Morgunblaðið - 06.12.1964, Page 10

Morgunblaðið - 06.12.1964, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. des. 1964 UM BÆKUR Frásagnir af minnissfœð- um atburðum ÞVf GLEYMI ÉG ALDREI. Frásagnir af minnisstæðum atburðum. III. bindi. Gísli Jónsson bjó til prentunar. Kvöldvökuútgáfan 1964. Kvöldvök-uútgáfan á Akureyri hefur sent frá sér þriðja bindi -ritsafnsins „Því gíeymi ég aldrei. Frásagnir af minniststæðum at- burðum“. Að sögn útgáfunnar hafa fyrri bindin hlotið vinsæld- ir almennings. Ég hef ekki 'lesið nema þetta eina bindi, an eftir því að dæma kennir margra grasa í ritsafni þessu. Þar eru frásagnir af 'sjó og landi, dulrænum fyrirbrigð- um, draumum, og allskyns ferða lögum. Bók eins og þessi er auðvitað vinsælt lestrarefni. í henni geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, og þótt að ekki verði vart mikilla listrænna taka á efni- viðnum er sitthvað girnilegt til fróðleiks. Þeir höfundar sem auðsýnilega ætla sér að vera „skáldlegir" eins og til dæmis Bjarni frá Hof- teigi, hafa að mínu viti ekki veigameiri sannindi fram að færa en hinir sem „alþýðlegast- ir“ eru í frásagnarmáta. Ég hafði til dæmis mjög gam- an a-f þætti Steinþórs Þórðarson- ar, bónda á Hala í Suðursveit, sem hann nefnir: „Þegar ég las Buslubæn". Ég sé ekki betur en einföld en trúverðug frásögn hans búi yfir þó nokkrum skáld- skap. Það gerast miklir hlutir í þessari grein, sem er með þeim stytztu í bókinni. Þegar Steinþóri á Hala er sleppt, er það áberandi hvað frá- sagnirnar af sjónum eða frá sjáv arsíðunni, eru miklu fremri sveitalífssögunum. Kristján Jóns son, borgardómari segir frá bátstapa á Þorskafirði með þeim hætti að örlög eins manns skipta okkur máli, við finnum gust feigðarinnar, og við trúum þess- ari sögu. Það er einnig forvitniíegt að fylgjast með Halldóri Jónssyni, loftskeytamanni um þýzkar kaf- bátaslóðir á styrjaldarárunum. Áhöfn hins smáa íslenzka togara sem leggur sig í lífshættu við björgun brezks skips úr klóm þýzkra kafbáta, sýnir okkur hug rekki og ósérhlífni íslenzkra sjó- manna. Þessi frásögn Halldórs Jónssonar er spennandi aflestrar. Ragnar Jóhannesson, skóla- stjóri, sem frægastur er fyrir að hafa einu sinni vera leiðsögu- maður Audens um ísland, er nú enn á ferðalagi, og ég verð að segja að ég vorkenni honum og förunautum hans að hafa þurft að drekka allt það kaffi og borða allar þær kökur sem getið er um í greininni. Það eitt út af fyrir sig er hraustlega gert. Auk þess sannar Ragnar að hann hefur gluggað í kveðskap, því hann vitnar mikið í þjóðskáldin. Jón Gíslason, póstfulltrúi seg- ir frá sinni fyrstu fjallaferð, og kemur nákvæm fræðimennska Jóns vel fram í greininni, auk þess sem öllum er Ijóst eftir að hafa elt hann um vegi og veg- leysur að hann er náttúrudýrk- andi í meira lagi. Hann er líka óspar á orð. En þætti sínum hef- ur Jón valið yfirlætislaust og fallegt heiti: ,Þá var bjart á fjöllum“. Séra Bjarni Jónssön, er einnig langorður, og þurfti ég að hafa mig allan við til að paufast í gegnum þessa kafla úr ævisögu hans. En því verður ekki neit'að með nokkurri sanngirni að „stundum glóir á gull“ hjá séra Bjarna. Hann er til dæmis að lýsa höll Moltke greifa í Breið- götu í Kaupmannahöfn, og segir: „Þar var jafnvel ennþá fínna en í Vesturbænum“. Björn Bjarman, kennari á smá sögu í bókinni, og Guðmundur Daníelsson, rithöfundur dregur upp stutta mynd úr æsku sinni: „Férjan“. Gunnar Dal, rithöfundur er staddur á framandi slóðum. — Hann segir frá því fyrirbrigði sem nefnt er eldganga, og mun, oft eiga sér stað á Indlandi. Arnór Hannibalsson, sálfræð-. ingur lýsir samvizkusamlega ferð sinni til Rússlands. Hann gerist nemandi við Moskvuháskóla, og mun eflaust mörgum þykja fróð- legt að kynnast því hvernig ís- lenzkur námsmaður er tekinn inn í þennan skóla. Arnór segir aðeins frá því sem gerist á ytra borðinu, og þykir mér það galli á frásögn hans. En ég var strax fullur áhuga þegar ég hóf lestur greinarinnar, sem nefnist: „Gegn um járntjaldið1*. í þessari bók eiga einnig grein ar þeir Bergsveinn- Skúlason, rit- höfundur; Bjartmar Guðmunds- París tekur „Gulli íslands" fádæma vel I NOVEMBER var 'kvik- myndin „Gull íslands", sem fransmaðurinn Samivel gerði, sýnd í Salle Pleyel í París, en Samivel flytur jafnframt fyr- irléstur um efnið, um leið og hann sýnír myndir sínar. Við- staddir frumsýninguna í París voru Pétur Thorsteinsson, sendiherra, og Þorleifur Þórð arson, forstjóri Ferðaskrif- stofu ríkisins, auk franskra gesta. Myndin var svo sýnd þrisvar sinnum, 7., 8. og 11. nóvember í Salle Pleyel, sem er einhver stærsti hljómleika áalur í París, og tekur 2700 manns, og var aðsókn svo Höfundurinn Somivel. mikil að fjöldi manns varð frá að hverfa. Hefur aldrei verið svo geysileg aðsókn að nokkurri mynd í kvikmynda- flokknum „Þekking á heim- inum“, í þau 15 ár sem mynd ir þessar hafa verið kynntar þarna. Myndin fékk ákafléga góða dóma í París, engu síður en í þeim öðrum borgum, sem hún hefur verið sýnd, og sagt að fegurð íslands, eins og Samivel sýnir landið, hafi snortið áhorfendur. Og birtu sum blöð myndir úr kvik- myndinni. Auk opinberu sýninganna í Salle Plevel var „Gull fs- lands“ sýnt fyrir sérhópa, t.d. í Frakklandsbanka 20. okt. og í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins 19. nóv. að við- stöddum erlendum stjórnar- erindrekum og frönsku og er- lendu starfsfólki NATO. Einn Ljóshærð íslenzk yngismær, sem Parísarblöðin b i r t u mynd af. Hún kemur fyrir í kvikmyndinni „Gull íslands". ig var myndin sýnt í franska sjónvarpinu 4. nóvember og um það leyti voru höfð tvö viðtöl við Samivel í franska útvarpinu um bók hans og kvikmynd frá íslandi og rit eins og „Revue des deux mondes og Planete“. Við frumsýninguna í París í nóv- embermánuði var m. a. Paul William, forstjóri „Explor- ation du Monde“ og tryggði hann myndina strax til 130 sýninga í Belgíu og Luxem- burg. Þessi kvikmynd um ís- land hefur sem sagt vakið al- menna hrifningu í ParLsar- borg, einkum meðal mennta manna, og er áreiðanlega að henni meiri og betri larid- kynning en íslendingar hafa yfirleitt átt völ á. Sýningar- skráin sem sýningargestir fá, veiti einnig margvíslegar upp lýsingar um ísland og sögu þess. Þar eð Samivel kynnir á- vallt sjálfur með fyrirlestrum lönd þau sem hann sýnir á kvikmyndum sínum, er nú hlé á sýningum kvikmyndar- innar, en hann tekur sér frí fram í febrúar. Enda er Samivel þegar farin að hugsa um næstu verkefni, hefur m. a. fengið tilboð um að gera kvikmynd í Súdan, með sérstöku tilliti til múhameðs- trúar ættbálkanna þar. Auðnustundir — Efiir Birgi Kjaran: Birgir Kjaran: AUÐNUSTUNDIR. Bókfellsútgáfan 1964. ÞETTA er jólabók. Ekki af því að hún birtist rétt fyrir jólin — eins og flestar aðrar bækur á voru landi, heldur af því að hún er mild og kyrrlát eins og jólin voru og jólin eiga að vera. Bókin fjallar þó alls ekki um jól eða jólahald, heldur um sumarið, sem menn fara að þrá og hlakka til bak jólum, þegar sólin snýr við á suðurgöngu sinni og eftir er að- eins að þreyja þorrann og gó- una til vorsins. Þannig verka Auðnustundir á minn innri mann, og það ætla ég, að margir taki undir, er þeir leggja bókina frá sér að.loknum lestri. Auðnustundir er nafn, sem lætur vel í eyrum. Norður í Húna vatnssýslu er fell, sem heitir Auðnufell. Það er ekki ofurhátt, en þar er stuðlaberg í brúnum og angandi lyngbrekkur í hlíð- um. Sunnan undir því stóð lítið býli, sem hét Auðnukot. Af því er nú ekkert eftir nema hið sér- kennilega nafn. Það hefur verið bjartsýnn maður, sem byggði Auðnukot og valdi því nafn. Birgir Kjaran leggur oft leið sína á svona staði, sem fæstir eiga erindi til, og hann kann flestum betur þá list að heyra steinana tala, en svo segir Davíð: í bæjartóttum bleikra eyðidala birtist þeim margt, sem heyrir steininn tala. Birgir er líka mikill steinavinur og steinasafnari. Einn þáttur í bókinni heitir Lifandi og dauðir steinar. Hann lýsir því af eigin sjón, Þegar jörðinni blæðir og rauðglóandi hraunkvikan verður að nýjum steini með öllum sínum kynjamyndum — eins og í síðasta Öskjugosi. — Hann leitar að rauðum ópal austan undir Vatna- jökli og geislasteinum í Berufirði. En því fer fjarri, að steinaríkið sé kjarni bókarinnar. Þeir sem landið erfa segir frá kynnum við ungu kynslóðina, athöfnum henn ar og hugarheimi, Þegar vorar um haf og tjörn. Höf. fínnur til skyldleika við börn náttúrunnar og skilur þau flestum betur. Hann hefur engin orð um við- urstyggð eyðileggingarinnar í Viðey. Hann bregður sér aðeins þangað í anda og leiðir Skúla fógeta blindan og ellimæddan upp á Skúlahól og hlýðir á ævi- sögu gamla mannsins, sem sat í Viðey yfir 40 ár og barðist þar hvíldarlítið gegn fátækt, harð- stjórn og ofsóknum án þess að bogna. — „Við skulum vona, að son, alþingismaður; Haraldur Hallsson; Sigmundur Guðmunds son, fyrrv. bóndi; Sigurður Grímsson, lögfræðingur; Sigurð- ur Ólason, hæstaréttarlögmaður; og frúrnar Edith Guðmundsson; Helga Weiss'happel og Lára Kol- beins. Það má deila um tilgang bók- ar eins og „Því gleymi ég aldrei“, en slfk bók getur verið ágæt heimild um íslenzkt þjóð- líf. Allt veltur á því að fundnir séu menn sem hafa frá eirahverju að segja, og að þeir kunni að koma orðum að hugsunum sínum þannig að einhver nenni að hlusta. Það eru ekki endilega rithöfundarnir og þeir lærðu sem eiga að hafa þar forréttindi. Mér virðist einmitt þessi bók sanna það að alþýðleg frásagnarlist er enn til á íslandi, og það má stundum læra meira af frásögn- um alþýðumanna en hinna þjálf- uðu pennaþjóna. Jóhann Hjálmarsson. Stephensenarnir lendi aldrei i slíkri ólukku", segir Skúli! Þættirnir um Kjarval og sam- vistir við Skáld litanna austur við Selfljót og í Austurstræti eru með ágætum. Kjarval er ekki allra, en vinur vina sinna, og Birgir hefur fundið náð fyrir augum hans. Viðtölin við Sigurð Berndsen bera það með sér, að Birgir væri ágætur blaðamaður. — — • — Það er þarflaust að rekja efni hinna fjölbreyttu þátta bókarinn- ar. Efnið væri í sjálfu sér hvers- dagslegt, ef það væri ekki túlkað með slíkri nærfærni og innileik, sem einkennir frásagnarmáta Birgis. Sjálfur segir hann: „Stund um finnst mér við lifa svo hratt, að við fótum okkur varla á mal- biki framfaranna, megum varla vera að því að vera manneskjur, — einstaklingar. Þá sækir á mig þörf til að staldra við-----og leita athvarfs í náttúrunni, land- inu sjálfu, í snertingu við harð- stritandi fólk í fjarlægum sjávar- þlássum og á afskekktum sveita- býlum“. Það eru þessir leyniþræðir milli mannsins og landsins eða náttúru þess, sem eru jafnframt rauði þráðurinn í Auðnustundum Birgis Kjarans. Ef til vill er erfitt að gera þetta skiljanlegt með fá- um orðum. En menn munu flestir finna það við lestur bókarinnar, betur en áður, að það er sitthvað í náttúru landsins, þjóðlífi og sögu, sem við megum ekki slitna úr tengslum við. En þessi tengsl eru varla svo traust, að þau geti ekki slitnað, ef þau eru vanrækt eða gálauslega stýrt þjóðarskút- unni. Birgir Kjaran er náttúruskoð- ari og náttúruvinur í beztu merk ingu orðsins. Við þurfum mjög á slíkum mönnum að halda og von- umst eftir, að hann fái mörgu þarflegu áorkað sem formaður Náttúruverndarráðs. Ég vildi þó losa hann við þann ótta, að land- ið kunni að verða lítt þyggilegt vegna barrskóga í framtíðinni. Þeirra ríki nær að minnsta kosti svo skammt upp frá sjávarmáli, að við skulum engu kvíða. Varla þarf að taka það fram, að Auðnustundir eru fallég bók í sniðum, unnin af mikilli natni og vandvirkni. Margar litprent- aðar myndir prýða hana, flestar eftir sjálfan bókarhöfundinn. Svipmyndir eftir Atla Má eru ó- venjulega nettar og vel gerðar, veruleg bókarprýði. Jón Eyþórsson. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.