Morgunblaðið - 17.01.1965, Side 1

Morgunblaðið - 17.01.1965, Side 1
28 siður 04$ Lesboit Hittast Wilson og De Gaulle í marz? London, 16. jan. — NTB: — ÁREIÐANLEGAR heimildir í London töldu í dag að Harold Wilson, forsætisráðherra mundi, í fyrsta lagi geta átt fund með De Gaulle Frakklandsforseta í marz nk. Hermt er að Wilson hafi áhuga á því að hitta Ðe Gaulle persónulega, en hinsveg- ar muni hann ekki geta farið til Frakklands í bráð vegna mikilla anna heima fyrir. Þá er og sagt að De Gaulle hafi mikinn áhuga á fundi þeirra Wilsons. .m - - I ÞARNA sjáunt við Hallgríms- , I kirkju frá dálítið nýstárleg- um sjónarhóli, þ.e.a.s. ofan ' 1 frá. Þannig litur þetta mikla | I mannvirki sem sagt út, séð | | úr himinhæðum. Kirkjubvgg- ingin myndar kross í snjón- ' um. Biiarnir í kring sýna vel I i stærð kirkjunnar. Myndina | ) tók ljósimyndari blaðsins, ÓI. I K. Mag., úr flugvél sl. föstu- dag. Sjá fleiri loftmyndir frá Reykjavk og nágrenni á bls. 27. Sáttafundur kL 8.30 í kvöld SÁTTASEMJARI hefur boðað fulltrúa sjómanna og útvegsmanna á fund í hvöld klukkan 8.30. — Þann fund sækja einnig fulltrúar frá Breiða- fjarðarhöfnum. Líðan Sir Winston Churchills óbreytt Honum er þó vart hugað líf London, 16. jan. — AP-NTB MORAN lávarður, læknir Sir Winston Churchill, kom í sjúkravitjun til öldungsins í morgun, og að henni lokinni las hann eftirfarandi tilkynn- ingu af tröppum heimilis hans: „Sir Winston hefur átt rólega nótt, og engar mikils- verðar breytingar hafa orðið á línan hans.M ChurchiII fékk sem kunn- ugt er slag í gær, og er hon- um nú vart hugað líf. Tals- Landanir islendinga í Noregi til umræðu - Fyrirspurn fram komin í Stórþinginu Osló, 16. jan. FKA.M hefur komið í norska Btónþinginu fyrirspurn varð- endi landanir íslenzkra fiski ekipa í Noregi, og er líklegt ialið að fyrirspurninni, sem heint er til fiskimálaráðherra INoregs, verði svarað i næsta Kpurningatíma þingsins. Fyrirspurnin hljóðar svo: wHvað veldiur þvi, að íslenzkir fiskimenn fá að leggja upp •fla 1 norskum höínuxn á sama tíma og norskir fiski- menn fá ekki sama rétt til að leggja upp afla sinn í ís- ~ lenzkum höfnum? Vill ráðu- neytið beita sér fyrir laga- breytingu, sem gæti tryggt jafnan rétt í þessum efnum?“ Fullvíst má telja að fyrir- spurn þessi sé fram komin vegna veíða Jörundar II. og Jörundar HL í Norðursjó, en þeir leggja síldarafia sinn upp í nonsikri höin. maður brezku læknasamtak- anna sagði eftir að hafa fregn að tilkynningu Morans lávarð ar í morgun, að „lítil eða eng- in von“ væri til þess að Chur- chill mundi lifa veikindi sín af. „Fyrir mann á hans aldri eru þetta mjög alvarleg veik- indi. Yngri maður hefði e.t.v. meiri líkur á bata. En þrátt fyrir að hann (ChurchiII) hafi verið mjög hraustur og að hann hafi þolað veikindi évenju vel, þá er hann níræð- ur, og ástandið hlýtur því að teljast mjög alvarlegt. Þetta gæti staðið í viku eða tíu daga. Veikindi af þessu tagi eru sjúklingum venjulega kvala- laus“, sagði talsmaðurinn. Moran lávarður hefur til- kynnt að hann muni koma í sjúkravitjun til Churchills aftur um kl. 21 að brezkum tíma í kvöld, og engar frekari tilkynningar um iíðan hans verða gefnar út fyrr en að þeirri vitjun Iokinni. Slagið. sem Churchill fékk, stafaði af segamyndun í heilaæð- um (trombosis cerebri). Sir Winston svaf stöðugt dýpri svefni í nótt, og mun ekki hafa fundið til kvala. í allt gærkvöldi var mikill mannfjöldi saman kom inn fyrir utan heimili hans, og voru þar m.a. um 200 blaða- og sjónvarpsmenn. Elízabet drottning hefur farið þess á leit að hún verði látin fylgjast nákvæmlega með líðan hinnar gömlu stríðshetju og stjórnmélakempu. — Johnson Bandaríkjaforseti hefur sent Churchill skeyti, þar sem hann kveðst vona að han nái fullri heilsu á ný. í Palm Springs í Florida, lét Eisenhower, fyrrum Framhald á bls. 2 ÞESSARI spurningu svara 17 vísindatnenn og forystumenn vísindamála hér á landi i greinaflokki hér í blaðinu. t dag birtast svör fimm manna en svör hinna birtast síðar. visindalegar niðurstöður eru undirstaða nútima þjóið- félags. Þjóðfélag okkar hefii* gert sér far um að mennta menn í hinum ýmsu greinum vísinda, reynt að búa í hag- inn fyrir þá, en vissulega skortir á að fullkomin að- staða sé fyrir hendi til lausn- ar þeirra mörgu verkefna, sem fyrir liggja. Morgunblaðið væntir þess að svör visindamanna gefi al- menningi innsýn í starf þeirra og þau verði grundvöllur frekari umræðna um þessi mál og leiði til aukins skiln- ings á mikilvægi þeirra. Fyrstu fimm svörin eru á bls. 10, 11 og 18. Sprengiefnavagn sprakk í loft upp — er farþegalest fór hjá — Margir bíða bana og slasast Bonassola, Ítalíu, 16. jan. — AP: SPRENGIEFNI, sem hlaðið var á vagn í flutningalest, sprakk í loft upp um leið og farþegalest fór fram hjá henni viö Bonassola í dag. Spreng- ingin varð við járnbrautar- stöð bæjarins, sem er skammt sunnan Genúa. Flutningalest in stóð kyrr á hliðar teinum, og varð sprengin er farþega- lestin ók bægt framhjá henni á hliðarspori. Sjúkrabílum og neyðarlestum var þegar stefnt til slysstaðarins frá nærliggj- andi bæjum. Síðast er til fréttist sagði lög reglan að sjö eða átta manns hefðu beðið hana í farþega- lestinni, og að margir hefðu slasazt. Lögreglan bætti því hinsvegar við, að björgunar- aðgerðir væru svo skammnt á veg komnar að tala þessi væri óáreiðanleg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.