Morgunblaðið - 31.12.1964, Síða 28

Morgunblaðið - 31.12.1964, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. des. 1964 SVARTAR RAFPERLUR EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY Tracy fann sjálf, að hún brosti. — Ég skal reyna að muna það. — Gott. Og nú viljið þér kannski halda áfram með þessi húsverk. Ég þoli ekki lengur þenrnrn hrærigraut undir borð- inu. Ég vil búa til minn hræri- graut sjálfur. Hún vissi, að hann ætlaði þess um orðum sínum að særa hana, og því einbeittari var hún að verða fullkomlega róleg. Hún settist á gólfið og tók að raða blöðunum aftur, eins og hún hafði gert daginn áður. Það varð kyrrð í stofunni. Eftir því sem Tracy miðaði áfram fór hún að hafa meiri áhuga á verkinu sjálfu. Og svo niðursokkin var hún í að finna texta og tilsvarandi myndir, að hún hrökk við þegar Miles ávarp aði hana. — Þegar ég kom inn áðan, heyrði ég eitthvað, sem virtist vera hnakkrifrildi hjá Murat og frúnni. Þér fóruð inn í stofuna hennar, var ekki svo? Vitið þér kannski, hvað um var að vera? Tracy var steinhissa á, að hann skyldi fara að spyrja hana um einkamál heimilisfólksins. •— Ég hafði enga hugmynd um, hvað um var að vera, sagði hún. — Rétt í því að við Fazilet kom- um upp, kom dr. Erim þjótandi út frá frúnni og þaut áfram nið- ur'stigann. Fazilet elti hann og ég hef ekki séð hana síðan. Við Halide fórum svo með tevélina til frúarinnar, og hún virtist af- skaplega æst út af því sem gerzt hafði. En vitanlega minntist hún ekkert á það við mig. Miles sneri sér aftur að skraut- rituninni sinni. Þegar hann tók aftur til máls, var það í miklu vingjarnlegri tón, rétt eins og hann vildi sannfæra hana um eitthvað. — Ég býst við, að þessar skýr- ingar í smáatriðum á mósaík virð ist vera stæling og skýrslugerð, en það er nú samt verk, sem þarf að vinna. Svo mikið er í þann veginn að fara forgörðum, að nákvæmar lýsingar á því eru nauðsynlegar. Þér vitið, að fyrir fáum árum var saga Tyrklands enn óskráð og þau skjalasöfn, sem til eru, hafa ekki verið not- uð nægilega. Fáar þýðingar hafa verið gerðar. Ég er ekki einn við þetta verk. Fjöldi manna aðstoð- ar mig við þessa skýrslugerð. Og þegar það er allt komið í Rlaðburðarfólk nst til blaðburðar í eftirtalin hverfi Þinghollsstræti Bergstaðastræti Freyjugata Lynghagi IVieðalholt Hjarðarhagi Laugavegur frá 1-32 Laugavegur frá 33-80 Barónsstígur Fossvogsblettir Seltjarnarnes (Skólabraut). Laufásvegur hærri tölur Sími 22-4-80 bók, getur það orðið einhvers virði. Tracy leit til hans þar sem hann sat á háum stól við teikni- borðið. Skugginn undirstrikaði grófgerða andlitsdrættina og ská- settu hrukkurnar út frá munn- vikunum, en huldi hins vegar þennan kulda, sem hún hafði svo mikla óbeit á. Hún varð þess vör, að henni hlýnaði í huga til hans, er hún sá, að hann var áhuga- samari en hún hafði gert sér í hugarlund. Maður, sem vann af einlægni að verkinu, sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. Hún hikaði áður en hún herti sig upp í að leggja fyrir hann spurningu: — En gæti ekki einhver og einhver tekizt á hendur þessa afritunarvinnu, svo að þér gætuð sjálfur beitt yður í næði að raun- verulega verkinu? — Það vill svo til, að ég hef áhuga á þessu sérstaka verki, svaraði hann þurrltga. Tracy leit nú á hann með meiri samúð en henni hefði nokk urn tíma getað dottið í hug, og 14 velti því fyrir sér, hvernig hún gæti rannsakað og grafizt eftir hinni raunverulegu persónu þessa manns, sem hafði verið eiginmaður Annabel. Ef til vill var dirfska og hreinskilni það eina, sem gæti svælt hann út úr þessu greni, sem hann hafði lok- að sig inni L — Frú Erim heldur, að þess- ari bók verði aldrei lokið, og að yður langi raunverulega ekkert til að semja hana. Hún vill að ég fari heim og segi hr. Horn- wright, að henni verði aldrei lokið — og láta hann aflýsa öllu saman! — Og hvað finnst yður sjálfri, ungfrú Hubbard? spurði hann. — Hvernig get ég vitað það? Rétt áðan fannst mér' eins og þér hefðuð trú á verkinu. En það virðist bara ekki ganga neitt vel. Tracy velti því fyrir sér, hvað hann mundi segja, ef hún segði honum, að Fazilet teldi það vera eins konar sjálfsrefsingu fyrir ávirðingar hans í fortíðinni. En nú hafði hún gengið nógu langt í bili og þorði ekki að fara að koma orðum að þessari hugsun. Hún fann einkennilega til þess, að nú var hún ekki orðin eins áfjáð og áður til að leggja fyrir hann beitu eða ögra honum. Hún var farin að líta á hann, ekki einasta sem eiginmann Annabel, heldur sem sjálfstæða persónu sjálfs hans vegna. Og það vakti óró hjá henni. — Frú Erim kann að hafa sín- ar sérstöku ástæður til að vilja ekki láta þessa bók verða full- gerða, sagði hann. — Ef til vill sömu ástæðurnar, sem leiddu til þessa rifrildis við mág hennar. Það er hugsanlegt, að þetta sé rétt hjá henni og að þér séuð að eyða tíma yðar til einskis hér, Tracy Húbbard. Hún trúði því ekki lengur, að frú Erim hefði á réttu að standa, en áður en hún komst að með að segja það, leit hann aðvörun- arorðum til dyranna. — Hlustið! sagði hann. Kópavogur: Blaðburðarfólk vantai nú þegar til blaðadreifingar í Austur- og Vesturbæ Hafið samband v/ð útsölumann í síma 40748 JlttfgtlSlblftfrÍfr — o — Úr áttinni að stiganum heyrð- ust smellir í háum hælum á gangi. Miles beygði sig aftur yfir teikniborðið sitt. Tracy fann rósailminum af frú Erim bregða fyrir, um leið og hún kom að dyrunum og.leit inn. — Má ég tala við þig, Miles? spurði frú Erim. — Vitanlega, Sylvana — gerðu svo vel að koma inn. — Það eru dálítil vandræði á ferðum, tautaði Sylvana um leið og hún kom inn. Það var greinilegt, að hún hafði ekki komið auga á Tracy úti í horninu. Rósemisvipurinn var kominn á hana aftur. Að frátöldum ofurlitlum rellutón í málrómnum, virtist hún í full- komnu jafnvægi. — í fyrsta lagi, sagði hún með- an Miles þagði og beið, — finnst mér, að þessi enska stúlka ætti að fara heim til sín tafarlaust. Mig furðar á, að þú skulir leyfa henni að vera hérna, þegar .... — Enska stúlkan er hérna, sagði Miles. — Þér væri rétt að segja« henni sjálfri, hvers vegna þú telur, að hún eigi að fara heim. Það varð ekki séð, að frúnni brygði- hið minnsta. Hún leit þangað sem Tracy var og benti henni að koma fram að dyrun- um. — Afsakið, sagði hún, — en ég þyrfti að tala við hr. Radburn í einrúmi. Tracy leit á Miles um leið og hún stóð upp. — Ja, ég vildi fyr- ir mitt leyti gjarna vita, hvers vegna frú Erim vill ekki, að ég sé hérna, sagði hún. — Ég er viss um að þér vitið mætavel ástæðuna, sagði frúin. Miles kinkaði kolli til dyranna. — Ég skal kalla á yður aftur, þegar við erum búin að tala saman. Frú Erim gekk strax til hans og staðnæmdist við teikniborðið og skeytti ekkert frekar um Tracy. Um leið og hún gekk út, heyrði hún ánægjuóp frá frúnni, er hún hallaði sér að Miles til að skoða skrautletrið. —. Þetta er fallegt! Það beztS sem þú hefur enn gert, vinur minn. Kaupandinn í New York verður afskaplega ánægður. Það virðist vera orðin mikil eftir- spurn eftir tyrkneskri skrautrit- un til skreytingar. — O — Tracy lagði hurðina hægt aift ur og hljóp geign um salinn og inn í herbergið sitt. Hún leit frá svöli'unum yfir gljáanidi sjávar- flötinn og fannst hún hafa þol- að nóg til að ervdast sér daginn, Einhvern veginn varð hún að fá upp á yfirborðið að minnsta bosti einn þessara undirstrauma, sem leyndust í þessu húsi. Hún vissi vel, að Sylvana mundi ekkert segja henni. Erim læknir virtist vera reiður henni aí einhverj'Um ástæðum. En þá var Fazilet ein eftir. Það hafði þá loksins verið hennar slæða, sem Tracy hafði fundið í hallarrústunum, enda 'þótt Fazilet hefði ekki viljað viðurkenna það. Það var tími til kominn að draga þessa tyrknesiku stúlku fram í dags jósið. IV. Slæðuna, sem Tracy hafði fundið í haUarrústunum, hafði Sylvana Erim gefið Fazilet. Með þessa slæðu í hamdtöskunni sinni fór Tracy að leita að tyrknesku stúlkimni, sem sagð- ist hafa verið vinkona AnnabeL Hún var ekiki í sínu herbergi, en Halide sagði henni, að hún mundi vera í rannsóknastof- unni í Brekkuhúsinu. Tracy hafði enn aildrei kom- ið í þessa neðri hæð í Brekbu- húsinu. Mestur hluti hennar virtist vera einn salur, með sterkum ljósum, en út úr honum lágu svo dyr að tveim eð'a þrem lit um herbergjum. í stóra sailn- um voru skápar með öliluim veggjum, og þar voru bprð með ýmsum áhöldum og hillur með búrum á, sem voru merkt, en f þeim voru hvitar mýs og mar- svín. ílmvatnsþefurinn þama inni dró nokkuð úr óþefinum ai þessum dýruim. í hinum enda salarins var dr. Erirn að vinna með tveim unguim aðstoðarmönn um, og hann leit upp þegar hún koim inn Ljós brann í einni litlu komp- unni og Tracy heyrði einhvem raula eitthvert tyrknesbt lag fyr ir munni sér. Hún leit þarna inn og fann Fazilet, sem var íkiædd hvítum slopp, og var eitthvað að fást við mæ! igias og virtist niðursokkin í verk sitt. Hún leit upp og brosti til Tracy. — Ertu komin í heim- sókn? Gott! Komdu inn. KALLI KÚREKI —>f~ — - -X- —— Teiknari: J. MORA ? Öxlin!!!!? ná hliðarbrúninni. Ég ætla að taka aí: brúninni. 3. Kalli reynir af ölluim mætti að þann kostinn að láta mig falla íram Tracy gekk inn í litlu komp- una, þar sem ilmur af sandal- viði yfirgnæfði í foili allan annan þef. Á vegg'hilium var fullit af glösum, með ilmefnum, sem voru flokkuð eftir tegundum —. dýra-, blóma- og jurta-ilmefnL — Vinnurðu sjálf olíurnar? spurði hún. — Sylvana gerir það stundum á vorin og sumrin, sagði Fazi- let. — En það er erfitt og auð- veldara að nota tilbúna kjarna og olíur En mér þykir mest gaman að blanda kjarnana sam an. En Tracy var nú ekki hingað komin til að ta'la um ilmefni. — Hefurðu mjög mikið að igera? Ég þyrfti að taila dálítið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.