Morgunblaðið - 13.12.1964, Page 8
MORGUNSLAÐIÐ
Sunnudagur 13. des. 1964
Guðfmnur Þorbjörnsson:
Hugleiðingar um skipa
smíðar á íslandi
E3CKI er það vonum fyrr, að
íslenzkir útgerðarmenn hafi
sætt sig við þá staðreynd, að skip
smíðuð úr stáli henta betur
hinni ört vaxandi véltækni nú-
tímans heldur en skip smíðuð
úr timbri. Þetta hefur þó tekið
ótrúlega langan tíma, þrátt fyrir
ótal skýlausar sannanir í reynslu
síðustu áratuga. Sannanir, sem
hafa kostað mörg mannslíf og
milljóna tugi króna.
Nú er þessum málum svo
komið, að engum dettur í hug
að láta smíða stærri báta (á ég
þar við báta 100 tonn oig þar yfir)
úr tré, heldur úr stáli, og sem
betur fer virðist þróunin
benda til þess, að minni bátar
verði einnig byggðir á sama hátt
úr sama efni, eða í það minnsta
úr málmi en ekki tré. Má i því
sambandi nefna tankbáta fyrir
olíufélögin og hafnarbát fyrir
Reykjavíkurhöfn, sem allir munu
vera um 30 tonn. Hefði vissu-
lega ekki komið til greina fyrir
aðeins fáum árum annað en að
þessar fleytur væru nagldar sam-
an úr timbri. Nú eru þær smíð-
aðar úr stáli, rafsoðnar, renni-
legar og sterkar og halda vatni,
þótt eitthvað gutli við borðstokk-
inn, ef til þeirra er vandað, sem
vera ber. Þeir hafa þá einnig
þann kost, að þeir eru með
vatnsþéttum skilrúmum, aldrei
niinna en þrem, og eykur það ör-
yggi þeirra stórkostlega.
Með tilkomu rafsuðu og ann-
arrar tækniþróunar á þessum
sviðum er það ekki aðeins mögu-
legt að smíða alla báta úr stáli
eða öðrum málum, heldur miklu
auðveldara en úr tré. Hins veg-
ar er tæplega hægt að lá út-
gerðarmönnum það, hve þessi
breyting hefur tekið langan
tíma, enda þótt þeir hafi verið
fljótari til breytinga á ýmsum
öðrum sviðum í sinni atvinnu-
grein. Það virðist hafa verið svo
rótgróið í hugum íslendinga
yfirleitt, að báta væri ekki hægt
að nota úr öðru efni en tré, þeir
væru léttari, betri sjóskip og ég
veit ekki hvað og hvað. Ég minn-
ist ekki að hafa heyrt raddir um
annað, nema mína eigin rödd,
sem enginn hefur liklega tekið
alvarlega, en enginn hefur orðið
til að andmæla eða rökræða um
þessi mál. En nú virðist einhver
breyting hér á og þá er vel farið.
Samfara fyrrnefndum breyting
um á efni og aðferðum við
skipasmíðar virðist vera að vakna
áhugi fyrir því að halda þess-
ari vinnu í landinu sjálfu. A
undanförnum árum höfum við
látið bygigja ótrúlega mikinn
fjölda af skipum, miðað við
höfðatölu, þannig að við eigum
vafalaust heimsmet í þeim efn-
um, og allur þessi fjöldi skipa
hefur verið byggður erlendis,
vegna þess að okkur hefur verið
kennt að við gætum ekki gert
það heima, enda ekkert gert af
valdhöfum né bönkum til þess
að við gætum keppt við erlend-
ar skipasmíðastöðvar, nema síð-
ur sé. Jafnvel tréskipasmíði, sem
var komin á hátt stig hér heima
um og eftir 1920 var drepin nið-
ur með tollum og lánsfjárskorti
a sama tíma og bátar komu full-
búnir erlendis frá, tolllausir og
banka- og ríkisábyrgð fyrir löng-
um lánum á miklum hluta and-
virðis. Það er því ekkert skrítið,
að skipasmíði hefur hnignað á
íslandi. En eins og ég minntist á
hér að framan, virðast einhver
veðrabrigði vera, og jafnvel, að
ríkisstjórnin sé farin að koma
auga á hinar svimandi upphæðir,
sem þjóðin hefur greitt fyrir
skipabyggingai erlendis á undan-
förnum árum og á eftir að greiða
l hinum nokkuð löngu lánum,
sem fengizt hafa erlendis til
skipakaupa, og sé nú til með að
hlúa eitthvað að þessum iðnaði,
hvort sem sú aðhlynning verður
næg til þess að hæigt sé að byggja
þennan jðnað frá byrjun með
einhverjum myndarskap. En
mér virðist margt benda til, að
svo sé ekki.
Stálsmiðjan í Reykjavík hefur
'oyggt þrjú stálskip, sem öll eru
glæsileg og góð sltip og standast
allan samanburð við hin .nörgu
misjöfnu skip, sem við höfum
verið að salla að okkur frá
ótrúlegustu stöðum. Því miður
virðist ekki vera mikill áhugi hjá
þessu fyrirtæki (Stálsmiðjunni)
að halda þessum byggingum
áfram, enda hefur hún öðru hlut-
verki að gegna, viðhaldi og við-
gerðum á flotanum, og næg verk-
efni við það eitt. En nýsmíði og
viðigerðir fara illa saman.
Tvö önnur fyrirtæki hafa verið
stofnuð, sem eingöngu miða við
nýbygigingar, Stálvík í Arnarvogi
og Stálskipasmiðjan hf. í Kópa-
vogi. Stálvík hefur þagar byggt
þrjú skip, tvo litla tankbáta og
eitt 175 tonna fiskiskip og er með
það fjórða í smíðum, hafnarbát
fyrir Reykjavík. Öll þessi skip
hafa reynzt vel og eru áþreifan-
legar sannanir fyrir því, að við
getum ennþá byiggt skip fyrir
okkur eins vel og aðrir og miklu
betur. Það þurfti að vísu engar
sannanir, þar eð íslenzkir járn-
iðnaðarmenn hafa, þrátt fyrir
erfiða samkeppnismöguleika,
margsinnis framkvæmt stærri
og minni aðgerðir á skipum, sem
útheima eins mikla vandvirkni
og tækniþjálfun og að byggja frá
grunni.
Margt bendir til þess, að þess-
um fyrirtækjum, sem hér hafa
verið nefnd, séu fullþröngir
stakkar skornir og að hin tvö
síðari verði að berjast hart fyrir
sinni tilveru, sem reyndar er
nokkuð algengt á voru landi, og
mikið vatn verði runnið til sjáv-
ar, þegar þau hafa komið sér upp
þeim tækjum og þeirri aðstöðu,
að þau geti tekið upp samkeppni
við erlenda aðila, sem íslenzkir
útgerðarmenn með aðstoð hins
opinbera hafa auðgað, þjálfað og
gert að stórveldum undanfarna
áratugi.
Það hefði vissulega verið stór-
mannlegra og vænlegra til skjótr-
ai lausnar á þessum málum öll-
um, ef íslenzka ríkisstjórnin
hefði stuðlað að því að koma
upp fullkominni skipasmíðastöð
þar sem ekki væri um neinn
frumbýlishátt að ræða, og áhu/ga-
menn í þessari grein hefðu get-
að myndað félag um að reka.
Skipasmíðar eru svo snar þátt-
ur í okkar þjóðfélagi, að það
virðist, að þær ættu að hafa jafn-
mikinn rétt og meiri á fyrir-
greiðslu tæknilega oig fjárhags-
iega, eins og áburðarverksmiðja.
sementsverksmiðja, síldar- og
fiskiiðnaður o.fl o.fl.
Það er engin lausn á þessum
máliim, þótt lofað sé endur-
greiðslu á tollum og einhverju
bráðabirgðaláni út á smíðasamn-
inga. Skipasmíðastöðin sjálf,
Undirbúningur og bygging
sxips er það stórt í sniðum, ao
engin leið er að koma því í fram-
kvæmd á viðunandi hátt án mik
ils byrjunarframlags.
Hitt er svo annað mál, að duig-
legir menn geta byggt þetta upp
i. löngum tíma, það hefur reynsl-
an sýnt á mörgum sviðum, en
það er ekki nógu skjót lausn á
þessu aðkallandi máli.
í sambandi við innlendar
skipasmíðar, sem vonandi eiga
eftir að aukast, ef ekki með stóru
átaki, sem væri æskilagast, þá
smátt og smátt með dugnaði og
ástundun þeirra mánna, sem enn-
þá vilja leggja sig alla fram,
koma ýmis vandamál til greina,
sem vert er að huga lítið eitt að.
Er þá fyrst í huiga mínum,
eftir hvað reglum eigum við að
byggja? Eigum við aðeins að
miða við innlendar kröfur, sem
eru á mörgum, kannski öllum
sviðjum jafn strangar og hjá er-
lendum flokkunarfélögum, svo
sem British Lloyds, German
Lloyds og Norsk Veritas.
Án þess að vanmeta Skipa-
skoðun ríkisins á nokkurn hátt
teldi ég æskilegra, að skipin
væru byggð í klassa einhvers af
hinum þrem félögum, sem ég
refndi og þá líklega helzt í
Norsk Veritas. Þessi skoðun mín
er ’eins og fyrr segir ekki neitt
vantraust á skipaskoðunina ís-
lenzku en byggist á eftirtöldum
ástæðum.
Góða ferð, gamla hús
TÍMARNIR breytast og menn
irnir með. — Og húsin, já
húsin ekki sízt og allt þeirra
umhverfi. Þá sögu hafði þetta
hús að segja, sem við mættum
á miðri Bólstaðarhlíðinni á
sunnudagsmorguninn um það
leyti, sem góðir, árrisulir eig-
inmenn voru að fara í Austur
ver að sækja mjólkina.
Húsið var að flýja — og
það valdi til þess þennan él-
hvíta jólaföstumorgun, kann-
ske til þess að vera búið að
koma sér fyrir á hinum nýja
stað þegar hátíð barnanna
gengi í garð, svo að börn þess
gætu með fögnuði og friði í
hjarta gengið kringum jóla-
tréð og sungið: Hvert fátækt
hreisi höll nú er o. s. frv.
Einu sinni — og það er ekk-
ert langt síðan — var þetta
hús fyrir innan bæ. Þegar það
var byggt var svo fallegt og
frjálst allt í kringum það.
Það var vítt til allra átta,
börn þess gátu leikið sér,
hvar sem þau vildu bæði vet-
ur, sumar vor og haust, engin
hættuleg umferð, ekkert kefj-
andi- göturyk engin þrengsli
milli stórra,. hárra húsa. Og
þetta yar fallegt hús, timbur-
hús á steyptum kjallara, hæð
með karnap og ris með tveim-
ur kvistum bæði að austan og
vestan. Og hjón og kærustu-
pör, sem fengu sér göngutúr
á góðviðrisdögum austurfyrir
Vatnsgeymishæð, sneru sér
við, virtu fyrir sér húsið og
sögðu: Laglegt hús. Fallegt
hús. Og kærastan tók dálítið
giftkonulega í handlegginn á
manni sínum og sagði: Hve-
nær heldurðu að við eignumst
svona hús, elskan?
En svo breyttust tímarnir.
Það komu nýir tímar, ólíkir
öllum öðrum tímum, því að
sagan endurtekur sig ekki svo
glatt. Og það komu götur og
hús allt í kringum holtið. Það
var eiginlega ekkert eins og
það var í gamla daga nema
vatnsgeymirinn gamli, umgirt
ur sínu gamla, grasi gróna
vígi. Og nú fór að fara um
fallega húsið með kvistunum
og karnapinu. Það fann, að
eitthvað óhugnanlegt, eitthvað
hættulegt var í aðsigi. Og
þetta eitthvað var alveg óum-
flýjanlegt, það hlaut að
koma, undan því yrði ekki
komizt. Og svo, áður en nokk
urn varði, var komin umferða
mikil aðalgata alveg við hlið-
ina á húsinu. Það liðu nokkur
ár. Umferðin óx og húsunum
fjölgaði. Það risu upp verzl-
anir og verkstæði, bifreiða-
stöðvar og bensínsölur og allt
þétta sem tilheyrir stórborg
og þéttbýli. Og alltaf kunni
gamla húsið verr og verr við
sig. Straumur umferðarinnar
næddi um það. Því var innan-
brjósts eins og fjölskyldu, sem
stendur uppi húsnæðislaus á
haustnóttum. Og nú fór að
taka í hnjótana. Einn góðan
veðurdag — nei, það var ann-
ars dimman óveðursdag —
komu gular, rammefldar jarð
ýtur æðandi með ógurlegum
undirgangi alveg upp að
gamla, pena húsinu og fór að
grafa fyrir voða stórri bygg-
ingu hinumegin við það, þeim
megin, sem frá götunni sneri.
Og áður en varði, var kominn
þarna húsgrunnur og svo hús
á grunninu, stórt hús, margir,
margir fermetrar. Neðri hæð-
in er nú bara tómar súlur.
Það á að verða verzlun. Efri
hæðin er tómir gluggar. Þar
eiga sjálfsagt að verða kont-
órar. Og nú var gamla húsið
orðið svo inniklemmt milli
umferðagötunnar og bygging-
arinnar að því var ekki leng-
ur vært. Og þessvegna var
það komið af stað suður Ból-
staðarhlíð að morgni sunnu-
dagsins annars í jólaföstu.
Það var dregið af tíu hjóla
trukk á tuttugu og fjögra
hjóla vagni. Rafmagnsmenn-
irnir klifruðu upp í staura og
tóku línurnar niður, lögreglu-
þjónarnir beindu umferðinni
frá og forvitnir vegfarendur
spurðu:
— Hvert á að fara með
þetta gamla hús?
— Inn í Blesugróf, var
svarið.
Góða ferð! fallega gamla
hús. Líði þér vel í Blesugróf.
Við óskum þess að einnig þar
verðir þú börnum þínum ör-
uggt skjól og góður griða-
staður.
G.
1. Fyrrnefnd flokkunarfélög
eru viðurkennd, að ég held, um
allan heim. Þau eru gömul oig
reynd og hafa langþjálfað starfs-
lið. Þau hafa alla aðstöðu til að
fylgjast með hinni ört vaxandi
þróun oig stökkbreytingum i
þessum málum öllum. Þau gefa
sínum umboðsmönnum mjög
takmarkað 1-eyfi til ákvarðana ea
taka þær sjálf hvert í sínum
aðalstöðvum, og eru ótrúlega
fundvís á hvers konar veilur,
aðeins við skoðun á teikningum.
Skipaskoðunin íslenzka hefur
að sjálfsögðu enga möguleika að
jafnast á við þessi félög. Til
þess vantar hana langþjálfaða
menn, því að það tekur miklu
lerngri tíma að þjálfa menn í þess
um efnum en til hins verklega
við bygginguna sjálfa. Auk þesa
hefur þessi stofnun ærinn starfa
við eftirlit um öryggi skipa o.fl.,
svo að það virðist ekki ástæða til
að bæta flokkunarábyrgð nýrra
skipa við það, sem fyrir er.
2. Hin megin ástæðan er sú, að
skip, sem byggð væru eftir inn-
lfcndum reglum, væri óseljanleg
út úr landinu, og gæti það haft
óþægilegar afleiðingar. Ef hin
harða samikeppni, sem nú er um
afla og sjósókn heldur áfram,
sem allar líkur benda til, er ekki
ósennilegt, að þessi skip, sem nú
er ver.ið að smíða, 100-200 tonn,
verði orðin of lítil, eða of stór
eftir 1-2 ár, kannski 10-15 ár.
Úrelt fyrir íslendinga en senni-
lega hæfilega stór einhvers staðar
annars staðar, en því aðeins væru
þau s-eljanleg, að þau væru
byggð í viðurkenndum klassa.
3. Auk þessara tvegigja meein
raka má bæta við: Hinir tíðu sjó-
skaðar hin síðari ár, þar sem ný
og sterkbyggð skip hafa kantrað
og sokkið, ættu líka að draga úr
áhuga fyrir því að færa þessa
þjónustu ihn í landið og setja
alla ábyrgðina á hendur fárra
manna, sem þegar hafa of mi-kið
a sinni könnu. Flokkun á skipi
er svo auðfengin þjónusta og
lítið brot . af heildarverki Og
heildarkostnaði þess að fáir
mundu telja það eftir, þótt hún
væri enn um sinn sótt til ná-
grannalandanna, sem hafa alla
aðstöðu til þess að veita hana
betri og öruggari en við sjálfir.
4. Þegar grundvöllur er feng-
inn til stálskipasmíði hér heima,
verður hann engan veginn háður
innlendri þörf, heldur verður
hann strax útflutningsvara. Til
þess höfum við öll skilyrði oig að
því ber að stefna, ekki með
trumbýlisbasli, heldur myndar-
legu átaki, sem vissulega á bet-
ur við nútíma íslendinga.
Það eru því ek-ki aðeins úrelt
skip, sem við þurfum ef til vill
að losna við, heldur annast ný-
byggingar fyrir aðrar þjóðir.
Þess vegna ei-gum við í upp-
hafi að ákveða eitthvert af hinum
viðurkenndu flokkunarfélögum
(helzt ekki nema eitt), jafnvel
meðan ekki eru byggð nema eitt
og eitt skip.
Eðlilegast væri, að Skipaskoð-
un ríkisins stuðlaði að þessum
niálalokum og nefndi það félaig.
sem hún teldi heppilegast tií
samvinnu.
19. október 1964
Guðfinnur Þorbjörnsson.
LJÓSMYNDASTOFAN
LOFTUR hf.
Ingólfsstræti 6
Pantið tíma í síma 1-47-72
EGILL SIGURGEIRSSON
Hæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa
Ingólfsstræti 10 - Simi 15958
Önnumst allar myndatökur, r-i
hvar og hvenær r|l |, 1
LJÓSMYNDASTOFA ÞÓRIS
sem óskaÖ er.
LAUGAVEG 20 B 5IM« 15-6-0-2
Schannongs minnisvarðar
Biðjið um ókeypis vcroskrá
Kpbenhavn 0.
0 Farimagsgade 42