Morgunblaðið - 13.12.1964, Page 21

Morgunblaðið - 13.12.1964, Page 21
Sunnudagur 13. des. 1964 MQRGU N BLAÐIÐ Jón Péfursson, Geirshlíð Hveitið sem hver reynd húsmöðir þekkir og notar í allan bakstur Speglar — Speglar Fjölbreytt úrval af SPEGLUM í alla íbúðina. Spegill er kærkomin jólagjöf. Spegla og snyrtivörudeild Gleriðjunnar Skólavörðustíg 22. — Sími 11386. SVO er sagt í Landnámu og Eg- ilssögu að Ketill blundur og Geir sonur hans hafi numið land,“ frá Flókadalsárós og til Reykjadals- áróss og tungu þá alla, er þar var á milli, upp til Rauðsgils og Flókadal allan fyrir ofan brekk- ur. Ketill bjó í Þrándarholti en Geir í Geirshlíð. Hann átti annað bú í Reykjadal að Reykjum hin- um efri (nú Kópareykjum. Hann var kallaður Geir hinn auðgi.“ Þetta er sagan um hina fyrstu byggð í Flókadal og er engin á- stæða til að efast um sannleiks- gildi hennar. En mörg vötn og mikil hafa til sjávar runnið, síð- en Geir Ketilsson og Þórunn Skallagrímsdóttir hófu búskap í Geirshlíð, fyrir rúmum 1000 ár- um. í landnámi þeirra hafa á seinni öldum verið 18 jarðir og stundurn fleiri. Þrándarholt hef- ir líklega farið í eyði snemma á óldum, þó jarðarnafnið sé enn til í Geirshlíðarlandi. Einhvern tíma á miðöldum var þriðjungur jarðarinnar Geirshlíð frá skilinn og myndað sérstakt býli, Geirs- hlíðarkot, sem nú heitir Gilja- hlíð. En hvað sem á hefir gengið síðan snemma á 10. öld, má telja víst að alla tíð hafi verið búið í Geirshlíð og að bærinn þar hafi alltaf verið á svipuðum stað og hann er, enn í dag. Jörðin hefir alltaf verið talin góð jörð og gagnvænleg og bændur þar hafa verið taldir með betri bændum í héraði. Um miðja 17. öld bjó þar héraðshöfðinginn Salomon Björg- úlfsson frá Stóra-Ási, og á fyrri hluta 18. aldar bjó þar annar héraðshöfðingi, Þórður Hákonar- son, sýslumannssonur úr Rang- árþingi, ættaður frá Norðtungu í Þverárhlíð. Fyrir rúmum 200 árum, eða nánar til tekið 1758, fóru að búa í Geirshlíð, Ólafur Guðmunds- son (f. 1722, d. 1786) og Ingveld- ur Einarsdóttir. Þar var ekki tjaldað til einnar nætur fyrir þau eða afkomendur þeirra, því sex ættliðir frá þeim hafa þar síðan búið. Ekki er það þó sam- fellt sem ættin hefir búið þar, því þegar Friðrik Ólfsson Guð- mundssonar drukknaði 1804 frá konu og ungum börnum, bjó þar annað fólk um nokkurt skeið á fyrri hluta síðustu aldar. Flest var það þó venzlafólk eða skyld- fólk, svo sem Árni Jónsson er var cvili Þiðriks og Nikulás Árnason er var systursonur hans, en þess- ir tveir menn bjuggu þar milli 30-40 ár á þessu tímabili. Upp úr 1840 fór að búa þar Sigmundur Þiðriksson, er bjó þar til dauða- dags og 1858 fór að búa þar Þor- steinn Þorsteinsson Þiðrikssonar, og síðan hafa þeir ættmenn verið þar hver fram af öðrum. Það er ekki nema eðlilegt að trygigð og tengsli myndist. við þann stað er nánustu forfeður hafa unnið lífsstarf sitt. „Það er sem mold sú sé manni þó skyld sem mæðrum og feðr- um er vigð.“ Og grunurinn og vissan um það að í grasrót hverri kunna að leyn ast gömul spor feðra og mæðra i marga ættliði eykur hlýhug til þess gróðurs, er þar vex úr jörðu. Eitt er víst að ætt Ólafs Guð- mundssonar hefir undanfarnar tvær aldir verið óvenjulega stað- föst í Geirshlíð í Flókadal. Þessar hugleiðingar um Geirs- hlíðarmenn hafa verið áleitnar við mig síðan óg kvaddi í síðasta sinni, gamlan vin minn og granna frá æskuárunum. Jón Pétursson í Geirshlíð. Jón var fæddur í Geirshlíð 13. júní 1887. Foreldrar hans voru Pétur Þorsteinsson Þorsteinsson- ar, Þiðrikssonar, Ólafssonar, Guð mundssonar og Anna Katrín Jóns dóttir. Pétur faðir hans bjó allan sinn búskap í Geirshlíð. Hann faðir hans og afi, höfðu allir þann sama sið að sækja konur sínar til Akraness. Amma hans var Steinunn Ásmundsdóttir, frá Miðvogi. Móðir hans var Ingi- björg Jónsdóttir frá Miðteigi og Anna Katrín kona hans var í móðurætt frá Lanmbhúsum á Akranesi. AUar voru þær af- komendur hins þýzk-danska bar- óns Klingenbergs, sem ssignir herma að bjargað hafi fjárhag Danakonungs á 17. öld. Einn af- komandi barónsins, Hans Kling- en'berg, var sendur til Islands snemma á 18. öld til að kenna Is- lendimgum búskap. Hann bjó á Krossi á Akranesi og varð ó- venju kynsæll. Anna Katrín mun hafa verið þar ættarnafn og allt fram á okkar daga hafa danskar og þýzkar barónessur borið það nafn. En faðir Önnu Katrínar í Geirshlíð var Jón Guðlaugsson, bróðursonur Þórðar Sveinbjörns- sonar, háyfirdómara í Nesi við Seltjörn, og dóttursonur sr. Jóns Bachmanns er var dóttursonur Skúla fógeta. Pétur Þorsteinsson varð ekki gamall maður. Hann dó í Geirs- hlíð 1905 rúmlega 44 ára gamall, frá konu og átta börnum. Jón, sem þá var 18 ára' gamall og r.æstelztur systkina sinna, varð þá að taka að sér forstöðu heim- ilisins með móður sinni, en 5 barnanna voru þá innan við ferm ingaraldur. Þó heimilið ætti að heita bjargálna, var þó hér all þung byrði á unglingsherðar lögð. En Jón sýndi fljótt að hann var ábyrgðinni og vandanum vaxinn. Dugnaður, útsjónarsemi og verkhyggni var ættarfylgja sem Jón erfði í ríkum mæli frá báðum foreldrum. Búskapurinn blessaðist hjá ekkjunni í Geirs- hlíð og börnin komust öll upp og urðu nýtar manneskjur og far sæl í störfum. í æsku minni voru all náin kynni milli Geirshlíðar og Skóga, heimilis foreldra minna, enda stutt á milli. Móðir mín og Anna Katrín voru alda vinkonur og einhver skemmtilegasti gesturinn sem að Skógum kom var Anna í Geirshlíð. Hún var alltaf kát og gamansöm, og kom öllum í gott skap er við hana áttu orða- skifti. Jón Pétursson í Geirshlíð, var orðinn fulltíða maður er ég fyrst minnist hans. Hann var ferðamaður allmikill, átti oft góða hesta og hafði yndi af þeim Hann var sá eini af nágrönnum mínum, sem stundaði nokkuð hestakaup og hestatamningu. í Geirshlíð voku alltaf góðhestar. á járnum á vetrum og Jón hafði yndi af því . að láta spretta úr spori. Jón var hjálpsamur og greiðvikinn við granna sína ef fara þurfti sendiferð, í útrétting- ar og margan greiða gerði hann heimili mínu þannig á æskuár- um mínum, því alltaf var Jón reiðubúinn til slíkrar aðstoðar ef eitthvað lá við. Ég var ungur að árum þegar ég'fór'að fará í kaup- staðaferðir, leitir og réttir, Var ég þá sendur í umsjá nágíann- anna. Margar slíkar ferðir fór ég þá með Jóni í Geirshlíð, og minn ist ég þeirra með mikilli ánægju, Jón var skemmtilegur samferða- maður, tráustur og öruggur, kát- ur og skemmtinn og lét sér annt um allt það sem ferðalaginu til- beyrði. Ferðalög voru yndi hans og eftirlæti alla ævi. Árið 1912 tók Jón við jörð og búi af móður sinni í Geirshlíð. Það ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Vilborgu Jóhannes- dóttur frá Hæli, sem varð hans góði og ástríki förunautur síðan. Þau bjuggu svo í Geirshlíð góðu búi til 1951, en þá tók Pétur son- ur þeirra við búi og hefir búið þar síðan. Jón og Vilborg voru þar og áfram næstu árin, en fluttu síðan til Reykjavíkur, enda voru þá fjórar dætur þeirra þar búsettar og eru þar enn. Alls áttu þau Jón og Vilborg sex börn, tvo syni og fjórar dæt- ur sem öll eru á lífi og hin mann vænlegustu. Jón í Geirshlíð var gildur bóndi í sveit sinni, hárðger og hvatlegur öðrum fremur, sjáif- stæður í skoðunum og hélt stefnu sinni og meiningu óhikað hvað sem hver sagði. Hann gat verið orðhvatur og berorður, ef því var að skipta og gerði sér engan mannamun. Hann var greiðvik- inn og hjálpsamur við granna sína, skjótur til úrræða og fljót- ur til hjálpar ef á þurfti að halda. Síðustu árin var Jón mjög far- inn að heilsu og kröftum. Undan- farin sumur dvaldi hann sem vörður við mæðiveikisigirðingu hjá Kljáfossbrú. Fékk hann þar stundum að njóta þeirrar ánægju að sjá „hýruspor“ góðhesta sem um veginn fóru. Sl. sumar var hann veikur. Hann andaðist á spítala hér í Reykjavík 26. okt. sl. og var jarðsunginn frá Foss- vogskapellu 13. s.m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Sóknarprestur hans úr sveitinni sr. Einar Guðna son í Reykholti, jarðsöng. Fjöldi Borgfirðinga kom suður til að fylgja honum til grafar. Meðal annarra kom fólk frá flestum bæjum í sveitinni hans til að vera viðstatt þá athöfn. „Með klökkva frá kirkjusalnum kveður þig fólk úr dalnum.“ orti einn sveitungi hans og granni eftir hann og mun það sannmæli. Jón í Geirshlíð var traust og harðger grein af miklum og sterkum stofni, eins traustasta ættarmeiðs borgfirzkra bænda. Borg, 5/12 1964. Guðm. Illugason. . LIIKfflNG SEM ÞJÚFA HUGA OG HÖIVO PLASTICANT er nýjung' á íslenzkum leikfangamarkaði. í mismunandi stærðum af kössum. Verð frá kr. 95.— Ingólfsstræti 8 — Sími 10240.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.