frá viðræðum íslendinga og
Dana um handritin 1961. Að
vanda var ekki gert nákvæmt
yfirlit (referat) um samræður
manna, en Viggo Kampmann,
þáverandi forsætisráðherra, og
Jörgen Jörgensen, þáverandi
kennslumálaráðherra, hafa rak
ið það sem fram fór eftir
minni.
22. febrúar 1961, er Norður-
landaráð var saman komið á
fundi í Kaupmannahöfn, komu
saman til fundar þeir Kamp-
mann, Jörgensen og Jens Otto
Krag, þáv. utanríkisráðherra,
og af hálfu íslendinga þeir
Ólafur Thors, þáv. forsætisráð
herra, og Guðmundur í. Guð-
mundsson, utanríkisráðherra.
Danir lýstu því þá yflr að þeir
væru að íhuga afhendingu
handrita, og spurðust fyrir
um hvórt ísland mundi vilja
taka við handritunum sem
gjöf, og hve stór gjöfin þyrfti
að vera til þess að fslendingar
mundi líta svo á, að handrita-
málið væri þar með lokið. fs-
lendingarnir féllust á gjafar-
hugmyndina, og annar fundur
um málið var ákveðinn síðar.
Fundur var siðan haldinn
með Kampmann og Jörgensen
21. apríl 1961, og tóku þátt í
honum af íslands hálfu ráð-
herrarnir Gunnar Thoroddsen
og Gylfi Þ. Gíslason, svo og
Stefán Jóhann Stefc 'son,
sendiherra. Á þessum L dl
var rætt um tillögur varða i
hve umfangsmikil handritaaf-
hendingin skyldi vera, og ósk-
ir íslands um að málinu yrði
endanlega lokið.
Auk þessara funda, hafa átt
sér stað óformlegar viðræður,
einkum í sambandi við Norð-
urlandaráðsfundi, að því er
K. B. Andersen segir. Dönste
stjórnarvöld gerðu nákvæma
grein fyrir því, að lausn á
grundvelli lagafrumvarpsina
yrði að vera endanleg, og að
ísland féllist algjörlega á það.
Kvöldberlingur hefur birt
bréf frá prófessorunum Sig-
urði Nordal og Einari ÓL
Sveinssyni, þar sem þeir vísa
á bug þeim fregnum blaðsina
að þeir hafi tvisvar eða þrisv-
ar farið til Danmerkur huldu
höfði og tekið þar þátt í leyni-
fundum. Segjast prófessorarn-
ir hafa farið einu sinni til Dan
merkur vegna handritanna að
beiðni Gylfa Þ. Gíslasonar, til
þess að vera til reiðu sem sér-
fróðir menn um handritin á
aprílfundinum. Prófessorarnir
segja að þeir hafi búið á Hotel
D'Angleterre, og að sjálfsögðu
undir réttum nöfnum.
— RytgaardL