Morgunblaðið - 31.12.1964, Page 17
Fimmttldagur 'Sl. ðes. 1964
MORCUNBLAÐIÐ
17
Dr. BJAItlMi BENEDIKTSSON
w
„HANDRITAMÁLIÐ barst í
tal, er ég ræddi við danska
presta. í ljós kom, að mjög
eru skiptar skoðanir inn-
*n prestastéttarinnar dönsku
varðandi afhendingu. Einn
þeirra sagði t.d. — að vísu
voru það gamanyrði: „Þið
skuluð fá handritin, en látið
okkur þá fá ísland aftur“.
Öllu gamni fylgir nokkur al-
vara, og kæmi mér ekki á ó-
vart, að ennþá væri þungt
undir niðri í Dönum vegna
aðskilnaðar íslendinga við þá
1944“.
Á þessa leið segir séra Guð-
mundur Þorsteinsson frá í
jólahefti Kirkjuritsins. Hug-
boð séra Guðmundar sýnist
ekki fjarri lagi, því að svipað
kemur fram í greinuní sumra
Dana um málið nú nýlega.
Ekki er nema að vonum, að
íslendingar fylgist af athygli
með, þegar í gamni eða alvöru
er farið að ræða um að hverfa
eigi frá því að gefa okkur
handritin, til refsingar fyrir,
að við skyldum gerast svo
djarfir að taka okkur sjálf-
stæði og endurreisa lýðveldi
á íslandi fyrir tuttugu árum.
Það þarf vissulega mikla van-
þekkingu á sögu samskipta
Danmerkur og íslands og þar
með skilnaði landanna, til að
trúa því, að í þeim skiptum
þafi fsland hallað á Dan-
mörku, eða að ætla, að það
hefði orðið hvort heldur Dan-
mörku eða íslandi til gæfu, ef
samband þeirra hefði haldizt
fram yfir stríðslok með öllum
þeim vandamálum, sem þá
hefðu vaknað.
Mestur vandinn í sambúð
þessara tveggja frændþjóða
hefur einmitt stafað af — e. t.
v. skiljanlegum — skorti þekk
ingar hinnar stærri á hag
þeirrar minni. Áður fyrri töl-
uðu íslendingar oft um áþján
og kúgun Dana. Langoftast
var þessu allt öðru vísi varið.
Það var fyrst og fremst van-
þekking, sem á bjátaði. Um
þetta eru óteljandi heimildir.
Lítum af handahófi í þrjár
bækur, sem komu út nú fyrir
skemmstu.
í Auðnustundum vitnar
Birgir Kjaran til Bjarna amt-
manns Thorsteinssonar, for-
föður síns, sem vann í stjórn-
arskrifstofum í Kaupmanna-
höfn á árunum 1807—20.
„Hér situr hæfileikasnauð-
ur og fáfróður karlfauskur,
justisráð að nafnbót og heitir
Jensen og sýslar um málefni
landsins eftir geðþótta, sökum
þess að enginn af forráða-
mönnum stjórnardeildarinnar
hefur minnsta áhuga á að
skipta sér af þeim“.
Á árinu 1897 talar Valtýr
Guðmundsson í bréfi til stjúp
föður síns um „hina tilfinnan-
legustu galla á stjórnapfar-
inu“: „---------tímaleysi, á-
hugaleysi og ókunnugleik ráð
gjafans — — —, ábyrgðar-
leysi hans og samvinnuleysi
milli hans og þingsins------“.
íhlutun Dana um innri mál
efni íslendinga var allt til
hins síðasta með sama mark-
inu brennd. Þegar Kristján X.
valdi sjálfur íslands-ráðherra
á ácinu 1915 tókst svo til, að
valið fór eftir stafrófsröð,
hættir voru slíkir. Um fram-
farirnar, sem orðið hafa síðan
af þeim var látið og völdin
komust í hendur landsmanna
sjálfra, er óþarft að ræða.
Þær eru ævintýri líkastar og
hefðu þó orðið mun meiri, ef
þekking og raunsæi hefðu
ekki of oft orðið að víkja fyr-
ir sérhagsmunum og stétta-
togstreitu.
Atburðir síðustu áratuga
hafa bæði hér á landi og ann-
arsstaðar mjög mótazt af
sannfæringu sumra forystu-
manna um réttmæti hinna
marxísku kenninga um lát-
Dr. Bjarni Benediktsson.
þannig að sá, sem efstur var
á blaði hlaut hnossið. Það var
raunar regla fyrir sig, en jafn
vel hún byggðist á misskiln-
ingi. Frá þessu segir Jón
Krabbe í endurminningum
sínum og rifjar Kristján Al-
bertsson það upp í síðasta
bindi Hannesarsögu sinnar.
Kristján reynir raunar að
hnekkja frásögn Krabbe, sem
ekki tekst, því að Jón Krabbe
vissi gerla hvað hann sagði og
sjálf er sagan sígilt dæmi
þeirrar umhyggju, sem beitt
var við stjórn málefna íslands
öMum saman.
★
Allir skilja, að ekki var von
að vel færi á meðan stjórnar-
laust stéttastríð. Nú er það
svo um þjóðfélagsvísindi,
gagnstætt sumum öðrum vís-
indum, að þar er erfitt að gera
tilraunir, sem í eitt skipti fyr-
ir öll skeri úr um réttmæti
kenningar. í stað þess verður
smátt og smátt að læra af
reynslunni.
Á árunum 1930—1940 virt-
ist í fljótu bragði svo sem
straumur tímans bæri með sér
trú á einfalda allsherjarlausn
þjóðfélagsvandamála og á
þúsund ára ríki, sem lifa
mundi í friði og farsæld í
skjóli slíkrar lausnar. Þessu
var ákaft að mönnum haldið
annarsvegar af kommúnistum
og hinsvegar af nazistum.
Þúsund ára ríki Hitlers stóð
ekki full þrettán ár og f jölda-
morðin í fangabúðunum vekja
nú ósegjanlega hryllingu.
Reynslan hefur einnig skorið
úr um fánýti hinna marxísku
kenninga.
Áður fyrri greindi menn
mjög á um, hvað væri að
gerast í hinu fyrirheitna landi
kommúnismans. Sumir hófu
til skýjanna þær miklu um-
bætur, sem þar hefðu orðið.
Gagnrýnendurnir sögðu aftur
á móti þaðan slíkar sögur, að
erfitt var að trúa. Nú er á
daginn komið, að í þeim sög-
um var ekkert of sagt. Þrátt
fyrir allar fórnir á frelsi, ham
ingju og mannslífum hafa
framfarir þar orðið ólíkt
minni en t.d. í okkar litla þjóð
félagi, þar sem stéttatogstreit-
an hefur þó einnig tafið fyrir
og flestar aðstæður eru mjög
erfiðar, en frelsið hefur
reynzt óbrigðull aflvaki.
Meðal vestrænna lýðræðis-
þjóða er nú miklu minni mun-
ur á skoðun flokka en áður
var. Fáir boða framar alls-
‘herjarþjóðnýtingu og trúin á
fullkomið afskiptaleysi ríkis-
valds af atvinnuvegum er
ekki síður úrelt. Enn sýnist
mönnum sitt hvað um mat á
aðstæðum og leggja mismun-
andi ríka áherzlu á viðfangs-
efnin, en alger stefnumunur
er nú víðast úr sögunni. Sjald
an hefur þetta sézt betur en
í kosningum, sem all-víða
fóru fram á þessu ári. Hvar-
vetna þar sem reynt var að
láta skerast í odda um þau
mál, sem áður var harðast
deilt um, varð það vís vegur
til ósigurs. Nægir um það að
vitná til úrslitanna í Banda-
ríkjunum og í minna mæli til
taps Hægri manna í Svíþjóð.
Fólkið freistast ekki lengur
af skjótfenginni sælu, sem
einföld bjargráð eiga að
tryggja, en vill láta leysa
vandamálin, eftir því sem
reynsla og sívaxandi raunhæf
þekking byggð á henni segir
til um.
í frjálsu þjóðfélagi er eðli-
legt, að hópar bindist samtök-
um til verndar hagsmunum
sínum. En þá mega annarleg
sjónarmið ekki ráða. Ofurvald
stjórnmálaflokka í slíkum sam
tökum hefur margskonar
hættur í för með sér. Þeir
vilja nota þau sér til gagns og
gleyma þá oft tilganginum,
sem samtökin voru mynduð
til að tryggja. Mikið af verk-
fallsbaráttu undanfarinna ára
hér hefur fremur verið í þágu
stjórnmálaflokka en sjálfs
verkalýðsins. — Frumorsök
þessa er sú villuken,ning marx
ista, að hégiljun þeirra um af-
nám eignarréttar sé skil-
yrði fyrir velfarnaði verka-
lýðsins.
Til hvatningar þessari bar-
áttu er því iðulega haldið
fram, að kaupgildi tímakaups
verkamanna hafi rýrnað ým-
ist á síðustu sex árum eða
jafnvel tuttugu árum hér á
landi. Það er mál fyrir sig, að
tölurnar, sem þetta eiga að
sýna, eru með öllu villandi.
Ófullnægjandi tillit er tekið
til hagsbóta vegna meiri al-
mannatrygginga, annarra
skattareglna, almennari til-
færslu milli flokka í kaup-
töxtum og ýmissa annarra
þj óðfélagsumbóta. En látum
þetta vera, og segjum að það
væri satt, að kaupgildi hefði
minnkað, eins og fram er hald
ið. Hvað sýnir þá betur,
hversu ófrjó og tilgangslaus
kaupgjalds- og verkfallsbar-
átta undanfarinna ára og ára-
tuga hefur verið.
Vaxandi skilningur á þessu .
tilgangsleysi verkfallsbarátt-
unnar átti áreiðanlega veru-
legan þátt í því, að nokkrir
verkalýðsforingjar beittu sér
í vor fyrir kaupgjaldssamn-
ingum á nýjum grundvelli,
júní-samkomulaginu svokall-
aða.
Um aðdraganda þess sam-
komulags að öðru leyti er ó-
þarft að fjölyrða. Þess eins
skal getið, að af hálfu ríkis-
stjórnarinnar var lögð á það
megináherzla við samnings-
gerðina í desember 1963 og
þær ráðstafanir, sem óum-
flýjanlegar voru í framhaldi
hennar, að halda svo á mál-
um, að ekki skærist í odda
heldur yrði sem greiðust leið
til samkomulags síðar.
Sjálft miðaði samkomulag-
ið að því, að forðast beinar
grunnkaupshækkanir en veita
verkamönnum sem mestar
raunverulegar kjarabætur
með öðrum hætti, m. a. með
ráðstöfunum til styttingar
vinnutíma. í upphafi töldust
allir vera þessu sammála en
í framkvæmd hafa reynzt
nokkrir vankantar. Hvorki
stjórn Alþýðusambandsins né
Vinnuveitenda hefur neina
beina heimild til fyrirmæla
til einstakra félaga sinna; auk
þess sem vinnuveitendur eru
enn margklofnir. Áhrifa þessa
hefur gætt í einstökum samn-
ingum og lýsir sér enn í þeim
verkföllum, sem nú vofa yfir.
í umræðum, sem af hafa
hlotizt, hefur og gætt tölu-
verðs ósamræmis. Annars veg
ar hafa í samningum fyrir ein
stök félög kröfur verið byggð-
ar á því, að aðrir stéttahópar
yrðu að fá verulegar kjara-
bætur — þótt með öðrum
hætti væri — til jafns við
verkamenn. í almennum um-
ræðum hafa talsmenn verka-
lýðsins hinsvegar gert sem
minnst úr kjarabótum sam-
kvæmt júní-samkomulaginu
og stundum látið svo, sem þær
hafi nánast engar verið, held-
ur hafi verkalýðurinn þá ein-
hliða tekið á sig byrðar af
stöðvun verðbólgunnar.
★
f raun og veru var þessu
allt öðru vísi varið. Verka-
menn fengu kjarabætur en
sættust á, að þær skyldu vera
mun hóflegri en oftast áður
hafði verið samið um. Ein-
mitt þess vegna var von til
þess, að þær gætu orðið raun-
hæfari. Enda var þeim jafn-
framt tryggt, að meðan
á samningstímanum stæði
skyldu þeir fá uppbót vegna
hækkandi verðlags. í þessu
fólst tvennt: Menn sáu fyrir
verðlagshækkanir og samið
Framhatd á næstu síðu