Morgunblaðið - 03.02.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.1965, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MiðvJkudagur 3. febrúar 196 Haukar hafa lyft sér úr fallsætinu og veröa erfiðir Fram vann KR í daufum leik með 17—11 Billy Mills, herforingi, sigur- vegari í 10 km. hlaupi í Tokíó varð annar í atkvæðagreiðshinni og Bob Hayes 100 m. hlaupari varð þriðji. Schollander var efstur á at- kvæðaseðlum 352 manna, annar á 109 seðlum og þriðji á 7 seðl- um. Alls hlaut hann 2161 stig. Fimm stig hlaut sá er efstur var á lista hvers kjósenda, 3 sá er annar var nefndur oig 1 sá er þriðji var nefndur. Mills hlaut 104 stig og Hayes 595 stig. Mills var efstur á 99 seðl um en Hayes efstur á 45 seðlum. DON SCHOLrLANDER sem vann fem gullverðlaun á Tokíóleikun- um í sundi hlaut Sullivan verð- Iaunin bandarísku — æðstu verð- laun íþróttamanns þar í landi — á þriðjudaginn. 739 íþróttamenn, íþróttatfréttaritarar oig úvarps- menn tóku þátt í atkvæðagreiðsl- unni sem stjórnað er af íþrótta- samtökunum í Bandaríkjunum. Verðlaunin eru veitt árlega þeim bandarískum íþróttamanni sem frábærustum árangri hefur náð. Schollander sem nú er 18 ára og hefur senn nám við Yale- 'háskólann er yngsti maðurinn sem verðlaunin hefur hlotið. Gunnar Petersen og Magnús Elíasson, sem sigruðu í badmintonkeppninni. Milli þeirra stendur i Harry Frederiksen, framkvæmdastjóri Sjafnar, i Firmokeppni í bodminton ÚRSLITALEIKUR firma- keppni Tennis- og badminton- félags Reykjavíkur voru háðir í íþróttahúsi Vals hinn 23. f.m. en áður höfðu undanleikir far ið fram. Keppni þessi er með forgjafarsniði og voru leikir mjög skemmtilegir og tvísýn- ir. í úrslitaleiknum kepptu Blikksmiðja J.B. Pétursson, en fyrir hana léku þeir Walter Hjaltested og Pétur Georgs- son; og Efnagerðin Sjöfn, A:k- ureyri, en fyrir hana léku þeir Magnús Elíasson og Gunnar Petersen. Sigruðu þeir síðar- nefndu með 15:9 og 15:12. — Tennis- og badmintonfélagið er þakklátt þeim fyrirtækjum sem styrkt hafa það með þátt töku sinni í keppni þessari. drifkraftur en leikur liðsins fer batnandi með hverjum leik og því skal hér spáð að engu liðinu verði talinn öruggur sigur yfir Haukum í síðari umferð mótsins. ★ Fram — KR í hinum leik kvöldsins kepptu Fram og KR. Bæði liðin léku lakari leiki en til þeirra hafa fyrr sézt í mótinu. Fram náði snemma forystu, það virtist íslandsmeist- urunum nóg og það virtist Reykjavíkurmeisturum KR sá biti er þeir ekki gátu kyngt og barátta varð aldrei veruleg af þeirra hálfu. Fram vann leikinn með 17—11. Ur leik FH og Fram S.L föstudag. (Ljósm.: Sv. í».). Patterson féll á hné í 10. lotu en vann sigur á stigum Andlit Chuvalos var blóði storkið í lok keppninnar HAUKAR hafa ekki sagt sitt síð- asta orð í landsmóti 1. deildar í handknattleik. Það kom greini- lega í ljós í leiknum gegn KR s.l. föstudag er þeir kræktu í sitt fyrsta stig og enn frekar í ljós í leik gegn Víking í fyrrakvöld er Haukar sigruðu með 26—18 og tryggðu sér þannig jafnrétti á við Víking hvað stig snertir eftir hálfnað mótið. Hafa bæði 3 stig og eru á botninum. En leikir Hauka og stöðugar og góðar framfarir gefa vissu- lega vonir um að stigasmölun þeirra sé ekki lokið og eins og Sundmót í kvöld í KVöLD kl. 20,30 fer fram í Sundhöllinni Sundmeistara- mót Reykjavíkur. Meðal kepp enda eru allir beztu sundmenn og konur í Reykjavík m. a. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Gíslason, Guð- mundur Þ. Harðarson, Davíð Valgarðsson o.fl. Keppt verður í 100 m. skrið sundi karla, 200 m. bringu- sundi kvenna, 200 m. bringu- sundi karla, 400 m. skriðsundi karla, 100 m. flugsundi karla, 100 m. skriðsundi kvenna, 100 m. baksundi kvenna, 100 m. baksundi kaTÍa, 50 m. skrið- sundi drengja og telpna, 50 m. bringvsunli drengja og teipna, Undanrásir verða í öllum unglingagreinunum svo og í 200 m. bringusundi karla og kvenna. það var bókað fyrir nokkrum vikum að Haukar væru dæmd ir í 2. deild aftur, þá er það jafn óvíst nú að svo fari. Sigur Hauka yfir Víking var verðskuldaður vel. Víkingar tóku þó í upphafi forystu og það virt- ist óárennilegt að vinna þá for- ystu aftur því lið Víkinga er skip að stærri og reyndari mönnum en lið Hauka. En með hinum óvæntu en hröðu leikköflum sínum breyttu Haukar spilinu skyndilega er fram í síðari hálfleik kom — og það svo óvænt og rækilega að frumkvæðið var gersamlega hrifsað af Víkingum. Minnti þetta á leikinn s.l. föstudag er Haukar skoruðu 9 mörk í röð án. þess KR fengi skorað. Verðskuldaður sigur Og svo fór að Haukar unnu verðskuldaðan sigur og sigurinn væri stærri en nokkurn óraði fyrir — jafnvel í hálfleik. En þessi sigur sýnir að "Haukar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Matthías Ásgeirsson er .þeirra M0LAR Stanley Matthews — hinn ókrýndi konungur brezkra knattspymumanna — varð fimmtugur á mánudaginn. Honum var haldið samsæti í Lundúnum á sunnudag og heillaóskir bárust í þúsunda tali til heimilis hans í Black- pool. 23. febr. gengur í gildi tilskipun sú er kveður á um aðalstign Matthews. Eftir það heitir hann Sir Stanley. Matthews hefur ekki leikið í aðalliði félags sins Stoke í vetur vegna bakmeiðsla, en er nú orðinn góður og verður að líkindum með á laugardag gegn Fulham. FLLOYD Patterson sté eitt skref i áttina að enn einum kappleik um heimsmeistaratitil er hann í fyrrinótt sigraði Kanadamann- inn George Chuvalo á betri stiga tölu í geysispennandi og jöfnum kappleik í New York. Kappleik- ur þeirra var 12 lotur og slíkur var æsingur áhorfenda um það er honum var að Ijúka að hvor- ugur keppenda heyrði í tíma- bjöllunni, sem þó hefur ekki Iágt, og þeir börðust af hörku 10 sekúndur fram yfir tímann. Þegar þeir voru stöðvaðir rann blóðið í taumum eftir andliti Kandamannsins. Hafði svo verið síðustu loturnar en blóðrásin stöðvuð af aðstoðarmönnum Chuvalos í hverju hléi. Um leið og leikurinn var stöðv aður 10 sek. eftir tilskildan tíma stökk heimsmeistarinn Cassius Clay inn í' hringinn og hrópaði: — Ég vil þig, ég vil þig. Þú skalt fá tækifæri til að vinna heimsmeistaratitilinn af mér. Og um leið reyndi hann að faðma Patterson. Patterson sem nú stendur á þrítugu var allan tímann betri hnefaleikarinn í hringnum. En honum tókst aldrei að gefa Kanadamanninum það högg sem setti hann í gólfið hvað þá meira. Kanadamaðurinn sýndi að dómi sérfræðinga einstakt þol fyrir höggum og hann var allan tím- ann að reyna að koma rothöggi á Fatterson og gaf sig hvergi. Eftir mjög hart höggnávígi í 10. lotu leit svo’út um tíma að Patterson væri að gefa sig. Hann var svo aðfram kominn að hann lá á hnjánum og gat ekki reist rönd við höggum andstæðingsins, og þegar tímabjallan hringdi lá hann á hnjánum. En Patterson hafði þá þegar áunnið sér gott forskot í stigum og fagnaðarlætin voru svo áköf hjá 19000 áhorfendum að hvorki keppendur né hringdómari heyrðu tímamerkið í lok 12. lotu. Dómaranámskeið í Frankfurt 13 undirbúningsnámskeið fyrir alþjóða körfuknattleiksdómara verður haldið í Frankfurt dagana 17.—20. júní 1965. Á sama tíma verður einnig haldið námskeið körfuknattleiks- Iþjálfara. Kennslan fer fram á énsku, þýzku og frönsku. Umsóknir um þátttöku í nám- skeiði þessu þurfa að hafa borizt KKÍ í síðasta lagi fyrir föstu- dag 12. febr. KKÍ mun einnig veita allar nánari upplýsingar. Schollander hlaut Sullivan verðlaunin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.