Morgunblaðið - 31.12.1964, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. des. 1964
— Nigería
Framhakl af bls. 1
að kosningunum yrði frestað, þar
tem þær væru alls ekki réttlát-
ar. Þegar Abubakar Tafawa Bal-
ewa, forsætisráðherra lýsti því
yfir í gærkvöldi, að kosningarn-
ar yrðu haldnar svo sem ráðgert
hefði verið, beindu forystumenn
UPGA þeim tiimælum til stuðn-
ingsmanna sinna hvarvetna, að
þeir virtu kosningarnar að vett-
ugi og létu ekki sjá sig á kjör-
stöðum.
Fregnir frá suður-suðaustur-
og miðvesturhlutum landsins
herma í dag, að milljónir manna
hafi orðið við þessum tilmælum
— en á þessum svæðum er fylgi
flokksins mest. Seint í gærkvöldi
sögðu tveir menn sig úr fimm
manna kjörnefnd þessara land-
svæða á þeirri forsendu, að það
bryti í bága við samvizku þeirra
að taka þátt í kosningum, sem
til væri stofnað með óréttlátum
aðferðum og ófullnægjandi undir
búningi.
Fréttamaður AP segir, að fylg-
ismenn UPGA hafi valdið spjöll-
um á að minnsta kosti 50 kjör-
stöðum. A einum stað, a.m.k., í
nágrenni Lagos rifu þeir niður
kjörklefa að lögreglunni ásjá-
andi og var engin tilraun gerð
til að bægja þeim frá.
Her og lögregla viðbúin átökum
í öllum helztu borgum lands-
ins var herlögregla viðbúin á-
tökum og vörður við allar meiri
háttar byggingar. Herinn var og
tilbúinn að grípa í taumana.
Leiðtogar sumra verkalýðsfélag-
anna höfðu hvatt til verkfalls
með þeim árangri, að í morgun
voru engir strætisvagnar á göt-
um borgina og veruleg brögð
að því, að skrifstofufólk og að-
stoðarfólk í járnbrautarstöðvum
kæmi ekki til vinnu. Járnbrautar
ferðir voru þó að mestu með
eðlilegum hætti.
í Lagos virtist allt með kyrr-
um kjörum í morgun. Áróður er
skv. lögum bannaður á kjördag
en síðustu vikurnar hafa mót-
mælagöngur og áróðursfundir
verið daglegt brauð í höfuðborg-
inni sem annars staðar. Er á dag-
inn leið varð ljóst, að mesta
ringulreið var á framkvæmd
kosninganna. Kjörklefar, sem
rifnir voru niður voru látnir ó-
bættir. f sumum kjörklefum var
engan mann að sjá utan lög-
regluverði og sums staðar höfðu
hvorki kjörstjórn né aðstoðar-
menn þeirra látið sjá sig á kjör-
stöðum.
Friðsamlegasta Iand Afríku
til þessa
Nígeria hefur til þessa verið
eitt friðsamlegasta — og frið-
vænlegasta sjálfstæða ríki Afr-
íku. Það er jafnframt fjöimenn-
asta ríki álfunnar, íbúar u.þ.b.
56 milljónir. Kosningar þessar
eru sem fyrr segir, íþær fyrstu
sem þar eru haldnar frá því
landið fékk sjálfstæði árið 1960.
Kosningabaráttan hefur staðið
yfir í tvo mánuði og verið hin
illvígasta. Það sem einkum hef-
ur einkennt hana er hömlulaus
valdabaráttu forystumanna norð
ursvæðanna annarsvegar og suð-
ursvæðanna hinsvegar. Hefur
henni verið líkt við baráttu
Davíðs og Goliats, þar sem
sunnanbúar eru svo miklu
fámennari. Til þessa hef-
ur ríkt í landinu samsteypu-
stjórn helztu forystumanna úr
norður- og vesturhluta landsins.
Leiðtogi UPGA, dr. Michael
Okpara hefur lýst því yfir, að
kosningabaráttan hafi verið
hreinasti skrípaleikur. Frambjóð-
endur flokksins og stuðnings-
menn hafi verið fangelsaðir hver
af óðrum — og í norðurhluta
landsins hafi verið komið í veg
fyrir framboð hans og eðlilega
kosningabaráttu. Að sögn Okpara
reyndi flokkurinn þrívegis að
bjóða fram í kjördæminu Bauchi,
en án árangurs. Við fyrstu til-
raun voru frambjóðendurnir
handteknir, segir Okpara, — við
aðra tilraun réðust ræningjar á
þá og við þá þriðju var fram-
bjóðendunum einnig rænt og
þeim haldið föngnum, þar til út-
séð var um„ að þeir gætu skrif-
að sig á framboðslistana, svo
sem tilskilið var. Okpara stað-
hæfir einnig, að lögregla hafi
orðið einum frambjóðanda
UPGA að bana, er hann var á
leið til þess að skrifa sig á fram-
boðslista og hafi svo verið kom-
ið síðustu daga, að frambjóð-
endur flokksins þorðu tæpast að
koma opinberlega fram.
Forseti Nígeríu, Azikiwe er
sagður mjög áhyggjufullur vegna
stjórnmálaástandsins í landinu.
Hafði fréttamaður danska blaðs-
ins „Berlingske Tidende" eftir
honum fyrir skömmu, að yrði
ekki bundinn endi á hina sam-
vizkulausu stjómmálabaráttu
væri fyrirsjáanlegt, að ríkið
myndi sundrast — “ og komi til
þess, verður Kongómálið hrein-
asti barnaleikur í samanburði við
Nígeríu“ sagði Azikiwe.
Þakkir
SVEINDÍS Vigfúsdóttir hefur
komið að máli við blaðið og beðið
það að koma á framfæri til vina
sinna hjá Búnaðarfélaginu, hjart-
ans óskum og gleðilegt nýtt ár
og þökk fyrir öll liðnu árin.
Sveindís sagðist vilja viðhafa
orðtækið gamla: „Það sem þér
gerið einum mínum minnsta
bróður, hafið þér gert mér.“
Friður Drottins sé með ykkur
öllum, sagði Sveindís að lokum.
Flóttamannastofnunin gefur út
plötu með 6 píanðsnillingum
Fálkinn hf. annast sölu plötunnar hér
á landi — verðux seld fyrir 275 krónur
HLJÓMPLÖTUFYRHtTÆKIÐ
Fálkinn h.f. mun annast sölu og
dreifingu á plötunni „Alþjóða-
píaanóhátíðin", sem gefin er út á
vegum Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna til styrktar
flóttafólki í heiminum. Á plöt-
unni leika 6 af þekktustu píanó-
leikurum veraldar án endur-
gjalds verk eftir fremstu tón-
skáld, sem uppi hafa verið. Út-
gáfa plötunnar er mjög glæsi-
lega úr garði gerð og með plötu-
umslaginu fylgja margar mynd-
skreyttar siður með umsögnum
um einleikarana, tónskáldin og
Flóttamannahjálpina. Hljóm-
platan mun seld fyrir krónur
275,00, sem er lægra verð en á
jafnstórum plötum.
Athugasemd
Á ÞRIÐJUDAGINN var frá því
skýrt í Mbl., að varðskip hefði
tekið v.b. Leó VE 400 „að meint-
um, ólöglegum veiðum undan
Ingólfshöfða“. Síðar segir: „Sam-
kvæmt' mælingum varðskips-
manna var hann tvær sjómílur
fyrir innan fiskveiðamörk." —
Skipstjórinn á v.b. Leó óskar
að taka fram, að báturinn hafi
verið tekinn á línu, 4,2 mílur
undan Ingólís'höfða. Hins vegar
munu varðskipsmenn halda því
fram, að þeir hafi séð bátinn í
ratsjá fyrir innan línu, áður en
hann var tekinn.
Sem kunnugt er var seld hér
á landi á vegum Flóttamanna-
stofnunarinnar SÞ hljómplatan
„All Star Festival", með ýmsum
af kunnustu dægurlagasöngvur-
um veraldar. Var þeirri plötu sér
lega vel tekið og seldust af henni
2.500 eintök, þ.á.m. milljónasta
platan, sem seld var í heimin-
um. Af þessu magni seldi Fálk
inn 1.500 eintök.
Þessi nýja plata nefnist á
ensku „International piano festi-
val“ og má telja hana meðal
merkilegustu hljómplatna, sem
út hafa verið gefnar.
Á plötunni leika píanósnilling
arnir Claudio Arrau, Wilhelm
Backhaus, Alexander Brailow-
sky, Robert Casadesus, Byron
Janis og William Kempff. Þeir
leika verk eftir Mozart, Schubert,
Schumann, Beethoven, Chopin og
Liszt.
í ávarpi fremst í hinu vandaða
bókarumslagi segja ráðgjafar for
stöðumanns Flóttamannastofnun-
arinnar um útgáfur, sem þessa,
þeir Jarlin af Harewood og
Maitre Ernest Ansermet, svo:
„Sjaldan hefur almenning-
ur fengið tækifæri til að hlusta
á tvo eða fleiri píanósnillinga
á sama konsert síðan Liszt og
Chopin lelð. Samt gæti vart
nokkuð verið ákjósanlegra en að
stofna til konserts, þar sem sér-
hvert tónésáld væri túlkað af
af þeim listamannþ sem hefði
orð fyrir nákvæma og óviðjafn
anlega túlkun á verkum hans.
„Alþjóðapíanóhátíðin*1 var
skipulögð með það fyrir augum
að veita hlustendum slikan kon-
sert. í fyrsta sinn í sögu tónlistar
innar leika séx af allra fremstu
píanóleikurum samtímans sam-
an á konsert til styrktar flótta-
fólki í heiminum. Það þurfti mik
ið mannúðarmál til þess að
freista þessara miklu listamanna
til þess að gera þessa tilraun
Það þurfti álit Sameinuðu þjóð
anna sjálfra til þess að gera
þetta mögulegt. Við undirritaðir
sem erum ráðgjafar forstöðu-
manns Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna um útgáfu
sem þessa, viljum láta í ljósi
þakklæti til listamannanna og
þeim hljómplötuútgáfufyrirtækj
fyrir skilnig þeirra og samvinnu
um, sem gefa út plötur þeirra,
og fyrir hönd flóttafólskins vilj
um við þakka þeim sérstaklega
fyrir örlæti það, sem felst í því a3
gefa öll listamannalaunin til þesj
að hjálpa þessu ógæfusama fólkr.
Þeirri spurningu verður óhjá
kvæmilega varpað fram, hvori
þessi einstæða útgáfa sé alveg
sérstæður listaviðburður eða
hvort hún sé ekkert annað en for
vitnileg tilraun. Um snilldarleg-
an leik listamannanna hvers um
sig getur engin vafi leikið. Ekki
er hægt að neita því, að við-
fangsefnin eru frábær. En er
þetta sýnishorn mismunandi túlk
unaraðferða fremur en samstæð
ir tónleikar? Hvað svo sem svar
ið er, þá erum við þess full-
vissir, að „Alþjóðapíanóhátíð-
inni“ verður tekið með fögnuði
af þeim mörgu, sem trúa því, að
tónlistin geri líf mannsins ríkara
og fyllra. Við vitum líka, að
þeir verða mjög svo fúsir til að
leggja skerf til aðstoðar flótta-
fólki í heiminum með því að
kaupa þessa plötu. Laun þeirra
verður dýrgripur safnara, óvenju
fagurí.
* ÞAÐ KGMUR
Og þá eru komin áramót.
Fyrr en varir kveðjum við gam
alt ár, sem var þó næstum nýtt
— þar til allt í einu í gær, að
við gerðum okkur grein fyrir,
að annað og nýrra var að taka
við. Nýja árið virðist kannski
fjarlægt þar til allt í einu, að
það gengur í garð. Það eru held
ur engin sjáanleg mörk milli
árs sem kveður — og árs sem
kemur, aðeins þau mörk, sem
við búum sjálf til með bjöllu-
hljómi og hátíðarskapi.
f straumi lífisins skilur nú-
tíðin á milli fortíðar og fram-
tíðar. En nútíðin, stundin, verð-
ur misjafnlega merkileg og
minnisstæð í fortíðinni fyrir það,
sem þá gerðist, eða var í yænd-
um. Stærsta stund ársins er á
miðnætti, þegar við stöndum allt
í einu á mörkum tveggja kafla
í tímatali okkar, flytjum úr
gömlu húsi, sem reyndist okk-
ur misjafnlega vel — yfir í nýtt
hús, sem enginn veit hvernig
reynist.
★YNGJA OKKUR UPP
Við kæmumst sjálfsagt af án
þess að hafa áramót, án þess að
láta eitt ár taka við af öðru, þótt
reynslan hafi kennt kynslóð-
unum, að þetta sé þægileg að-
ferð til að skipa atburðum í
rétta röð á tímans talnabandi.
Þótt einhverjir hafi e.t.v. á-
stæðu til að fyllast kvíða við
komu nýs árs, eru hinir þó
miklu fieiri, sem kasta gamla
árinu af sér eins og gömlum
ham, sem er orðinn þungur af
erfiði og áhyggjum fimmtíu og
tveggja vikna. Fólk verður ó-
sjálfrátt léttara á sér, því á
morgun verður allt gamalt,
jafnvel það, sem gerðist í gær.
Það er flestum léttir að geta
byrjað upp á nýtt, geta kastað
af sér hamnum með hæfilegu
millibili fremur en að draga á
eftir sér ævilanga reynslu og
strit án þess nokkru sinni að
finna heppilegan stað til skera
á slóðann og skilja hann eftir
sem fjarlæga minningu. Áramót
in vega því örlítið upp á móti
túnans tönn. Þau yngja okkur
upp, fylla okkur nýj um krafti ag
gera okkur fært að líta á for-
tíðina sem reynslu, en ekki
farg.
★ OKKAR GJÖF
Og upphaf nýs árs er lífsins
gjöf. Lifið er alltaf að gefa
okkur eitthvað,. eitt andartak,
einn dag, eitt ár í senn. En
við niotum ekki allbaf þess-
ar gjafir sem skyldi — og
hversu oft er stumdin efcki
liðin, dagurinn á enda — áð-
ur en við áttum okkur á því,
að þetta var okkar tísni —
gjöif, seim við hefðuim átt að
nota betur og njóita meira.
Þannig er það vist hjá flest-
um.
★ NÝR KAFLI
En við áramót tökum við á
móti heiki ári, byrjum upp á
nýtt — og einsetjum oktour
að reyna að nota það Srlítið
betur en árið, sem við kveðj-
um. Þetta er eitthvað, sem yng
ir andann og fær blóðið tii
að streyma hraðar í æðtmwn.
Við kveðjum gamlam förunaut
og sláumst í för með öðr-
um og nýjum, sem hefur heill-
andi fas — og e.tv. dálítið
du arfullan svip, en góðllegan
og bjartan. Við vitum, að
hann mun oftast reynast okk-
ur jafngóður förunautur og við
reynumst honum. Hann er
ekki síður eftirvæntingafullur
en við yfir samfylgdinni, þvl
í sameiningu byrjum við á nýj
um kafla og höldum áfram
söguinni, okkar sögu og tknaru
sögu, þvi samfylgdarmaður
okkar er tíminn sjálfur — sá,
sem alltaf er nýr og férskur,
þótt hann eigi langa siögu og
hafi ofið þennan mikia lífs-
ins vef með kynslóð eftir kyn-
slóð.
Við óstoum hvert öðru tðt
hamingju með það, sean áunrv-
izt hefur, og óskum vinuin
okkar heilla á næsta áfanga,
þegar við bjóðum
gleðilegt ár
H á
<«, J. ***= Y&
BO SC H
rafkerfi
er í þessum bifrelðum:
BENZ SAAB
DAF TAUNUS
NSU VOLVO
OPEL VW
Við höfum varahlutina.
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF.
Vesturgötu 3. — Sími 11467.