Morgunblaðið - 13.12.1964, Side 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. des. 1964
íslendingar Kafa verið of témlátir
um minningu Leifs Eiríkssonar
Ræða Thor Thors, sendiherra, á íslendinga-
íagnaði í New York 4. des. sL
3ÉG VIL leyfa mér að þakka
prófesor I>órhalli Vilmundarsyni
iyrir þetta ágæta erindi hans,
sem var bæði mjög skilmerkilegt
og fróðlegt, enda byggt á langri
<og ítarlegri rannsókn, bæði
beima á íslandi og einnig á Græn-
landi og á Nýfundnalandi. Ég
veit að við erum öll fróðari en
Thor mors
áður um siglingar landa okkar,
Leifs Eiríkssonar og landfundi.
Þetta merka erindi þarf að
prenta.
Við ísléndin-gar erum fámenn
þjóð, og okkur eru því sérstak-
lega dýrmæt og hjartfólgin þau
afrek, sem skráð eru á blöð sög-
unnar að fornu og nýju, og eitt
Hafnarfjarðar-
för Samhyöjíðar
Seljatungu 7. des.
HINN 2. des. sl. efndi Ung-
mennafélagið Samhyggð hér í
sveit, til hópferðar á fiskasýn-
inguna í Hafnarfirði, er hjálp-
arsveit skáta gengst fyrir.
Fararstjóri var Magnús Guð-
mundsson í Dalbæ og tóku milli
40—-50 manns þátt í ferðinni, að-
allega ungmenni en nokkrir þó
af ráðsettari hreppsbúum voru
með.
Lagt var af stað frá Félags-
lundi um kl. 10 árdegis og komið
til baka um kl. 19. í>ótti ferða-
fólkinu sem ferðin hefði heppn-
azt í alla staði ágætlega og
býsna.fróðlegt að sjá fiskana og
útbúnað allan í sambandi við
þessa sérstæðu sýningu. Foringj-
ar skátanna skýrðu sýninguna
fyrir ferðalöngunum og sýndu
þeim vistarverur sínar á staðn-
um. Einnig veittu þeir ferðafólk-
inu hinar rausnarlegustu veit-
ingar. Hjálparsveit skáta
okkur íbúum Gaulverjabæjar-
hrepps kunn að lipurð og fórn-
fýsi, er hún sýndi ljóslega hér í
sveit fyrr á árinu. Kann ferða-
fólkið skátunum beztu þakkir
fyrir gestrisni þeirra og lipurð.
Á heimleið skoðaði hópurinn
Þjóðminjasafnið í Reykjavík svo
og heimsótti það Listasafn Ein-
ars Jónssonar, þess víðfræga Ár-
nesings, er eilíflega lifir í verk-
um sínum.
Varð af öllu þessu hin fróð-
legasta og skemmtilegasta ferð.
Ungmennafélagið ráðgerir síðar
í vetur að fara í leikhús til höf
uðborgarinnar, þegar betur verð
ur séð leikritaval leikhúsanna.
— Gunnar.
hið mesta afrek íslendings á öll-
um tímum eru landfundir Leifs
Eiríkssonar hér I Vesturheimi og
iandnám Þorfinns karlsefnis. Það
má með sanni og sanngirni segja,
að við íslendingar höfum verið
nokkuð tómlátir um að halda
þessum miklu afrekum á lofti, og
leitt er til þess að vita að út af
þjóðerni Leifs Eiríkssonar, jafn-
vel fæðingarstað hans, skuli
hafa þurft að rísa nokkur ágrein-
ingur við vini okkar, frændþjóð
og forfeður, Norðmenn. Við Is-
iendingar erum stoltir af því að
rekja ætt okkar til hinnar dug-
n,iklu norsku þjóðar, jafnvel til
norskra konunga og höfðingja,
og það er augljóst mál, að ís-
land var numið frá Noregi. Hitt
er einnig jafn ákveðin söguleg
staðreynd, að íslenzka lýðveldið
var stofnsett með setningu Al-
þingis hins forna árið 930, og þá
gjörðust íslendingar sérstök þjóð.
Brá þeim tímamótum verður því
eigi lengur talað um íbúa íslands
sem Norðmenn, heldur eru þeir
íslendingar og bera það heiti og
ekkert annað. Þetta er eins aug-
ljóst mál og það, að árið 1776
stofnuðu Bandaríkin sérstakt lýð
veldi og landsbúar hættu að
vera Englendingar og gjörðust
Bandaríkjamenn.
Leifur Eiríksson er fæddur á
Eiríksstöðum í Dalasýslu um ár-
ið 980, eða um það bil er hið
forna íslenzka lýðveldi var um
hálfrar aldar gamalt. Leifur ólst
upp á íslandi, og var móðir hans
Þjóðhildur Jörundardóttir, al-
íslenck. Faðir hans, Eiríkur
rauði, kom frá Noregi, eins og
aðrir landnámsmenn, og sem ís-
lenzkur þegn gjörðist hann brot-
iegur við lög hins forna íslenzka
lýðveldis, og landflótti var or-
sök landnáms hans á Grænlandi.
Vegna þessara staðreynda sög-
unnar má það einkennilegt heita,
að þeir sem ágengastir eru skuli
jafnvel kalla Leif Norðmann.
Þeir sem vægar vilja fara í hlut-
ina og tvíræðara kalla hann
,.Norseman“. Ég hefi spurt ýmsa
vini mína meðal Norðmanna
hvaða þjóð þessir „Norsemen"
hafi verið, hvert hafi verið land
þeirra, stjórnskipan og hvaða
þjóðhöfðingi. Þá hefur þeim orð
ið svarafátt. Ef litið er í hina
miklu Webster orðabók, er sagt
um orðið „Norse“ að það þýði:
a) Scandinavians, b) Norwegians.
Þar sem Leifur getur hvorki tal-
izt tilheyra einhverri „Scandi-
r.avian nation“ eða norsku þjóð-
inni, er augljóst mál, að ekki er
rétt að skilgreina hann sem
Norseman“.
Nýlega hefur Lyndon B. John-
son, forseti Bandaríkjanna, stað-
íest ályktun þjóðþings Banda-
ríkjanna um það, að 9. október
ár hvert skuli vera dagur Leifs
Eiríkssonar, og þá skuli fáni
Bandaríkjanna dreginn að hún á
öllum opinberum byggingum.
Við íslendingar megum ekki láta
l það er skiljanlegt frá þeirra sjón
armiði. Hins vegar munu aðeins
vera um 10,000 manns af íslenzk
um ættum í öllum Bandaríkjun-
um, og má því segja, að enginn
má við margnum. Þess ber að
minnast með þakklæti, að á
hinni tignarlegu styttu, sem
Bandaríkjaþing gaf íslandi á
1000 ára afmæli Alþingis 1930,
stendur skýrum stöfum, sem eru
óafmáanlegir:
„I.eifur Eiríkssou
Son of Iceland
Discoverer of Vinland“.
Samþykki Bandaríkjanna er
nú fengið fyrir því, að stytta
Leifs Eiríkssonar megi flytjast
þangað sem unnt verður að gæta
hennar betur en verið hefur.
Staður hefur verið valinn við
Heimili aldraðra sjómanna. Þar
þarf að velja áberandi og fagran
stað, svo að styttan verði ein af
helztu djásnum Reykjavíkur-
borgar, þar sem erlendir ferða-
menn leggja leið sína, líkt og nú-
verandi forseti Bandaríkjanna,
Lyndon B. Johnson, gjörði haust
ið 1963, er hann fór sérstaka för
að styttunni, sem enn stóð við
Skólavörðuna, og þá var eigi
svo vel gætt sem skyldi. Það
verður við. nánari athugun, að
teljast einkar vel til fallið, að
hinir nú öldruðu vikingar hafs-
ins, sem áttu hvað. mestan þátt
i að skapa hið nýja ísland, geti
i ellinni leitað gleði og fróunar
í að líta 'daglega einn hinn fyrsta
oig frækilegasta íslenzkan sjó-
mann, sem sagan hermir.
Þegar nú fólk norskrar ætt-
ar hefur átt drýgstan þátt í að
fá viðurkenndan dag Leifs Eiriks
sonar, þá ber okkur íslendingum
að þakka það, en jafnframt halda
áfram baráttunni að fá viður-
kennda þá staðreynd, að Leifur
Eiríksson var íslendingur. Við
skulum segja við þetta norska
fólk: Nú hafið þið vel gert og
við þökkum ykkur, en nú skul-
um við taka við.
Eins og ég sagði áðan, höfum
við íslendingar verið of tómlátir
í þessum efnum. Það nær skammt
þótt einstaka íslenzkir ræðu-
rnenn haldi fram íslenzku þjóð-
erni Leifs Eiríkssonar í ræðum
víðsvegar um Bandaríkin í út-
\arpi og sjónvarpi. íslendingar
þurfa nú með íslenzk stjórnar-
völd í fararbroddi, að taka upp
virka, sanna en þó hæverska aug
iýsingu á hinum sögulegu stað-
reyndum. Við eigum að gefa út
bækling á norsku, ensku og öðr-
um heimsmálum með mynd af
Leifsstyttunni og textanum frá
þingi Bandaríkjanna á kápunni
og sögulegum staðreyndum um
ætt Leifs Eiríkssonar, landnám
og önnur afrek. Þessum bæklingi,
sem þarf að vera smekklega úr
garði gerður og með myndum,
m.a. af fæðingarstað Leifs Eiríks
sonar og siglingaleiðum hans,
skal dreift víðsvegar, einkum
hér í Bandaríkjunum og á Norð-
urlöndum. Það var tilhlýðanlegt
þegar póststjórnin íslenzka gaf
út Leifs Eirlkssonar frímerki ór-
íð 1933. Þar sem sú útgáfa er tiú
uppseld, þarf að endurtak-a hana.
Nýlega hafa verið gjörð jólakort
með styttu Leifs Eiríkssonar dg.
siglingaleið hans, og er það vei til
fallið, að Islendingar sendi þáS
vinum sínum, einkum erlendis.
Mjög væri æskilegt að stuðla að
því að kvikmynd yrði gjörð a£
lífi Leifs Eiríkssonar og afrekum
og gætu allir norrænir menn sana
einast um að koma því í fram-
kvæmd. Við skulum jafnan minn
ast þess, að þótt norrænir menn
séu einnar ættar, þá eru þjóð-
irnar fimm, og verður hver þjóð
að eiga sitt og búa að sínu. Hin*
vegar ber okkur sameiginlega að
halda á lorti sameiginlegum nor-
rænum afrekum og lofa hverjura
að eiga þann heiður og þá heppni,
sem saga hverrar þjóðar má
eigna sér. Við íslendingar eig-
um og viljum eiga Leif Eiríks-
son, eins og við viljum elga
Snorra og annað sem íslenzkt er,
stórt og smátt, bæði dapurlegt
og glæsilegt, en allt það sem Is-
landssagan hermir, bæði af raun-
um og þjáningum, afrekum og
sigrum, allt sem hefur gjört okk
ur að fslendingum og einni ís-
lenzkri þjóð.
Það má okkur íslendinigum
vera mikið ánægjuefni og metn-
aðarmál, að okkar forfeður skuli
hafa átt sinn þátt í að finna hið
mikla meginland Ameríku og
opna leiðina þangað til framtaks
og farsældar. Ef íslenzk byggð
hefði haldizt þar og blómgast,
hefði margt farið á annan veg
í annálum sögúnnar, oig um U£
og framtíð okkar íslenzku þjóð-
ar. Byggð Vesturheims hefur
blessast og dafnað, og þetta
mikla meginland er nú bólfesta
friðar og frelsis og farsældar,
Við óskum þess af alhug, að geisi
ar frelsis og farnaðar megi á
öllum tímum blessa þessa byggð
og allar byggðir íslendinga að
íornu og nýju.
Fullveldisfagnaður ís-
lendinga í New York
ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í New i inu loknu. Einnig sýndi prófess-
er okkar eftir liggja. Við þurfum
að minnast dagsins á viðeigandi
og virðulegan hátt, og íslenzki
fáninn á að blakta við hún um
gjörvalt ísland.
Það ber að viðurkenna og
þakka, að hin öflugu samtök
norsk-ættaðra manna hér um öll
Bandaríkin beittu sér eindregið
fyrir framgangi þessa máls, og
nutu stuðnings og atbeina
margra þingmanna, sem leita
kjörfylgis manna af norrænum
ættum. Það er aðgætandi, að
það munu vera rúmlega þrjár
milljónir og sex hundruð þúsund
ir manna af norskum ættum hér
í Bandaríkjunum. Þetta fólk vill
eigna Noregi Leif Eiriksson, og
York hélt kvöldskemmtun þann
4. des. í tilefni lýðveldisdagsins
1. desemebr, að Hótel Delmonice
við Park Avenue í New York
borg.
Skemmtunin hófst kl. 8 e.h., en
vegna illskuveðurs, var aðsókn
ekki eins mikil og búizt var við,
en milli 140—150 manns lögðu
þó út í rigninguna, sem þó var
blessuð af flestum viðstöddum,
þar sem vart hefur komið dropi
úr lofti í New York og nágrenni
svo vikum skiptir.
Sérlega vel var vandað til
þessa skemmtikvölds, sem einn-
ig var tileinkað Leifi Eiríkssyni,
hinum „heppna“. Félagið fékk
prófessor Þórhall Vilmundarsoti
til að flytja erindi um þann
mikla ferðalang, og ætt hans og
uppruna, og er öruggt, að allir
viðstaddir, íslenzkir sem banda-
rískir, voru ekki í neinum vafa
um þjóðerni Leifs sál, að erind-
orinn nokkrar skuggamyndir frá
fslandi og Nýfundnalandi, þar
sem Leifur hefur gist. Var þetta
mjög svo fróðlegt og skemmti-
legt. Þá fengum við og unga ís-
lenzka söngkonu til að skemmta
þetta kvöld, frú Svölu Nielsen,
sem söng bæði íslenzk og erlend
lög við mikla hrifningu allra við-
staddra.
Að lokum flutti Thor Thors,
sendiherra, ræðu í sambandi við
Leifs Eiríkssonar-daginn 8. okt.,
við mjög góðar undirtektir.
Hannes Kjartansson, aðalræð-
ismaður, þakkaði fráfarandi
stjórn félagsins og þá sér í lagi
Þorgeir Halldórsson
Hubert Georges
Flemming Thorberg.
Var það samþykkt með lófa-
klappi. Þá tók hinn nýi formað-
ur, Sigurður Helgason, forstjóri
Loftleiða hér, við stjórn fundar-
ins, og mælti nokkur orð.
Á boðstólum voru nær ein-
göngu íslenzkir réttir, svo sera
lambasteik með brúnuðum kar-
töflum, hangikjöt, pressuð svið,
síld, lax og humar og fleira góð-
gæti, allt fengið frá kjötbúðinni
Borg og framreitt með prýði a£
Flemming Thorberg, sem er yfir-
matsveinn eins eldhússins á þessu
ágæta hóteli.
Þá var dansað af.miklu kappi
til kl. 2 við undirleik sex manna
hljómsveitar. Skemmtunin tókst
með ágætum þrátt fyrir slæmt
veður, og fór prúðmannlega frara
í alla staði.
Viljum við að endingu þakka
formanninum Geir Magnússyni heiðursgestunum, frú Agústu og
og ritaranum Halldóru Rútsdótt-
ur. Hann stakk upp á að eftir-
taldir yrðu kjörnir í núverandi
stjórn:
Sigurður Helgason, formaður
Stefán Wathne
Halldóra Rútsdóttir
Thor Thors, sendiherra, fyrir
kvöldið, og gestunum frá íslandi,
Svölu og Þórhalli, að ógleymdum
Lofteliðum, sem ávallt hafa sýnt
okkar litla félagi vinsemd og
hjálpsemi í hvívetna.
Halldóra Rútsdóttir.