Morgunblaðið - 04.12.1964, Síða 15
Föstudagur 4. des. I9ti
MORCUNBLAÐIÐ
15
Með líflegu fdlki
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson:
GRÆR UNDAN IIOI.I.KI
HENDI. Setberg. Reykjavík,
1964. 245 bls.
í fyrra kom út safn blaðavið-
tala eftir Vilhjiálm S. Vilhjálms-
•on.
1 straumkastinu hét sú bók og
hafði einvörðungu að geyma við-
töl, sem Vilhjálmur hafði fyrr
og síðar skráð eftir sjómönnum,
útvegsmönnum og öðrum, sem á
einhvern hátt höfðu starfað að
sjávarútvegL
Nú er komfð frá hertdi Vil-
hjálms annað safn, engu minna.
Það er ekki eins og hið fyrra
einskorðað við tiltekna starfs-
ítétt, heldur eru þar karlar og
konur af ólíkustu stéttum og
stig'um þjóðfélagsins. Nafn þess-
arar nýju bókar er geðfellt. En
ekki er það að sama skapi þjált,
ef reynt er að fella það inn í
lengra mál, því bókin heitir:
Grær undan hollri hendi. Hefst
hún á formála, og segir höfund-
ur þar meðal annars:
„Ég hef vali'ð hér viðtöl við
28 menn og konur, sem birzt
hafa í blöðum og tímaritum á
limliðnum allt að fjórum ára-
tugum. Hér er sagt frá fólki úr
nær öllum stéttum, konum og
körlum, sem búið hefur við hin
ólíkustu lífskjör, allt frá hrakn-
ingslífi til embættisstarfa, fátæku
og umkomulausu fólki, vel efn-
uðu og allt þar á milli. Hygg ég
að í þessari bók megi sjá lífskjör
íslenzku þjóðarinnar í heila öld
speglast í einstökum atriðum,
smáum myndum, sem að lokum
verði að einni heild, — og þar
með heildarsögu.
Eitt á allt þetta fólk sameigin-
legt. Þáð hefur gengt hlutverki
sínu af skyldurækni og samvizku
semi. Það hefur giróið undan
höndum þess.“
Þetta nýja viðtalssafn Vil-
hjálms er ekki eins heillegt að
efni og það, sem áður er getið.
En það er að sama skapi fjöl-
skrúðugra. Og þau orð höfund-
ar, að þarna „megi sjá lífskjör
íslenzku þjóðarinnar í heila öld
speglast í einstökum atriðum,“
eru vissulega sönn. Mér kom í
hug, þegar ég fletti bókinni, að
skemmtilegt væri að eiga slíkar
minningar frá kynslóðum fyrri
alda, þó ekki væri nema frá
næstliðinni öld.
Viðtöl erú að öllum líkum það
efni dagblaðanna, sem flestir
lesa. Og það er ofur skiljanlegt.
Þar kemur fólkið til dyranna,
eins og það er klætt. Þar kemur
fram hið daglega tungutak, eða
svo á þáð að minnsta kosti að
vera. Þess vegna getur ekkert
annað frásagnarform komið í
Vilhjálmur S. Viihjálmsson
staðinn fyrir vel heppnað viðtal,
né heldur kemur viðtalið í stað-
inn fyrir nokkurt annað frúsagn-
arform, sem áður hefur þekkzt.
Ef viðtalsformið er borið sam-
an vfð eitthvert annað frásagnar
form, kom.a mér helzt í hug seridi
bréfin. En þau eru annars eðlis.
Auk þess eru þau ekki fyllilega
samanburðarhæf, þar sem þau
tíðkast nú ekki lengux í svipuð-
um mæli og áður.
Þegar sú tíð kemur, að fræði-
menn fara að grúska í okkar öld,
munu þeir ekki finna annan eins
sæg sendibréfa og við eigum í
fórum okkar frá fyrri öld, til
dæmis. Bréf eru ekki lengur í
tízku og eiga varla eftir að gegna
svipuðu hlutverki og þau gegndu
forðum.
En í stáð sendibréfa munu
fræðimenn framtíðarinnar grafa
upp sitthvað annað frá okkar
dögum, sem koma mun í góðar
þarfir og kannski reynast þeim
eins notadrjúgt og okkur reyn-
ast bréfin nú. Eflaust munu þeir
draga viðbölin fram í dagsljósið.
Og þá er ég illa svikinn, ef síð-
ari tíma fræðimenn finna þar
ekki sitthvað, sem þeim þykir
fróðlegt um lifnaðarhætti og
hugsunarhátt okkar, sem nú lif-
um. Það er fátt, sem vi'ð kemur
daglegu lífi og starfi á þessari
öld og ekki hefur borið á góma
í einhverju blaðaviðtali.
Viðtölin í hinni riýju bók Vil-
hjálms S. Vilhjálmssonar eru
skemmtiieg lesning. Og bókin
kafnar ekki undir nafni. Það
eru manndómsmenn, sem þar
eru leiddir fram á sviðið. Að
minnsta kosti koma þeir manni
þannig fyrir sjónum í viðtölun-
um. Og Vilhjálmur hefur í heiðri
þá gullvægu reglu sagnamanns-
ins, að nokkuð veriður að bera
til sögu hverrar. Það fólk, sem
hann ræðir við, hefur nóg að
segja og liggur ekki á því, sem
það veit, en blaðamaðurinn mark
ar og dregur á land.
Eins og áður er getið, kemur
þarna fram fólk af ólíkustu stétt
um og starfsgreinum. Þarna eru
þjóðkunnir menn, sem gegnt hafa
vellaunuðum ábyrg'ðarstöðum í
þjóðfélaginu. Og þarna er líka
fólk, sem óx upp í andlegu og
líkamlegu harðrétti og varð að
berjast harðri og stundum von-
lítilli baráttu til að draga fram
lífið. Við nútímamenn þurfum
kröftugt ímyndunarafl til að
skilja þá baráttu.
Einhvern veginn þykir mér
hlutur síðar nefnda hópsins
merkilegri í þessari bók, og
stuðlar margt að því. Höfund-
urinn hefur alltaf verið máls-
vari erfiðismannanna, þeirra
sem vinna hörðum höndum.
Vera má, að þeir hafi átt ein-
hverja sterkari málsvara. En ég
efast um, að þeir hafi átt marga
másvara, sem einlægari væru en
Vil'hjálmur. Hann skilur þá menn
og virðir. Þeir eru hans heima-
fólk.
Annað má einni.g taka franu
Við ættum gnótt heimilda uiu
ævir og störf margra embættis-
manna, þó sleppt væri öllum við-
tölum, sem blaðamenn hafa eftir
þeim skráð. En ekki verður það
sama sagt um fátækt og um-
komulaust fólk eins og það, sem
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson hef-
ur dregi'ð fram í dagsljósið.
Margt af því, sem það hefur trú-
að honum fyrir og hann síðan
skráð og birt, væri að öðrum
kosti gleymt og grafið.
Viðmælendur Vilhjálms eiga
það sammerkt, að þeir hafa lifað
í hringiðu starfs og athafna. Og
þeir eru líka menn fjörs og lífs-
gleði. Þa'ð liggur vel á þessum
tuttugu og átta manneskjum,
sem hann leiðir fram á sviðið.
Það er í stuttu máli sagt við-
felldinn og skemmtilegur hópur.
Það er engum vorkunn að una
sér í þeim félagsskap. Um innri
og ytri frágang bókarinnar er
það fyrst að segja, að hún er
þokkaleg útlits. Fremst í bók-
inni eru birtar myndir af sögu-
mönnum, og eru þær prentaðar
á gljápappír. Prófarkalestur
virðist hafa farið í handaskolum.
Og einhvers sta'ðar rakst ég á
skakkar orðmyndir. Þess konar
villur hefði átt að leiðrétta, jafn-
vel þó þær hafi á sínum tíma
verið skráðar orðréttar eftir
sögumönnum.
Að lokum er hér útúrdúr:
I hvert skipti, sem rætt er um
blaðaviðtöl, vefst fyrir manni,
hvað nefna skal þann, sem spyr,
og þann, sem svarar. Fyrir nokkr
um árum tók einhver góðu.r mað-
ur upp á að kalla spyrjandainn
spyril (af spyrja). Ekki er þa'ð
orð fast í málinu, enn sem komið
er, en getur orðið það, því það
hefur verið tekið upp í hina
miklu orðabók Menningarsjóðs.
En hvað skal þá kalla þann,
sem verður fyrir svörum? Má
ekki til samræmis kalla hann
sverri (af svara)? SpyriU og
sverill — þáð fer ekki svo illa
saman — tvö lík orð, stutt og
laggóð.
Erlendur Jónsson.
Einar Pálsson skrifar Vettvanginn í dag. — Hann fjallar um sjónvarp á ís-
landi Höfundur gagnrýnir í senn Ke flavíkursjónvarpið og andstæðinga sjón
varps yfirleitt — Ennfremur bendir ha nn á „að sjónvarp getur orðið merkasta
menningartæki íslendingau — „Við eigum að leggja til atlögu við vandann
strax“.
í DAG birtir Morgunblaðið grein
um „útflutning fræðslu með
sjónvarpi.“ Er greinin þýdd úr
brezka blaðinu „Observer“ og er
að mínu viti eitthvert athyglis-
verðasta tillegg sem birzt hefur
( íslenzku blaði um sjónvarps-
málin frá upphafi.
Greinin í Observer sýnir svo
•ð ekki verður um villzt að sjón-
varp er nú áð verða merkasta
fræðslutæki nútímans, og vissu
raunar margir fyrir. Hins vegar
hafa umræður um sjónvarpsmál
á íslandi að verulegu leyti snúizt
um atriði, sem ekkert koma fram
kvæmdaratriðum íslenzka sjón-
varpsins við. Yfirlýsing „hinna
»extíu“ klauf menn á sínum
tíma í tvo hópa, þótt lítil efni
væru til. Öllum íslenzkum
menntamönnum ber saman um,
•ð einhliða „menningarinnrás“
eins ríkis kunni að reynast skað-
leg til langframa, hins vegar var
málið sett þannig fram, að mörg-
um þótti miður. Var óg einn
þeirra.
Þáð sem fæsta óraði fyrir voru
hinar geysilegu vinsældir sjón-
varpsins sem skemmtitækis.
Hefði í rauninni verið sama
hvort Ameríkanar eða Zulu-negr
•r hefðu sett hér upp sjónvarps-
•töð, íslendingar eru nýjunga-
gjarnir og framfúsir og hefðu
keypt sér tæki án þess að skilja
orð í negramáli. Sjónvarp er
framtíðin, og ekkert nöldur
Sháldssamra sómamanna getur
•töðvað framsókn tækninnar,
hversu mjög sem glamrað er um
þjóðerni og menningu. Þessi orið
«ru gatslitin — ekki af illri mein
ingu — heldur af ofnotkun. Nú
verður ekki lengur déilt um
sjónvarpið á Keflavík, með öllu
er óhugsandi að snúa aftur. Stór
hluti fslendinga þekkir nú sjón-
varp af eigin raun, og margir
þeirra þekkja, að það getur verið
raun að hafa sjónvarp.
Innan nokkurra ára verður
tæknin komin á það stig, að ís-
lendingar geta horft á sjónvarp
fná ýmsum löndum. Mér dettur
ekki í hug að skrifa „sennilega".
þetta er eins víst og áð dagur
fylgir nótt. Einstök aðstaða
Bandaríkjamanna á Keflavik
mun þá hverfa, og aðrar þjóðir
keppa við þá um lýðhylli. Þetta
er sú menningarinnrás, sem okk
ur ber að bregðast við í næstu
atlögu, stundin er ekki langt und
an.
Þess vegna var greinin i Obs-
erver tímabær.
Sú skoðun er almenn, að ís-
lendingum muni aldrei takast að
keppa við áðrar þjóðir í sjón-
varpsmálum. Er þá yfirleitt vitn-
að í gæði amerískra skemmti-
þátta og lengd senditíma, hvernig
gæti íslenzkur búnaðarþáttur
keppt við Perry Mason á laugar-
dögum? Er rökleiðsla þessi rétt
svo langt sem hún nær — en
hún kemur bara hvergi nærri
kjarna málsins. fslenzkt sjón-
varpsefni táknar alls ekki bún-
aðarþætti eða ávarp vegna fjár-
söfnunar kvenfélaga. Það tákn-
ar hrejnlega, að íslenzk tunga
kemur í stað erlendrar.
Það væri algjör barnaskapur
að sniða framtíðartæki fslend-
inga eftir frumbýlingsárum Ríkis
útvarpsins. Mannfæð íslendinga
kemur í veg fyrir beina sam-
keppni íslenzkra skemmtiþátta
og erlendra, en islenzkt mál mun
alltaf hafa vinninginn yfir það
erlenda. Að ætla sér að reka
sjónvarp án erlendra þátta væri
álíka og að hætta að kaupa syk-
og kanel frá útlöndum, enda dett
ur engum manni það í hug. Hins
vegar vinnst mikill sigur með
tilkomu íslenzkrar stöðvar: is-
lenzkt mál verður meginstoð
merkasta menningartækis nútím-
ans — og íslendingar ráða sjálfir
efnisvali.
Nú er ekki þar með sagt, að
íslendingar muni reynast snill-
ingar í skipulagningu dagskrár.
Sjónvarpið á sjálfsagt eftir að
glíma við margháttaða örðug-
leika fyrstu árin og þá án vafa
verða fyrir talsverðum árásum.
En — kæru bræður — við hvað
er að keppa?
Hvað eftir annað tala íslenzk
blöð um gæði amerískra sjón-
varpsþátta. Ef þættir Keflavíkur
stöðvarinnar eru gagnrýndir, má
jafnvel búast við, að pólitík búi
að baki. Ég ætla að leyfa mér
að brjóta þetta tabú og ræskja
mig í átt til vina vorra, Banda-
ríkjamanna. Mér finnst dagskrá
þeirra fyrir neðan allar hellur.
Ekki vegna okkar, heldur vegna
þeirra sjálfra.
Mér mundi aldrei detta í hug
að blanda mér í dagskrármál
Bandaríkjamanna sem fslending-
ur. Ég tala hér sem eindreginn
stuðningsmaður vestrænnar sam
vinnu, ekki sem einnar þjóðar
þegn við annarar Þjóðar stjórn.
Evrópa er nú öll að brá'ðna I
eina deiglu, framtíðin bendir öll
til stærri ríkisheiida en hingað
til hafa þekkzt, og þróunin er
miklu örari en flesta menn grun-
ar. Ég tala því hér sem einn vest
rænn maður við annan.
Bandaríkjamenn hafa yfir að
ráða miklum mannafla og geypi-
fé. f Bandaríkjunum eru sumar
beztu hljómsveitir heims, þar er
menningarframsóknin örust á
ýmsum sviðum, þar eru næg
auðæfi til að framleiða bezta
sjónvarpsefni veraldar. Ef slíkt
sjónvarpsefni er framleitt þar þá
nær fátt af því ströndum íslands.
Dagskrá Keflavíkursjónvarps-
ins auðkennist af flatneskju vall
anna í Texas.
Mikfð er látið af einstökum
stjörnum sem prýða sumar dag-
skrárnar. Danny Kay stjórnar
heilum þætti, menn eins og Jack
Parr og Ed Sullivan kynna
þekkta skemmtikrafta. Þetta er
gott svo langt sem það nær, en
dagskrá sem sett er saman á
þennan hátt er óskaplegt þunn-
meti. Það má líkja þessu við að
éta brjóstsykur í allan mat. Það
sem ég get aldrei nógsamlega
undrazt, er hvers vegna í ósköp-
unum stjórn Keflavíkursjónvarps
ins sníður ekki dagskrána við
hæfi fullorðins fólks. Það ligig-
ur við, að gáfulegasta prógramm-
ið sé boxkeppnin á föstudögum.
Einstaka sinnum sjást fræ'ðslu-
þættir, og þá kippast menn við.
Þetta er þá hægt, þega.r öllu er
á botninn hvolft. Hálftíma þætt-
ir úr myndasafni Encvclooedia
Brittanica eða fræðslumyndir úr
stríðinu detta í póstkassann eins
og jólakort, þarna er efni sem á
erindi til nútímamanna. Það er
ekkert grín að sjá bardaga úr
síðasta stríði. En það er hollt. Og
því fer fjarri, að ég amist við
einstökum þáttum í sjálfu sér,
þáttum sem skírskota til vissra
aldursflokka og skemmtiþarfar.
Það er heildin, sem ætlar menn
lifandi áð drepa.
Þættir eins og „The Untoucha-
bles“ og „Combat“ gegna líku
hlutverki og leynilögreglusögur,
þeir veita mönnum lausn frá önn
dagsins, margir þekktustu menn
heims lesa slíkar bókmenntir og
verður ekki meint af. Sumir eru
þessir þættir mjög vel leiknir
— ekki sízt Combat eða Defend-
ers, sem nú er hætt við, en bar
höfuð og herðar yfir aðra
skemmtiþætti — en þegar við
slíka þætti bætast endalausar
leynriögreglusögur ódýrustu teg-
undar og eitthvert voðalegasta
væl, sem framleitt er úr manns-
börkum, þá hlýtur að því að
reka, að menn óski eftir kjarn-
betra fæði til tilbreytingar.
Og slíku fæði þarf fólk á að
halda.
Þrátt fyrir allan auð Bandaríkj
anna verkar sjónvarp þeirra eins
og skrumskæling á nútímanum.
Ég hef reynt að kynna mér sjón
varp hvarvetna sem óg hef kom-
ið í Evrópu, og hef ég HVERGI
rekizt á aðrá eins dagskrá. Ein-
att er vitnað í hlálega stuttan
sjónvarpstíma Dana — tvo
klukkutíma á dag — en hiklaust
JTramKo'M á Kla *r*