Morgunblaðið - 03.02.1965, Page 17

Morgunblaðið - 03.02.1965, Page 17
Miðvikudagur 3. febröar 1965 MORCUNBLAÐIÐ 17 NÝLEGA er komin út vestur á ísafirði bók, þar sem minnzt er 50 ára afmæli Húsmæðra- skólans Ósk. En árið 1962 voru 50 ár liðin frá því að skólinn hóf starfsemi sína. Af því tilefni hefur Kristján Jóns urra mánaða námskeið. Þessar námsgreinar voru kennd ár í skólanum: Matreiðsla, ræst- ing herbergja, þvottur, saumar og bóklegar námsgreinar: Nær- ingarefnafræði, hjúkrunarfræði, heimilis- og húsreikningar. Fyrsti skólastjóri -skólans var frk. Fjóla Stefánsdóttir, og gegndi skólastjórastörfum árin 1912 til 1917. Næst varð skólástjóri frk. Gyða Maríasdóttir, er gegndi skólastjórastörfum til ársins 1936. Dagbjört Jónsdóttir var skóla- stjóri 1936 til 1940, Ingibjörg Jóns dóttir árið 1941 til 1942, Jónína Guðmundsdóttir 1942 til 1944, Þórey Skaftadóttir 1944 til 1947 og Þorbjörg Bjarnadóttir frá Vig- .ur, sem verið hefur skólastjóri síðan árið 1948. Tók hún við skólastjórn, er skólinn fluttist í hið nýja og glæsilega húsnæði sitt. Um 1250 námsmeyjar stunduðu nám í húsmæðraskólanum á ísa- firði á árunum 1912 til 1962. „Óhætt er að fullyrða að skóla- húsið varð stærra og glæsilegra, en forvígismenn húsbyggingarinn ar höfðu þorað að vona í byrjun. Glöggt dæmi um það er að finna í ræðu, sem þáverandi forseti bæjarstjórnar, Sigurður Bjarna- son, flutti á vígsluhátíð skólans 5. október 1948. Eftir að hafa lýst byggingunni mælti hann m.a. á þessa leið: „Ég hygg að það sé ekki of- mælt að þett’a hús muni vera eitt hið vandaðasta skólahús, sem byggt hefur verið í þessu landi, og þótt víðar væri leitað. Frágangur þess er frábær, og lofar þar verkið meistarann, hinn vandvirka yfirsmið Jón H. Sig- mundsson. Kostnaður við þessa byggingu er í dag 2,020,382,00“. Nýtur traust og vinsælda Skólinn hefur notið almennra vinsælda og trausts. Til hans hafa Þorbjörg Bjarnadóttir, núverandi skólastjóri. sótt nemendur úr öllum lands. hlutum, og jafnan verið að hon- um mikil aðsókn. Skólinn heful haft á að skipa ágætum kennur- Það var fyrst og fremst kven- félagið Ósk, sem forgöngu hafði um stofnun skólans á sínum tíma. En kvenfélagið var stofnað 7. febrúar 1907. Einn helzti frum- kvöðull skólamálsins innan fé- lagsins var frú Camilla Torfason, kona Magnúsar Torfasonar sýslu- manns. En hún var dóttir Stefáns sýslumanns Bjarnasonar á ísa- firði, og hinnar dönsku konu hans, Karenar Emilie. Frú Cam- illa var fyrsta íslenzka konan, sem lauk stúdentsprófi. Lauk hún því í Kaupmannahöfn og stund- aði síðan um skeið nám við Kaup mannahafnarháskóla og lauk þar heimspekiprófi. Hugmyndinni um stofnun húsmæðraskóla á ísa- firði, var vel tekið vestra. Bæjar- Frk. Fjóla Stefánsdóttir. stjóm ísafjarðar og sýslunefnd Norður-ísafjarðarsýslu lögðu fram nokkurt fé, og þingmaður ísafjarðarkaupstaðar, séra Sig- urður Stefánsson í Vigur, tók tnálið upp á Alþingi og árið 1914 var veittur 1200 króna styrkur til skólans á fjárlögum. Húsmæðraskólinn var i fyrsta ekipti settur 1. október 1912. Voru námsmeyjar þá 12 eins og tilskilið hafði verið. Áformað hafði verið að skólinn skyldi ctarfa 1 samfleytt 8 mánuði, en því var breytt og ákveðin fjög- Frk. Gyða Maríusdóttir. hans þar allmiklu rýmra. Eftir að frk. Gyða Maríasdóttir tók við stjórn skólans haustið 1924, fékk hann húsnæði í Hrannargötu 9, sem þá var jafnan nefnt „Glas- gow“ og var eign Ólafs Davíðs- sonar, fyrrv. verzlunarstjóra. Þar var sæmilegt húsnæði, 2 skóla- stofur niðri, og eitt herbergi handa forstöðukonu. Uppi voru 3 allgóð herbergi handa námsmeyj- um. Húsnæði þetta reyndist þó brátt ófullnægjandi, og árið 1929 var húsið við Fjarðarstræti 24, tekið á leigu. Það var allstórt steinhús en gamalt, með elztu steinhúsum bæjarins, en slitið nokkuð, en húsrýmið allmikið að þeirra tíma hætti. Snemma árs 1944 var tekið að ræða í skólanefnd um byggingu nýs fullkomins skólahúss. Hinn 4. maí 1945 voru svo fyrstu skóflu stungurnar stungnar í grunni væntanlegs skólahúss. Þar með var bygging nýs húsmæðraskóla hafin. Var henni lokið árið 1948 og var skólinn settur þar í fyrsta skipti 5. okt. það ár. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir hús- rými handa 32 nemendum í heima vist. Fyrstu starfsár skólans í nýja húsinu voru nemendur 40. Varð þá að taka til notkunar kennaraíbúðir og sjúkraherbergi. Síðar var bætt við 4 rúmum í stærri herbergin. Eftir 1956 hafa ekki verið teknar fleiri en 32 til 34 námsmeyjar, og má ekki þrengra vera. Um skólahúsið kemst Kristján Jónsson á Garðs- stöðum m.a. að orði á þessa leið í bók sinni um skólann: - Úr Mývatnssveif 10 frjálslyndir ■ stjórn rit- höfundasamb. Moskvu Moskvu 29. jan. (NTB-Reuter) SOVÉZKA skáldið Jevgenij Jevtusjenko, sem á sínum tíma var einn þeirra, sem Krúsjeff gagnrýndi harðlega fyrir frjáls- lynda stefnu í listum og bók- menntum, hefur, ásamt 9 öðrum frjálslyndum rithöfundum verið kjörinn í miðstjörn rithöfunda- sambandsins í Moskvu. Þá var Sergei Mikalkov kosinn .aðalrit- ari sambandsins, en hann er tal- inn heldur frjálslyndari en fyrir rennari hans. Samkvæmt sovézkum heimild- um hefur verið fjölgað í mið- stjórn rithöfundasamb. Moskvu, úr 82 í 92 til að 10 frjálslyndir rithöfundar fengju þar sæti. Hinir frjálslyndu réðust harka lega að nokkrum nýjum mönnum sem voru á framboðslista stjórn- arinnar, og tókst þeim að fá 10 menn kjörna úr sínum hópi, þeirra á meðal Jevgenij Jevtus- jenko og Andrei Vosnesenskij, sem hafa átt mikinn þátt í hug- myndafræðilegum deilum í Sovét ríkjunum. Eftir kosninguna var ákveðið að stækka miðstjórnina, þannig að þessir 10 sitji í henni með þeim, sem voru á framboðslista stjórnarinnar. Moskvublaðið Pravda skýrði frá því á sunnudag, að slegið hefði í hart á fundinum og hefðu margir ræðumenn gert sig seka um lýðskrum og persónulegar árásir. Frá því var skýrt í gær, að stjórnin hefði á fyrsta fundi sín- um kosið Sergei Mikalkov-aðal- ritara samtakanna, en hann er talinn frjálslyndari í skoðunum en Georgi Markov, fyrrverandi aðalritari, sem þótti einstrengings legur í skoðunum. Framh. af bls. 10. sé um liðið, sendi ég þessum ágætu sveitungum beztu árnaðar- óskir. SÆNSKUR FUGLASKOÐARI Á milli jóla og nýjárs hittl ég mann eða ferðalang á förnum vagi hér á milli bæja. Hafði sá sjónauka allstóran. Lék mér nokkur forvitni að vita hver sá væri er hér var á ferð að þessum tíma árs. Ég ávarpaði því ferða- langinn og spurði á hvaða ferða- lagi hann væri. Hann kvaðst vera.frá Svíþjóð, og stunda nám í 'heimalandi sínu. Hefði nú brugðið sér til Mývatns í jóla- fríinu til að kynna sér lifnaðar- hætti fuglanna. í dag væri hann t.d. að telja þá á hinum íslausu svæðum, í vogum og víkum við austanvert vatnið. Seinna upp- lýstist að maður sá er hér um ræðir er kallaður Sveinn, og hef- ir komið áður hingað að MývatnL Hann hélt til í Reykjahlíð á með- an hann dvaldi hér, en fór heim- leiðis strax eftir áramótin. Kristján Þórhallsson. Frú Camilla Torfason. son frá Garðsstöðum tekið saman rit, þar sem rakin er saga skólans allt frá því að fyrst var byrjað að ræða um nauðsyn húsmæðraskóla á Isa firði. Húsnæðismál skólans Húsmæðraskólinn var fyrst til húsa í litlu leiguhúsnæði í Pól- götu. Síðan var hann um skeið í Hrannargötu 2, og var húsnæði Núverandi skólanefnd húsmæðraskólans, talið frá vinstri: Gunnþórun Björnsdóttir, Lára Eð- varðsdóttir, Marías Þ. Guðmundsson (formaður), Sigríður Guðmundsdóttir og Sigríður Jóns- dóttir. um og skólanefndir hans hafa lát- ið sér mjög annt um alla starf- semi hans og velgengni. ’ Núverandi húsnæði húsmæðraskólans á ísafirði. Formenn skólanefndar hafa verið frú Camilla Torfason, frú Andrea Filippusdóttir, frú Kristín Sigurðardóttir er var formaður skólanefndar á árunum 1924 til 1941, Þórleifur Bjarnason kenn- ari, Guðmundur Sveinsson skrif- stofustjóri, Helgi Hannesson kenn ari, Baldur Johnsen héraðslækn- ir, Ásberg Sigurðsson fram- kvæmdastjóri og Marias Þ. Guð- mundsson fulltrúi, er verið hefur formaður skólanefndar síðan 1958. Aðrir í núverandi skóla- nefnd eru frú Gunnþórun Björns dóttir, frú Lára Eðvarðsdóttir, frú Sigríður Guðmundsdóttir og frú Sigríður Jónsdóttir. Húsmæðraskólinn ú ísafirði 50 úra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.