Morgunblaðið - 13.12.1964, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.12.1964, Qupperneq 15
Sunnudagur 13. dea. 1964 MOKGUMBLAÐIÐ Violette Leduc fullorðna9 ofríða barniðf! sem skrifaði metsölubók haastsins í Frakklandi, „La Batarde." Meðfylg'jandi mynd af Adolf Hitier að afstöðnu sjálfsmorði hans i maímánuði 1945 í Berlín birtist nýverið í tímariti í Austur-Berlin. Skipaskoðunin og neyðarsenditækin í FRETT í blöðunum í gær segir, að Skipaskoðunin gagnrýni til- raunir, sem gerðar voru á vegum Slysavarnafélags íslands 1. nóv. sl. Þar sem reyndar voru 6 mis- munandi sendingar undir þeim kringumstæðum, sem ætla má að tækin verði notuð í neyð og sjó- menn og aðrir sem áhuga hafa á þessum málum sjálfir látnir dæma um lanigdrag stöðvanna eða styrkleika eftir þeirri fjar- lægð, sem hver og einn var í og radiomiðanir af tækjum reynd ar. Er þetta furðuleg yfirlýsing ekki sízt eftir hinar einkenni- legu tilraunir Skipaskoðunar- innar við einungis allra beztu staðhætti oig skilyrði, og þann á- róður fyrir einni sérstakri teg- und af stöðvum, sem þeir mæla með. Þær stinga ekki einungis í stúf við tilraunir sem fram- kvæmdar hafa verið erlendis heldur er einnig um að ræða tækni sem ekki virðast uppfylla þær kröfur, sem krafizt er sam- kvæmt alþjóðasamþykkt um ör- yggi mannslífa á sjónum og sem samþykktar hafa verið af íslands hálfu í London 17. júní 1960 með undirskrift skipaskoðunarstjóra og skrifstofustjóra hans. f þess- ori reglugerð er ekki einungis tekið fram að neyðarstöðvar eigi að hafa sjálfvirka útsendingu á morsi og vekjaramerkjum, held- ur einnig kveðið á um styrkleika þann, sem stöðin ætti a.m.k. að tiafa. Sjá kafla 13, sérstaklega máLsgr. f.g.h. bls. 312. Að vfsu má segja að þessi aí- þjóðasamþykkt nái ekki til fiski- fbáta okkar, en er nokkur ástæða til þess að slaka þar á kröfunum? INú spyr ég: Hvað dvelur Skipa- íkoðun ríkisins, að hafa ekki gef- jð út reglugerð um notkun neyð- arsendistöðva í gúmbátum. Hvaða kröfur gerir Skipaskoðun ríkisins til slíkra stöðva varðandi Styrkleika og langdrægni? Hvern ig skulu þær vera útbúnar? Á meðan ekkert slíkt hefur komið íram frá Skipaskoðuninni oig hún ekki upplýsist, eftir hverju var (arið við prófun stöðvanna hjá þeim, hljótum við að fa'ra eftir alþjóðasamþykktinni og fullyrða: Skipaskoðun ríkisins mælir með etöðvum, sem ekki standast nauð eynlegar kröfur. Eða ætlar Skipa ekoðunin að setja minni kröfur en alþjóðasamþykktin kveður á um? Þegar Slysavarnafélagið gerði tilraunir sínar, þann 1. nóv. 1964. var það ekki fullkomlega ánæigt með árangurinn af þessum litlu sendistöðvum, en stöð Landsím- ans gaf það góða raun, að við gátum sagt: Þið eruð á réttri leið, breytið þessari stöð í gúm- bátastöð. En er þess nokkur von að Landisími íslands snúi sér að þessu máli í fullri alvöru á meðan Skipaskoðún ríkisins læt- ur vera að igefa út reglugerð um kröfur til slíkra stöðva. Ég tel fulla ástæðu til þess að gleðjast yfir getu Landsímans í þessum efnum. Hér getur innlend fram- leiðsla eflzt og sparað gjaldeyri. En nú er mér enn spum. Hvað BRIDGE EFTIRFARANDI spil frá Banda- rísku meistarakeppninni, sem fram fór fyrr á þessu ári, vakti mikla athygli. A K 7 5 3 V G 4 ♦ K 4 ♦ G 9 7 4 3 AG9842 AÁD10 6 ¥ D 8 5 2 ¥ 10 ♦ 10 4752 4» K 8 6 +ÁD10 5 2 ♦ — ¥ Á K 9 7 6 .3 ♦ ÁDG9863 4» — Austur gaf og á öltum borð- unum var í byrjun sagt 1 lauf á spil austur. Þeir, sem sátu í suður, notuðu margar og mis- jafnar aðferðir til að komast í slemmu. Margir sögðu 2 lauf, sögðu síðan tígul og fengu stuðn- ing hjá norður og fóru í 6 tígla. Það, sem þótti einkennilegt var að hvergi var minnst á hjarta og einnig að þeir, sem sátu í A.—V. minntust heldur aldrei á spaða. Illa fór fyrir einum frægum spilara, sem sat í suður. Hann ákvað að fara hægt í sakirnar og sagði í byrjun aðeins 1 tígul yfir laufasögnina hjá austur. Honum til mikillar gremju varð 1 tígull lokasögnin. Eins og áður segir varð loka- sögnin 6 tíglar á flestum borð- um, en það voru ekki allir sem unnu þá sögn. Þeir, sem voru varkárir tóku hjarta Ás, og þegar hjarta 10 kom í hjá austur, létu þeir út lágt hjarta og unnu spilið. Aðrir hugsuðu of mikið um að fá 13 slagi og tók Ás og kóng í hjarta, en fengu á þann hátt aðeins 11 slagi. hefur hún breytzt? Sú var tíðin að Landsíminn fyrirbauð að not- aðar væru aðrar stöðvar á fiski- bátana en þær, er þeir sjálfir smíðuðu. Slysavarnafélag íslands hefur þegar fengið nokkrar slík- ar stöðvar hjá Landsímanum og á 35 aðrar í pöntun. Þessar stöðv- ar þurfa ekki mikla breytingu til þess að vera fullkomlega not- hæfar I gúmbáta. Nei, ef Skipaskoðunin vill gera raunhæfar tilraunir með neyðar- senda, þá á hún ekki að gera það í neinu laumi, heldur fela það serfræðingum og kunnáttumönn- um ag bjóða Slysavarnafélagi ís- lands og samtökum sjómanna og útgerðarmanna og umboðsmönn- um slíkra tækja að fylgjast með. Slysavarnafélag fslands lagði aldrei algeran dóm á neina af þessum stöðvum og gaf engri þeirra meðmæli, enda hafði það ekki möguleika á að framkvæma þær mælingar og athuganir á byggingu stöðvanna sjálfra sem nauðsynlegar voru. En það gerði það, sem skiptir mestu máli og hlýtur að vera höfuðskilyrði, það reyndi hæfni þeirra við þær að- stæður, sem fyrir hendi eru í neyðartilfellum. Önnur sú stöð sem Skipaskoðunin segist hafa gef ið meðmæli var innkölluð af framleiðendum, sem ónothæf eins og hún var. Það felst ekkert öryggi í því að reyna slík tæki við hin allra beztu skilyrði eða reyna aðeins eitt af mörgum. T.d. vorum við beðnir að reyna tvö taeki sem voru nýkeypt og af tegund sem Skipaskoðunin hafði mælt með. Ef segja skal söguna eins og hún er, þá reyndust bæði tækin gjör- samlega ónothæf. Þau drógu ekki utan úr Örfirisey að húsi S.V.F.Í. á Grandaigarði. Vel má vera að Skipaskoðun ríkisins harmi, að dráttur hefði orðið á, að gúmbátar væru búnir þessum nauðsynlegu tækjum, það hljóta allir hugsandi menn að gera. En höfuðsökin á þessum drætti ber Skipaskoðun rikis- ins, fyrir að hafa látið undir höf- uð leggjast að gefa út reglugerð um gerð slíkra stöðva og skoð- unarskyldu. Henry Hálfdánarson. ítalskir blaða- menn í verkfalli Róm, 10. des. — NTB. SÍÐDEGISBLÖÐ komu ekki út á Ítalíu í dag sökum þess að í morgun lögðu ítalskir blaðamenn niður vinnu í viku vegna launa- deilu sinnar við ítalska blaða- útgefen<íur. ítaLska útvarpið og sjónvarpið senda nú 3 fréttasend ingar á dag, í stað 7 áður. MEÐAL þeirra kvenrithöf- unda franskra, sem til greina þóttu koma við úthlutun bók menntaverðlaunanna þriggja, sem fram fer haust hvert í Parísarborg, var Violette Leduc, 57 ára gömul, sem átti að baki fimm aðrar bækur, sem ekki höfðu fundið náð fyrir almennings augum, en vakið athygli annarra rithöf unda og aðdáun. Sjötta bók- in hennar „La Batarde“, sú sem sigurstrangleg iþótti í ár, hlaut að vísu hvorki verðlaun Goncourt-bræðranna, né held ur Renaudot-verðlaunin og ólíklegt, að Femina-verðlaun in falli henni í skaut. Vel- gengni „La Batarde" er ann- ars konar og kannske ekki síðri á sinn hátt. í Frakklanði þykir það góð sala á bók, að af henni seljist 10.000 eintök, en „La Batarde" sem út kom í 40.000 eintökum, er iþegar á þrotum og bráðlega er von á 20.000 eintökum til viðbótar. „Fyrir vorið verða þau orðin 10.000“ segir útgefandinn, Gaston Gallimard, og er harla glaður. Auk þess er svo von á bók- inni í þýðingu bæði í Bret- landi og í Bandaríkjunum á næsta ári. En hvernig er þá þessi bók — og hvernig er þessi kona, sem segir sjálf um óvænta velgengnina: „Já, en það hlaut að koma að því, ég átti þetta skilið“. Vielette Leduc hefur skrif að um árabil — og alltaf um sjálfa sig og það sem á daga hennar drífur. Það eru meira en 20 ár síðan Simone de Beauvoir og Jean-Paul Sartre fengu á henni áhuga og Sim one kom því m.a. til leiðar, að Violette fékk stöðu sem lesari hjá Gallimard-forlaginu og þar með nokkurn fjárstyrk til skriftanna. Tveir aðrir frægir rithöfundar, sem nú eru báðir látnir, þeir Jean Cocteau og Albert Camus, voru einnig aðdáendur Vio- lette Leduc og gerðu sitt til þess að koma henni á fram- færi. En bækur hennar, þar á meðal „Köfnun“, „Hungur morð“ og „Byðilegging", hafa ekki til þessa átt að fagna stórum lesendahópi. Simone de Beauvoir skrifar formála að „La Batarde", sem sumir segja að valdi töluverðu um metsölu bókarinnar — og segir þar að þókin 9é rituð af „hugdjarfri hreinskilni“. Þessi hreinskilni Violette Leduc er mjög víðtæk. Ævi hennar hefur verið næsta umtalsverð fyrir ýmissa hluta sakir og engan veginn allra útlagðra henni á betri veg. En Violette Leduc dregur ekkert undan, hún lýsir ást- um sínum til bæði karla og kvenna svo að jafnvel lönd- um hennar, sem þó eru ýmsu vanir, þykir nóg um, hún segir frá þjófnaðarmálum, svikum og prettum, tauga- áföllum og algeru öngþveiti, af sömu hreinskilni og jafn- aðargeði og um eitthvað al- gerlega hversdagslegt væri að ræða. Sjálf er VioleHe kvenna ófríðust og átti lengi erfitt Violette Leduc með að sætta sig við það hlutskipti sitt. „Ég er svo ljót“, sagði hún einu sinni, „að ég verð alla mína ævi einmana“. En nú er hún kom. in yfir þetta að mestu og ger ir jafnvel sjálf góðlátlegt gys að ófríðleik sínum, næstum iþví kóketterar með hann, kom in á sextugsaldurinn. „Gaston Gallimard segir að ég sé bam engu að síður“. Fjöldi kollega Violette er Gallimard sam- mála og þykir sem hreinskitni Violette sé einmitt af þessum barnslega toga spunnin, sem láti allt uppi, gott og illt og dragi ekkert undan. Violette Leduc á nú heima í lítilli, tveggja herbergja ibúð í einu verkamannahverfinu í Parísarborg. Hún er snyrtileg húsfreyja svo af ber, allt er tandurhreint og fág'að hjá henni og hún segist hafa un- un af því að þvo upp, það sé svo róandi fyrir taugarnar. Inni í skáp hangir vetrarkáp an hennar, fimm ára gömul, og yfir henni gamall nátt- kjóll, sem ver hana ryki. Einu sinni var Violette allt öðru vísi, eins og „La Batarde“ og fleiri bækur hennar bera með sér, en hún hefur lært af reynslunni eins og fleiri. Hún safnar trjágreinum og viðarbútum og fer um kræklótta kvistina, hnýttum, gamallegum höndum. Bókina sína skrifaði Vio- lette að miklu leyti uppi í sveit, í litlu húsi, sem hún fékk inni í um tíma og henni verður tíðrætt um garðinn sinn þar og blómin og trén og friðinn og róna í sveitinni. Fyrir peningana, sem „La Batarde“ færir henni, ætlar Violette að kaupa litla húsið í sveitinni og eyða þar ellinni í friði og spekt — við skrift- ir auðvitað því ekki hefur hún hugsað sér að láta staðar numið við „La Batarde“. Það hefur margt gerzt síðan 1947, sem skrifa má um. „En það er ekki tekið út með sæld- inni“ segir hún, „mér sækj- ast skriftirnar svo seint, þessi sáðasta bók mín tók mig þrjú ár“. Hver veit nema hún verði þó þeim mun fljótari með framhald sögu sinnar, sem betur er nú að henni bútð vegna hennar, og vegna hinna mörgu, nýju lesenda, sem vaifa lítið bíða þess með óþreyju, að vita, hvað verði um „La Batarde" eftir fertugsafmælið 1947.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.