Morgunblaðið - 03.02.1965, Síða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 3. febrúar 1965
/»
David and Lisa. Bandarisk
frá 1962. 94 mín. Bæjarbíó.
Handrit: Elanor Perry eftir
frásögn Theodore I. Rubin.
Kvikmyndari: Leonard Hirsc
field. Tónlist: Mark Law-
rence. Framleið'andi: Paul M.
Heller. Leikstjóri: Frank
Perry.
Sjálfstæð kvikmyndafra-m-
leiðsla í Bandaríkjunum, óháð
stórfélögunum hefur sjaldan ver
ið fjölskrúðug. Seinustu misserin
hefur þessu sjálfstæði þó aukizt
gengi. Stórt séð má skipta þess-
ari óháðu kvikmyndagerð í tvær
við síðartöldu myndimar, en
verður að teljast meðal þeirra
beztu, þótt hún beri merki yfir
drifins tízku-Freudisma Banda-
ríkja-manna, sem ristir svo
grunnt og er leiðinda gervisálar
fræði. Myndin stendur samt langt
um ofar þeim Hollywood-mynd-
um sem fjallað hafa um geð-
sjúkt fólk. Sagan, sem myndin
segir er einföld og mu-n vera
byggð á staðreyndum. Þar segir
frá tveimur unglingum, Davíð
og Lísu, sem eru á skóla fyrir
geðtruflaða. Hann er bráðgáfað-
ur en haldinn þeirri meinloku
Lísa leikin af Janet Margolin.
f AÐGERÐINNI tíðkast ýmsir siðir. Búddamúnkur prédikar I
yfir blautum Færeying. Sheik auglýsir eftir konum. Kani með
indíánablóð í æðum, rekur upp heróp og hugsar gott til höf-
uðleðursfláningar á þeim gula. Indverji fær gamla ýsubeina-
grind til að dansa eftir seiðandi flautuleik. Svartur Afríkubúi
dansar stríðsdans kringum pottinn, en ekkert getur vakið
mexikanann.
-SrferjúffH
SIGMUND í Vestmannaeyjum
sendi okkur brotabrot úr líf-
inu í Eyjum um þessar mund
ir, eins og hann hugsar sér
það. Munu þessi brotabrot
birtast í blaðinu í dag og
næstun da.ga á þessari síðu.
að hann geti dáið ef einhver
snertir hann. Þessi ótti hans við
dauðann kemur einnig fram í
ástríðuáhuga hans á tímanum.
Hann er með úr og klukkur á
heilanum og drey-mir um að
stöðva tímans rás. Hann fær
sífellt sömu martröðina, þar sem
risaklukkuvísir drepur ekki að-
eins tímann, heldur manneskjur
í bókstaflegri merkingu. Davíð
hefur einnig, vegna ástleysis
heima fyrir, reynt að útiloka til-
finningarnar úr lífi sínu og sann
færa sjálfan sig um að hann geti
lifað án þeirra og samkvæmt
skynseminni eingöngu. Lísa, sem
er haldin persónuklofningi, getur
aðeins tjáð sig í setningum sem
ríma eða með því að skrifa niður
einföldustu orð.
Gagnkvæmt trúnaðartraust og
vakandi ást myndast milli þess-
ara tveggja hrjáðu unglinga og
ása-mt hjálpsömum lækni (How-
ard da Silva) tekst þeim að leiða
hvort annað fyrstu skrefin í átt
til heilbrigðis. Og án þess að
svíkja alveg happy-endingstefn-
una, lýkur myndinni og við skilj
um við þau að stignum þessum
fyrstu skrefum á erfiðri leið.
Það er margt gott um þessa
mynd og ótrúlegt að hér skulu
flestir vera byrjendur, bæði leik
endur og það fólk annað er að
myndinni stendur, leikstjóri og
tæknilið. Keir Duella og Janet
Margolin, sem leika Davíð og
Lísu, eru bæði mjög aðlaðandi
og leikur þeirra furðulega góður.
Og leikstjórn Frank Perrys er
þokkafull og honum tekst að
sneiða framhja óþægilegri tilfinn
ingasemi, en efnið liggur vel við
slíku. Hann nær víða góðum til-
þrifum, eins og í atvikinu á jám
Framhald á bls. 21
greinar. Annars vegar eru mynd
ir ungu uppreisnarmannanna á
austurströndinni, aðallega New
York, sem berjast gegn lífslyg-
inni í kvikmyndu-m. Þessir kvik-
myndaseggir láta sér ekkert
mannlegt óviðkomandi og láta
sig litlu skipta þótt viðfangsefn
in og persónurnar séu ekki fyrir
fram á allra pallborði. Samanber
The Connection, sem hefur verið
sýnd af Filmíu. Eiturlyfjanautn,
kynþáttahatur, kynvilla og ein-
manaleiki, sem allt er ríkt af
í Vesturheims þjóðlífi, eru m.a.
viðfangsefni þessara kvikmynda-
höfunda. En svo hefur yfirborðs-
siðgæðinu þótt að sér þjarmað,
að höfundar þessara mynda, sem
krefjast sama tjáningarfrelsins í
kvikmyndum og bókmenntum,
hafa margsinnis verið dregnir
fyrir lög og dóm fyrir að særa
viðkvæma siðgæðisvitund með-
borgaranna.
Hins vegar eru óháðir framleið
endur sem ekki stíga svo langt
út frá almannaslóð Hollywood
kvikmyndagerðar að þeir missi
hana úr sjónmálL Hætta miklu
minna í nýsköpun. Leggja ekki
út í of mikinn frumleika og taka
viðfangsefni sem teljast mega
örugg og fjalla jafnan um sætar
og huggulegar persónur sem
fyrirfram tryggja samúð áhorf-
andans.
Davíð og Lísa á frekar skylt
0 Loksins
Ég var að velta því fyrir
mér á dögunum, hvort íþrótta-
fréttaritarar dagblaðanna væru
fallnir í eilífan dvala, því ég
hef ekki séð neina frétt um Ey-
leif í eina eða tvær vikur. En í
gær vaknaði loks einn þeirra og
sagði frá því, að Eyleifur
mundi fara til útlanda „í fyrra-
málið“ — þ.e.a.s. í morgun. —
Vonandi flytja íþróttafréttarit-
ararnir okkur góðar fréttir af
því hvernig honum gengur í
enskunni, hvernig honum geng-
ur að verzla — o. s. frv. Það er
ekki á hverjum degi, að fólk fer
héðan til útlanda.
0 Vill meira skraut
En af því að ég minnist á
íþróttir langar mig að koma á
framfæri tillögu, sem íþrótta-
unnandi sendi mér fyrir nokkru.
Hann leggur til, að einhverjum
listamanni verði falið að
skreyta efri hluta á gafli eða
hlið (ekki gott að átta sig á því
hvort er) nýja íþróttahússins,
eða íþróttahallarinnar, í Laug-
ardal. Hann sendi mér jafn-
framt meðfylgjandi mynd og
flöturinn, sem hann vill láta
skreyta, er á þeim hluta húss-
ins, sem snýr frapi — lengst til
vinstri á myndinni. Nánar til
tekið frá efri brún glugganna
upp að þakskeggi.
Hann nefndi ekki, hvort
hann vildi fá þarna landslags-
mynd, eða myndir af okkar sig-
ursælu knattspyrniunönnum. Ef
síðari hugmyndin yrði ofan á
vildi ég leggja til, að myndin
sýndi þá áður en þeir héldu til
leiks fremur en að hún væri af
þeim að afstöðnum landsleik.
0 Beðið úrskurðar
Ekki slapp Richard Taylor
jafn billega frá Akureyringum
og hann slapp síðast frá ísfirð-
ingirni. Nú á hann tæplega sjö
vikna fangelsisvist yfir höfði
sér — og biður úrskurðar
Hæstaréttar innan eða utan land
helgi. En þessar sjö vikur ættu
að nægja Landhelgisgæzlunni
til þess að botnhreinsa varð-
skipin, mála þau og fægja —
þegar þar að kemur. Þannig
yrði fríinu sennilega bezt varið.
r
0 Ein plágan enn
Nú megum við eiga von á
einni plágunni enn: Leningrad-
inflúenzunni svonefndu. Land-
læknir sagði í viðtali við MbL
í gær, að Lyfjaverzlun ríkisins
mundi hafa undir höndum
nokkrar birgðir af móteitri og
gætu læknar aflað sér þess eftir
því, sem aðstæður krefðust.
Er til of mikils mælzt, að
Lyfjaverzlunin verði sér úti um
móteitur gegn öðrum plágum,
sem að austan koma?
6 v
12 v
háspennukefli í alla bíla
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Vesturgötu 3. — Sími 11467