Morgunblaðið - 04.12.1964, Síða 28

Morgunblaðið - 04.12.1964, Síða 28
DAGAR TIL JÓLA 1 Appelsínur í stofunni — MA ekki bjóða ykkur ís- lenzkar appelsínur, sagði hús- freyjan að Langholtsvegi 80, Susie Bachmann, við okkur á dögunum, er við litum þang- að inn til þess að skoða app- elsínutréð í stofunni á heim- ilinu. Þetta var myndarleg- asta tré, sýnilega stolt heim- ilisins, enda fremur óvenju- iegt að appelsínurækt sé stunduð á íslenzkum heimil- um. — Ég keypti tréð fyrir tveimur árum í Hveragerði, sagði Susie, og í fyrravor komu á það græn aldin. Þeg- ar appelsínurnar tóku að roðna í sumar, hélt fólk, sem sá þetta í fyrsta sinn hjá okkur, að þetta væru gervi- appelsínur úr plasti! Við spurðum frúna, hvort ungviðinu þætti appelsínum- ar ekki freistandi. Hún sagð- ist ekki þurfa að óttast að þær hyrfu af trénu, því að í augum barnanna væri þetta alveg stórkostlegt. Frúin bauð okkur glóaldin af trénu og við sannfærðumst um, að ávextirnir, sem vaxa í stofunni á Langholtsvegin- um eru í 1. gæðaflokki! Stefan Jon og Pall Einar — þeim þykir vænt um appelsinutréð. Ný byggingar- somþykkt Reykjavíkur Á F U N D I borgarstjórnar I gærkvöldi var samþykkt ný byggingarsamþykkt Reykja- víkur. Var margt manna á á- heyrendapöllum, og voru það einkum tæknifræðingar og byggingameistarar. Nokkrar umræður urðu á fundinum, og verður sagt frá þeim ásamt hinni nýju byggingarsam- þykkt í blaðinu á morgun. Móðurmálssjódi berst 90 jbús. kr. gjöf um, í fyrsta sinn á aldarafmæli Björns Jónssonar 1046, og er næsta verðlaunaveiting væntan- leg fyrix árslok. Stjórn Minningarsjóðs Bjöms Jónssona-r, Móðurmálssjóðsins, flytur stjórn h.f. Árvakurs mikl- ar þakkir fyrir þessa veglegu gjöf, bæði sem virðingarvott við minningu Björns Jónssonar og aukna stoð við það menningar- hlutverk, sem Móðurmálssjóðn- um er ætlað að rækja. Reykjavík, 3. desember 1964, f.'h. stjórnar Minningarsjóðs Björns Jónssonar, Móðurmáls- sjóðsins, Steingrímur J. Þorsteins son, formaður". Auk dr. Steingríms J. Þorsteins sonar eiga sæti í stjórn sjóðsins dr. Halldór Halldórsson, prófessor, Tómas Guðmundsson, skáld, Bjarni Guðmundsson, bla'ðafulltrúi og Pétur Ólafsson, forstjóri. Móðurmálssjóðurinn var stofn aður árið 1946 á eitt hundrað ára afmæli Björns Jónssonar. Sex menn hafa hlotið verðlaun úr honum. Þeir eru Karl ísfeld, Loftur Guðmundsson, Helgi Sæ- mundsson, Bjanni Benediktsson, Matthías Johannessen og Indriði G. Þorsteinsson. Björn Jónsson MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá dr. Steingrími J. Þorsteins syni, prófessor, formanni stjórn- ar Minningarsjóðs Bjöms Jóns- sonar, Móðurmálssjóffsins: „Hinn 19. september í haust vo.ru liðin 90 ár frá því, er Björn Jónsson, síðar ráðherra, stofnaði blaðið ísafold. Til miruningar um það hefur stjórn h.f. Árvakurs, útgefenda Morgunblaðsins í Reykjavík, nú gefið níutíu þús- und krónur í Minningarsjóð Björns Jónssonar, Mó’ðurmáls- sjóðinn. Hann var stofnaður 1943 af niðjum Björns Jónssonar og ísafoldarprentsmiðju h.f. Tilgang ur sjóðsins er að verðlauna mann sem hefur aðalstarf sitt við blað eða tímarit og hefur, að dómi sjóðstjórnar, undanfarin ár rit- a'ð svo góðan stíl oig vandað ís- lenzkt mál, að sérstakrar viður- kenningar sé vert. Alls hefur sex sinnum verið veitt úr sjóðn- Vill helzff selica rík- inu bókasafnið KINS og auglýst hefur verið í MbL og skýrt frá í frétt á mið- vikudag, hefur Kári Borgfjörð Helgason auglýst hið mikla bókasafn sitt til sölu. Safn hans er hið stærsta í eigu einstaklings á Islandi. Kjama þess keypti hann úr dánarbúi Þorsteins heit Ins Þorsteinssonar, sýslumanns, en hefur siðan aukið það. Mbl. hafði samband við Kára í gær, þegar safnið hafði verið til sölu í tvo daga, og hafði þá ekkert til- boð borizt. yrði að vera ráðinn við safnið, til þess að hirða um það, og kaupa þyrfti mikið magn bóka og tímarita til að fylla upp í skörð, en til þess þyrfti mikið fé. Kári kvað bókfróðan og nákvæm an mann, Böðvar Kvaran, hafa starfað við safnið, síðan hann festi á því kaup. Hefði hann unnið lotlaust við flokkun safns ins, skráningu, umihirðu og inn- kaup allan tímann. Rári kvað ætlunina að selja safnið í einu lagi, og yrði forðazt eftir megni að þurfa að skipta þvá. Hann kvað það von sína, að safnið yrði ekki selt úr landi, og heizt af öllu vonaði hann, að ís- lenzka ríkið eða stofnanir á veg- um þess keypti safnið. Ein- staklingi væri ofvaxið að eiga saifnið, að sínu áliti, eða sú væri reynsla sín. Sérstakur maður Bændafundur ó Selfossi ©ELFOSSL 3. des. Ræktunarsamiband Flóa og Skeíða hefur undanfarin þrjú ár gengizt fyrir bændafundum á Selfossi. í gær var haldinn einn slíkur fundur, og mætti þar Þórir Baldvinsson, arkitekt. Ræddi hann um byggingar í sveitum. Að loknu erindi hans, voru frjéls ar umræður, og tóku margir bændur til máls. Á fundi þessum voru mættir um 70 bændur, og er það færra en venjulega hefur verið á slíkum fundum. Fundur- inn hófst kl. hálf-tíu og stóð til kl. tvö eftir miðnætti. Venjan er að halda þrjá siíka fumdi á vetri, einn fyrir jól og tvo eftir hátíðir. Verður svo einn ig í vetur. — Ó. J. 6. ártíð Vinstri stjórnarinnar í DAG, 4. desember, er 6. ártíð Vinstri stjórnarinnar, illræmdustu ríkisstjórnar, sem hér á landi hefur að völdum setið. Enginn virðist sakna Vinstri stjórnarinnar — nema einn aðili: Dagblaðið „Tíminn“. Þar hefur oft mátt líta angurvær og saknaðarfull skrif, blandin trega þeirra manna, sem völdin þrá að nýju, en vita, að slíkt má ekki verða. Nú fyrir skemmstu hefur „Tíminn“ meira að segja dirfzt að halda því fram, að allt hafi verið betra í tíð Vinstri stjórnarinnar, og gott væri nú að vera íslendingur, hefði hún fengið í friði að fullkomna það, sem vakti fyrir að- standendum hennar.. En Vinstri stjórnin náði Forsætisráffherra Vinstri stjómarinnar. sannarlega fullkomnun. — Fyrir sex árum hélt for- sætisráðherra hennar, Her- mann Jónasson, eftirminni lega ræðu í sölum Alþingis, sem lengi mun minnzt í stjórnmálasögu íslands. — Þar lýsti hann því vel, hvert Vinstri stjórnin hafði leitt þjóðina. í tilefni dags- ins leyfir Morgunblaðið sér að birta þessa sögulegu ræðu um endalok Vinstri stjórnarinnar, þegar allt var fullkomnað, „Tíman- um“ til ánægju og þjóðinni^ til upprifjunar. — Ræðan hljóðaði svo: „Hr. forseti! Ég hef á ríkisráðsfundi í dag heðizt lausnar fyrir mig og ráðuneyti mitt. Forseti ís- lands hefur beffið ráðuneytið að gegna störfum fyrst um sinn, og hafa ráffherrar, að venju, orðiff við þeirri beiðni. Fyrir lá, að hinn 1. des- ember átti að taka gildi ný kaupgreiðsluvísitala, sem fól í sér 17 stiga hækkun. Til þess að koma í veg fyrir nýja verðbólguöldu, sem af þessu hlaut að rísa, óskaði ég þess við samráðherra mina, að rík- isstjómin beitti sér fyrir setningu laga um frestun á íramkvæmd hinnar nýju vísi- tólu til loka mánaðarins, enda yrðu hin fyrmefndu 17 vísi- töiustig þá greidd eftir á fyrir desember, nema samkomulag yrði um annað. I.eitað var umsagnar Al- þýðusambandsþings um lagn- setningu þessa, samkvæmt skilyrði, sem sett var fram um það í ríkisstjórninni. Al- þýðusambandsþing neitaði fyr ir sitt leyti beiðni minni um frestun. Boðiði ég þá ráð- herrafund að morgni iaugar- dags 29. nóvember, en þar náðist ekki samkomulag um stuðning við frumvarpiff. Af þessu leiddi, að hin nýja k»aup greiðsluvisitala kom til fram- kvæmda um mánaðamótin, og ný verðbólgualda er þar með skollin yfir. Við þessu er svo því .að bæta, að í ríkis- stjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum mál- um, sem að mínu áliti geti stöðvað hina háskalegu verð- bólguþróun, sem verður óvið- ráðanleg, ef ekki næst sam- komulag um þær raunhæfu ráðsfcafanir, sem lýst var yfir, að gera þyrfti, þegar efna- hagsf rumvarp rikisstjórnar- innar var lagt fyrir Alþingi á sl. vori“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.