Morgunblaðið - 20.12.1964, Side 17
r Sunnudagur 20. des. 1964 MORCUNBLAÐIl 17
• •
Þorsteinn O. Stephensen
leikari, sextugur á morgun
I>AÐ var glaður stúdentahópur,
sem gekk niður Skólabrúna 30.
júní 1925, með hvítu kollana á
höfði í fyrsta sinni. Fögnuður
dagsins var að vísu efst'í huga
okkar allra, en ef til vill hefur
þó einhver rennt huga til þess
livað um hópinn kynni að verða
t framtíðinni, er vegir skildust
og alvara lifsins kallaði. En
hversu framsýnir sem við kunn-
um að hafa verið, mun naumast
nokkurn hafa órað fyrir því, að
f hópnum væri maður, sem það
ætti fyrir að liggja að helga sig
leiklist og list hins talaða orðs,
og sem slíkur að verða eftirlæti
alþjóðar. En svo var það nú
samt, því einn í hópnum var Þor-
Steinn Ö. Stephensen, sem vérður
sextugur á morgun.
■ Mér finnst það einhvern veg-
lnn ótrúlegt, þótt við hinir strák-
arnir eltumst, að Steini Ö., en
svo hét hann ætíð í okkar hópi,
sé kominn í öldungatöluna, því
hann er einn hinna fáu samferða-
manna, sem ekki eldist., þó hár-
in fölni og fækki. En kirkju-
löækur Kjósaringa verða ekki
vefengdar.
! Þorsteinn Ö. Stephensen fædd-
ist að Hurðarbaki í Kjós 21. des.
1904. Þar bjuggu þá foreldrar
hans, Ingibjörg Þorsteinsdóttir
©g Ögmundur Hansson Stephen-
sen. Standa að honum sterkir
stofnar í ættir báðar, og er þar
að finna valdamenn, klerka, bú-
hölda, alþingismenn og ekki sízt
margt skáldmæltra manna og
hneigðra. Svo ekki er að undra,
þótt Þorsteinn geti mörgum
manngerðum fyrir sig brugðið,
svo víða að er sá efniviður sem
hann er gerður af. Ársgamall
fluttist hann með foreldrum sín-
um að Hólabrekku í Grímsstaða-
holti, sem þá var sveit, og þar
ólgt hann upp í marglitum hópi
ungra sveina á Holtinu. Faðir
hans rak ’allmikinn búskap, sótti
sjó og stundaði ökumennsku,
bæði með hestum og síðan með
bíl. Vandist Þorsteinn því
snemma fjölbreytilegum störfum
á mörkum sveitar og borgar, og
komst í kynni við ólíkar mann-
gerðir úr öllum stéttum, en hafði
þegar frá æsku opin augu og
eyru fyrir tungutaki fólks og
lærði að skyggnast um í hugar-
heimi þess.
En hugur Þorsteins stóð hvorki
til hrognkelsaveiða 1 Skerjafirði
né bílkeyrslu fyrir Reykvíkinga.
Hann fór í skóla þegar hann
hafði aldur til og lauk stúdents-
prófi eins og fyrr segir 1925. Að
ioknu stúdentsprófi stundaði
hann læknanám í Háskólanum
tim nokkurt skeið, en hvarf frá
því af ýmsum sökum. Hátíðaár-
#5 1930 skipti örlögin í lífi
Þorsteins. f fyrsta lagi kvæntist
hann konu sinni, Dórótheu
Breiðfjörð, sem hefur verið hon-
nm ómetanieg stoð og stytta og
eiga leiklistarunnendur landsins
henni mikla skuld að gjalda fyr-
|r framlag hennar til þess, að
bóndi hennar fengi sinnt hugð-
•refnum sinum og listhneigð.
Eiga þau fimm börn. En á því
■ama ári tókust fullar ástir með
Þorsteini og Thaliu, sem hann
faefur reynzt trúr og tryggur síð-
•n. Svo stóð á, að það ár gengu
þeir Haraldur Björnsson, Lárus
Sigurbjörnsson og Þorsteinn fyr-
tr hátíðasýningu á Fjalla-Ey-
vindi Lék Þorsteinn Björn
hreppstjóra við þann orðstír, að
tnargir, sem fylgzt hafa með leik-
ritum síðan, telja enn, að hann
hafi þá skapað eina af sínum
■njöllustu persónum. Er þó ekki
(jarri sanni að svo sé, og sýnir
það, að Þorsteinn ér þegar á
wngum aldri fullmótaður leikari,
þótt lítillar tilsagnar hefði hann
wotið og fátt séð á leiksviði.
Hann var að vísu ekki fullkom
fc»n byrjandi 1930. hafði leikið
beaði í akólaleikjum og meðal há-
skólastúdenta og tekizt vel. En
fullkunnugt er, að margir hafa
þótt efnilegir í slíkum leikjum,
án þess að um leikaraefni hafi
verið að ræða.
En nú var svo komið að Þor-
steini var ljóst, að hann mundi
aldrei geta horfið frá leiksvið-
inu aftur. Næstu árin stundaði
hann skirfstofustörf í Reykjavík
og lék í viðlögum, en slikt gaf
lítið í aðra hönd og lífsbaráttan
var hörð á þeim árum. En árið
1934 steig hann sporið til fulls ag
hvarf þá að leiklistarnámi við
leikskóla Konunglega leikhúss-
ins í Kaupmannahöfn og dvaldi
þar eitt ár. Eftir heimkomuna
varð hann brátt aðstoðarþulur
við útvarpið og aðalþulur þess
1940. Leiklistarstjóri þess varð
hann 1946 og hefur gegnt því
starfi síðan.
í þularstarfinu gat Þorsteinn
sér óvenjulegra vinsælda. Hin
karlmannlega þýða rödd hans
varð eftirlæti fólksins úti um
landsbyggðina ag var hans sakn-
að af hlustendum, er hann hvarf
úr þularstarfinu, enda þótt hann
hyrfi ekki frá störfum við út-
varpið. Jafnframt vinnu sinni við
útvarpið lék Þorsteinn að stað-
aldri með Leikfélagi Reykjavík-
ur. Auk þess hafði hann leik-
stjórn á hendi og tók mikinn þátt
í stjórn félagsins, var lengi í leik
ritanefnd þess og formaóur um
skeið. Einnig var hanrt virkur
þátttakandi í Félagi íslenzkra
leikara. var einn af forgangs-
mönnum um stofnun þess og í
stjórn. Er allt þetta mikið starf,
þegar þess er gætt að það er allt-
unnið í hjáverkum að kalla má.
Lítið hefur Þorsteinn leikið á
sviði Þjóðleikhússins, þó lék
hann tvö hlutverk við opnun
þess, sitt gamla hlutverk, hrepp-
stjórann í Fjalla-Eyvindi ag
Arnes Arnæus í íslandsfclukk-
unni; tvisvar mun hann síðar
hafa komið fram á sviði Þjóð-
leikhússins.
Ekki er mér kunnugt um hlut-
verkafjölda Þorsteins, en þau
munu einhvers staðar vera ná-
lægt sextíu. Skiptir það í sjálfu
sér ekki miklu máli. Hitt er aðal-
atriðið hvernig hlutverkin eru
af hendi leyst. Hef ég þar meira
við að styðjast umsagnir annarra
en af eigin sjón. Ef lítið
er á hlutverkaskrá hans, kemur í
ljós, að viðfanigsefnin eru harla
ólík, allt frá hinu léttasta gamni
til hinnar dýpstu alvöru. Hann
kemur fram í gervi hámenntaðra
andans manna og vesælla fávita,
óskabarna gæfunnar og auðnuleys
ingja, sem útskúfaðir mega kall-
ast úr mannlagu félagi. Ekki verð
ur því neitað, að stærsta leiksigra
hefur hann unnið í alvarlegum
hlutverkum. En hann hefur einn
ig kunnað vel að fara með gaman
mál, enda gædddur ágætri kímni
gáfu, sem þeir þekkja bezt, sem
honum eru kunnugastir.
Þau hlutverk hans, sem mesta
athygli hafa vakið, auk áður-
nefndra, munu vera Jeppi á
Fjalli, Davidsen í Uppstigningu,
Brynjólfur biskup í Skálhalti,
dómarinn í Elsku Rut, Robert Bel
ford í Marmara, Franz yfirdóm-
ari í Ævintýri á gönguför, Lenni
í Músum og mönnum ag Crocker
Harris í Browning-þýðingunni.
Fyrir síðastnefnda hlutverkið
hlaut hann silfurlampaverðlaun-
in árið 1957. Ekki er hér að
nokkru getið hinna ótalmörgu
útvarpshlutverka hans.
Dómar, sem Þorsteinn Ö.
hefur fengið um leik sinn, eru
furðu samhljóða, hver sem dæmt
hefur. En einkennin sem leik-
dómendur gefa leik hans eru
þessi: látleysi, öryggi, þróttur,
samúð og mannlegur skilningur,
ásamt fullkominni innlifun í hin
óLíkustu viðfangsefni. Kemur þar
vissulega að góðu haldi fjölþætt
reynsla og kynni af fólki á yngri
árum. Við bætist svo snjallur
rómur og ágæt framsögn.
En Þorsteinn hefur við fleira
fengizt en leiklistina eina sam-
an. Hann er skáldmæltur vel,
þótt hann flíki því lítt, nema
helzt í hópi góðvina, og kann
ekki síður að beita penna en
tungu.
En afmælisgrein, þó um sex-
tugan mann sé, á ekki að vera
eftirmæli. Enn eru sextugir menn
á bezta aldri, ekki sízt þeir sem
gæddir eru gáfu Þorsteins, sem
geta tekið á sig gervi hvers sem
er og lifað sig inn í það. Og um
Þorstein Ö. er mér tamast að
hugsa í glöðum góðvinahópi, iþar
sem hann nýtur sín; gamansam-
ur, dálítið stríðinn en fastur fyr
ir og nær ósveigjanlegur, þar
sem honum þykir máli hallað,
eða fram haldið ‘skoðunum, sem
honum eru óskapfelldar. Hins
vegar eru fáir tryggari vinum
sínum. Má ég þar tala af reynslu
eftir meira en 40 ára kynni, þar
sem aldrei hefur borið skugga á,
þrátt fyrir ólíkar skoðanir og lífs
viðhorf á marga lund. Og það
veit ég, að þau ummæli mundu
allir gömlu félagarnir staðfesta.
En við vitum einnig að hann get-
ur verið þungur á bárunni og við
skotaillur og ekki aldæla í sam-
vinnu, þegar svo ber undir.
Margar hlýjar hveðjur mega
Þorsteini berast nú á þessum
tímamótum. Frá yztu nesjum til
innstu dala á hann aðdáendur og
unnendur, sem aldrei hafa hann
augum litið en heillast af rödd
hans og túlkun. Og kem ég þá
aftur að því sem fyrr var frá
horfið, að okkur hefði þótt lítil
framavon fyrir fjörutíu árum,
að fást við leikaraskap, en ef til
vill hefði það verið nær að við
hefðum talið það meir en meðal
fjarstæðu að hugsa sér að unnt
yrði að lifa á slíkum hlutum um
okkar daga. Enn er það kannski
ekki of létt, en þakklátir megum
við vera þeim, sem brautina
ruddu, brutu brýrnar að baki
sér og steyptu sér út í óvissuna
af ást sinni og áhuga á listinni
og Þorsteinn er einn í þeim hópi.
Að endingu færi ég mínum
gamla félaga og bekkjarþróður
árnaðaróskir og alúðarþakkir
fyrir samfylgdina, sem ' ég veit
að dálítið mundi togna úr enn,
ef við báðir mættum ráða. Og
ég veit að undir þær óskir taka
allir þeir gömlu félagarnir, og
svo allir hinir, sem ég kann
hvorki að nefna né telja.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
TRÚLEGA höfum við íslending-
ar aldrei fyrr átt jafn stóran hóp
mikilhæfra leikara. Þorsteinn Ö.
Stephensen er þar á meðal og í
fylkingarbrjósti, og hann verður
sextugur á morgun.
Einn leikari er öðrum ólíkur,
jafnvel í grundvallarafstöðu til
listar sinnar og geta þó báðir
verið jafn heiðarlegir og jafn
snjallir. Sumir eiga auðvelt með
að skjóta á loft listrænum
flugeldum, bregða upp ljóma
ævintýrs með glampa á glampa
ofan í gamni eða alvöru, þar
veldur og fer saman útgeislun
persónuleikans og fullkomið vald
yfir ytri tækni listamannsins, að
viðbættri upprunalegri túlkun-
arhæfni náttúrlega.
Þorsteinn ö. Stephensen er af
öðrum toga spunninn og persóna
hans vekur traust en ekki list-
rænan æsing, þá er hún fyrst birt
ist manni. Og þó er þessum
manni sem fáum gefið að lyfta
manneskjunni upp í æðra veldi,
í svimahæðir mikillar listar. En
það gerist allt með hógværð, og
sú hógværð kemur frá hjartanu.
Hlutverkin eru færri en skyldi
Á árunum 1930—1950 starfaði
Þorsteinn Ö. Stephensen á svið-
inu í Iðnó öðru hverju, en starf
hans sem aðalþulur ríkisútvarps-
ins hefur ugglaust valdið því,
l að hann sást ekki oftar á sviðinu.
Frá þessum árum eru þó ýms-
ar minnisverðar mannlýsingar.'
Laundrjúgur hreppstjórinn,
Björn í Fjalla-Eyvindi er sígild
persónusköpun. Þorsteinn lék
Björn fyrst á alþingishátíðarsýn-
ingu Haralds. Björnssonar, síðán
með Leikfélaginu 1940 og loks
við opnun Þjóðleikhússins. Þá
lék hann Jeppa á Fjalli og er
mörgum minnisstæður, en Þor-
steinn kann sinn Holberg, sem
hann kynntist fyrst í mennta-
skóla og síðan í skóla konung-
lega leikhússins í Kaupmanna-
höfn. Voltore lögbókarinn í Vol-
pone var hnitmiðuð skopmynd
og ekki var smáborgarinn David
sen konsúll í Uppstigningu Nor-
dals síður ljóslifandi. En leikhús
gestir þess tíma minnást hans
þó fyrst og fremst sém kirkju-
höfðingjans í Skálholti, hann var
vitur biskup og strangur, örgeðja
og kunni illa að láta hlut sinn,
en viðkvæmur hið innra.
En til fulls þroska sem lista-
maður kemst Þorsteinn Ö. Step-
hensen eftir 1950. Margir Leik-
félagar vildu láta leggja niður
hið gamla félag, þegar Þjóðleik-
húsið tók til starfa. Örfáir möld-
uðu í móinn og spurðu, hvort
þess kynni ekki að vera þörf
eftir sem áður. Einn þessara
manna var Þorsteinn Ö. Step-
hensen og góðu heilli sigraði það
sjónarmið og félagið hélt áfram
starfi sínu. Við ramman reip var
að sjálfsögðu a& draga, en það
hygg ég ekki hvað sízt hafi riðið
baggamuninn, að með listrænu
starfi sínu sannaði félagið tií-
verurétt sinn. Þar átti Þorsteinn
Ö. Stephensen mikinn hlut að
máli. Leikfélagið ’réðst í það stór
virki að koma Marmara Kambans
£ fyrsta sinn á svið og leikur
Þorsteins í hlutverki Roberts
Belfords, dóm'arans var satt að
segja svo stórkostlegur, að fram
ar heyrðust engar raddir um
það að hlutverki Leikfélagsins
væri lokið.
Nú rak hvert stórverkið ann-
að: Absalon Beyer varð í með-
förum leikarans svipmikil per-
sónulýsing, en Njú prins 1
Pi-pa-ki varð líka mikilfengleg-
ur, en upp á allt annan máta,
annar barn líðandi stundar, hinn
sub specie aeternitatis. Síðan kom
einn forkosturlegur Kranz birki-
dómari í Ævintýri á gönguför,
aldeilis sprellifandi, ósköp hýr og
góður, en skelfilega vitgrannur,
og á hæla honum öllu þroskaðri
mannvera, Jean Valjean í Vesa-
lingunum, steyptur í skírasta
málm, sem staðið hafði af sér
alla loga reynslunnar. Lenna í
Músum og mönnum gleyma víst
fáir sem sáu, það þarf miklar
gáfur og mikla samúð til að lýsa
þeim gæfusnauða vesalingi, sem
Guð hefur sámmta^ svo litla
skynsemd; Þorstein Ö. Stephen-
sen skortir hvorugt.
Fleiri hlutverk mætti minna á,
eins og grand seigneurinn, Slop-
er lækni í Erfingjanum, þar sem
Þorsteini veittist létt að lýsa
hyggni hins veraldarvana manns,
eða Þorleif alþingismann í Kjarn
orku og kvenhylli, sem segja
mætti að kynni ekki nema svona
á hálfan heiminn. En hæst af
öllum hlutverkum Þorsteins Ö.
Stephensens mun bera lýsing
hans á kennaranum Crocker-
Harris í Browning-þýðingu Ratt-
igans. Því miður átti ég þess ekki
kost að njóta þeirrar sýningar,
en ég á auðvelt með að trúa því,
að hér hafi hlutverki Crocks val-
izt frábær túlkandi. List Þor-
steins ö. Stephensens er nefni-
lega að sumu leyti innhverf, eðo
öllu heldur hjá honum fæðist
ekkert að utánverðu. Að vístt
skortir leikarann sízt af öllu at-
hyglisgáfu, en hún beinist frem-
ur að skúmaskotum hugans og
hjartans en að ytri einkennum
eða siðum. Leikur Þorsteins á
sviði er sjaldan . fjölbrögðóttur,
hann er einfaldur í sniðum, dreg
inn skýrum raunsönnum dráttum,
yfir honum getur verið reisn,
þar getur búið mannvit og
mælska, en eldur hugsjónarinn-
ar tendrast af ríku skapi og til—
finningahita. Leikur Þorsteins
getur verið harla þróttmikill,
þegar svo ber við, en viðkvæm-
asti og blíðasti andblær er hon-
um jafntamur. Þar finnst eng-
inn falskur tónn. Inn í þessa
ríku listamannslund blandast
svo kímni, sem getur verið á
mörgum strengjum og engum,
sem stilltir eru af handahófi.
Svipbrigðaleikur Þorsteins er að
öllum jafnaði minnistæðari en
limaburðurinn, og sakar þá ekki
að hafa augu, sem geta leiftrað af
gáfum eða ljómað af hreinni
hjartahlýju. En frá ber þó fram-
sögnin. Þorsteinn hefur í á ann-
an áratug veitt forstöðu leiklist-
ardeild Ríkisútvarpsins og sjálf-
ur leikið meir og betur en aðrir
á þeim vettvangi. Það hefur ver-
ig góður skóli; ekki kann ég skil
á þeim blæbrigðum mannlegrar
hugsunar og tilfinninga, sem hann
hefur ekki töfrað fram með rödd
sinni. Margt útvarpshlutverkið
hans gleymist víst seint, svo
raunsönn og heilshugar • hefur
túlkun hans verið. Hér tjóir
ekki að rekja nöfn og þylja, þvi
verða gerð betri skil við annað
tækifæri. Heilshugar hefur leik-
arinn einnig verið í þeim ótelj-
andi trúnaðarstörfum, sem hann
hefur gegnt fyrir stétt sína og
sitt gamla félag. Hann var fyrstá
formaður ísl. leikara, formaður
Leikfélagsins á millibilsástandr-
inu 1950 og aftur tíu árum síðar;
átti sæti í leikritavalsnefnd, með
an hún starfaði og meðal þeirra
mála, sem hann hefur barizl
fyrir, er húsbyggingamál Leik-
félagsins, enda var hann kjörina
formaður húsbyggingarnefndar,
þegar sú nefnd var sett á lagg-
irnar.
En á sviðinu er þó fyrst og
síðast staður fyrir leikarann, þar
í snertingu við áhorfandann er
vaxtarbroddur listarinnar. Þor-
steinn Ö. Stephensen hefur verið
of sjaldséður á sviðinu hin síð-
ari ár; í formannstíð sinni fyrir
fjórum árum lék hann nokkur
hlutverk en síðast lék hann 1
Eðlisfræðingunum fyrir tæpum
tveimur árum. Þeir, sem unna
leiklist okkar eiga bágt með að
una þessu. Um leið og ég árna
afmælisbarninu allra heilla og
sendi eiginkonu hans, frú Dórot-
heu og fjölskyldunni allri bezttt
kveðjur, vil ég bera fram þá ein-
lægu ósk, að hann deili nú brátt
með okkur hinum gjöfum guð-
anna, sem hann hefur hlotið ai
svo miklu örlæéi. Ótal verkefnl
bíða hans.
Sveinn Eirvarssoa.
Blindþoka á
Hornafirði
Hornafirði, 19. des.
SVARTAÞOKA var bér í gæ*;
svo að vart sást milli húsa. Heo-
Jólfur átti að koma til Horna-
fjarðar í gærmorgun, en komst
ekki inn vegna þoku og sjós. Varð
hann fná að hverfa i gænkveldl
og hélt til Fáskrúðsfj arðar, þar
sem hann umskiipar vörum og
póeti til Hbrnafjarðar í Herðu-
brefð, sem er væntanleg hingað
á mánudag. Einnig voru tvær
flugvélar væntanlegar í gær, ea
komust ekki af sorrvu ástæðum.
Um 60 farþegar munu bíða fara
hingað frá Reykjavík. Síðasta
prÓBtlfierð hingað var á þriðjudag;
er flugvél kom frá Reykjaviik.
MostaLlur jólapósturinn er enn
ófiarinn frá Hornafirði. í dag
gerði hins vegar bezta veður, en
flugvölturinn mun ótfær sökum
hoUcIaka.