Morgunblaðið - 03.02.1965, Qupperneq 27
27
’ Miðvikuáagur 3. febrúar 1965
MORGUNBLADID
Skiptingin rýiir gildi
verðlaunanna - ses|r Poiniken
Kaupm.höfn, 2. febrúar. NTB
DANSKA blaðið „Politiken“
segir í dag, að með því að
tvískipta bókmenntaverð-
launum Norðurlandaráðs sé
beinlínis verið að rýra gildi
þeirra.
Páfagarði, Róm, 2. febrúar.
1 — (NTB-AP) —
PÁLL páfi IV hefur fyrir-
skipað. að niður skuli lagð-
ur skrautlegasti hluti
skrúða kardínála hinnar
rómversk-kaþólsku kirkju,
— þ.e.a.s. hin skarlatsrauða
skikkja, sem kunn er undir
nafninu „Cappa Magna“.
Páfi hefur nýlega skipað 27
nýja kardinála og munu þeir
koma til fundar við aðra
kardinála í Páfagarði 22. fe-
; | bruar nk. Fyrir þann tíma
j | ætlast páfi til að „cappa
í I magna“ skuli niður lögð.
Skikkjan sem eingöngu er bor
in við hátíðlegustu tækifæri
er nú fimm metrar að lengd,
auk slóða, og er jafnan prýdd
hettu með skinn- eða silki-
líningu. Fram til 1352 var
skikkjan sjö metrar, en þá
stytti Píus páfi XII hana um
tvo metra.
— Alþíngi
1 Framh. af bls. 8.
að Alþingi álykti að skora á rík-
isstjórnina að láta undirbúa og
leggja fyrir næsta Alþingi frum-
varp til laga um kerfisbundna
svæðaskipulagningu í öllum
landsfjórðungum.
Sameining sveitarfélaga
Unnar Stefánsson og Jón Þor-
steinsson hafa flutt þingsálykt-
unartillögu um sameiningu
sveitarfélaga. Tillaga sama efnis
var flutt á seinasta þingi, en var
þá vísað til umsagnar Sambands
ísl. sveitarfélaga. Efni tillögunn-
ar er á þá leið, að Alþingi álykti
að skora á ríkisstjórnina að láta
í samráði við Samband ísl. sveit-
arfélaga gera tillögur um nýja
skiptingu landsins í sveitarfélög.
Skulu þær miðast við að stækka
sveitarfélög með sameiningu,
eftir því sem staðhættir leyfa.
Eftirlit meff fyrirtækja-
samtökum
Útbýtt hefur verið þings-
ályktunartillögu um eftirlit með
fyrirtækjasamtökum, en flutn-
ingsmenn hennar eru Unnar
Stefánsson og fjórir aðrir þing-
menn Alþýðuflokksins. Það er
efni tillögunnar, sem flutt var á
seinasta þingi, en varð þá ekki
afgreidd, að ríkisstjórnin athugi,
með hverjum hætti hið opinbera
geti haft eftirlit með viðleitni
fyrirtækja til að hafa með sam-
eiginlegri afstöðu á markaði
óæskileg áhrif á verðmyndun í
landinu og hvernig bezt megi
tryggja, að neytendur fái notið
ávaxta aukinna framleiðsluaf-
kasta í meira vöruúrvali og hag-
stæðara verðlagi.
Blaðið segir það skoðun flestra
norrænna bókmenntamanna, að
ekki hefði átt að skipta verðlaun-
unum. Það hafi nú verið gert í
fyrsta sinn —■ og þar hafi ráðið
úrslitum, að Danir og íslending-
ar áttu einungis einn mann hvor
í dómnefndinni.
Vfirlýsing um
Jarlsmálið
EFTIRFARANDI yfirlýsing barst
Morgunblaðinu í gærkvöldi varð
andi Jarlsmálið:
Út af endurteknum frásögnum
dagblaðsins Tímans um matar-
skort skipverja á ms. Jarlinum,
þar sem hann liggur í Kaup-
mannahöfn, skal það fram tekið,
að nægur kostur hefur verið
keyptur á þeim höfnum sem skip
ið hefur komið í og eftir að það
kom til Kaupmanahafnar hefur
það haft opna kostúttekt.
Varðandi athugasemdir fyrr-
verandi 1. stýrimanns á ms. Jarl-
inum í Morgunblaðinu í gær skal
það tekið fram, að samkvæmt
reikningum frá Grikklandi, sem
útgerðinni hafa borizt, og eru
samþykktir af honum og mat-
sveini skipsins, er ekki hægt að
sjá annað, en að nægar vistir
hafi verið keyptar til ferðarinn-
ar frá Grikklandi til Frakklands
með viðkomu í Ceuta, enda ekki
vitað til þess að fyrirgreiðslu
hjá erlendum umboðsmönnum
skipsins hafi verið ábótavant.
Ofangreint er okkur kunnugt,
þar sem við höfum verið milli-
göngumenn um útvegun á um-
boðsmönnum fyrir skipið í er-
lendum höfnum.
Skipamifflunarskrifstofa
Gunnars Guffjónssonar.
— Jarlsmálið
Framhald af bls. 2
að ekki hefði náðzt til forstjóra
útgerðarinnar og þess vegna er
ekki reiknað með, að samkomu-
lag náist áður en Gullfoss íer
á miðvikudag. — Rytgaard.
Morgunbláðið átti í gærkvöldi
samtal við Sigfús Bjarnason hjá
Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Hann sagði, að einn úr stjórn fé-
lagsins væri um borð í Guilfossi,
Pétur Thorarensen, og hann
hefði hringt þá um morguninn
og sagt að hásetarnir þrír viídu
komast heim.
Sigfús sagðist hafa átt tal við
Gunnar Halldórsson, forstjóra út-
gerðarinnar, og hann hefði sagt
sér, að hann hefði fyrir iöngu
gert ráðstafanir til að á/höfninni
gæti liðið vel og hefði hann I< í-
að því, að hafa samband við
sinn umboðsmann í Kaupmanna-
höfn og ganga úr skugga um,
hvort einhverjar ráðstafamr
þyrfti enn að gera til þess að
svo yrði.
Sagði Sigfús, að Gunnar hefði
sagzt mundu sjá til þess að há-
setarnir kæmust heim væri ii.a
að þeim búið.og þeir væru frjáJs
ir til þess.
Morgunblaðið átti, einnig tal
við Gunnar Halldórsson, for-
stjóra Jarlsins h.f., og sagðist
hann fyrr um daginn átt simtal
vi'ð 2. vélstjóra, sem hefði sagt
sér að nægur matur væri um
borð. Hafi hásetarnir verið mat-
arlausir hafi það eingöngu verið
af því, að þeir hafi ekki nermt
að elda sjálfir.
Gunnar sagði, að útgerðm
væri að reyna að fá því frestað,
að málið kæmi fyrir rétt á með-
an verið væri að útvega 94 200
krónur danskar í tryggingu fyrir
sektum skipverja. Værj trygging
sett áður en málið kæmi fyrir
dóm slyppu skipverjar við fang-
elsi vegna smyglsins, þótt sektar-
upphæöin minnkaði ekki.
Jón Sigurðsson, formaöur samn-
inganefndar bátasjómann.a á
fundi í Sjómannafélagi Reykja-
víkur í gær. Til hægri sést
Kristján Jóhannsson, en þeir Jón
og Kristján voru fulltrúar Sjó-
mannafélags Reykjavíkur í samn
inganefndinni um kjör bátasjó-
manna. (Ljósm. Mbl.: Ó. K. M.)
— Sjómenn
Frh. af bls. 28
Þá voru haldnir fundir í út-
vegsmannafélögunum á Akur-
eyri, Snæfellsnesi, Akranesi,
Reykjavík, Hafnarfirði og Suður
nesjum.
Á fundi bátasjómanna í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur í gær
skýrði formaður samninganefnd-
ar sjómanna, Jón Sigurðsson, sam
komulagið, sem varð með full-
trúum útgerðarmanna og sjó-
manna. Sagði Jón, að enda þótt
hann væri engan veginn ánægður
með sámkomulagið, mælti hann
þó eindregið með samiþykkt þess,
þar sem að öðrum kosti mætti
búast við að samstaða milli sjó-
mannafélaganna rofnaði.
Þá sagði Jón, að ástæðan til
þess að sjómenn felldu sáttatil-
löguna hefði aðallega verið sú,
að þeir hefðu ekki getað sætt
sig við þá hlutaskiptingu, sem
hún fól í sér. Með þeirri breyttu
skiptingu, eftir bátastærð, sem
samkomulag útgerðarmanna og
sjómanna fæli í sér, hefði þetta
lagazt nokkuð. Mest um vert
væri þó fyrirheit meirihluta fisk
matsráðs um það, að ekki þyrfti
að slægja allan fisk, sem veiddist
í hringnót. Þá mundi Sjómanna-
samband íslands beita sér fyrir
því, að lagfæringar yrðu gerðar
á sjálfu matinu, en margir báta-
sjómenn hafa kvartað undán
framkvæmd þess.
Það kom fram í ræðu Jóns
Sigurðssonar, að ekki varð úr
því að þessu sinni, að samning-
ar næðust um lífeyrissjóð báta-
sjómanna. Sagði Jón, að ekki
hefði verið fullt samkomuiag inn
an samninganefndar bátasjó-
manna um, hvaða áherzlu bæri
að leggja á það atriði. Lagði Jón
til, að sjómannasamtökin beittu
sér fyrir því, að málið yrði tekið
upp á Alþingi og að einn eða
fleiri menn úr hverjum stjórn-
málaflokki yrðu fengnir til að
flytja það, svo að meiri líkur
væru á, að það næði fram að
ganga.
— Handritamálið
Framhald af bls. 1
Fyrrgreindur fundur nefnd-
anna verður að öllum líkindum
haldinn síðast í þessum mánuði.
Ráðherrann lagði á það áherzlu
á fundinum í dag, að hinn endan
leiga lista yfir þau handrit, er af-
hent verði, skuli gera fjögurra
manna nefnd, sem skipuð er sam
kvæmt ákvæðum frumvarpsins.
Komi upp ágreiningsmál verður
það danska forsætisráðherrans
að skera þar úr að undangengn-
um viðræðum við fræðslumála-
ráðherra Danmerkur og íslands.
f slíkum tilfellum er líklegt,
aff forsætisráffherrann Jens
Otto Krag muni leita álits er-
lends handritasérfræffings,
sem máliff er óviffkomandi ef
til vill sérfræffings frá Oxford.
Hluti þingnefndarinnar óskaði
eftir því við ráðherrann í dag að
fá lista yfir handrit, er hugsan-
lega yrðu afhent, en því neitaði
hann — taldi að það kynni að
hafa í för með sér enn frekari
kröfur um frestun.
Heimboð Ulbrichts
til Eyyptalands
— vekur gremju V-Jbýzku stjcrnarinnar
Jafnvel óttast sambanosslit rikjanna
Bonn, 2. febrúar — (NTB-AP)
SENDIHERRA Vestur-Þýzka-
lands í Kairó, Georg Federer,
kom í dag til Bonn til þess að
gefa stjórn sinni skýrslu um fyr-
irhugaffa för Walters Ulbriehts,
leiðtoga austur-þýzkra kommún-
— HÖrku umræður
Framhald af. bls. 1
130 í stað HS-681 vélanna, sem
fyrirhugað var að Hawker
Siddeley verksmiðjurnar fram-
leiddu — og ennfremur yrðu
keyptur bandarískar Phantom-
orrustuþotur, er koma skyldu í
stað Hunter-orrustuflugvéla flot-
ans og flughersins.
Hins vegar sagði Wilson, að
áfram yrði haldið, a.m.k. fyrst
um sinn, hinni umdeildu TSR-2
áætlun, sem þegar hefur verið
varið til fjárhæð, er nemur u.þ.b.
30 milljónum kr. (ísl.) Þó lagði
hann áherzlu á að endanlegar
ákvarðanir hefðu ekki verið tekn
ar um það mál, en stjórnin hefði
óskað nýrra og ákveðinna til-
boða, er ráða myndu úrslitum.
í Phantom-flugvélunum banda
rísku, sem kaupa á, verða brezk-
ir hreyflar og getur hugsazt, að
þær verði settar saman í Bret-
landi. Stjórnin telur, að reynast
muni þriðjungi ódýrara að kaupa
bandarískar C-130 flutningaflug-
vélar en að láta smíða brezku
HS-681 vélarnar.
Ennfremur upplýsti Wilson, að
kosta muni u.þ.b. 600 milljónir
króna (ísl.) að framleiða hverja
flugvél af gerðinni TSR-2 eða 25
sinnum meira en Camberra vél-
ina, sem henni er ætlað að leysa
af hólmi. Hin nýja vél er mjög
langdræg sprengjuflugvél, sem
á að geta athafnað sig í lítilli
hæð. Með þvi að kaupa banda-
riskar flugvélar svipaðrar gerð-
ar, sagði Wilson að spara mætti
minnsta kosti 250 milljónir ster-
lingspunda — en ekki mætti
gleyma, að það myndi jafnframt
auka gjaldeyrisútgjöld Bretlands.
Wilsón ræddi mjög um þá
breytingu á aðstöðu Asíuríkja,
sem orðið hefði við kjarnorku-
sprengingu Kínverja og taldi
brýna nauðsyn bera til að efla
varnir annarra Asiuríkja — ella
leituðust þau til að verða sér
úti um kjarnorkuvopn. Taldi
hann mál málanna nú að koma
í veg fyrir frekari útbreiðslu
kjarnorkuvopna.
Loks má geta þess, að Wilson
lýsti því yfir, að 15% innflutn-
ingstoliurinn, sem valdið hefur
andúð margra ríkja, yrði felldur
niður, þegar er því yrði við kom-
ið vegna efnahags landsins.
„Financial Times“ skrifar um
toll þennan í dag, að hugsan-
lega verði hann lækkaður um
2.5% þegar í vor og síðan smám
saman. Óhugsandi sé að afnema
hann allan í einu, — því muni
einungis fylgja innflutningsflóð,
er muni koma öllu efnahagslíf-
inu úr jafnvægi.
ista til Egyptalands. Segir tals-
maöur vestur-þýzku stjóriiariim-
ar, að mjög alvarlegur ágretuing-
ur hafi risið milli rikjanna vegna
þessa, — en þaff er stefna vest-
ur-þýzku stjórnarinanr að hafa
ekki stjórnmálasamband við
neitt þaff ríki, er viffurkennir
austur-þýzku stjórnina, utan
Sovétríkin. En líklegt er talið, aff
heimsókn Ulbrichts sé fyrsta
skrefið í þá átt, að Nasser, for-
seti Egyptalands, viffurkenni
stjórn Austur-Þýzkalands.
Nasser forseti hefur, sem kunn-
ugt er, boðið Ulbricht í sex daga
opinbera heimsókn — líklegast,
að því er talið er, í mótmæla-
skyni við vopnasölu Vestur-
Þjóðverja til ísraels. Federer
sendiherra ræddi við Nasser í
gær, áður en hann hélt heimleiðis
og lét svo um mælt við frétta-
menn í dag, að eflaust yrði af
för Ulbrichts.
— ~k —
Haft er eftir góðum heimild-
um, að Federer fari ekki aftur
til Kairó, fyrr en heimsókn Ul-
brichts er afstaðin. Ennfremur
að Vestur-Þjóðverjar muni taka
fyrir alla efnahagsaðstoð við
Egyptaland, þar til afleiðingar af
heimsókninni séu ljósar orðnar.
Að því er talsmaður vestur-
þýzku stjórnarinnar, Karl
Gúnther von Hase sagði við
fréttamenn í gær, hafa Þjóðverj-
ar að undanförnu veitt Egyptum
efnahagsaðstoð, er nemur 795
milljónum marka (kr. 8.600 millj-
ónum). Sagði hann að fyrirhug-
að hafi verið að veita þeim sömu
upphæð á næstu fimm árum.
Þá er haft fyrir satt, að svo
kunni að fara, að stjórnmálasam-
bandi ríkjanna verði slitið, —
þó verði ekkert aðhafzt í þá
átt, fyrr en Ijós eru orðin áhrif-
in af heimsókninni. Fréttamenn
telja, að til stjórnmálaslita komi
þó því aðeins, að Egypt-
ar breyti núverandi ræðismanns
skrifstofu Austur-Þjóðverja í
Kairó í sendiráð.
— ★ —
Sem fyrr segir er talið, að þessi
ráðagerð Nasser sé gerð í mót-
mælaskyni við vopnasölu Vest-
ur-Þjóðverja til ísraels. Vara-
formaður frjálsra demókrata,
Willy Weyer, bar í dag fram þá
kröfu, að henni yrði þegar í stað
hætt. NTB-fréttastofan hefur
eftir góðum heimildum, að vest-
ur-þýzka stjórnin muni standa
við yfirstandandi skuldbindingar
sínar við ísrael, en taka málið
allt til rækilegrar endurskoðun-
ar, áður en slíkri aðstoð verði
áfram haldið.
Franz Josef Strauss, fyrrum
landvarnaráðherra, lét svo um
mælt í Múnchen í dag, að Vest-
ur-Þjóðverjar ættu ekki að láta
bjóða sér neinar þvingunarráð-
stafanir af hálfu Egypta. Stað-
hæfði hann, að vanþróuðu rfkin
hefðu lengi gert sér að leik að
hóta að viðurkenna Austur-
ÞýzkaJnnd til þess eins að fá að-
stoð frá Vestur-ÞýzkalandL
Útför föður okkar,
EYJÓLFS GUÐMUNDSSONAR
Þórsgötu 7 A,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. febrúar kl.
10,30 árdegis. —Þeim sem vildu mionast hins látna, er
bent á Dvalarheimili aldraðra sjómanna.
Fyrir hönd vandamanna.
Ingunn og Lóló Eyjólfsdætur.