Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 12
12
MORGU N BLAÐID
i
Laugardagur 6. marz 1965
Aukin leiðbeininga-
þjónusta landbúnaðin-
um nauðsynieg
SARDASFURSTINNAN í síðasta sinn. — Sardasfurstinnan
var sýnd í Þjóðleikhúsinu í næst síðasta sinn í gærkvöldi, en
síðasta sýningin verður á sunnudagskvöldið. — Myndin hér
að ofan er af Eygló Viktorsdóttur og Erlingi Gíslasyni í
hlutverkum sinum.
J£skuBýðscSagur
Þióðkirkjunnar
EITT af >eim málum, sem Bún- f
aðarþing hefur afgreitt, er áskor- J
nn til stjórnarvaldanna um aukin
fjárframlög til ráðunautastarf-
semi Búnaðarfélags íslands,
þannig að unnt verði að bæta við
þremur ráðunautum, sauðfjár-
ræktarráðunaut, garðyrkjuráðu-
naut og byggingar- og vinnu-
tæknimálaráðunaut. Það var
Stjórn Búnaðarfélagsins, sem
lagði fram tillögu um þessa
auknu leiðbeiningaþjónustu á
vegum félagsins, og hljóðar
greinargerð fyrir tillögunni svo:
Ráðunautastarfsemi mikilvægur
þáttur.
Ráðunautastarfsemi Búnaðar-
félags íslands hefir frá öndverðu
verið mikilvægur og árangurs-
ríkur þáttur í þróunar- og fram-
faramálum landbúnaðar vors.
Hefir þessi starfsemi jafnan, eftir
því sem fjárhagsaðstæður hafa
leyft, fylgt þróuninni þannig, að
ráðunautum hefir verið fjölgað
og síauknar kröfur gerðar til
menntunar þeirra og' þekkingar
á þeim báttum búnaðarins, sem
heyrt hefir til þeim verkahring,
sem þeim hverjum fyrir sig, er
markaður. Með þessum hætti
hefir verið sýnd fyllsta viðleitni
í þá átt að láta ekkert úr greip-
um ganga, er til hagsýni og hag-
sældar horfir fyrir landbúnaðinn
og flytja inn í starfsemina allar
tæknilegar nýjungar, er oss ber-
ast fregnir af erlendis frá og
okkar eigið hyggjuvit hefir lagt
okkur upp í hendur, og að gangi
hefir mátt koma til að létta og
auðvelda störfin. Með hverju ár-
inu sem líður vex fjölbreytnin í
vinnutækjanotkun. Ný og ný
sjónarmið ryðja sér til rúms,
sem segja má að taki til allra
þátta búnaðarins. Má þar nefna
hvernig rækta megi og bæta bú-
fjárstofninn, auka afurðir hans
og hvernig haga skuli fóðri og
eldi hans vetur og sumar. Hvern-
ig haga beri grasræktinni á grónu
og ógrónu landi, hvemig nýta
megi jarðhitann til grænmetis-
framleiðslu, hvernig auka megi
verðgildi landbúnaðarafurða með
fjölbreytni í verkum þeirra og
síðast en ekki sízt hvernig takast
megi að færa byggingarmál sveit-
anna til betra horfs.
Hagnýting vísinda og þekkingar.
Hvar sem litið er, blasir við sú
staðreynd, að hagnýting vísinda
og þekkinigar er lykill að hag-
felldri þróun á sviði atvinnulífs
og efnahagsmála. Og eins og hög-
um er háttað hjá landbúnaði vor-
um á þetta ekki síður við hann
en aðrar atvinnugreinar með
vorri. Þetta sjónarmið hefir ávallt
verið fíkjandi hjá Búnaðarfélagi
fslands, eins og ráðunautastarf-
semi þess ber ljósust merki. En
eftir því sem landbúnaðurinn
færist meira í fang um nýbreytni
í búrekstrinum og starfsemi
ráðunautanna verður af þeim
sökum fjölbreyttari og umfangs-
meiri, krefur það aukinna starfs-
krafta hjá félaginu. Er nú svo
komið hjá Búnaðarfélagi íslands,
að starfssemi þess verður ekki
að fullu af hendi innt nema að
hér verði bót á ráðin. Er því til-
laga þessi á fyllstu nauðsyn reist.
Verkefni þau, sem ráðunautar
þeir, er hér um ræðir, eiga að
vinna að, eru hin mikilvægustu.
Tekur það jafnt til þeirrar starf-
semi, sem lagt er til að fjölga
ráðunautum við, sauðfjárræktina
og garðræktina og starfsemi
ráðunautar í byggingarmálum.
Á tímamótum.
í sauðfjárræktinni standa nú
fyrir dyrum tímamót, tímamót
ræktunarbúskapar í þessari
grein, að beita sauðfé á ræktað
land að sumarlagi í lágsveitum
samfara því sem haldið verði
áfram að hagnýta góð afréttar-
lönd, þar sem til þeirra nær. Þá
taka þessi twnamót einnig til
þess, að nú er hafin aukin fjöl-
breytni í vinnslu gæra og ullar,
en á kynbótastarfseminni veltur
mikið um verð og gæði þessara
vara, eins og með kjötgæði og
fallþunga dilkanna. Að því, er
tekur til hagnýtingar á náttúru-
gæðum lands vors, eigum vér
enn sem komið er, sennilega
lengst í land með hagnýtingu
jarðhitans og þá ekki hvað sízt
nýtingu hans á sviði ræktunar.
Þar bíður hugkvæmni og þekk-
ing fræðimanna vorra á þessu
sviði mikið verkefni. Mikið skort-
ir á, að einn ráðunautur, þótt
röskur sé og vel menntaður, geti
til hlítar annað þessu starfi.
Áhugi er mikill ríkjandi í gróður-
húsa starfseminni og linnir ekki
kvörtunum yfir því, að eigi verði
fullnægt því leiðbeiningarstarfi,
sem nauðsynlegt er, að þar væri
lagt af mörkum.
HAFNARFIRÐI — Fjárhags-
áætlun Hafnarfj arðarkaupstaðar
fyrir árið 1965 hefir verið af-
greidd. Urðu allmiklar umræð-
um um áætlunina og ýmsar til-
lögur fram bornar, þó urðu ekki
verulegar breytingar á fjárhags-
áætluninru frá því, sem gert var
ráð fyrir við fyrri umræðu.
Niðurstöður fjárhagisáætlunar
eru 65.178.000. Helztu tekjuliðir
eru: útsvör eru áætluð 35.370.
000, voru árið 1964 áætluð 31.
579.000, hækkun um 12%. Að-
stöðugjöld eru áætluð 5.050.000,
voru 1964 áætluð 4.500.000, hækk
un um 12% . Fasteignasikattur
og gjöld eru áætluð 5.345.000,
framlag úr jöfnunarsjóði 7.400.
000.
Helztu gjaldaliðir e'ru: Stjórn
kaupstaðarins 2.879.000, skóla-
og menningarmál 7.081.000, eld-
varnir 1.405.000, löggæzla 1.460.
000, lóðhjálp og lóðtrygging
(þ.e. alþýðutr., ýmis lóðhjálp
og framfærsla) 13.165.000, til
félagsstarfsemi og þrifnaðar 1.
680.000, til verklagra fram-
kveemda 20.740.000. Þar með eru
taldar hinar miklu framkvæmd
ir, sem Aðalverktakar hafa tek-
ið að sér við lagningu hinnar
nýju hafnargötu.
Helztu framkvæmdir eru:
bygging Öldutúnsskóla 2.728.000,
bygging iðnskóla 2.250.000, bygg
ing íþróttahúss 3.540.000, afborg
anir lána 3.500.000, sem ætlað
er vegna greiðslu af lánum
vegna Bæjarútgerðarinnar.
A fundi bæjarstjórnarinnar
voru samþykktar tillögur til
lausnar á fjárhagsvandamálum
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar,
sem hafa meðal annars í fcjr
með sér lántöku af hálfu bæjar-
sjóðs upp á 26 millj. kr. til
greiðslu á aðkallandi kröÆuim á
hendur Bæjarútgerðinni.
Kommúnistar og Framsókn
báru fram ýmsar tillögur, seim
nær eingöngu voru óraunhæfar
Betra byggingaskipulag léttir
störfin
Það er landbúnaði vorum mjög
þungt í skaiiti hversu miklu þarf
til að kosta um byggingar allar í
sveitum, ekki sízt útihúsa. Land-
búnaðurinn nýtur að sjálfsögðu
góðs af leiðbeiningarstarfsemi
teiknistofu landbúnaðarins. En
þær leiðbeiningar eru engan veg-
irtn einhlýtar til þess að sinna því
verkefni að finan leiðir til þess
að bytggingar geti orðið hag-
kvæmari og ódýrari, án þess að
notagildi þeirra og varanleiki
rýrni.^Hér þar meðal annars að
koma til tilraunastarfsemi með
mismunandi byggingarefni og
hagræðingu við að reisa þær.
Þá er og mjög mikils vert að
kostað sé kapps um að komið sé
því skipulagi á byggingarnar, er
léttir störfin við að vinna í þeim
við gripahirðingu hvers konar og
að staðsetning á heyhlöðum og
votheysgeymslum sé hagkvæm
til innlátningar og daglegrar um-
gengni.
Þá er og staðsetning húsa á
sveitabæjum mikilsvert atriði.
hvort sem á það mál er litið frá
hagkvæmnis- eða fagursjónar-
miði. Hér bíður mikið og aðkall-
andi verkefni úrlausnar. Vel-
menntaður og hagsýnn bygg-
ingarfræðingur, sem valinn yrði
til þessa starfs, á vegum Bún-
aðarfélags fslands, mundi, í sam-
starfi við teiknistofu landbún-
aðarins, geta stuðlað að miklum
umbótum á þessu sviði.
Með skýrskotun til þeirra raka,
sem í greinargerð þessari felst,
ber að leggja á það megin
áherzlu, að aukið verði fjárfram-
lag til ráðunauta starfseminnar
eins og í tillögunni felst.
og helzt miðaðar við að hafa á-
róðursgildi. — En höfuðikrafa
þessara flokka var sú, að allir
þeir, sem aðstöðugjaldsskyldir
eru, skuli greiða eftir miklu
hærri skala en í nágrannabygigð-
um, eins og Garðahreppi, Kópa-
vogi og Reykjavík. Virtist þess-
um flokkum standa ógn af vax-
andi atvinnulífi í Hafnarfirði og
hlutfallslega vakandi þátttöku
átvinnulífsins miðað við einstakl
inga í greiðslu gjalda til bæjar-
sjóðs, en fyrir því voru lagðar
fram órækar kröfur.
Valdimar
Björnsson ráð-
herra kemur
í TILEFNI af 25 ára afmæli ís-
lenzk-ameríska félagsins hefur
félagið boðið Valdimar Björns-
ÆSKULÝÐSDAGUR Þjóðkirkj-
unnar er á sunnudaginn kemur.
Þessi dagur er sérstaklega helg-
aður ungum piltum og stúlkum
á íslandi. í öllum kirkjum borg-
arinnar verða haldnar sérstakar
æskulýðsguðsþjónustur, þar sem
ungt fólk tekur virkan þátt í
guðsþjónustunni, les pistil og
guðspjall dagsins o.s.frv. Einnig
verða æskulýðsguðsþjónustur
víðast hvar úti á landi með sama
sniði.
Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar
eykst með hverju árinu, sem
liður með vaxandi þátttöku unga
fólksins. Æskulýðsfélög kirkj-
unnar eru starfandi víða um
landið, allt frá Grímsey norður
við heimskautsbaug og suður að
sotaríkis, og frú hans, til íslands.
Verður hann aðalræðumaður á
afmælishátíð félagsins sunnu-
dagskvöldið hinn 21. marz, að
Hótel Sögu.
Þau hjónin eru væntanleg til
Reykjavíkur með flugvél Loft-
leiða laugardaginn hinn 20. marz
og munu dveljast hér á landi til
27. marz.
Faxaflóa. í æskulýðsfélögunum
gefst unigu fólki kostur á að
koma saman, venjulega tvisvar
í mánuði til að tilbiðja Guð,
fræðast um hann, sinna ýmsum
hugðarefnum og áhugamálum og
skemmta sér á fagran og heil-
brigðan hátt. Æskulýðsfélögin
eru vissulega einhver bezti og
skemmtilegasti félagsskapur fyr-
ir unga fólkið, sem hugsazt get-
ur%
Á vegum Þjóðkirkjunnar hafa
farið fram nemendaskipti við
Bandarákin undanfarin ár og
verður svo enn í ár. Nú er ætl-
unin að auka þessa starfsemi á
þann veg, að einníg gefist kost-
ur á dvöl í nokkrum Evrópu-
löndum. Uniga fólkið dvelst á
heimilum í þessum löndum í eitt
ár, kynnist þar vel fjölskyldulífi,
kirkjulífi og skólalífi. Einnig eru
ráðagerðar í sumar vinnubúðir I
samvinnu við skozku kirkjuna
eins og nokkur undanfarin sum-
ur.
Sumarbúðir eru mikilvægur
liður í æskulýðsstarfinu. Eins og
kunnugt er hófst starfsemi sum-
arbúðanna við Vestmannsvatn I
Þingeyjarsýslu s.l. sumar. Einn-
iig voru sumarbúðir reknar á veg-
um Þjóðkirkjunnar að Núpi I
Dýrafirði og á Kleppjárnsreyj-
um í Borgarfirði. Einnig ráku
aðilar innan kirkjunnar og sum-
arbúðir. Á nokkrum stöðum er
verið að reisa sumarbúðir eða f
undirbúningi, t.d. í Skálholti og
við Kleifarvatn í Kjalarnespróf-
astsdæmi. Þessi starfsemi kirkj-
unnar er mjög mikilvæg hinni
ungu kynslóð á íslandi og á skil-
ið fullan stuðning allra þeirra,
sem láta sér annt um kristið upp-
eldi barnanna.
Á æskulýðsdaginn fer fram
merkjasala á vegum Æskulýðs-
nefndar Þjóðkirkjunnar um land
allt. Ágóði merkjasölunnar renn-
ur til sumarbúðastarfsins víðs
vegar um landið. Nefndin vill
hvetja foreldra til að leyfa börn-
um sínum að selja merkin og
heitir á alla að taka vel á móti
sölubörnunum. Merkin verða af-
hent í barnaskólum borgarinnar
á sunnudagsmorgun.
FiárBiagsáætBun
Hafnarf jarðar
rúrsilega 65 mHI]« kr.
— 12 % hækkun
syni, fjármálaráðherra Minne-