Morgunblaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
í Fimmtudagur 31. des. 1964
Handbók bænda
1965
Mjðg fjölbreytt að efni. Almanakið er til þess kjðr-
ið að skrifa í það sér til minnis. Þar eru stökur
eftir jafnmarga höfunda og vikurnar eru í árinu.
Mikill fróðleikur um garðrækt. Góðar leiðbeining-
ar fyrir kartöfluframleiðendur, hvort sem þeir
rækta til sölu eða aðeins til heimilisnota.
Húsmæðrunum er helgaður sérstakur þáttur, þar
eru m.a. uppskriftir á nýjum og gómsætum réttum
úr lambakjöti.
Handbókin fæst hjá bóksölum víða út um landið og
í Reykjavík hjá bókaverzlun Kron í Bankastræti.
Eignist skemmtilega dagbók sem jafnframt veitir
yður mikinn fróðleik.
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
Bændahöllinni v. Hagatorg
BLAÐBERI I
GARÐAHREPPI
Röskir krakkar, eða fullorðið fólk óskast
strax til blaðberastarfa í hús við
„FLATIR,44 hér í Garðahreppi
Gerið strax viðvart.
Afgr. Morgunblaðsins í Garðahreppi
Hoftúni við Vífilsstaðaveg, sími 51247.
Somkomui
K.F.U.M.
Um áramótin:
Gamlárskvöld kl. 11.30 e.h.:
Áramótasamkoma í húsi fé-
lagsins við Amtmannsstíg.
Á nýársdag kl. 8.30 e.h.:
Almenn samkoma í húsi fé-
lagsins við Amtmannsstíg.
Sverrir Sverrisson, skóla-
stjóri, talar. Einsöngur.
Sunnudagur 3. janúar
Kl. 10.30 f.h.: Sunnudaga-
skólinn við Amtmannsstíg.
Drengjadeildin Langagerði.
Barnasamkoma í samkomu-
salnum Auðbrekku 50, Kópav.
Kl. 1.30 e.h.: Drengjadeild-
irnar Amtmannsstíg, Holta-
vegi, Kirkjuteigi.
Kl. 8.30 e.h.: Samkoma í
húsi félagsins við Amtmanns-
stíg. Síra Jóhann Hannesson,
prófessor, talar. Fórnarsam-
koma. Allir veikomnir.
Árshátíð K.F.U.M. og K.
verður haldin þriðjudaginn
5. janúar kl. 8 í húsi félag-
anna. Aðgöngumiðar seldir
hjá húsvörðum og sækist í
síðasta lagi á sunnudag.
$afnaðarfó!k!
Finnið muninn á því að taka
þátt í guðsþjónustu í kirkj-
unni sjálfri eða hlusta á guðs-
þjónustu við útvarjstækið
yðar.
Margeir J. Magnússon.
Skátar! Skátar!
ÁRAMÓTAFAGNA0UR
J. J. og EINAR sjá um fjörið í heimilinu í kvöld.
Stórkostleg skemmtiatriði. — Missið ekki af þess-
um stórkostlegasta dansleik ársins, sem stendur
fram- til kl. 4 að morgni. — Miðasala í Skátabúð-
inni frá kl. 10—12 og í anddyri Skátaheimilisins
frá kl. 1—4 e.h.. — Takið með ykkur gesti.
III. fylki S. F. R.
SOLVflLIHBUÐIN
SOLVALLAGOTU 9
SÍMI 12420
Ai.LT í MATINN:
Hamborgarlæri, Svínakótelettur, Svínasteikur, Nauta-
fillet og mörbrad. Úrvals hangikjöt og London-lamb.
Einnig fiskur og gott úrval nýlenduvara.
KJÖT • FISKUR • BRAUÐ • NÝLENDUVÖRUR
AUÐVELDAR HEIMIUSSTÖRFIN
LESBÓK BARNANNA
horfinn. Líklega hafði
nykurinn troðið hann und
ir hófum sér, eins og haf-
mærin litla hafði búizt
við. En einmitt þar á
ströndinni, sem kastalinn
hafði staðið, lá afarstór
og fallegur kuðungur.
Karen tók hann upp og
skoðaði hann. Sannar-
lega var þetta gjöfin frá
hafmeyjunni! Hægt og
varlega lyfti hún honum
upp að eyranu og hlust-
aði. Langt innan úr boga
göngum kuðungsins
heyrðist mjúk rödd haf-
meyjunnar syngja hinn
eilífa sön»g um öldurnar
við hvíta strönd, söng
hafsins í tign þess og
mildi.
Sólin skein á kuðung-
inn og gæddi öll litþrigði
hans nýju lífi. Mikið var
hann annars fallegur.
Karenu þótti svo vænt
um igjöif hafmeyjunnar
og hún ætlaði að eiga kuð
unginn og geyma hann,
— alltaf.
Ráðningar úr jélalesbók
Vatnstunnan. I>að þarf
ekiki annað en að halla
tunnunni. Elf hún er
nákivœmlega hálffull.
verður vatnsborðið eins
og sýnt er á mynd 1.
Mynd tvö sýnir að tunn-
ah er ekki hálf og mynd
3, áð hún er meira en
hálffull atf vatnL
*
Kakan og möndlurnar
€
Ráðningar á
gátum
1. Hvísla þeim að konu.
2. Tvær, sú ytri og
innri.
3. Falskar tennur.
4. Næturverðir.
5. Þeirri ytrL
SKRÝTLA
Kennarinn: „Ég vona,
að þér haíið ávítað Villa
fyrir að vera að herma
eftir mér?
Móðirin: „Já, sannan-
lega. Ég sagði honum a3
hann skyldi ekki hegða
sér eins og asni“.
Umsækjandinn: „Haf-
ið þér nú ekki einhverja
smugu í fyrirtæki yðar
fyrir ungan o,g gáfaðan
skrifstof umann? “
Forstjórinn: „Jú, geriS
þér svo vel, þarna era
dyrnar“.
Rakarinn: „Hvað ert
þú nú gamall, ungi mað-
ur?“
Róbert: „Sjö ára“.
Rakarinn: „Og ætlar a3
fá klippingu?“
Róbert: „Haldið þér
kannski að ég hafi komið
til að láta raka mig?“
Stebbi: „Heppnir í dag.
Kennarinn sagði að hann
skyldi hafa próf, hvort,
sem viðraði skini eða
skúrum".
Teddi: „Nú, hvað með
það?“
Stebbi: „Það snjóar".
8 árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 31. des. 1964
Mary Trumbo Hill:
Kastalinn í fjörusandinum
ALLAN morguninn hafði
Karen verið önnum kafin
við að byiggja kastala í
fjörusandinum. Hann
var svo stór og fallegur,
að Karen gekk nokkur
skref aftur á bak og virti
hann fyrir sér full að-
dáunar, þegar hún hafði
lokið við hann.
Fyrst hafði hún graf-
ið hringmyndaða holu,
all stóra um sig og
djúpa. Þar næst byiggði
hún háan og breiðan múr
kring um hana. Hún
setti fallega turna hér og
þar á múrinn. Það var
auðvelt að byggja turn-
ana, hún notaði litlu
’hvítu pg rauðu fötuna
sína sem mót og hvolfdi
turnunum úr henni ofan
á múrinn. Loks bjó hún
til virkisgröf allt í krinig
og setti brýr hingað og
þangað yfir hana.
Þessi dásamlegi sand-
kastali hennar Karenar
var svo stór, að þegar
hún fór inn £ hann og
settist niður, var aðeins
hægt að sjá öfan á koll-
inn á henni. Hitt fólkið
á ströndinni vissi varla
hvað af henni hafði orð-
ið. Hún sat inni í kastal-
ánum oig lét fara vel um
sig í sandinum og sólskin
inu og hún var þakklát
fyrir, að hún skildi eiga
heima nálægt sjónum.
Það var fjara meðan
Karen var að byggja kast
alann sinn. Mjúkur og'
rakur sandurinn teygði
sig næstum eins langt og
augað eygði, faldaður blá
hvítri sjávarrönd lengst
úti við sjóndeildarhring.
Það sýndist Karen að
minnsta kosti.
En nú færðist sjórina
óðfluga nær með flóðinu.
Hún heyrði mömmu sína
og bræður kalla á sig úr
fjarska, en hún vildi helzt
ekki þurfa að hætta -.öj