Morgunblaðið - 20.12.1964, Side 15

Morgunblaðið - 20.12.1964, Side 15
Sunnudagur 20. des. 1964 MOIRGIUINIBIABI® 15 Líður aS jjólem J Ó L og hátíðahald er á næsta leiti. Almenningur í sveit og borg, býr sig undir að njóta til- breytingar og fagnaðar á heim- ilum sínum eftir efnum og á- stæðum eins og jafnan áður. Sem betur fer, er efnahagur íslenzku þjóðarinnar nú betri en nokkru sinni fyrr. Verzlanir eru fullar af fjölbreyttari varningi en oft- ast áður, og þótt kaupgetan sé misjöfn, blandast þó engum öfga- lausum manni hugur um að hún er almennt meiri, en áður hefur tíðkazt. Þessar staðreyndir þýða að sjáifsögðu ekki það, að margt mætti ekki betur fara í íslenzku þjóðfélagi, en raun ber vitni. Því miður verður sú staðreynd ekki sniðgengin, að þensla og jafn- vægisleysi gerir vart við sig á alltof mörgum sviðum, og öfl á- byrgðarleysis og upplausnar eiga oft alltof léttan leik á borði. Það er einmitt vegna þess, sem ís- lenzkt efnahagslíf hefur oft á undanförnum árum, mótazt af öryggisleysi, þrátt fyrir stór- fellda uppbyggingu og aukin framieiðsluafköst Þessari þjóð nægir ekki það eitt, að geta miklast af stórbrotn- um framförum, ef hana skortir framsýni og ábyrgðartilfinningu til þess að tryggja varanlegan ár- angur þeirra, sem feli það m.a. í sér, að afkomugrundvöllur þjóðarinnar sé traustur, , bjarg- ræðisvegir hennar séu reknir á heiibrigðum grundvelli, og þjóð- in fái notið afraksturs þeirra. Sólarlag t skammdeginu á S eltjarnarnesL. (Ljósm. Mbt.: ÓI.K.MJ REYKJAVÍKURBRÉF Laugard- 19. des. jnað eðlilegum og skaplegum þætti. Hið mikla verkefni framtíðar- Innar hér á Islandi, er að tryggja örugga þróun, sem geri þjóðinni jnögulegt, að lifa farsælu og batn >*ndi menningarlífi í landi sínu. Þetta er hollt að hugleiða í kyrrð hátíða- og hvíldardaga, þegar þjóðin dvelst við arinn heimila sinna. Aldrei meira lesið Þær staðhæfingar heyrast oft- lega, að íslendingar, söguþjóðin, sé að verða frábitin bóklestri, og eyði nú tómstundum sínum mest við lestur dagblaða og tímarita, jafnhliða því, sem þeir hlusti á útvarp og horfi jafnvel á erlent sjónvarp, þeir sem þess eiga kost. Flest bendir til þess að þetta sé sleggjudómur, sem ekki eigi við nein rök að styðjast í raunveru- leikanum. Aldrei hafa komið út eins margar bækur á íslandi og síðustu árin. Aldrei hefur heldur verið keypt eins mikið af bókum, og hvar sem komið er á heimili fólksins, til sjávar og sveita, blasa við bókasöfn með fjöl- breyttum bókakosti. Það er þess- vegna óhagganleg staðreynd, að fslendingar eru í dag mikil bóka- þjóð. í landinu er gefinn út fjöldi bóka, sem margar má telja til merkra bókmennta. Að sjálf- sögðu eru gefnar hér út lélegar bækur, og vondar bækur, eins og allsstaðar annarsstaðar. Á það bæði við um innlendar og erlendar bækur, sem hér eru gefnar út í þýðingum. En þess ber einnig að geta, að vaxandi fjöldi íslendinga nýtur erlendra bókmennta vegna auk- Innar og almennari málakunn- íittu. Erlend blöð og tímarit eru einnig lesin hér í vaxandi mæli, ▼egna stórbættra samgangna við «n heiminn. Það er því fjarri lagi, að rækt Islendinga við bækur fari þverr- andi. En bókmenntasmekkur þeirra er auðvitað misjafn, eins •g allra annarra þjóða. Kjarni málsins er, að íslend- Ingar eru enn bókaþjóð, og verða það vonandi um allan,v aldur. Samkvæmt skýrslum alþjóða- stofnana, eru þeir einnig einhverj ir mestu blaðalesendur í heimi. Ailt sýnir þetta fróðleiksfýsn og þekkingaráhuga þessarar litlu þjóðar, sem háð hefur harða bar- áttu gegnum aldirnar, fyrir sjálf- stæðri tilveru í fögru en erfiðu, landL Bréf doktors Valtýs Ein þeirra bóka, sem komið hefur út á þessu hausti, og veru- legur fengur er að, er bókin „Doktor Valtýr segir frá“. Því miður skrifaði doktor Valtýr Guð mundsson ekki ævisögu sína. Að henni hefði verið mikill fengur. En nú hafa allmörg sendibréfa hans verið gefin út í bókarformi, og hefur Finnur Sigmundsson, landsbókavörður, séð um útgáfu þeirra. Kemst hann m.a. að orði um höfund þessara bréfa í for- mála, er hann ritar fyrir bókinni: „Um síðustu aldamót var nafn Valtýs Guðmundssonar ef til vill kunnara hér á landi, en nokkurs annars íslendings, sem þá var uppi. Stjórnmálastefna hans var nefnd Valtýska og fylgismenn hans Valtýingar. Tímarit hans, Eimreiðin, var þekktasta tímarit landsins, og átti sinn þátt í að kynna nafn hans. Nú muna að- eins aldraðir menn þann styr, sem stóð um þennan nafntogaða mann. En saga hans er forvitni- leg á marga lund. Umkomulítill smali úr Húnavatnssýslu ryður sér braut af eigin rammleik, verð ur háskólakennari í Kaupmanna- höfn, stofnandi og gefur út fjöl- lesnasta tímarit landsins, gerist foringi stjórnmálaflokks, og mun ar litlu að hann verði fyrstur ís- lenzkra manna, skipaður ráð- herra Islands. Stjórnmálaafskipti Valtýs Guð- mundssonar hafa sætt misjöt'num dómum. Því meiri ástæða er til þess að kynna sér manninn með kostum hans og göllum. Hann beið laegra hlut í stjórnmálabar- áttunnL óg úppskar mirtna en hann taldi sig hafa rétt á. En vera má, að þjóðin eigi honum á ýmsa lund meira að þakka, en almennt hefur verið viðurkennt. Um það dæmir sagan á sínum tíma. Svo vel vill til, að varðveitt eru bréfaskipti Valtýs til móður sinn- ar og sjúpa i Kanada um nær því hálfrar aldar skeið. I þessum bréfum talar hann hispurslaust um eigin hagi og viðfangsefni, baráttu sína í þjóðmálum, sigra og ósigra. Að sjálfsögðu kanna sagnfræðingar á sínum tíma bréfaskipti Valtýs við samherja og vini og öll gögn önnur, sem tiltæk eru, og skipt gætu stjórn- málaafskipti hans og þjóðmála- baráttu. Vissulega kennir þar margra grasa. En betri heimildir um manninn Valtýr Guðmunds- son, og þessi bréf til vandamanna hans, ætla ég að verði torfundn- ar“, segir landsbókavörður. „Úr liundatölu í mannatölu’4 Þessi bréf doktors Valtýs Guð- mundssonar, eru m.a. sérkennileg fyrir það, að þau eru öll rituð til móður hans og stjúpa. Þau eru skrifuð af óvenjulegri hrein- skilni, opinská og einlæg. Þess- vegna geta þau, eins og Finnur Sigmundsson segir í formála sín- um, einkar góða persónulega mynd af manninum, sem skrif- aði þau. í þeim má lesa baráttu- sögu umkomulítils sveitadrengs, sem með ótrúlegum kjarki sigr- ast á erfiðleikunum, verður há- menntaður maður, og einn til- þrifamesti stjórnmálamaður þjóð ar sinnar. f fyrsta bréfinu, sem doktor Valtýr skrifar móður sinni með- an hann er enn í Latínuskólanum í Reykjavík, lýsir hann baráttu sinni við fátæktina, og fyrir því að komast til mennta og þroska. Hann lýsir ósigrum sínum og fyrstu sigrum, og kemst síðan að orðum á þessa leið: „Mér líður nú ágætlega, og nú er ég kominn í mannatölu, áður var ég í hundatölu“. Mörgum fátækum og umkomu- lausum sveitadrengjum á ís- landi hefur áreiðanlega verið svipað innanbrjósts og bréfritar- anum, sem mælti þessi orð í bréfi til móður sinnar. Við sem lifum eigum erfitt með að setja okkur í spor þess fólks, sem á liðinni öld háði þrotlaust stríð við skort og erfiðleika, og fjölmargt var dæmt til þess að lúta í lægra haldi í þeirri baráttu. En það er hollt nútímafólki, sem býr við allsnægtir og öryggi, að minnast þessarar baráttu forfeðranna, þekkja þann óbilandi kjark og þrotlausu seiglu, sem hélt lífinu í íslenzku fólki fram um aldirnar. Bréf doktors Valtýs Guðmunds sonar sanna það enn sem áður var vitað, að hann var frábær hæfileikamaður, þrekmenni og mikilhæfur stjórnmálamaður, sem markaði djúp spor í sjált'- stæðisbaráttu þjóðar sinnar á at- burðaríku tímabili fslandssögunn ar, þegar nýr tími var að renna upp og ný tækifæri að skapast til þess að rétta úr kútnum. Skattar og skyldur Þegar þetta er ritað, er verið að leggja síðustu hönd á af- greiðslu fjárlaga. — Munu þau verða endanlega samþykkt áður en þingi verður frestað, og jóla- leyfi þingmanna hefst, sennilega nk. þriðjudag. Fjárlög'in hækka að þessu sinni nokkuð, eins og oftast áður. Fjölbreyttari þjóðfélagsstarfsemi hefur í för með sér aukin útgjöld hins opinbera. Þjóðin krefst full- komnari þjónustu á öllum svið- um, nauðsynlegra framkvæmda í þágu atvinnu- og menningarlífs. Sjálf fjölgun landsmahna krefst aukinna útgjalda t.d. til mennta- stofnana, heilbrigðisstofnana, trygginga og lýðhjálpar. Af auknum kröfum á hendur ríkisvaldinu, leiðir svo aukna tekjuþörf ríkissjóðs. Það er stað- reynd, sem enginn hugsandi mað- ur getur sniðgengið. Þjóð sem vill framkvæma mikið á ör- skömmum tíma, hlýtur að gera sér ljóst, að hún verður að borga fyrir það. Núverandi stjórnarandstöðu- flokkar, Framsóknarmenn og kommúnistar, segja Islendingum hinsvegar, að þeir geti fengið stórauknar framkyæmdir á öll- um sviðum, án þess að tryggja ríkissjóði jafnframt fé til þess, að rísa undir framkvæmdunum. Framsóknarmenn fluttu t.d. við aðra umræðu fjárlaga, tillögur um 220 milljóna útgjaldahækkun fjárlaganna, en sögðust þó vilja lækka skatta og aðrar opinberar álögur! Tillögur um sparnað hafa þeir engar ftutt. Slík framkoma stjórnmála- manna í lýðræðislandi, getur ekki skapað þeim traust, hún hlýtur þvert á móti, að afhjúpa ábyrgðarleysi þeirra og getuleysi til að marka jákvæða stjórnar- stefnu. Creiðsla fyrir júní samkomuiagið Sú hækkun söluskattsins, sem ríkisstjórnin hefur flutt frum- varp um á Alþingi, er fyrst og fremst afleiðing samkomulagsins við verkalýðssamtökin á síðast- liðnu sumri, þar sem gert var ráð fyrir að reynt yrði að halda'verð- lagi óbreyttu, með auknum nið- urgreiðslum, þrátt fyrir nokkra hækkun kaupgjalds og afurða- verðs. Þessi tekjuöflun ríkissjóðs þarf því ekki að koma neinum á óvart. Þjóðin fagnaði samkomu- laginu um vinnufrið í sumar. Hækkun söluskattsins er greiðsla fyrir það samkomulag. Því fer víðs fjarri, að ríkisstjórnin hafi í nokkru rofið þetta samkomulag. Forystumenn verkalýðsfélaganna vissu fyrirfram að ríkisstjórnin myndi afla sér tekna þegar AI- þingi kæmi saman til þess að standa við fyrirheit sitt um auknar niðurgreiðslur vöruverðs. r 0«æfusam]e»t atferli Málgögn Framsóknarflokksins og kommúnista hafa undanfarið haft i frammi hótanir um það, að nú beri að hefjast handa um nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. Þarf þessi afstaða út af fyrir sig ekki að koma nein- um á óvart. Leiðtogar Fram- sóknar undu samkomulag- inu um vinnufrið á síðastliðnu sumri hið versta, og töldu sig raunar illa svikna með því af bandamönnum sínum, kommún- istum. Jafnvægisstefna ríkis- stjórnarinnar er Framsóknar- Fnamhiaild á bds. 19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.