Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
' Laugaraagur 6. tnajrz 1965
* --------—-------------------------
Ný Surfseyjarbók væntanleg:
SÝ bók um Surtsey er væntan-
leg í vor. Nefnist hún „Surtsey í
litum.“
í bókinni er saga Surtseyjar
ftð nokkru rakin í 23 úrvalsljós-
mynáum í litum. Ýmsir hafa tek-
*r ið íjósmyndirnar, svo sem fyrir-
íaeki'ð Geisli h.f. og Garðar Páls
*on, skipherra.
Gu.ðmundur E. Sigvaldason
jarðefnafræðingur, hefur samið
texta bókarinnar, sem verður
bæði. prentaður á íslenzku og
ensku. Bókin er ekki hvað sízt
ætluð erlendum ferðamönnum,
sem.hihgað kopia, svo og tii
gjafa til kunningja erlendis.
Mjög ver'ður vandað til bók-
arinnar, sem prentuð verður í
Litbrá, Myndabókaútgáfan gefur
„Surtsey i liturn" út.
Skcliæsri ú hsarðisami
ylir Sassförvcatnsheiði
EINS og Mbl. hefur áður skýrt
frá, var ekið á jeppum yfir Smjör
vatnsheiði föstudaginn 26. febrú
ar.
Fimm menn úr Jökuldal lögðu
upp á heiðina að sunnan í tveim-
ur jeppum. Voru það þeir Arnór
Benediktsson og Jón Víðir Ein-
arsson á Hvanná, Ingimar Magn
ússon og Helgi Árnason á
Skeggjastöðum, og Haukur Guð
mundsson á Hauksstöðum.
Forsætisráð-
herra bo5ið
til Noregs
FRÁ forsætisráðuneytinu barst
Mbl. í gær eftirfarandi frétta-
tilkynning:
Ríkisstjórn Noregs hefur boð-
ið Bjarna Benediktssyni, forsæt-
isráðherra og frú hans í opin-
bera heimsókn til Noregs og
munu þau dveljast þar dagana
15.—22. maí n.k.
Aflabrögð
Aðfaranótt föstudags fengu neta-
bátar úr Reykjavík 4—30 tonn
á 'oát og nótabátarnir 15—35 tonn
— mikið af ýsu. — Vestmanna-
eyjabátar fengu heldur lítinn
afla á fimmtudag og föstudag.
Fimm bátar komu til Patreks-
fjarðar á fimmtudagskvöld með
120 til 130 tonn.
Akranesi, 5. marz.
155 TONN var afli þorskaneta-
báta hér í gær. V.b. Anna var
aflahæst. Hún fiskaði 18 tonn.
V.b. Haraldur hafði heldur betur
lánið með sér; hann var sá eini,
sem fékk loðnu í gær, 1650 tunn-
ur, landaði í morgun í Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunni. Allir
bátar eru á sjó í dag, fá heldur
leiðindaveður, 5 vindstiga SV
brælu. Engin loðna hefur veiðzt
í dag.
— Oddur.
Ferðin gekk ágætlega, enda
harðfenni ýfir öllu. Hægt hefur
verið að aka um allar heiðar
fyrir austan að undanförnu, eins
og fram hefur komið í fi'éttum
í Mbl. Nokkur hreindýr sáu þeir
félagar á leiðinni. Þeir gistu svo
eina nótt í Vopnafirði, og óku
síðan daginn eftir suður yfir
heiðina. Bættist þá þriðji jepp
inn í förina. í honum voru bræð
urnir Gunnar og Björgvin á Borg
um og Sigurjón á Skálum Stef-
ánssynir. Bílnum ók Anton son
ur Gunnars. Gekk sú ferð mjög
greiðlega, og voru þeir ekki nema
tvo tíma yfir heiðina að norðán.
Hvar er svíns-
leðurveskið?
MILLI kl. 20 og 20:30 á fimmtu-
da-gskvöld fékk maður, sem
staddur var vestur á Holtsgötu,
sér leigubíl og ók niður í Naust.
Hann bar á sér nýtt brúnt seðla-
veski úr svínsleðri, og í því voru
rúmlega 20 þús. kr. í seðlum, auk
ökuskírteinis, nafnskírteinis o.fl.
Maðurinn átti skamma dvöl í
Nausti, en hélt síðan suður á Hó-
tel Sögu, þar sem hann tafði nokk
uð. Þaðan fór hann heim til sín
að sofa, en maðurinn býr inni í
Laugarnesi. Þegar hann vaknaði
á föstudagsmorgun saknaði hann
veskisins, og veit hann ekki, hvar
eða hvernig það hefur horfið,
frá því að hann fékk sér leigu-
bílinn vestur á Holtsgötu. Ef ein
hver gæti gefið upplýsingar um
málið, er hann vinsamlega beð-
inn að láta Rannsóknarlögregl-
una vita.
15 lögreglumenn
særast
Bhavngar, Indlandi, 3. marz.
—(NTB)—
FIMMTÁN indverskir lögreglu-
menn særðust er áköf skothríð
upphófst milli indverskra lög-
reglumanna og landamæravarða
frá Pakistan, að því er upplýst
var af hálfu Indverja í dag.
Myndin var tekin við stofnun nýju Sölumiðstöðvarinnar í London í ráðherrabústaðnum í
gær. Guðir.undur Ásmundsson, Gunnlaugur Briem, Sigtryggur Klemenzson, Gunnar Guðbjörns
son, Sigurður Helgason, Jón Bergs, Ólafur Johnson, Ólafur E. Stefánsson, Ólafur Briem, Sig
urður Magnússon, Þorval.dur Guðmundsson, Ingóifur Jónsson, landbúnaðarráðherra, Agnox
Tryggvason og Sveinn Tryggvason.
Stofnað félag um fsl. enska
sölumiðstöð í London
Opnar söðustöð g hjarta Lundúnaborgar
í GÆR var formlega stofnað
nýtt félag, er nefnist Sölumið-
stöð í London eða á ensku Ice-
land food Center. Hlutafé er
5 millj. og leggur ríkissjóður
fram helming, SÍSI4, Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins
og Loftleiðir h.f. Vio. Tilgangur
þessa félags er að kynna ís-
Ienzkar afurðir og þá sérstalt-
lega lambakjötið á heimsmark-
aðinum. og að kynna Island sem
ferðamannaland og er ætlunin
að opna sölustöð í London í
haust í þeim tilgangi. Er verið
að fá húsnæði fyrir hana á
bezta stað í borginni, í húsinu
nr. 5 við Lower Regent Street
Þar verður fullkominn veitinga-
staður sem framreiðir mat úr
íslenzku hráefni og fyrir fram-
an hann ódýr matarbar.
Á staðnum verða sýnishorn
og veittar upplýsingar um
hvernig og hvar viðkomandi
afurðir eru fáanlegar.
Fyrirtækið, sem stofnað var
í gær í ráðherrabústaðmim við
Tjarnargötu, stefnir að því að
fá hærra verð fyrir islenzkar
afurðir en fengizt hefur til
þessa. Tilgangur þess er tví-
þættur, svo sem áður er sagt.
Annars vegar er því ætlað að
kynna íslenzkar vörur, ekki ein-
ungis dilkakjöt, heldur einnig
sjávarafurðir, íslenzkt brenni-
vín, íslenzkan bjór (Polar beer)
og aðrar íslenzkar vörur, sem
hugsanlegt er að selja á erlend-
um markaði. Hins vegar verður
Island kynnt þarna sem ferða-
mannaland.
Með þessu fara fslendingar að
dæmi annarra þjóða. Norðmenn
opnuðu Norwegs Food Center
sl. haust, Svíar opnuðu Swedish
House í sl. mánuði, Vestur-Þjóð-
| verjar opnuðu sína miðstöð í
| London fyrir tveimur árum og
I Danir hafa ekki einungis haft
slíka miðstöð í London, beldur
flestum stórborgum heims mörg
Páll á Steindórs-
stöðum látinn
AKRANESI, 5. marz.
PÁLL Þorsteinsson, bóndi á
Steindórsstöðum í Reykholtsdal,
lézt kl. fimm síðdegis í gær í
sjúkrahúsinu hér á 81. aldurs-
ári. — Oddur.
Selfossi 5. marz.
ÞAÐ þótti tíðindum sæta, er
tvær flugvélar frá flugskól-
anum Þyt settust á tún sýslu-
mannsins, Páls HaHgrímsson-
ar. Flugvélar þessar voru á
leið til Reykjavíkur fra Vest-
mannaeyjum, en flugmenn
þeirra treystu sér ekki til þess
að fljúga yfir Hellisheiði
vegna dimmviðris og élja.
Flugvélarnar stöldruðu hér
við í nokkrar klukkustundir
en flugu síðan til Reykjavík-
ur. — Tómas.
undanfarin ár. Og fleiri þjóðir
hafa gert eitthvað þessu líkt.
í stjórn hins nýja félags eru:
Ólafur Johnson, Sveinn Tryggva
son, Jón Bergs, Agnar Tryggva-
son og Sig’urður Magnússon.
Varamenn eru: Sigurður Helga-
son, Ólafur Stefánsson, Ólafur
Briem, Gur.nar Guðbjörnsson og
Guðjón B. ólafsson.
Hlustunarskilyrði
nu p;oo vio upp
Þúfum, N-ÍS, 2. marz.
GÓÐVIÐRI hefur verið hér í dag
lega að undanförnu. Allir bílar
hafa farið viðstöðulaust yfir
Þorskafjarðarheiði undanfarið i
ágætu færi, enda er orðið snjó-
laust að kalla um allt í byggð.
Ágætlega heyrist í útvarpi, aíð
an hinn nýi sendir stöðvarinnar
tók að senda. Er "’-^inilegur
munur á síðan. P.P.
53/965 */
LÆGÐIN fyrir vestan landið
fór vaxandi í gær, en loft-
vog fór hækkandi yfir Norð-
ur-Grælandi. Var því heldur
búizt við, að lægðin færi aust-
ur og mundi leiða yfir okk-
ur norðanátt me’ð tímanum.
Á landinu var suðvestanátt í
gær og rak hún hafísinn víð-
ast frá landi, en varla mun þó
ísmagnið fyrir Norðurlandi
hafa minnkað .
Veðurhorfur kl. 22 á föstu-
dagskvöid fyrir næsta sólar-
hring:
SV-land til Breiðafj. og mið
in: Hvass SV og skúraveður
í nótt. Léttir til og kólnar með
allhvassri V eða NV átt síð-
degis.
Vestf. og miðin: Allhvass
SV og skúrir fyrst. Hvass NA
og snjókoma á laugardag.
N og NA-land og miðin: SV
stinningskaldi og þíðviðri tii
fyrramáls, gengur í hvass NA
átt með snjókomu síðdegis á
laugardag.
A-firðir og miðin og Aust-
urdjúp: SV stinningskaldi;
þíðviðri.
SA-land og miðin: Allhvass
eða hvass SV og skúraveður
til fyrramáls. Hvass V eða NV
og léttir til síðdegis á laugar-
dag.
„Surisey í litum“