Morgunblaðið - 17.01.1965, Síða 21
Stinnudagur 17. Janúar 1965
MORCU N BLADID
21
— Reykjavíkurbréf
Framh. af bls. 15
Verða fiskigöngur
skipulagðar?
r 1 Kommúnistar burðast við að
halda því fram, að allur okkar
vandi verði leystur með því að
skipuleggja fiskveiðar og fisk-
verkun að hætti „sósíalismans“,
þ.e. á kommúníska vísu. Um
þetta hamast Þjóðviljinn við að
skrifa sömu vikurnar og í rúss-
neskum blöðum má lesa um,
hversu hinum kommúnisku
skipuleggjendum hefur tekizt
báglega að skipuleggja jafn ein-
I falda iðnaðarframleiðslu eins og
t.d. smíði saumavéla og barna-
1 leikfanga. Mætti þó ætla, að
þetta hvorttveggja væri með ein-
faldari úrlausnarefnum í komm-
únísku einræðisríki. En að sögn
rússneskra blaða hefur við hvor-
ugt tekizt að ráða með sæmileg-
um hætti.
p ' Enginn véfengir, að æskilegt
væri að vinna meira úr fiskaf-
urðum okkar heldur en gert er.
En hér duga ekki orðin ein.
„Gaffalbitapólitíkin", sem Hanni
bal Valdimarsson kallaði svo í
útvarpinu í haust, mundi góðra
gjalda verð, ef efndir fylgja yf-
irlýsingunum, sem samtímis voru
gefnar í september sl. austur í
Moskva og hér í Reykjavík. Enn
hefur ekki úr efndunum orðið,
en það er ekki því að kenna, að
ekki hafi verið eftir leitað af
íslenzkum yfirvöldum. Vonandi
rætist fram úr þessu áður en
yfir lýkur, og viðurkenna verð-
ur, að markaðir eru óvissir víð-
ar en í Sovétríkjunum. En þó að
xnarkaðir stæðu hvarvetna opn-
ir þá verða gaffalbitarnir ekki
seldir nema síldin sé fýrst veidd.
Og hvað sem allri skipulagningu
líður er enn ekki búdð að skipu-
leggja fiskigöngurnar. Sá fisk-
ur, sem ekki hefur veiðzt, verður
aeint seldur, hvort heldur lítið
eða mikið unninn.
Sölusamtök eða
samkeppni?
r ' Deilt er um, hvort leysa eigi
upp sölusamtök íslenzkra fisk-
framleiðenda. Eðlilegast er, að
framleiðendur ráði mestu þar um
zjálfir. Á meðan yfirgnæfandi
meirihluti þeirra telur sölusam-
tök æskileg, er eðlilegt að ríkis-
valdið styrki þau. Misskilningur
er það, sem sumir virðast halda,
eð alger nýjung sé, að nokkur
útflutningsleyfi séu veitt utan
við heildarsamtökin. Þvílíkar
leyfisveitingar hafa lengst af
tíðkast einmitt um hraðfrystan
fisk og hingað til ekki komið
®ð sök. Hlutfallslega hafa slík-
»r leyfisveitingar ekki verið rýmk
»ðar hin síðari ár. Ný rök þurfa
að koma til, bæði ef á að fella
undanþágur alveg úr gildi og
eins ef þær á að rýmka svo, að
•jálfum samtökunum stafi voði
ef. Mikill misskilningur er, að
eöluleyfi á stjórnarskrifstofu
geti komið í stað öflugra söiu-
•amtaka. Söluleyfi geta aldrei
tryggt annað en eftirlit með því,
•ð óeðlileg undirboð eigi sér ekki
*tað. Fiskverð erlendis verður
hinsvegar aldrei hækkað með á-
kvörðun á íslenzkri stjórnarskrif
•tofu né verða beztu markaðir
fundnir með því móti.
Stóriðja
' Hugmyndir um stóriðju
•mækka hvorki þýðingu land-
búnaðar né fiskveiða fyrir ís-
lendinga. Hvað sem um stór-
Iðju verður, þurfum við að reka
heilbrigðan landbúnað og leggja
Stund á fiskveiðar. Við getum
án hvorugs verið og hvorttveggja
ber að efla eftir föngum. Stór-
iðja getur aldrei leyst allan okk-
•r vanda. Það er rétt, sem fram
hefur verið haldið, að til að
byrja með mundi hún ekki veita
nema tiitölulega fáum atvinnu.
Ea mjór «r mikils vísir. Öll okk-
ar fallvötn verða ekki virkjuð í
einu. Virkjun Elliðaánna greiddi
fyrir en hindraði ekki virkjun
Sogsins, þegar okkur hafði vaxið
fiskur svo um hrygg, að hún var
orðin tímabær. Vegna virkjunar
Sogsins, sem framkvæmd hefur
verið smám saman á 30 árum, þá
er hægt að velja um, hvort menn
vilja áfram „smávirkjanir" með
háu orkuverði til frambúðar, eða
stórvirkjun í Þjórsá, með því að
leggja á sig nokkra byrði í bili og
semja við útlendinga um orku-
sölu til þeirra, er skapi nýja at-
vinnugrein 1 landinu, okkur að
meinfangalausu. Raunsæjum
mönnum getur valið trauðla
reynzt erfitt. ísland er nógu örð-
ugt land, þó að við notum allar
þess auðlindir. Við ætlum ekki
að gefa útlendingum neitt af okk
ar verðmætum né ætlumst við
til gjafa af þeim. En við megum
ekki ætla okkúr þeim mun minni
menn en alla aðra, að okkur
stafi hætta af því, sem öðrum, og
þó einkum þeim, sem eru okkur
líkastir, hefur reynzt sönn lyfti-
stöng.
— Þjóðleikhúsið
Framhald á bls. 8
höfundurinn gefur engin fyrir-
mæli um hvernig stofa þeirra
skuli vera búin. Þó er ég ekki
frá því, að ibúðin hefði mátt
vera ívið íburðarmeiri. Ljósabeit
ing var góð.
Þýðing Jónasar Kristjánssonar
á hinum erfiða texta leiksins var
með miklum ágætum, og ber að
óska honum sérstaklga til ham-
ingju með vel unnið vandaverk.
Frumtextinn er bæði mergjaður
og viða æði klúr, og hefði verið
frágangssök að þýða hann orð-
rétt, svo ólíkar sem málvenjur
einstakra þjóða eru í klúryrð-
um. Jónas hefur „mildað“ text-
ann án þess að týna niður safa
hans og ferskleik. Þýðingin er
með öðrum orðum fyllilega sam-
boðin verkinu, og er þá mikið
sagt.
Signrður A. Magnússon.
GUSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Þórshamr] við Templarasund
Sími 1-11-71
PILTAR
EFÞlO EIGIO UNNUSTUNA
ÞÁ Á ÉG HRINCrANA /
Áfört<?/? /7s/w/?é(s$onJ_
I SÍMI;
3V333
’ValLT TlLLeiGU
Khana-bílatj
VÉLSKÓrLUR
D-RATTARBÍLAR
FIUTNIN6AVA6NAR.
pvuGAvmuvéiAin \
s,v"3V333
í þessum veitingasal geta 134 manns matast samtimia.
— Endurbótum
Framhald af bls. 19
legum húsgögnum, þiljaður
fallegum viði og lýsing er
ágæt. Þá hefur hljómburður
verið bættur þar stórkostlega
írá þvþ sem áður var.
Fríhöfnin er sennilega sá
staður í flugstöðinni, sem
flestir útlendingar heimsækja.
ÍMeðan við stóðum við var þar
margt farþega frá Loftleiðum
j og Pan American. Keyptu þeir
ýmist myndavélar, skartgripi,
minjagripi eða þá Egil sterka,
en við horfðum langeygir á.
Húsakynni fríhafnarinnar
hafa verið flutt frá sínum
gamlp stað og yfir í þann
hluta hússins, sem flugvallar-
stjóri og póstur og sími höfðu
áður aðsetur. Öll er innrétt-
ing hennar mjög smekkleg og
skemmtileg og stendur sízt að
baki því, sem bezt gerist er-
lendis.
Handan við fríhöfnina eru
söluskrifstofur Loftleiða og
Pan American, flugumsjón og
biðsalur flugáhafna. Enn er
t.d. eru loftin enn ófullgerð
og mikil.l munur á hljómburði
þar og annars staðar í bygg-
ingunni.
Þegar við komum var mikið
um að vera þar, því að stöð-
ugt eru flugvélar að koma og
íara. Starfsmenn Loftleiða
hafa í mörg horn að líta, því
að þeir annast ekki aðeins
afgreiðslu sinna eigin flugvéla
á Keflavíkurflugvelli, heldur
veita þeir einnig öllum öðrum
flugféögum og farþegum
þeirra þjónustu.
Húsnæði tollafgreiðslunnar
var tekið í notkun að hálfu
leyti nú í vikunni. Enn er ó-
lokið við ýmsar breytingar
þar, en áherzla verður lögð á,
að öll afgreiðsla gangi fljótt
og vel. Allir farþegar, sem
koma inn í landið, fara þar
um, og þeir, sem eru á leið
út úr landinu „tékka sig inn“
þar. Til þess að enginn iþurfi
EGILL SIGURGEIRSSON
Ilæstaréttarlögmaður
Málf'utningsskrifstofa
Ingólfsstræti 10 - Simi 15958
Ásvallagötu 69
Símar 21515 og 21516
Kvöidsími: 33687.
Höfum kaupanda að 5 Kerb.
nýrri íbúð
Útborgun kr. 750.000.00.
HRINGIÐ UM HELGINA.
að sligast undan níðþungum
farangurstöskum, eru þarna
vagnar svipaðir þeim, sem eru
í kjörbúðunum, og eiga menn
að aka farangri sínum á þeim.
Við þennan enda byggingar-
innar er verið að reisa við-
byggingu fyrir tollvöru-
geymslu.
Eldhúsin eru sá hluti húss-
ins, sem er einna forvitnileg-
astur. Þar er matreidd fyrir
mörg þúsund manns í hverri
viku. Sem dæmi um afköstin
þar má geta þess, að í flug-
eldhúsinu hefur verið hafður
til matur fyrir 80 til 90 manns
á aðeins hálfri klukkustund.
Húsnæðið er ekki ýkja stórt,
en þeim mun betur búið
tækjum.
Það var einkum flugeldhús-
ið, sem fróðlegt var að kynn-
ast. Þar er gengið frá öllum
veitingum, sem fara um borð
í flugvélarnar og gengur það
furðufljótt fyrir sig. Eitt af
því, sem mesta athygli okkar
vakti þar, var heljar mikill
brauðskurðarhnífur. S k e r
hann heilt hveitibrauð í einu
og er fljótur að Iþví. Okkur
var sýndur matarbakki, sem
var á leið út í eina af flug-
vélum Loftleiða, og var ekki
laust við að okkur langaði til
að taka okkur far til útlanda.
Á efri hæð byggingarinnar
er skrifstofa flugvallarstjóra
í nýjum húsakynnum. Þar er
einnig hótelið, sem rúmar 90
gesti. Hafa Loftleiðir í hyggju,
að breyta því í nýtízkulegra
horf.
Enda þótt margt hafi
breytzt til hins betra, er þó
margt eftir að gera ennþá.
Byggt verður nýtt anddyri og
settar nýjar útihurðir. Einnig
er ráðgert að byggja „fingur“
frá sjálfri aðalbyggingunni í
átt til flugvélanna til að far-
þegar þurfi ekki að ganga
langa leið í illviðrum.
Veitingasalirnir eru á sínum
gamla stað. Einnig þar hafa
farið fram miklar breytingar
til að auka á þægindin. SaL
irnir eru tveir, og er með góðu
móti hægt að stækka þá veru-
lega. í öðrum þeirra eru
framreiddar veitingar fyrir
„transit“ farþega, og eru sæti
fyrir 134 manns. Þegar við
drukkum þar kaffi með Iþeim
Gunnari Helgasyni og Jóhann-
esi Óskarssyni, sagði þjónustu
stúlkan okkur, að 128 manna
hafi matazt þar í einu, iþegar
flest hefur verið. Af því má
sjá, að sætanýting er góð hjá
Loftleiðum einnig á jörðu
niðri.
Meðan við drukkum kaffi,
notuðum við tækifærið og
spurðum Gunnar margs um
starfsemi Loftleiða. Hann.
sagði okkur meðal annars, að
það væri orðið einkar vinsælt
hjá útlendingum á leið yfir
Atlantshafið að dvelja hér í
einn eða tvo daga og skoða
sig dálítið um áður en áfram
er haldið. Loftleiðir höfðu
frumkvæði að þessu, og nú
hefur spurzt að Irish Airline*
hafi tekið þetta upp eftir Loft-
leiðum og £á sína farþega til
að doka við á írlandi.
Japan Airlines, sem fljúga
meðal annars milli Tókíó og
Kaupmannahafnar yfir norð-
urpólinn, hafa sent hingað
fulltrúa til að athuga aðstæð-
ur á Keflavíkurflugvelli. Eru
þeir mjög ánægðir með að-
búnað allan og hafa nú hug
á að gera KeflavíkurflugvöU
að varaflugvelli fyrir pólflug-
ið'og vilja semja við Loftleiðir
um afgreiðslu á flugvélum
sínum.
öll flugstöðvarbyggingin er
þannig úr garði gerð, að tU
sóma er þeim sem hlut eiga
að máli. Hefur vel til tekizt,
að þessi staður á landinu, sem
er fyrsti viðkomustaður
flestra, sem inn í landið koma
og hið eina, sem tugþúsundir
útlendinga nokkurn tíma sjá
af landi okkar, skuli v«r«
eins vel úr garði ger og raum
ber vitni.
*
Ltsala — Utsala
Síðasta tækifærið að gera góð kaup.
Útsölunni lýkur á morgun.
Hjá Báru
Austurstræti 14.
Frúarleikfimi
Æfingar eru byrjaðar í Austurbæjarskólanum á
mánudögum og fimmtudögum kl. 8 e.h.
Verið með frá byrjun.
Fimleikadeild K R.