Morgunblaðið - 06.12.1964, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.12.1964, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ 1 Sunnudagur 6. des. 1964 — Togaraútgerð Framh. af bls. 2 svo sem tíðkast annars staðar í íslenzkum sjávarútvegi. — Þar til þetta hefur náð fram að ganga, tel ég um þrennt að velja: f fyrsta laigi r að halda áfram útgierð tog- aranna með fyrirsjáanlegu tapi, sem ógerlegt er að áætla. í öðru lagi kemur til greina að leggja skipunum í höfn og halda þeim fullkom- lega við, þannig að þau gætu haldið á veiðar með skömm- um fyrirvara. Mundi það vart kosta minna en hálfa aðra imilljón á hvern togara á ári, ef hann ætti ekki að rýrna í verðmæti, í þriðja lagi má leggja skipunum við múrn- ingar inni á Sundum. Yrði þá erfitt um eftirlit og fyrirsjáan- legt ónógt viðhald, þannig að skipin mundu ganga fullkom- lega úr sér á nokkrum árum, ©uk þess sem það mundi hafa í för með sér kostnað upp á átta til • níu hundruð þúsund krónur árlega fyrir hvern tog- ara. Skaðabætur ríkissjóðs allt of Jágar. Hvað gerir ríkissjóður þá húna til þess að koma í veg fyrir að togaraútgerðin stöðv- ist? — Ríkissjóður hefur laigt- togurunum til nokkurt fé, sem telja má hluta af skaða- bótagreiðslu vegna hinna miklu veiðisvæða, sem togar- arnir hafa verið sviptir við útfærslu landhelginnar. Til gamans má geta þess, að fyrir stækkun landhelginnar 1&52, var lengd hennar til hafs frá Gróttu jöfn vegalengdinni frá Lækjartorgi og upp að Árbæ. Nú hins vegar er landhelgin til hafs frá Gróttu jöfn vega- lengdinni frá Reykjavík og aila leið austur í Þjórsárdal. Bkaðabætur þær, sem ríkis- sjóður í ár greiðir til togar- anna, er annars vegar veruleg ur hluti af vátryggingakos'tn- aði skipanna og svo er hing vegar á fjárlöigum gert ráð fyrir, að ríkissjóður leggi tog- urunum til fjörutíu milljónir. Upphæð þessi er allt of lág til þess að standast reksturs- kotnað og bætir engan veginn fyrir það veiðitap, sem tog- ararnir hafa orðið fyrir vegna missis þeirra fiskisvæða, sem nú eru innan landhelgi. — Einnig tel ég togarana búa við þröngan kost á fleiri sviðum. Þannig brenna margir togarar svartolíu, sem þeir taka oftast í Reykjavík eða þá erlendis, ef svo ber undir. Eini aðilinn utan togaranna, sem notar svartolíu að nokkru ráði, eru síldarverksmiðjurn- ar. Verð á svartolíu er hins vegar hið sama alls staðar á landinu. Þurfa því íslenzkir togarar að taka þátt í flutn- inigskostnaði á olíunni frá Reykjavík og út á land, og nemur sú upphæð, sem tog- ararnir þurfa að greiða bein- línis vegna neytenda utan Reykjavíkur kr. 110.00 á hvert tonn af olíu, sem flutt er út á land. Þannig greiða togararnir raunveruleiga tals- verðum hluta af reksturs- kostnaði síldarverksmiðja úti á landi, og tel ég nauðsynlegt, að þessi verðjöfnun verði lögð niður hið fyrsta. Slæm reynsla af síldveiðum. Eru nokkrar líkur til, að ótgerð togara á síldveiðar geti bætt hag útgerðarinnar? — í þessum efnum höfum við nokkra reynslu, sem ekki er sérlega uppörvandi. Árið 1962 gerði Bæjarútgerð Reykjavíkur tilraun til síld- veiða með bv. Hallveigu Fróðadóttur. Var hún búin kraftblökk og bátapalli breytt þannig, að nótin gæti runnið út þaðan eins og á flestum bátanna. Jafnframt var búið þannig um blökkina, að færa mátti hana úr stað, og var það til nokkurs hægðarauka fyrir skipverja. Nótin var sérstak- lega útbúin, þannig að hún var lengri en nætur bátanna og úr sverara og sterkara efni. — Skipið hóf veiðar við Suðvesturland vorið 1962 með lélegum árangri. Auk skip- stjórans, Sigurðar Þóirarins- sonar, sem var með skipið, voru fengnir til tilraunanna um skemmri tíma þeir Guð- björn Þorsteinsson og Garðar Finnsson. Síðan var skipið sent á sumarsíldveiðar, og gengu þær illa. Loks var veiðunum haldið áfram hér við Suðvesturland um haust- ið og fram í janúar 1963 án nokkurs ' verulegs árangurs. Hverjar eru helztu ástæð- urnar til þess, að veiðarnar gengu svo illa? — Skipið, tók mjög stóran hring og var þunigt í vöfum við veiðarnar. Þegar nótin var dregin inn, hætti henni við að rifna, þar sem hún er hlut- fallslega miklu léttari gaign- vart togara, en þegar um báta er að ræða. Hallveig er mjög þuntg, helmingi stærri en stærstu bátar, sem nú stunda síldveiðar með blökk. Þegar nokkur hreyfing var og skip- ið hallaðist frá nótinni, var því átakið á nótina miklu þyngra en þegar bátar eiga í hlut. Eftir þetta úthald var nótin gersamlega ónýt, enda þótt hún væri úr mjög sterku efni. Einnig háði það mjög veiðunum, að sambandið milli skipstjóra og vélarrúms var allt og stirt. Náuðsynlegt hefði verið, að vélinni væri stjórn- að beint úr stjórnklefa, eins og gert er á bátunum. — Þar sem veiðarnar gengu svo illa, sá Bæjarútgerð Reykja'úkur sér ekki fært að halda áfram þessum kostn- aðarsömu tilraunum, og var þeim hætt í byrjun árs 1963. Að feniginni þessari reynslu tel ég því ekki grundvöll fyrir útgerð togara á síldveiðar að svo stöddu. En auðvitað gæti þetta viðhorf breytzt með til- komu nýrrar veiðitækni. — Úrgáfa ísafoldar Framhald af bls. 2 sonar um menn og málefni, en bókina kallar Snæbjörn „Misvindi". f henni blæs Snæ- björn á ýmislegt sem við hljót um að kannast við. Pétur Sig- urðsson erindreki á hjá okkur lítið en laglegt kver, sem hann kallar „Kjarnyrði“, en í það hefur hann valið ýmsar kjarn- yrtar setningar um fjölmörg efni, og þessum setningum hef ur hann safnað á löngum og vinnusömum æviferli. Bókin „Dáleiðsla, huglækningar og Svanir á Akranssi vígja myndarlegt félagsheimili Akranesi, 30. nóv. KARLAKÓRINN Svanir á Akra- nesi vígðu nýtt félagsheimili að Skólabraut 21, síðastliðið laugar dagskvöld. í byrjun júlí í sumar var hafinn undirbúningur að fé- lagsheimili fyrir karlakórinn með iþví að fokheld hæð var tekin á leigu til næstu 5 ára. Fram-" kvæmdir hófust 18. júlí og var verkinu lokið nú á laugardaginn. Félagsheimilið er 160 ferm. að stærð og skiptist í æfingasal, 2 kennsluherbergi, 2 snyrtiher- bergi og eldhús. Opna má milli salarins og annars kennsluher- bergisins og rúmast þá um 100 manns þar. Næstum öll vinna hefur verið unnin í sjálfboða- vinnu kórfélaga, en útlagður efniskostnaður nemur um 260 þús. kr. Eiginkonur kórmanna, „Bergþórur“, gáfu kórnum 60 þús. krónur og hefur því fé verið segullækningar" er eftir ung- an Hafnfirðing, Sigurð Her- lufsen, en hann hefur mikinn áhuga á þessum málum. End- urminningar Magnúsar „Storms“, „Ég minnist þeirra“, rifja upp kynni við ýmsa þjóð- kunna menn, og loks má minn ast á endurminningar Val- gerðar Benediktsson um skáld ið Einar Benediktsson. Unglingabækur — Einhversstaðar sá ég kvartað undan því, að ekki væru til íslenzkir barna- og unglingabókahöfundar. En ég held, að ekki sé ástæða til að kvarta í þessu efni, á meðan Stefán Jónsson, rithöfundur, skrifar bækur á borð við „Vet ur í Vindheimum“ og „Sumar í Sóltúni", eða Ragnheiður Jónsdóttir heldur áfram að segja söguna um Kötlu. Eða á meðan Kári Tryggvason skrifar ævintýri á borð við „Ævintýraleiðir", eða íslenzk æska á kost á að lesa bækur Nonna. Einar Guðmundsson kennari og skáld á hjá okkur lítið jólaævintýri, sem heitir „Jólaeyjan", þar segir frá eyju, sem rekur frá heitu löndunum upp að ís- lenzkri ísarönd. Auðvitíð eiga þýddu unglingabækurnar líka rétt á sér, og þar þykist ísa- FYRSTU jólatrén komu til Reykjavíkur í morgun með Gullfossi, sem var að koma úr fyrstu vetrárferðinni. Kom Gullfoss með 30 tonn af jólatrjám og greinum frá Kaupmannahöfn. — Ljósm.: Sv. Þ. fold leggja fram góðan skerf með Jack London bókunum. — En hvernig sem á það er litið, heldur Pétur áfram, þá er fyrst oig fremst smekkur fólksins, sem ræður mestu um hvaða bækur við gefum út,- Mikið af svokölluðum „góð- um bókmenntum“ kemur að litlu gagni, ef fólkið vill ekki lesa þær. Við í ísafold eigum ekki alllítið af bókaleifum frá fyrri árum af þessari teg- und bókmennta. Ég verð á hinn bóginn að játa, að ungu íslenzku nútímaskáldin hafa ekki vei-ið að troða mér um tær, en þau hafa líka sinn Raignar í Smára, sem að vísu ér líka minn Ragnar. En kann ske á ég eftir að heyra eitt- hvað frá þessum ungu mönn- um síðar, eftir slíka játningu sem þessa! Ókomnar bækur — Við eigum eftir að koma út nokkrum bókum fyrir jól- in, m.a. bók eftir Sigurð Þor- steinsson, „Furðulönd frí- merkjanna", en Sigurður er allra manna fróðastur um frí merki. Einnig einni eða tveim ur þýddum bókum, þ.á.m. bók, sem heitir „Dægradvöl dipló- mata“, eftir franska dipló- matinn og rithöfundinn Roger Peyrefitte, en sú bók þykir nokkuð krassandi, enda vakti hún á sínum tíma uppnám í Frakklandi og raunar víðar í Evrópu. Lítill vafi er á því, á hinn bóginn, að sú bók, sem við munum selja mest að þessu sinni, verður ævisaga ameríska leynilögreglumanns- ins Eliot Ness, „Þá bitu engin vopn“, í þýðingu Hersteins Pálssonar. — Ég vil vekja athygli á því, segir Pétur að lokum, að íslenzkum útgefendum hlýtur alltaf að vera nokkur vandi á höndum, þegar velja skal erlendar bækur til útgáfu á íslenzku. Þetta verður ljóst, þegar menn hafa í huga, að í Englandi eru gefnar út um 25 þúsund bóka titlar á ári hverju, í Þýzkalandi 27 þús- und titlar, í Bandaríkjunum á annað hundrað þúsund titl- ar og þúsundir titla á Norður löndum. En hér á landi geta titlarnir orðið flestir, miðað við reynslu næstliðinna ára, um fimm hundruð, allt talið. frumsamið og þýtt, smátt og stórt. — Þeir, sem vilja fylgjast með bókmenntum heimsins, komast ekki hjá því að lesa þær að miklu leyti á erlendu máli. varið til kaupa á húsgögnum f félagsheimilið. Um framkvæmd verksins hefur félagsheimilis- nefnd séð, en Stefán Bjarnason lögregluþjónn var helzti hvata* maður um félagsheimilið. í þessu félagsheimili mun öll tónlistarstarfsemi á Akranesi hafa aðsetur, því þar verður auk Svana, kirkjukór Akraneskirkju, Lúðrasveit Akraness og síðast en ekki sízt Tónlistarsóli Akraness. Mun nú aðstaða Tónlistarskól- ans batna mjög. Meðal annars gefur skólinn þeim nemendum, sem ekki hafa aðgang að hljóð- færi heima fyrir, kost á að æfa sig í féalgsheimilinu á þeim tíma, sem það er ekki í annarri notk- un. Karlakórinn Svanir verður 50 ára 15. október 1965, og er það ánægjuefni að kórinn skuli hafa eignast félagsheimili á þeim merku tímamótum. Söngstjóri karlakórsins er Haukur Guðlaugs son. Hann er einnig organisti Akranesskirkju, söngstjóri kirkju kórsins og skólastjóri tónlistar- skólans. Má segja að hann hafl lyft Grettistaki í tónlistarmálum Akraness á undanförnum árum. —. Gunnar. 1 Minning Framhald af bls. 12. líka jafn snemma í ljós og þeim var unnt að tjá hug sinn og til- finningar, hvern hug þau báru til hans og það eins eftir að við vorum flutt frá honum. Ég kveð góðan vin og þakka honum samfylgdina. Ég votta eig- inkonu hans, dætrum og öðrum aðstandendum samúð. Útförin var gerð 11. nóv. sl. og var svo til ætlazt að þessi minn- ingarorð birtust þann dag, en a£ því gat þó ékki orðið. Friðjón Júlíusson. i HJ i iMoíMlM IFK1D t LAUGAVEGI S«..siml 1847«

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.